Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2019, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2019, Blaðsíða 48
48 26. apríl 2019 J ennifer Dion hét fimmtán ára, frönsk stúlka. Hún var frá Loire-dalnum í Frakklandi. Í kringum mánaðamótin nóv- ember/desember árið 2002 var Jennifer úti að skemmta sér með skólafélögum sínum. Klukkan var orðin hálf sjö um kvöldið og Jenni- fer vissi sem var að hún hafði verið lengur úti en hún mátti. Því ákvað hún að stytta sér leið gegnum sund eitt, fram hjá auðum lóðum og þaðan yfir á aðalgötuna. Það sem átti að stytta vegferð Jennifer heim, gerði gott betur því það stytti veg- ferð hennar í gegnum lífið. Chesterfield og dekkjaför Næsta morgun fannst nakið lík Jennifer í grænmetisbeði. Höfuð- kúpan hafði verið brotin með hamri og líkið var þakið skrámum. Henni hafði verið nauðgað. Þegar lögreglan í Tours rann- sakaði vettvanginn fann hún ýmsar vísbendingar og voru sumar þeirra afar kunnuglegar; Chesterfield- sígarettustubbur og dekkjaför eftir vespu. Lögreglan vissi að förin voru eftir vespu því ein slík, grá að lit, hafði sést á vettvangi í fleiri málum sem vörðuðu kynferðislegt ofbeldi. Einnig vissi lögreglan að ódæðis- maðurinn reykti Chesterfield og ótæpilega. Fyrsta morðið Hvað glæpamaðurinn hét lá ekki fyrir þegar þarna var komið sögu. Síðar kom í ljós að um var að ræða 34 ára karlmann, Patrick Ghili- azza, sem var afgreiðslumaður í verslun. Á árunum 1997 til 2003 hafði Patrick ráðist á að minnsta kosti sex ungar konur. Sumum stúlknanna hafði hann nauðgað, sumar sluppu þegar aðrir vegfarendur komu of nærri, en Jennifer var fyrsta stúlkan sem Patrick myrti. Lögreglan hafði hendur í hári Patricks fyrir tilstilli einnar konu, Samiru, sem hafði lent í klónum á honum fyrri hluta árs 2002. Patrick ræðst á Samiru Í dómsal í Tours, í september 2006, stigu fórnarlömb Patricks hvert á fætur öðru í vitnastúkuna og rifj- uðu upp þolraun sína frammi fyrir þöglum áheyrendum. Eftirminnilegust var hugsan- lega áðurnefnd Samira. Hún sagði að sunnudaginn 24. mars, 2002, hefði hún verið úti að skokka. Í litlu skóglendi ók Patrick Ghili- azza fram hjá henni á gráu vesp- unni sinni. Hann stoppaði nokkru síðar og beið. Þegar hún kom nær spurði hann hana hvað klukkan væri, og stökk síðan á hana. Þegar hann herti að hálsi henni reyndi hún að róa hann niður og sagði við hann: „Lofaðu mér því að ég sjái móður mína aftur.“ Bjargvættur á vespu „Hann lofaði því. Ég sagði: „Ekki meiða mig“ og hann svaraði: „Ég meiði þig ekkert. Ég mun bara gera þér gott“.“ Patrick reif fötin utan af Sam- iru, nauðgaði henni og setti fötin hennar inn undir jakkann hans. Síðan reyndi hann að draga Samiru upp á hjólið, en þá bar að einhvern annan á vespu og Patrick sá sitt óvænna og stakk af. Ökumaður hinnar vespunnar hjálpaði Samiru, sem ákvað síðar að láta þennan atburð og áfall ekki draga sig niður. Þvert á móti þá ákvað hún að finna þetta skrímsli og láta hann svara fyrir glæpi sína. Samira finnur nauðgarann Samira sigraðist á óbeit sinni á staðnum þar sem henni hafði ver- ið nauðgað og þegar hún fór út að 1–3 mannslíf hafði þýski raðmorðinginn Sophie Charlotte Elisabeth Ursinus á samviskunni. Sophie var talin hafa banað með eitri eiginmanni sínum, frænku og elskhuga sínum. Einnig var hún grunuð um að hafa reynt að myrða þjón sinn. Sophie fæddist árið 1760 í bænum Glatz (Klodzku), sem þá tilheyrði Prússlandi. Nítján ára giftist hún mun eldri manni, hæstaréttardómara að nafni Theodor Ursinus. Ursinus dó skyndilega, 11. september 1800, eftir að hafa haldið upp á afmæli sitt. Sophie var grunuð um græsku því hún hafði ekki samband við lækni og lyfin sem hún gaf bónda sínum gerðu illt verra. Sophie hafði í hjónabandi sínu átt í ástarsambandi við hollenskan liðsforingja, Rogay að nafni. Af honum segir ekki margt, en hann dó þremur árum áður SAKAMÁL BORÐPLÖTUR OG SÓLBEKKIR Sérsmíðum eftir óskum hvers og eins Gylfaflöt 6-8 / S. 587 6688 / fanntofell.is GHILIAZZA: GLEYMNI GLÆPAMAÐURINN n Nauðgaði mörgum stúlkum en sagðist ekkert muna n Eitt fórnarlambið einsetti sér að hafa hendur í hári hans n Staðfestan bar ávöxt „Lofaðu mér því að ég sjái móður mína aftur Grænmetis- garðurinn Lík Jennifer fannst illa útleikið í þessum garði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.