Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2019, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2019, Blaðsíða 47
FERÐALÖG 4726. apríl 2019 heitt hér. Köldustu mánuðirnir eru desember og janúar en þá getur hitastigið farið niður í 16–18 gráð- ur. Ég hef meira og minna verið á stuttbuxunum hér í allan vetur og hér á suðurhlutanum er algjör undantekning ef það rignir.“ Bananabúgarður og bíltúr er efst á lista fyrir gesti „Ég fer yfirleitt með mína gesti í heimsókn á bananabúgarðinn Finca Las Margaritas í Las Galletas. Það er ræktað gríðar- lega mikið magn af bönunum hér á Tene rife og bananaplöntur eru áberandi í landslagi eyjunn- ar, svo það er gaman að fræðast meira um þessar plöntur og fá að smakka á afurðum úr þeim,“ seg- ir Snæfríður aðspurð hvert hún fari með sína gesti. „Síðan ráðlegg ég öllum að taka bíltúr á norður- hluta eyjunnar því landslagið þar er svo allt öðruvísi en á suðurhlut- anum. Stopp í Masca, Garachico, Puerto de la Cruz og La Laguna er eitthvað sem er ómissandi. Teide-þjóðgarðurinn á miðri eyj- unni er líka mikil upplifun og allt öðruvísi landslag þar er annars staðar á eyjunni. Ef fólk er fyr- ir göngur þá eru margar magn- aðar gönguleiðir á eyjunni. Ein af mínum uppáhaldsleiðum ligg- ur frá bænum Santiago del Teide og niður í Masca-þorpið. Þetta er nokkuð þægileg gönguleið í afar fallegri náttúru. Svo er líka svo gaman að enda í Masca- -þorpinu og verðlauna sig með því að setjast niður á eitthvert af veitingahúsunum þar. Anaga- -svæðið er líka algjör konfektkassi fyrir náttúruunnendur og enda- laust úrval af gönguleiðum þar. Flestir ferðamenn sem hingað koma dvelja á ferðamannasvæð- inu (Playa Américas, Costa Adeje eða Los Cristianos) á suðurhluta eyjunnar. Ég hvet fólk hins vegar til þess að hreyfa sig aðeins um og sjá fleira en bara sundlaugar- bakkann og Siam Park-skemmti- garðinn. Ef farið er á norðurhluta eyjunnar þá er þar að finna allt aðra hlið á eyjunni, öðruvísi nátt- úru, arkitektúr og menningu.“ Mæðgur gefa út ferðahandbók Í fyrra gaf Snæfríður út bók- ina Ævintýraeyjan Tenerife og í sumar byrjun mun koma út önn- ur bók eftir hana og dóttur henn- ar, Ragnheiði Ingu, sem fjallar líka um Tenerife. Sú bók heitir Tene- rife Krakkabókin – geggjað stuð fyrir hressa krakka. Í þessarri bók eru listaðir upp alls konar hlutir sem gaman er að sjá og upplifa hér á eyjunni sem krakki. „Ragnheiður skrifar um staðina út frá sínu sjón- arhorni sem krakki og ég skrifa út frá sjónarhorni foreldra,“ segir Snæfríður, sem einnig heldur úti Facebook-síðunni Ævintýraeyjan Tenerife þar sem hún setur inn alls konar fróðleik um eyjuna, en Snæfríður er einnig með heima- síðuna lifiderferdalag.is. Auk þess hefur hún haldið fyrirlestra hjá Endurmenntun Háskóla Íslands um Tenerife og mun halda þeim áfram næsta vetur. n Mottur setja punktinn yfir i-ið á heimilinu. Persía er sérdeild innan Parka með stök teppi og mottur. Við bjóðum upp á sérvalin handhnýtt austurlensk teppi og fjölbreytt úrval af vönduðum vélofnum gervi- og ullarteppum. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig. Parki ehf. • Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • www.parki.is • parki@parki.is • sími: 595 0570 VIÐARPARKET • UTANHÚSSKLÆÐNINGAR • VÍNYLPARKET • FLÍSAR • HURÐIR • TEPPI • KERFISLOFT • HARÐPARKET • INNRÉTTINGAR Eyjan mín, Tenerife Snæfríður Ingadóttir og fjölskylda ákváðu að búa einn vetur á eyjunni „Anaga svæðið er algjör konfektkassi fyrir náttúruunnendur. Girnilegt Kanínukjöt og geitarostur, klassísk máltíð meðal heimamanna. Strandjóga Fjölbreytta afþreyingu er að finna á Tenerife en eitt af því sem fjölskyldan hefur prófað er að mæta í jóga á ströndinni. Heimabærinn Í heimabær fjöl- skyldunnar, El Médano, blæs mjög mikið enda bærinn vinsæll hjá þeim sem stunda vind- og flugdrekasörf. Fjölbreytt landslag Hjónin á Benijo-ströndinni á norðurhluta Tenerife. Fjölskyldan á göngu nálægt borginni Puerto de la Cruz á norðurhluta eyjunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.