Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2019, Síða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2019, Síða 47
FERÐALÖG 4726. apríl 2019 heitt hér. Köldustu mánuðirnir eru desember og janúar en þá getur hitastigið farið niður í 16–18 gráð- ur. Ég hef meira og minna verið á stuttbuxunum hér í allan vetur og hér á suðurhlutanum er algjör undantekning ef það rignir.“ Bananabúgarður og bíltúr er efst á lista fyrir gesti „Ég fer yfirleitt með mína gesti í heimsókn á bananabúgarðinn Finca Las Margaritas í Las Galletas. Það er ræktað gríðar- lega mikið magn af bönunum hér á Tene rife og bananaplöntur eru áberandi í landslagi eyjunn- ar, svo það er gaman að fræðast meira um þessar plöntur og fá að smakka á afurðum úr þeim,“ seg- ir Snæfríður aðspurð hvert hún fari með sína gesti. „Síðan ráðlegg ég öllum að taka bíltúr á norður- hluta eyjunnar því landslagið þar er svo allt öðruvísi en á suðurhlut- anum. Stopp í Masca, Garachico, Puerto de la Cruz og La Laguna er eitthvað sem er ómissandi. Teide-þjóðgarðurinn á miðri eyj- unni er líka mikil upplifun og allt öðruvísi landslag þar er annars staðar á eyjunni. Ef fólk er fyr- ir göngur þá eru margar magn- aðar gönguleiðir á eyjunni. Ein af mínum uppáhaldsleiðum ligg- ur frá bænum Santiago del Teide og niður í Masca-þorpið. Þetta er nokkuð þægileg gönguleið í afar fallegri náttúru. Svo er líka svo gaman að enda í Masca- -þorpinu og verðlauna sig með því að setjast niður á eitthvert af veitingahúsunum þar. Anaga- -svæðið er líka algjör konfektkassi fyrir náttúruunnendur og enda- laust úrval af gönguleiðum þar. Flestir ferðamenn sem hingað koma dvelja á ferðamannasvæð- inu (Playa Américas, Costa Adeje eða Los Cristianos) á suðurhluta eyjunnar. Ég hvet fólk hins vegar til þess að hreyfa sig aðeins um og sjá fleira en bara sundlaugar- bakkann og Siam Park-skemmti- garðinn. Ef farið er á norðurhluta eyjunnar þá er þar að finna allt aðra hlið á eyjunni, öðruvísi nátt- úru, arkitektúr og menningu.“ Mæðgur gefa út ferðahandbók Í fyrra gaf Snæfríður út bók- ina Ævintýraeyjan Tenerife og í sumar byrjun mun koma út önn- ur bók eftir hana og dóttur henn- ar, Ragnheiði Ingu, sem fjallar líka um Tenerife. Sú bók heitir Tene- rife Krakkabókin – geggjað stuð fyrir hressa krakka. Í þessarri bók eru listaðir upp alls konar hlutir sem gaman er að sjá og upplifa hér á eyjunni sem krakki. „Ragnheiður skrifar um staðina út frá sínu sjón- arhorni sem krakki og ég skrifa út frá sjónarhorni foreldra,“ segir Snæfríður, sem einnig heldur úti Facebook-síðunni Ævintýraeyjan Tenerife þar sem hún setur inn alls konar fróðleik um eyjuna, en Snæfríður er einnig með heima- síðuna lifiderferdalag.is. Auk þess hefur hún haldið fyrirlestra hjá Endurmenntun Háskóla Íslands um Tenerife og mun halda þeim áfram næsta vetur. n Mottur setja punktinn yfir i-ið á heimilinu. Persía er sérdeild innan Parka með stök teppi og mottur. Við bjóðum upp á sérvalin handhnýtt austurlensk teppi og fjölbreytt úrval af vönduðum vélofnum gervi- og ullarteppum. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig. Parki ehf. • Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • www.parki.is • parki@parki.is • sími: 595 0570 VIÐARPARKET • UTANHÚSSKLÆÐNINGAR • VÍNYLPARKET • FLÍSAR • HURÐIR • TEPPI • KERFISLOFT • HARÐPARKET • INNRÉTTINGAR Eyjan mín, Tenerife Snæfríður Ingadóttir og fjölskylda ákváðu að búa einn vetur á eyjunni „Anaga svæðið er algjör konfektkassi fyrir náttúruunnendur. Girnilegt Kanínukjöt og geitarostur, klassísk máltíð meðal heimamanna. Strandjóga Fjölbreytta afþreyingu er að finna á Tenerife en eitt af því sem fjölskyldan hefur prófað er að mæta í jóga á ströndinni. Heimabærinn Í heimabær fjöl- skyldunnar, El Médano, blæs mjög mikið enda bærinn vinsæll hjá þeim sem stunda vind- og flugdrekasörf. Fjölbreytt landslag Hjónin á Benijo-ströndinni á norðurhluta Tenerife. Fjölskyldan á göngu nálægt borginni Puerto de la Cruz á norðurhluta eyjunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.