Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2019, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2019, Blaðsíða 10
10 26. apríl 2019FRÉTTIR Var látin skrifa fárveik undir starfslokasamning Ríkey Garðarsdóttir starfaði sem aðalbókari hjá IHS á árunum 2007 til 2013. „Jón Ingvar Pálsson, forstjóri IHS, og ég vorum góðir samstarfs- félagar og vinir áður en hann varð forstjóri og mér þótti alltaf vænt um hann. Ég veit að ég var góður starfsmaður, fær í mínu starfi og afar samviskusöm. Ég var einnig trúnaðarmaður starfsfólks í mörg ár og í skemmtinefnd IHS. Í gegn- um árin komu nokkrir að máli við mig sem trúnaðarmann varð- andi óánægju á vinnustað en því miður var aldrei hægt að vinna úr þeim málum þar sem viðkomandi einstaklingar létu mig lofa að segja ekki forstjóranum frá þessu. Vildu greinilega bara létta á sér. Mér fannst það bara ekki nóg og ég leit- aði ráða hjá starfsmannafélaginu. Þar var mér tjáð að það væri ekkert hægt að gera ef forstjórinn mætti ekki vita hver væri að kvarta. Þetta var vítahringur,“ segir Ríkey. Ríkey veiktist illa síðasta starfs- árið sitt hjá stofnuninni. Var hún nokkuð frá vinnu vegna veikinda. Í september árið 2013 var Ríkey kölluð til forstjórans fárveik til að skrifa undir starfslokasamning: „Það varð mér mikið áfall þegar forstjórinn hringdi í mig heim í september 2013 þar sem ég var mjög veik og bað mig að koma hitta sig daginn eftir og skrifa und- ir starfslokasamning. Þegar ég kom á staðinn hafði skrifstofustjóri orð á því hvað ég væri veikluleg og greinilega með bullandi hita og ætti að vera heima. Ég hafði verið mikið veik og gengið á milli lækna til að reyna að finna út hvað am- aði að mér, en enginn gat fundið út úr því. Verkir, vanlíðan og hiti voru að gera út af við mig og ástandið fór bara versnandi. Ég greindi Jóni Ingvari og næstu yfirmönnum mínum ávallt frá stöðu mála. Ég var hætt að geta sofið vegna verkja og það var alveg sama til hvaða læknis ég fór, enginn gat fundið út hvað var að. Ég spurði Jón hvort við gætum ekki beðið með þessa uppsögn. Það væri greinilega eitthvað mikið að mér og mér fyndist ósann- gjarnt að láta mig fara á þennan hátt. Hann sagði að skrifstofustjóri og aðstoðarskrifstofustjóri hefðu sett honum stólinn fyrir dyrnar og sagt honum að láta mig fara, þetta gæti ekki gengið svona lengur, ég væri svo mikið frá að það væri ekki hægt að bjóða samstarfsmönnum mínum upp á þetta.“ Ekki var nóg með að að Ríkey væri rekin og það væri að hennar mati mjög ósanngjörn ákvörðun, heldur voru starfslokin niðurlægj- andi, miðað við þessa lýsingu: „Það var einnig rosalega sárt þegar hann bað einn samstarfs- mann minn þarna, sem einnig var góður vinur minn og hans reyndar líka, að standa yfir mér á meðan ég tæmdi skrifstofuna mína, og skrifa kveðjuorð til samstarfsfélaga í gegnum tölvupóst. Mér fannst það einkennileg framkoma eftir öll þau ár sem ég hafði verið þarna og mér leið mjög illa yfir því að vera ekki treyst fyrir því að ganga frá minni skrifstofu ein. Það síðasta sem Jón Ingvar sagði við mig var: „Ekki verða ókunnug, Ríkey mín, komdu og líttu á okkur hvenær sem þú vilt.“ Ég hef ekki stigið fæti þarna inn eftir þennan dag og mun sjálf- sagt aldrei gera það. Rétt um tveimur vikum síð- ar var ég flutt nær dauða en lífi á sjúkrahús og í aðgerð. Þar kom skýring á mínum miklu veikindum og verkjum en fyrir aðgerðina tjáði einn samstarfsmanna mér að það væri talað um hjá IHS af yfirmönn- um að ég væri ekkert veik, væri bara að ná mér í veikindadaga. Ég hef alla mína ævi unnið hörðum höndum og hafði aldrei verið sagt upp áður, þannig að þetta varð mér gríðarlegt áfall og svo bættist við að ég hafði ekki mátt né heilsu til að berjast á móti. Það tók mig afar langan tíma að vinna úr þessu áfalli og þurfti ég hjálp fagaðila til þess.“ Ríkey segist glöð í dag yfir að vera fyrir skilin að skiptum við IHS og segir margt óheilbrigt við starfsandann og stjórnunarstílinn innan stofnunarinnar: „Það var endalaust baktal í flest- um herbergjum, hvort tveggja um starfsfólk og meðlagsgreiðendur. Óþolandi og andstyggileg um- mæli um meðlagsgreiðendur voru oft látin falla. Flestir voru tiplandi á tánum í kringum forstjórann, all- ir vildu hafa hann góðan.“ Um Braga Axelsson, sem núna er forstöðumaður IHS á Ísafirði, segir Ríkey: „Mér fannst Bragi frá upphafi vera ruddi og hrokagikkur. Hann ætlaði að sanna tilvist sína hjá IHS með frekju og yfirgangi við meðlagsgreiðendur og hala inn peninga fyrir stofnunina. Stjórna starfsfólki sínu eins og honum er einum lagið. Hann virðist ekki vita að góð samskipti eru forsenda vellíðunar á vinnustað. Hann kann ekki að koma fram við aðra af kurteisi og vinsemd. Það þyrfti að kenna honum að tillitssemi er dyggð. Og það er nokkuð ljóst að fleiri þarna mættu taka það til sín.“ Hellti sér yfir starfsfólk vegna lélegrar útkomu í starfs­ ánægjukönnun Ríkey greinir frá sérstæðum við- brögðum stofnunarinnar við lakri útkomu í viðhorfskönnun starfs- manna. Starfsmannafélag Reykja- víkurborgar sendi starfsfólki spurningalista í tengslum við val á stofnun/fyrirtæki ársins innan borgarkerfisins. Leitað var eftir viðhorfi félagsmanna til vinnu sinnar og yfirmanna, líðan þeirra í starfi, starfsumhverfi, tækjabúnaði og hvernig samskiptum væri hátt- að á vinnustaðnum. Ríkey segir: „Það er skemmst frá því að segja að IHS kolféll í þessari könnun og var nálægt 50. sæti. Forstjórinn varð fokillur og á næsta starfs- mannafundi hraunaði hann yfir okkur öll. Sagði að ef við værum svona óánægð þá gætum við bara farið og það væri kannski bara best að hann hætti að berjast fyrir því að IHS fengi að starfa áfram í óbreyttri mynd en ekki undir TR eins og áætlað var. Hann var mjög reiður og sagði að hann hefði ekki áhuga á að gefa okkur brauð, ost og álegg á starfsmannafundum, við ættum það ekki skilið. Ég var næstum því búin að skella upp úr þarna. Hverjum er ekki sama um ost eða brauð?“ Þess má geta að annar starfs- maður frá þessum tíma sem sat umræddan fund hefur staðfest þessa frásögn Ríkeyjar við DV. IHS fékk allt aðra niðurstöðu í sams konar könnun ári síðar, að sögn Ríkeyjar: „Ári seinna var aftur sama könnun. Þrátt fyrir engar breytingar hjá fyrirtækinu á þessu ári sem liðið var þá varð samt heldur betur breyting í þessari könnun. Ég fékk símtal frá starfs- mannafélaginu og mér var tjáð að ég og forstjórinn ættum að mæta á Nordica Hótel þar sem það væru nokkuð góð tíðindi fyrir okkur og að forstjórinn yrði afar glaður. Við mættum, auk Braga og eins annars starfsmanns. Við vorum hástökkvarar ársins, lentum í 7. sæti. Í tilefni þess var boðið upp á köku með morgunkaffinu.“ Sú spurning vaknar hvort starfsánægja hafi aukist í fyrir- tækinu á tímanum sem þarna leið á milli kannana eða hvort hörð viðbrögð við niðurstöðu fyrri könnunar hafi haft áhrif á hvernig starfsfólkið svaraði spurningalist- anum næst. Ríkey er ekki í nein- um vafa um þetta eins og að fram- an greinir. Tjá sig ekki um mál einstakra starfsmanna DV hefur áður greint frá því að Innheimtustofnun hafi hafnað ásökunum með öllu. Í svarinu sem DV hefur áður birt segir meðal annars: „Stofnunin getur almennt ekki tjáð sig um mál einstakra starfs- manna.“ Og enn fremur: „Hvað starfsmannaveltu varð- ar, að á um níu ára tímabili, frá 2010 er núverandi forstöðumað- ur á Ísafirði hóf störf hjá stofnun- inni, hafa alls 4 starfsmenn látið af störfum á umræddri starfsstöð, einn 2013, annar 2014, þriðji 2015 og svo síðasti 2018. Alls starfa 8 manns á starfsstöð stofnunarinn- ar á Ísafirði í fullum störfum, auk afleysinga- og sumarstarfsfólks.“ n GRÆNA TUNNAN AUÐVELDAR FLOKKUNINA Pappír, pappa, plast og minni málmhluti má setja beint í tunnuna - Muna að skola Pantaðu grænu tunnuna í síma 577-5757 eða www.igf.is/panta Hugsum áður en við hendum! 577 5757 Bragi Axelsson, forstöðumaður IHS á Ísafirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.