Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2019, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2019, Side 12
12 26. apríl 2019FRÉTTIR E mbætti héraðssaksóknara rannsakar um þessar mund­ ir mál 25 ára konu sem lést fyrr í mánuðinum eftir af­ skipti lögreglu. Foreldrar stúlk­ unnar hafa gagnrýnt vinnubrögð lögreglumanna vegna atviksins og telja að röngum aðferðum hafi verið beitt. Undanfarna áratugi hafa fjöl­ mörg mál komið upp þar sem lögreglan er gagnrýnd fyrir harð­ ræði og röng vinnubrögð. Ekki þarf að leita lengra aftur í tímann en til upphafs þessa mánaðar til að finna dæmi um slíkt, en þá var lögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sakfelldur fyrir líkamsmeiðingu af gáleysi, en sýknaður af ákæru fyrir brot í opin­ beru starfi. Lögreglumaðurinn kom að handtöku ölvaðs manns fyrir utan Hamborgarabúlluna í Kópavogi fyrir tveimur árum þar sem hinn handtekni, brotaþolinn í málinu, tvífótbrotnaði. Samkvæmt skýrslu réttarmeinafræðings er líklegast að áverkar mannsins hafi komið til þegar bílhurð var skellt á fætur hans, en vitni að atvikinu sögðu mikið offors hafa einkennt handtökuna. Myndband vakti umtal og reiði Í júlí 2013 var lögreglumaður á höfuðborgarsvæðinu leystur und­ an vinnuskyldu vegna harkalegrar handtöku á Laugavegi, sem hann stóð að ásamt tveimur öðrum lög­ reglumönnum. Fórnarlambið var 29 ára kona sem starfaði sem rekstrarstjóri. Myndband sem náðist af handtökunni fór hratt um netheima og vakti hörð viðbrögð í samfélaginu. Í upphafi myndbandsins sést konan standa fyrir framan lög­ reglubíl á Laugaveginum og svo virðist sem hún neiti að víkja af göt unni til að greiða götu hans. Hún gengur svo að bílnum og á í orða skiptum við lögreglumann­ inn sem situr undir stýri. Lög­ reglumaðurinn stuggar við kon­ unni með bílhurðinni, stekkur stuttu seinna út úr bílnum, grípur um handlegg konunnar og hend­ ir henni aftur á bak með þeim af­ leiðingum að hún skellur harka­ lega á bekk. Lögreglumaðurinn sést því næst draga konuna eftir jörðinni stuttan spöl. Hann snýr síðan upp á handlegginn á henni og þrýstir hné á háls hennar þar sem hún liggur á jörðinni. Tveir aðrir lögreglumenn aðstoða hann síðan við að koma konunni inn í bíl. Í frétt DV á sínum tíma kom fram að samkvæmt heimildum blaðsins hafi ástæða ofsafenginna viðbragða lögreglumanns ins verið sú að konan hrækti á hann í miðj­ um orðaskiptum. Í samtali við mbl.is varði Snorri Magnússon, formaður Lands­ sambands lögreglumanna, hand­ tökuna og sagði að þarna hefði verið beitt svokallaðri norskri handtökuaðferð. Málið rataði fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem tekist var á um hvort aðferðir lög­ reglumannsins við handtökuna hefðu verið réttmætar. Fyrir dómnum sagði lögreglu­ maðurinn að handtakan hefði verið „fumlaus“ og „nauðsyn leg til að koma í veg fyr ir frek ara of beldi.“ Í desember 2013 var lögreglumað­ urinn dæmdur til að greiða 300 þúsund krónur í sekt vegna máls­ ins. Rúmlega ári síðar þyngdi Hæstiréttur refsinguna og dæmdi lögreglumanninn í 30 daga skil­ orðsbundið fangelsi auk þess sem honum var gert að greiða konunni 430 þúsund krónur í miskabætur. Var það mat Hæstaréttar að lög­ reglumaðurinn hefði farið offari við handtökuna. Ekki hefði verið þörf á að setja konuna í handjárn með þeirri aðferð sem gert var, né að setja hana í lögreglubifreiðina með þeim hætti sem gert var. Fórnarlambið missti meðvitund Undanfarna áratugi hafa nokkur mál sem varða harðræði lögreglu ratað fyrir dómstóla og endað með sakfellingu. Árið 1990 var Steinn Jakob Óla­ son lögreglumaður ákærður, og síðar sakfelldur, fyrir að brot í opin­ beru starfi og líkamsmeiðingar. Fórnarlambið í handtökunni, Sig­ urður Kaldal, var á leið til heimilis síns aðfaranótt 27. desember 1990. Hann var stöðvaður af lögreglu á horni Bergþórugötu og Frakka­ stígs þar sem lögreglan hafði af­ skipti af hópi manna. Var Sigurður beðinn um að fara aðra leið heim til sín en hann þráaðist við og vildi halda sínu striki. Steinn Jakob var ákærður og sakfelldur fyrir að hafa tekið Sig­ urð kverkataki svo að Sigurður missti meðvitund. Steinn Jakob dró Sigurð því næst meðvitundar­ lausan til baka í átt að lögreglu­ bíl. Þegar hann átti skammt ófar­ ið að lögreglubílnum sleppti hann takinu á Sigurði, þannig að andlit hans skall í götuna með þeim af­ leiðingum að hann bólgnaði og skrámaðist í andliti auk þess sem sjö tennur í efri og neðri gómi brotnuðu. Í úrskurði Sakadóms Reykja­ víkur frá 8. maí 1991 kemur fram að „þrátt fyrir að Sigurður Kaldal hafi ekki sinnt boðum lögreglu sýndi hann í engu af sér háttsemi sem kallaði á svo harkaleg við­ brögð ákærða enda hafi ákærða verið í lófa lagið að leysa málin á annan veg, til dæmis með því að kalla á aðstoð félaga sinna sem voru margir á vettvangi.“ Steinn Jakob hlaut þriggja mánaða skil­ orðsbundinn fangelsisdóm vegna málsins. „Átti fullt í fangi með að hemja óðan mann“ Árið 2009 var lögreglumaðurinn Garðar Helgi Magnússon ákærður fyrir brot í opinberu starfi og lík­ amsárás sem átti sér stað að morgni sunnudagsins 18. janúar það ár. Garðar Helgi var sakaður um að hafa farið offari við framkvæmd lögreglustarfans og ekki gætt lög­ mætra aðferða þegar hann fyrir­ skipaði öðrum lögreglumanni að aka með 22 ára gamlan handtek­ inn mann frá Austurstræti út á Granda í Reykjavík þar sem mað­ urinn var skilinn eftir. Þá var Garðar ákærður fyrir að hafa þrýst hné sínu á háls manns­ ins, þar sem hann lá handjárnað­ ur á maganum á gólfi lögreglubif­ reiðarinnar. Hinn handtekni hlaut í kjölfarið marbletti aftan á hálsi. Garðar var hins vegar sýknaður af þessum lið ákærunnar þar sem Hæstiréttur taldi að hann hefði átt „fullt í fangi með að hemja óðan mann sem braust um og sparkaði frá sér.“ Garðar neitaði sök í málinu en fyrir dómi sagði hann að ungi maðurinn sem handtekinn var hefði verið með ólæti og hefði honum því verið ekið út á Granda í því skyni að „róa hann niður.“ Í frétt DV í nóvember 2009 kom fram að Garðar væri enn við störf sem lögreglumaður hjá Ríkislög­ reglustjóra þrátt fyrir að málið væri fyrir dómstólum. Héraðs dómur Reykjavíkur kvað upp sýknudóm en þeim dómi var síðan hnekkt í Hæstarétti í nóvember 2010. Var Garðar Helgi þá fundinn sekur og dæmdur í tveggja ára skilorðs­ bundið fangelsi. Blóðpollur á gólfinu „Skaftamálið“ svokallaða vakti mikla athygli snemma á Kaffihlaðborð ýmsar útfærslur, Pinnamatur, smurt brauð, tertur, o.fl. fyrir erfidrykkjuna Afgreitt á einnota fötum tilbúið á borðið Erfidrykkja HRINGDU OG PANTAÐU Í SÍMA 555 1810 Hólshraun 3, 220 Hafnarfjörður / S 555 18 10 og 565 1810 / veislulist@veislulist.is / veislulist.is HARÐRÆÐI LÖGREGLUNNAR n Fjölmörg dæmi um ofbeldi og offors lögreglu undanfarna áratugi n Þónokkur mál hafa endað með sakfellingu „Ég skil ekki svona framkomu hjá lögreglunni Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is Handtakan á Laugavegi náðist á myndband sem í kjölfarið fór hratt um neitheima. Hér má sjá skjáskot úr mynd- bandinu. Ljósmynd/ Tímarit.is Skafti Jónsson ræddi við DV á sínum tíma. Ljósmynd/Tímarit.is LJÓS- MYND/ TÍMARIT.IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.