Skessuhorn - 29.04.1999, Page 4
4
FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1999
aktssunu^
Skoðanakönnun Gallup um fylgi framboðslista á Vesturlandi
Samfylkingin með forystu
Lidar breytingar frá skoðanakönnun Skessuhoms fyrir tveimur vikum
í skoðanakönnun sem Gallup
gerði um fylgi framboðslistanna
á Vesturlandi fyrir Alþingiskosn-
ingamar þann 8. maí kemur íiram
að fylgi Sjálfstæðisflokks hefur
dalað nokkuð frá skoðanakönn-
un Skessuhoms sem gerð var
dagana 10. - 11. apríl sl. eða sem
nemur 5,9 prósentum. Samfylk-
ingin eykur við sig um þrjú pró-
sent en Framsóknarflokkur
stendur nánast í stað. Vinstri
hreyfmgin grænt ffamboð eykur
fylgi sitt um eitt prósent og
Frjálslyndi flokkurinn um 1,7
prósent.
Urtakið í könnun Gallup sem
gerð var dagana 16. - 22. apríl sl.
var 800 manns og af þeim svöruðu
um 76%. Óákveðnir eru 11,4% og
6,3% sögðust ekki myndu kjósa eða
skila auðu.
Eins og sést á töflunni hér að
neðan eru niðurstöður könnunar
Gallup mjög samhljóma skoðana-
könnun Skessuhorns og sýna litlar
breytingar aðrar en þær að mun
færri segjast óákveðnir í könnun
Gallup.
Samkvæmt niðurstöðum könn-
unar Gallup fengi Samfylkingin tvo
kjördæmakjörna þingmenn, Sjálf-
stæðisflokkur einn og Framsóknar-
flokkur einn. Það skal þó tekið fram
að munurinn á fylgi Sjálfstæðis-
flokks og Samfylkingar er ekki
nema hálft prósent sem er vart
marktækur munur.
Samkvæmt könnuninni yrði Jó-
hann Arsælsson af S-lista fyrsti
þingmaður Vesturlands, Sturla
Böðvarsson, D-lista, annar þing-
maður, Ingibjörg Pálmadóttir, B-
lista, þriðji og Gísli S. Einarsson S-
lista yrði fjórði. Ekki er hægt að spá
hver yrði 5 þingmaður Vesturlands
sem er landskjörinn en næsti kjör-
dæmakjörinn þingmaður Vestur-
lands samkvæmt könnuninni yrði
Guðjón Guðmundsson D-lista.
G.E.
Jóhann Arsækson.
lngibjörg Pálmadóttir.
Sturla Böövarsson.
Gt'sli S. Einarsson.
Tímamótasamningur í Grundarfirði
Unga fólkið tekur höndum
saman um bætta umgengni
Frá sýningunni.
Frá Snœfellsbœ.
Ferðamálastefiia
Snæfellsbæjar
Síðastliðinn sunnudag var undir-
ritaður óvenjulegur samningur í
Grundarfirði. Samningsaðilar
voru annarsvegar ungt fólk í
Grundarfirði og hinsvegar sveit-
arstjóm Eyrarsveitar. Samning-
urinn er svohljóðandi:
Við undirrituð, ungt fólk í
Grundarfirði og sveitarstjórinn í
Grundarfirði, geram með okkur
eftirfarandi samning.
Við unga fólkið ætlum eftir bestu
gem að vinna að eftirfarandi mark-
miðum:
Að umgengni í skólanum og um-
hverfi okkar sé til fyrirmyndar. Að
sveitarfélagið okkar sé snyrtilegt.
Að sýna gott fordæmi í umhverf-
ismálum og hvetja aðra til að gera
það sama. Til að ná ofangreindum
markmiðum ætlum við t.d. að:
Passa upp á að gengið sé vel um
skólann, skólalóð, eignir og tæki
skólans, henda rasli í þar til gerð
ílát sem heita „raslafömr“, hvort
sem er í skólanum eða annars stað-
ar.
Slagorðið okkar er „götur era
ekki raslafömr.“ Koma endurvinn-
anlegum flöskum í endurvinnslu
eða dósasafnara. Hvetja hvert ann-
að til að nota ekki götur sem rasla-
fömr. Tína upp rasl af gömnni ef
við sjáum það.
Slagorðið okkar er „að tína rasl -
er töff.“
Sveitarstjórinn í Grandarfirði
mun sjá til þess að komið verði upp
dósasafnara og fleiri raslafömm í
sveitarfélaginu. Sveitarstjórinn
mun ennfremur sjá til þess að
kynna þennan samning fyrir öðram
í sveitarfélaginu og hvetja til þess
að fullorðnir fari að fyrirmynd
unga fólksins.
Þessi samningur er gerður af því
að við trúum því að ungt fólk geti
haft áhrif til góðs!“
Dagur umhverfisins
Samningur unga fólksins og
sveitarstjórnar Eyrarsveitar var
undirritaður á degi umhverfisins en
hann er hugsaður sem hvatning til
skólafólks og almennings að kynna
sér bemr samskipti manns og nátt-
úra. I tilefni dagsins var dagskrá í
Grannskólanum í Grandarfirði og
opið hús. Þar var gestum og gang-
andi m.a. gefinn kostur á að skoða
nýbyggingu skólans. Þá var boðið
upp á sýningu á verkum nemenda
en þar á meðal voru um-
hverfistengd verkefni af ýmsu tagi.
Þá vora kynnt úrslit í samkeppni
meðal nemenda um hönnun skóla-
lóðar en sérstök dómnefiid valdi
þrjár besm tillögumar sem hlutu
verðlaun.
Bæjarstjórn Snæfellsbæjar sam-
þykkti á bæjarstjórnarfúndi þann
29. mars sl. ferðamálastefnu Snæ-
fellsbæjar fyrir árin 1999-2005.
Ferðamálastefnan var unnin af At-
vinnu- og ferðamálanefnd Snæ-
fellsbæjar en grannur hennar er
byggður á skýrslu um stefnumótun
í ferðaþjónusm á Vesmrlandi sem
nefnist „Byggðir milli jökla“.
Ferðamálaffæðingarnir Bjarnheið-
ur Hallsdóttir og Sigríður Þrúður
Stefánsdóttir unnu þá skýrslu að
frumkvæði Samtaka Sveitarfélaga á
Vesmrlandi.
Þegar Atvinnu- og ferðamála-
nefnd hafði unnið drög að ferða-
málastefnunni var hún kynnt fyrir
aðilum í ferðaþjónusm í Snæfellsbæ
og leitað effir tillögum frá þeim við
endanlegan ffágang hennar. Flestir
ferðaþjónusmaðilar bæjarfélagsins
sótm fundinn og tóku virkan þátt í
umræðu um ferðamálastefnuna
sem síðan var lögð fyrir bæjarstjórn
Snæfellsbæjar, sem samþykkti hana
samhljóða. Þetta er í fyrsta skipti
sem unnið verður samkvæmt
skipulagðri stefnu að ferðamálum í
Snæfellsbæ. Samkvæmt ferðamála-
stefnunni kemur ímynd Snæfells-
bæjar til með að vera kynnt með
slagorðunum ...þar sem Jökulinn
ber við loft... en Snæfellsjökull er í
hjarta bæjarfélagsins og segja má að
það liggi við fótskör hans. Með
þessari ímynd er athyglinni beint
að því að Snæfellsjökull, sem sést
svo víða að og hefur alla tíð verið
sveipaður dulúð og laðað til sín
ferðamenn, er í bæjarfélagi sem
býður upp á margvíslega þjónusm.
Pakkhúsið í Olafsvík verður aðal-
upplýsingamiðstöð ferðamála í
Snæfellsbæ og mun sjá um að dreifa
kynningarefni um ferðaþjónustu og
afþreyingu í bæjarfélaginu um allt
land og veita ferðamönnum sem
þangað leita margvíslegar upplýs-
ingar.