Skessuhorn - 29.04.1999, Blaðsíða 7
gSlSSUiíöBRÍ
FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1999
7
Skæð lungnapest í sauðfé í Borgarfirði
Bændur bregðast skjótt við
Fyrir skömmu varð vart við
lungnapest í sauðfé á bænum
Kalmannstungu í Hvítársíðu.
Pestin grandaði sjö ám á bænum
áður en hægt var að bregðast við
henni með viðeigandi lyfjagjöf.
Lungnapestin lýsir sér þannig að
ærnar fá mikinn hita og andþyngsli
og verða lystarlitlar. Þá er þróttlítill
hósti eitt af einkennunum. Algeng-
ast er að ærnar séu veikar í einn til
tvo sólarhringa áður en þær drepast
af völdum sjúkdómsins en í mörg-
um tilfellum lifa þær sjúkdóminn
af. Sjúkdómurinn er smitandi og
smitast fyrst og fremst við öndun.
Skjót viðbrögð
I því slyni að bregðast við pestinni
héldu þeir Sigurður Sigurðarson
dýralæknir á Keldum og Halldór
Runólfsson yfirdýralæknir fund
með bændum í Hvítarsíðu, Hálsa-
sveit, Reykholtsdal og Flókadal síð-
stliðinn miðvikudag. Fundurinn var
haldinn í Brúarási og hann sóttu
velflestir fjárbændur af svæðinu.
Að sögn Sigurðar Sigurðarsonar
hefúr lungnapest í sauðfé verið
landlæg víða um landið en á Vestur-
landi hefúr hennar aðeins orðið
vart fjórum sinnum áður. I þetta
sinn er hinsvegar um að ræða af-
brigði sem er áður óþekkt hér á
landi og skæðara en það sem al-
gengast er og því var brugðist hratt
við að sögn Sigurðar.
Ekki niðurskurður
„Það verður ekki gripið til niður-
skurðar eða annarra opinberra að-
gerða vegna pestarinnar en við
vonumst til að bændur á þessu
svæði sýni samstöðu um að bólu-
setja fé sitt til að koma í veg fýrir
útbreiðslu," sagði Sigurður.
A fundinum samþykktu viðstadd-
ir bændur einróma að bólusetja sitt
fé og að hvetja aðra sem eiga upp-
rekstur á Arnarvatnsheiði til að
gera slíkt hið sama. Bólusetja þarf
fullorðnar ær tvisvar sinnum í vor,
einu sinni í haust og tvisvar næsta
vor. Ekki þarf að bólusetja lömbin
þar sem þau fá mótefni með mjólk-
inni. Hver skammtur af bóluefninu
kostar f5 krónur. G.E.
Varaeintakasafn Þj óðsW alasafhsins í Reykholti
Aðeins tveir buðu í verkið
í síðustu viku voru opnuð tilboð
í endurbætur á skólahúsinu í
Reykholti en þar verður komið
fyrir varaeintakasafiii Þjóðskjala-
safnsins. Eins og flestum er
kunnugt lagðist skólahald í
Reykholti af fyrir tveimur árum
og í kjölfarið var leitað leiða tál
að nýta byggingar skólans.
Heimavist skólans var leigð út til
hótelreksturs. Þar hefur Hótel
Reykholt verið rekið í rúmt ár og
gengið með miklum ágætum sam-
kvæmt upplýsingum Skessuhorns.
Síðastliðið haust var síðan ákveðið
að sjálft skólahúsið skyldi í framtíð-
inni hýsa varaeintakasafn Þjóð-
skjalasafnsins. Áður en af því getur
orðið þarf að leggja í viðamiklar
endurbætur á húsinu. Kosmaðará-
ædun vegna endurbótanna hljóðaði
upp á 68. 464.000 kr. Aðeins tvö til-
Vífill aðstoð-
arrektor
Vífill Karlsson
lektor við Sam-
vinnuháskólann á
Bifföst var nýlega
skipaður aðstoðar-
rektor skólans.
Eins og áður hefur
komið fram í Vtfill Karlsson.
Skessuhorni var
Runólfur Ágústsson sem gengt
hefur embættinu verið skipaður
rektor ffá og með næsta skólaári.
Jónas Guðmundsson sem gengt
hefur starfi rektors undanfarin ár
fer til ffamhaldsnáms í Bandaríkj-
unum í sumar.
Einnig hefur skólinn fastráðið
þrjá nýja kennara frá 1. ágúst að
telja. Þeir eru Kjartan Broddi
Bragason, Oddný Mjöll Arnardót-
tir og Gylfi Gíslason.
I samtali við Skessuhorn sagði
Runólfur Ágústsson að aðsókn að
skólanum væri góð í allar deildir
hans. Byrjað er að vinna úr
umsóknum og hafa nokkrir
verðandi nemendur þegar fengið
staðfesta skólavist næsta skólaár.
Tekið verður við fleiri umsóknum
ffam á vorið, að sögn Runólfs.
-MM
boð bárust í verkið og voru þau 78.508.671 kr. en hitt tilboðið átti
bæði töluvert yfir kostnaðaráætlun. Pémr Jónsson trésmíðameistari á
Sólfell ehf átti lægra tilboðið kr. Hvanneyri kr. 80.316.188 kr.
Dalabyggð
Kjörskrá
Vegna alþingiskosninga 8. maí 1999 verður
kjörskrá lögð fram almenningi til sýnis
miðvikudaginn 28. apríl 1999.
Kjörskráin mun liggja frammi á
bæjarskrifstofunni á venjulegum
opnuartíma skrifstofunnar.
Athugasemdir við framlagða kjörskrá
skulu berast undirrituðum
fyrir 8. maí 1999.
J i
©
Kjörskráin mun liggja frammi á skrifstofu |
Dalabyggðar, Miðbraut 11, Búðardal 1
Búðardal 27. apríl Bæjarstjóri
f*re.nta& á encfaruinnaníegan
pappír
r
BORGARBYGGÐ
Auglýsing um
kjörskrá
Kjörskrá Borgarbyggðar
vegna alþingiskosninganna,
sem fram eiga að fara 8. maí n.k.
liggur frammi, á almennum
skrifstofutíma, á bæjarskrifstofunni
að Borgarbraut 11.
V.
Bæjarritari.
________J
Rdidas Predator kr. 10.900
Rdidas Predator^ kr. 5.390
Rdidas Tektral kr. 6.290
Reebok Prestige kr. 9.990
Reebok Valonw^ kr. 3.690
Nike Jr Roma kr. 2.990
skessuh@aknet.is
www.vesturland.is
Akranes
Kjörskrá
Vegna alþingiskosninga 8. maí 1999
verbur kjörskrá lögð fram almenningi
til sýnis miðvikudaqinn 28. apríl 1999.
Kjörskráin mun ligcjja frammi á
bæjarskrifstofunni a venjulegum
opnunartíma skrifstofunnar.
Athugasemdir við framlagða
kjörskrá skulu berast undirrituöum
fyrir 8. maí 1999.
Kjörskráin mun liggja frammi á
bœjarskrifstofunniStillholti 16-18,
3. hœb. fram oð kjördegi.
Akranesi
27. apríl 1999.
(1
Bæjarritari.