Skessuhorn


Skessuhorn - 29.04.1999, Síða 8

Skessuhorn - 29.04.1999, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1999 ááíSOVIIUN. Sldðaævintýrið í Vatnadal Gunnar Bjamason skíðakappi riíjar upp sögu Skíðafélags Akraness Eggert Sœmundsson brunmeistari Akraness. Eins og séstþá eru hafSir skíSastafir í hliSin. hundruð metrum neðar væri eng- inn snjór. Hann lagði ríka áherslu á að við reistum skálann í snjórönd- inni, þó að það væri aðeins erfiðara að komast á svæðið. A þessum tíma þótti það ekki tiltökumál þó að maður þyrfti að bera skíðinn í hálf- tíma, þrjú korter. Nú lætur enginn bjóða sér slíkt.“ Það var ekki auðsótt verk að reisa skálann. Hann var heilir 44 fer- metrar, teiknaður af Guðmundi Bjarnasyni húsasmíðameistara. Ráðist var í byggingu skálans sum- arið 1953. Byggingastaðurinn var í rúmlega fimmhundruð metra hæð og var um hálftíma gangur frá þeim stað þar sem lengst varð komist á fjallatrukk. Var upp bratta hlíð að fara og yfir stórgrýttan háls. Köll- uðu skíðakapparnir hann „Svita- brekkuna," enda féll margur svita- dropinn þar. Efniviðurinn var síðan ferjaður yfir vatnið í dalverpinu á pramma og borinn þaðan upp að byggingasvæðinu. Þjóðsögur tengjast vötnunum í Vatnadal. I stærra vatninu átti að hafa verið eitruð ókind sem tók fólk ef það fór eftir eiðinu eða grandan- um á milli vatnanna. Sagan segir að smali sem tók víst ekki mark á þesssum álögum hafi horfið og fundust fötin hans þarna á eiðinu. „Olafur bóndi að Efra-Skarði sagði mér að hann hefði verið orðinn harðfullorðinn þegar hann fór þetta eiði í fyrsta skipti.“ segir Gunnar. I Vatnadal er jökulsæti sem heitir Skessubrunnur, þar rann í vatn sem Karl Helgason ritar í Bæjar- blaðið á Akranesi í apríl 1954 og segir ffá heimsókn sem hann fór í Skíðaskálann ásamt Guðmundi Sveinbjömssyni. Hér er gripið niður í frásögn hans: „Þama uppi í hlíðinni undir þverhníptum hamrabjörgun- um, í sjálfri Skarðsheiðinni, blasir við tvíburstaður skáli, snomr í stíl og úthti og þaðan heyrast smíðahögg. Þrír menn em að ljúka við að slá upp rimlapalli ffaman við inn- göngudyrnar. Hentugt til að stappa af sér snjóinn áður en inn er gengið. - Neðan við skálann er allstórt vatn, sem nú er hulið ísi og snjó. Er þar oft gott skautasvell. I brekkunni ofan við skálann sjáum við skíðafólkið bmna niður, - nei, þetta var fallegt stökk! Nú, Það var bara skíðið, skíðamaðurinn varð eftir í brekkun- ni. Jæja það gerir ekki svo mikið til, bara að byrja aff- ur. Okkur Guðmundi er vel fagnað af heimamönnum og þeir hafa sannarlega flutt með sér gestrisnina uppeffir því að strax er lcveikt undir katlinum og við þiggjum kaffisopann. (. . .) „Þið hefðuð átt að vera hérna í gærlcvöldi,“ segir skíðafólkið einum rómi og hrifhingin glampar úr augum þess. „Við voram á skíðum dl kl. 12 og lýstum brekkurnar með ljóskastara. Það var nú spennandi. Og í morgun vor- um við komin hæst upp í brekkurnar kl. 7. Við þurfum svo miklu minna að sofa hér uppffá. Svo þegar við viljum hvíla okkur á skíðunum, för- um við heim í skála, fáum okkur hressingu og svo tökum við tíl við að lagfæra skálann, því eins og þið sjáið er ekki búið að ganga frá honum að innan, það gemm við smám saman. Við eram nú ekki í vandræðum með það, því að auk þess sem hér era faglærðir smiðir, þá er eins og allir tuAagim: t, npríl ivs#. ÁHDGA-AFKEK ÆSKUFÓLKS A AKBANESl |(L Mrcness byggir gltesUeaan skMálo i TimM i Hásamtegt úlsýni blasir víð úr skálaglugguin ur jfir Akrafjall, Akranes, Rej-kjavík og nes. Á. hreð rétt neðan við skálann sést yfir Jiggjandi sveitír, —r Vi8 Gu8munHur Svm.li|um, »»< ’.i<«8uni 1AS okiar s 1 suncudag npp i Sk«rösh«iði lii 3ki<8f» SSsSÍÍasVniitnu f ir Að iwtnun Eíta SiariSi, «311 trcng ið e>r upji: frá,:«» um liíKtiuia fceyiáía, f>6 aiá komast allnitt »pp 1 hiiSinn « bíl nw<5 drátlar- „..dinfi, <vo ,-n r.-.i EiVa-Skarði et rftskur 4o mfmiUsa gnngur. V;ð íhifí- tnutKÍiir tókuti! Jrfið l ólega ojr voruttt fitntn stundatf’órðtmgn. m vífl jiium líim ofi li) Kikn ta þess a8 níóta :hjjis víSnttu miSla n« fagra úuýnU, w iiuð- ugt hnaf okkíítr <ir», nii, l<ah biiii Ifi.a tir tii «8 h\Ái» maðiiuii. *6tti á'oJtktu . En, — lokl stiimi’.im váf upji a iwuiu hjalln i fjallinu. til ausrur*, wftun'v vi uh bt«*ir við Jni8 fugunta tym. N3?rií«}r>jKÍi >o«í,'Al iírn.ft.,: -> 'tVfyj-;? fitUÍJi íikk nr Fn-íttkJubáls h»tw Innpt fyrir lusJfart. — Bttdti unt viðli'tmmr i 520 mutra tuo vfir sjnvariniil. — ilvillfjíirftu sjteglnr fíigur aushirfjöltíu Akrafjnli skyge« -1 iiuatiirhJui! Rdykiav'tkuf. <m AkranesJw brmðir úr *w á Sk*>nr.i Upyir si(r : litt JÍi fjftlUÍBS, Stlí umesui fclasa vS8- cp Kaxafló ,11: ÚI M< Úrklippa úr BæjarblaSinu. Um miðbik aldarinnar jukust vinsældir skíðaíþróttarinnar mikið og um tíma náði hún meira að segja fótfestu á Akra- nesi þótt undarlegt megi virðast. Það er sjaldnast lengi snjór í hlíðum Akrafjalls en þó má yfir háveturinn finna þar brekkur til að renna sér í. Þegar skíðaáhuga- menn á Akranesi fóru að svipast um eftir framtíðarsvæði fyrir sig renndu þeir augunum til Skarðs- heiðar en í hæstu hlíðum er oft töluverður snjór. Þar reistu fé- lagar í Skíðafélagi Akraness veg- legan skála um miðbik aldarinn- ar við ótrúlegar aðstæður. Einn af stofnendum Skíðafélags- ins er Gunnar Bjarnason, bifvéla- virki og skíðaáhugamaður. Eina ró- lega morgunstund í vikunni sem leið rifjaði hann upp sögu Skíðafé- lags Akraness fyrir blaðamann Skessuhorns. Gunnar er fæddur 1927 að Búð- um í Fáskrúðsfirði. Hann fluttist 13 ára gamall tíl Akureyrar þar sem hann hóf síðar nám í bifvélavirkjun. 1946 settíst hann að á Akranesi og rak þar bílaverkstæði um árabil. I tíu ár sinntí hann bílaviðgerðum fyrir Sementsverksmiðjuna og í 18 ár var hann lagerstjóri hjá Jám- blendinu. Eiginkona Gunnars, Asa Hjartardóttír lést í maí fyrra. Börn þeirra uppkomin era þrjú, Hjörtur og Asdís sem búa á Akranesi og Atli sem býr í Mosfellsbæ. Á skíðum í Ölveri og að Fellsenda „Upphafið að þessum skíðaáhuga hér var þannig að 1949 tókum við okkur saman nokkrir og fóram upp í Olver á skíði. Við fóram á boddí- bíl sem hann Oddur í Arsól átti og stunduðum skíði þar í brekkunum. Síðan fundum við okkur gott skíða- svæði í fjallinu uppaf Fellsenda eða þar sem hét áður Stóra-Fellsöxl. Þar renndum við okkur þrjá vetur eða ffarn tíl 1953. Farið var í rútum frá Akranesi og var þátttakan í þess- um skíðaferðum feykilega góð - allt upp í þrjár rútur. Þær vora kannski ekki stórar en tóku um 20 til 25 far- þegar hver. Það vora fjölmargir sem komu fram með skíðin sín þeg- ar við fóram af stað, þetta hreif með Gunnar Bjamason. Mynd: K.K. sér fjöldan allan af fólki, bæði full- orðið fólk og unglinga. Ole Oster- gaar sem var vélvirki hjá Þorgeir og Ellert var mikil driffjöður í þessu skíðastússi en hann varð síðan fyrstí formaður Skíðafélagsins. Harðasti kjarninn í skíðaáhuganum? Það voram við Ole Ostergaar og Eggert Sæm, Guðmundur Magnússon á Traðarbakka, Sighvatur Karlsson, Jóhann Pétursson og Olafur Þórð- arson og svo konurnar okkar með.“ Akranesmeistarar í svigi og bruni Skíðafélag Akraness stóð fyrir keppni í svigi og brani árið 1952. Mótið var haldið að Fellsenda og bar Eggert Sæmundsson sigur úr býtum í braninu en Gunnar sigraði í sviginu. Ekki hefur farið fram formleg keppni á vegum IA síðan og teljast Eggert og Gunnar því enn vera Akranesmeistarar í þessum greinum! Skíðafélagið stóð fyrir þátttöku Skagamanna í Landsgöng- unni miklu þar sem Norðurlöndin keppm með sér í skíðagöngu. Otrú- lega góð þátttaka var á Akranesi og hefði enginn trúað því að óreyndu að svo margir aðhylltust skíða- íþróttina í sjálfum knattspyrnubæn- um. Hver skíðagöngumaður gekk 5 kílómetra og var gengið á Jaðars- bökkum. Notuðust margir við svig- skíði Gunnars og félaga hans. Gunnar segir hópinn í Skíðafé- laginu hafa verið mjög samstillan og einhuga í því sem hann tók sér fyrir hendur „Við voram eins og ein fjölskylda. Áhuginn var ódrepandi og allt annað látið lönd og leið. Þegar við tókum okkur pásu frá SkíSaskálinn í Vatnadal. skíðunum og settumst niður á hjarnskaflana til að drekka kaffið ræddum við um framtíðina og fljót- lega kviknaði sú hugmynd að bygg- ja skíðaskála.“ Bygging Skíðaskálans í Vatnadal „Við fengum mann ffá Iþrótta- sambandi Islands til að aðstoða okkur við að velja skálastæðið með okkur,“ segir Gunnar. Eftir tölu- verðar athuganir varð það úr að skálanum var fundinn staður í Vatnadal í Skarðsheiðinni, undir Skarðshyrnunni sem einnig er nefnd Skessusæti. Kom ekki til greina að velja honum stœði í Akrajjalli? „Það var talið útilokað af augljós- um ástæðum. Allir vita að það fest- ir ekki snjó að neinu gagni í Akra- fjalli suma vetur. Veturinn 1954 til dæmis var nánast enginn snjór í fjallinu en á sama tíma blasti við mikill snjór í Skarðsheiðinni. Þessi maður sem valdi þetta stæði sagði að í þessari hæð væri snjór fram á sumar en ef farið væri eins og tvö Mynd: Ólafur Amastm. Gunnar í brautinni, Akranesmeistari í svigifrá 1952. Ur Bæjarblaðinu 8. apríl 1954

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.