Skessuhorn - 29.04.1999, Page 11
^ofisaums...
FIMMTUDAGUR 29. APRIL 1999
11
Snæfellsbær orðinn vænlegur kostur ferðamanna
Gistiheimilið Höfði stækkar
Gífurleg eftispura er eftir auknu
gistirými í Snæfellsbæ og ná-
grenni. Skipulag og uppbygging
vegna ört vaxandi ferðamanna-
iðnaðar er á fullu skriði um þess-
ar mundir. Auknar væntingar á
þessu sviði tengjast óneitanlega
opnun Hvalfjarðaganga á síðast
liðnu ári og almennri trú manna
á lækkun gjaldskrár Spalar á
næstu vikum.
Snemma um morgun á sumar-
daginn fyrsta tók Guðlaug Sveins-
dóttir fyrstu skóflustunguna að við-
byggingu við Gistiheimilið Höfða.
Að lokinni stuttri athöfn var þegar
hafist handa við jarðvinnslufram-
kvæmdir undir stjórn Tómasar Sig-
urðssonar, verktaka. Yfirumsjón
með smíðavinnu verður í höndum
Sigurðar Elínbergssonar, bygging-
armeistara. Onnur verkefni verða
að mestu leyti unnin af iðnaðar-
mönnum í Snæfellsbæ.
Eigandi og rekstraraðili Höfða er
Eygló Egilsdóttir en að hennar
sögn er verið að mæta aukinni eft-
irspurn og kröfum ferðamanna um
bætta aðstöðu. Aædað er að við-
byggingin verði tilbúin til notkunar
í sumar nánar tiltekið í júlímánuði.
Viðbyggingin verður byggð úr ein-
ingum sem koma frá Einingaverk-
smiðjunni í Reykjavík. Verður hún
á fjórum hæðum og flatarmál rúm-
lega 700 fermetrar. Með viðbygg-
ingunni bætast við 18 herbergi með
Skæður
vírus
Hinn skæði W32CIH tölvuvírus
gerði umtalsverðan usla á Vestur-
landi líkt og víða annar staðar síð-
astliðinn mánudag. Að sögn Sverr-
is Guðmundssonar í Tölvubónd-
anum í Borgarnesi skiptu tölvum-
ar sem urðu fyrir barðinu á
W32CIH tugum í Borgarnesi og
nágrenni. Hafði hann í nógu að
snúast við að bjarga því sem bjarg-
að varð en í flestum tilfellum náði
vírusinn að granda öllum gögnum
á harða diskinum og í einhverjum
tilfellum olli hann skemmdum á
móðurborðinu. Sverrir sagði tjón-
ið vera verulegt hjá nokkrum fyrir-
tækjum og stofhunum enda væri
misjafnt hversu vel þess væri gætt
að taka affit af gögnum. G.E.
TonyBlair í
skólablaði NFFA
I nýútkomnu skólablaði NFFA,
Ennimána er að finna viðtal við
Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands.
Ritstjórnin sendi nokkrum
þekktum einstaklingum bréf þar
sem óskað var eftir viðtali og barst
svar ffá hinum brosmilda Blair.
Spurður um ffamtíðaráform sína
segir hann: „Eg fann til mikillar
auðmýktar yfir hinum mikla kosn-
ingasigri okkar og var staðráðinn í
að endurgjalda það traust sem
breska þjóðin sýndi okkur. Þess
vegna er ég afar ákveðinn í að stan-
da við kosningaloforð okkar, sér-
staklega varðandi menntun, heil-
brigðismál, atvinnumál og fækkun
afbrota."
Ennimáni er 36 síður og fullt af
öðru áhugaverðu efhi. Ritstjórar
eru þau Sigríður Víðis Jónsdóttir
og Gauti Jóhannesson.
K.K
baði en þá verður heildargistirými
fyrir um 60 manns. Þá er einnig
horft til stækkunar á veislu- og ráð-
stefhuaðstöðu sem rúmar um 100
manns í sal. Ráðstefhusamkomur er
markaður sem nýtur vaxandi vin-
sælda og með samhentu átaki og
samvinnu við ferðamálasamtök í
Snæfellsbæ verður hægt að skipu-
leggja enn stærri ráðstefnur í ffam-
tíðinni. Samvinna ferðamálasam-
taka að því leyti gæti því orðið arð-
bær viðbót við þá starfsemi sem fyr-
ir er í bæjarfélaginu.
Þjónusta hefur verið til fyrir-
myndar og ekki talin ástæða til að
ætla annað í komandi framtíð.
Framkvæmdir eru að hluta til fjár-
magnaðar með lánum ffá Byggða-
sjóði og Ferðamálasjóði og munu
að öllum líkindum leiða til fjölgun
stöðugilda innan bæjarfélagsins
sem styrkir stöðu íbúa Snæfellsbæj-
ar og fjölbreytni atvinnulífs sem
einskorðað hefur verið við sjávarút-
veg. Markmið bæjaryfirvalda und-
anfarinna ára hefur verið að efla
fjölbreytni atvinnufyrirtækja á nýj-
um vettangi.
-EMK-
Vorboðar birtast
Nú eru farfuglamir að birtast hver af öðrum. Sést hefur til lóunnar.; hrossagaukar em
famir að þenja stél auk gœsa og álfta semfamar eru aS naga sinuna á tiínum bœnda.
Fleiri vorboiar eru einnig komnir á stjá og var meðfylgjandi mynd tekin í veðurblíðunni í
sl. viku þegar statfsmenn Vegagerðarinnar í Borgarnesi, þeir Magnús Kristjánsson og
Steinar lngjmundarson, voru að holufylla veginn undir Hafiiarfjalli.
-MM
Contouring
Facial Lift
Bylting í snyrtivöruheiminum í dag !
Contouring Facial Lift Skerpir útlínur andlitsins, gerir húðina
stinnari og veitir andlitinu yngra og fegurra útlit.
Kremið er áhrifaríkt fyrir konur jafnt sem karlmenn sem vilja
grenna sig í andliti eða skerpa útlínur þess.
Rremið dregur saman opnar svitaholur, lyftir húðinni mjúklega
og undirhakan minnkar.
Til að auka virkni kremsins er mælt með einfaldri nuddaðferð;
Clarins “Auto-Lifting” sem er áhrifamikil nuddaðferð sem tekur
aðeins tvær mínútur að framkvæma.
Leiðbeiningar fylgja með hverju keyptu glasi!
Clarins, enginn skilur húð þína betur.
Kynning
Föstudaginn 7. maí kl: 11-17
Snyrtifræðingur frá Clarins verður á
staðnum og veitir faglega ráðgjöf
Glæsilegir kaupaukar
Snyrtistofa Jennýar Lind
Borgarbraut 3 - s: 437 1076
Contouring Facial Lift
hlaut Marie-Claire
verðlatmin ‘98
fyrir einstaka virkni.
CLARINS
V A R f S
l.ifl- Vfinceur
ic
Ajfme, Embellii
Kajeunit hs TrktU
. -:'r“
\iethode
Auto
íifting
-rTviyV
Contouriiíg
1‘at'ial LÍft
Smmtber, Firmer,
wnrr Yontbfui Featam
Contouring Facial Lift
er ofnæmisprófað. Vð
rannsóknir á Clarins
vörum eru ekki gerðar
tilraunir á dýrum.
www.clarins-paris.com
CLARINS
P A R I S