Skessuhorn - 29.04.1999, Blaðsíða 18
18
FIMMTUDAGUR 29. APRIL 1999
^&iðaunu^
Samfylking gegn Sj álfstæðisflokknum
Penninn
í kosningunum í vor er tekist á
um stefhuskrá Samfylkingarinn-
ar gegn málatilbúnaði hinna
flokkanna. Deilt er um hvort
stefha Samfylkingarinnar sé trú-
verðug og hafa andstæðingamir
keppst um að gagnrýna mál-
efnaskrána.
Að vísu hefur forsædsráðherr-
ann af alkunnu lítíllæti sagt hana
tóma vitleysu og auðvitað þarf
maður sem tekið hefur að sér að
ritskoða prentað mál á Islandi ekki
að rökstyðja mál sitt. „Vér einir
vitum,“ var eitt sinn sagt.
Kvíðinn magnast
Eðlilegt er að menn greini á um
leiðir í stjórnmálum og verji sína
afstöðu með rökum og reynslu. Því
miður hefur gagnrýni andstæðinga
Samfylkingarinnar verið allt of
slagorðakennd. Að afgreiða þaul-
unna og yfirgripsmikla stefnuskrá
með léttúðugum hætti er vond
pólitík.
Samfylkingin hefur sett sér það
markmið að rétta hag alþýðu þessa
lands, allra þeirra sem fráfarandi
ríkisstjórn hefur vanrækt af gáleysi
eða vitandi vits. Það er þetta meg-
instefnumið og vitneskja ffáfarandi
stjórnarflokka um sekt sína sem
veldur þeim hræðslu og augljósum
pirringi. En enginn kemst hjá því
að verða á endanum dæmdur af
verkum sínum og skuldadagar
stjórnarflokkanna nálgast og þá
setur að þeim kvíða.
Jöfnuður gegn einka-
hagsmunum
Hér á Vesturlandi eru aðalátökin
eins og annars staðar í landinu á
milli Samfylkingarinnar og Sjálf-
stæðisflokksins. I þessum átökum
kristallast stefnumunur þeirra sem
vilja sækja fram til jöfnuðar og
réttlátara þjóðfélags og þeirra sem
vilja hverfa frá samfélagslegum
viðhorfum og hefja einkahagsmuni
yfir hagsmuni fjöldans. Þarna eig-
ast við grundvallarsjónarmið fé-
lagshyggjumanna og einkavina-
væðingarsinna. Styrkleikamunur á
milli þessara ólíku viðhorfa markar
þjóðfélagsþróunina í næstu ffam-
tíð.
Tvo á þing
Á Vesturlandi stendur glíman um
þessi atriði. Samfylkingin hefur á
að skipa afar dugmildu fólki sem
tilbúið er í þennan slag.
Þeir Jóhann Arsælsson og Gísli
S.Einarsson eru í fararbroddi Sam-
fylkingarinnar hér í kjördæminu.
Opið bréf til Jenna R. Olafssonar
Pennínn
Heill og sæll félagi Jenni.
Eg þakka bréf þitt er birtist í
Skessuhorni 25. mars sl. Eg bið þig
afsökunar á hversu ég hef dregið
að svara þér. Eg þakka einnig góð-
ar óskir.
Rétt er það Jenni, við höfúm átt
samleið í mörg ár og oftast ágrein-
ingslausa samleið á stjórnmálavett-
vangi. Okkur hefur þó einnig
greint á, ekki um markmið en
stundum um leiðir að markmiðum.
I því sambandi minni ég á meiri-
hlutamyndun í Borgarbyggð 1994.
Þér þótti afstaða mín þá nokkuð
hörð og ég taka stórt upp í mig.
Svo fór þó að stuttum tíma liðnum
sagðir þú að ekki hefði verið orði
ofaukið í andófi mínu. Hvort svo
fer að við eigum ágreiningslausa
samleið að nýju veit sennilega
hvorugur í dag, en ég tel fullvíst að
áfram munum við eiga sameiginleg
markmið, um þjóðfélag jafnréttis
og bræðralags. Þjóðfélag sem
hafnar her og aðild að hernaðar-
bandalögum. Þjóðfélag sem byggir
á sjálfsbærri nýtingu auðlinda og
hefur að markmiði að skila næstu
kynslóð landsins gæðum. Þjóðfé-
lag sem hefur fullt sjálfstæði til
ákvarðanatöku um eigin málefni.
Innan Samfylkingarixmar hlýtur að
vera mikill ágreiningur um sum
þessara markmiða og mörg fleiri
mál.
I stjórnmálum verða menn fyrst
og fremst að gera upp við eigin
sannfæringu. Eg var jú einn þeirra
sem hafði gott eitt að segja um þá
hugmynd að vinna að samfylkingu
vinstri manna. I mínum huga varð
þar að vera um þróun að ræða en
ekki skyndiákvarðanir sem nú.
Málefnaleg samstaða um megin-
mál hlaut að vera forsenda. Það var
gott skref sem stigið var sl. vor er
vinstri menn náðu samstöðu um
ffamboð til sveitarstjórna víða um
land. Það hefði mátt hugsa sér að
nú hefði verið stigið það skref að á
næsta kjörtímabili ynnu vinstri
menn saman í stjórn eða stjórnar-
andstöðu. Og að því loknu skoðað
næsta skref. Staðreyndin er sú að
flokkamir vom alls ekki tilbúnir til
þess samrana sem orðinn er. Mik-
ið vantaði á málefnalega samstöðu.
Prófkjör í hólfum sem skila þeirri
niðurstöðu sem við sjáum segja
betur en nokkuð annað að hér er
ekki samstíga sveit á ferð. Samfylk-
ingunni svipar margt til hræðslu-
bandalags Alþýðuflokks og Fram-
sóknarflokks 1956.
Þú telur mig örugglega hafa
misskilið bók Ragnars Amalds fé-
lagi Jenni. Eg hvet þig og raunar
alla vinstri menn til að lesa og lesa
vel bók Ragnars. Bókin heitir
„Sjálfstæðið er sívirk auðlind". Og
verðir þú sammála þeim áherslum
sem þar koma fram þá óttast ég
ekki dóm þinn á Vinstri hreyfingu
grænu framboði eða ákvörðun
minni. Þú telur að persónulegur
metnaður og afstaða til kvótakerf-
isins ráði miklu um afstöðu okkar
sem nú föram nýja leið. Hugur
minn hefur ekki staðið til þing-
mennsku liðin ár svo sem ég hygg
að þú vitir. Nú stefrii ég hinsvegar
á þing og vænti stuðnings allra sem
hafa skoðanalega samstöðu og vilja
valddreifingu.
Eg hef verið mjög andvígur hug-
myndum um veiðileyfagjald.
Veiðileyfagjald yrði í raun fyrst og
fremst landsbyggðarskattur, því
enn er það svo að mikill meirihluti
heimilda er úti á landsbyggðinni.
Gjaldtaka eins og kratar hafa boð-
að mundi því veikja veikustu
byggðir landsins.
Eg tel hins vegar mjög brýnt að
stokka það kerfi upp sem við nú
búum við og minni á skynsamlegar
tillögur í þeim efnum sem Jóhann
Arsælsson og Steingrímur J. Sig-
fússon settu ffam á alþingi forðum
daga við litlar undirtektir krata. Eg
trúi að Jóhann kunni frekar að eiga
stuðning minn en krata ef hann
flytur það mál að nýju.
Um margt svipar Samfylkingar-
ferlinu til viðræðna um myndun
meirihluta í sveitarstjórn eða á al-
Mikilvægt er
að þeir nái
báðir inn á
þing í kosning-
iimiiii í vor Sveinn Kristinsstm
Þeir era þekkt-
ir dugnaðar-
menn og ekki mikið fyrir að láta
deigan síga, þótt bitið sé í skjaldar-
rendur. Þess vegna hvet ég allt fé-
lagshyggjufólk, alla kjósendur, sem
vilja sjá raunveralegar breytingar í
stjómmálum nýrrar aldar, til að
styðja Samfylkinguna. Breytum
rétt, ffamtíðin felst í því.
Sveinn Kristinsson, forseti bœjar-
stjómar á Akranesi.
þingi þar sem
stefnt er að
samstarfi
næstu fjögur
ár. Samfýlking-
in er þess
vegna spurning
um tækni til áhrifa og valda mikið
ffekar en hræðslubandalagið forð-
um daga. Afstaða til stjómmála-
flokka snýst um afstöðu til málefna
en ekki tækni til valda. Þvert gegn
spá þinni félagi, benda nýjustu
skoðanakannanir til þess að Vinstri
hreyfingin grænt ffamboð muni fá
menn kjörna á þing. Nýjasta könn-
un DV gerir ráð fyrir 5 mönnum.
Sama könnun sýnir fylgistap Sam-
fylkingarinnar og aukinn styrk
Sjálfstæðisflokksins. Fljótræði og
flumbragangur ykkar Samfylking-
arsinna verður sennilega Sjálfstæð-
isflokknum til nokkurs gagns.
Eg óska ykkur Stellu alls góðs í
grænkandi garði nú í vor.
Borgamesi 23/4 1999
Halldór Brynjúlfsson
Halldór
Brynjúlfsson
Upplýsingatækni; ný tækifæri fýrir
Island utan höfuðborgarsvæðisins
Tækninýjungar í samgöngum,
s.s. eimreiðin, bifreiðin og auk-
in kunnátta í vegagerð höfðu
mikil áhrif á samfélög síns tíma.
Við árþúsundaskiptin mun okk-
ar kynslóð verða vitni að því
hvemig „fjarlægðir" fjara út.
Upplýsingatæknin gerir okkur
kleift að vinna óháð stað og tíma.
Tæknin og kunnáttan er í flestum
tilfellum fyrir hendi. Aðrar grann-
forsendur era tengingar milli staða
og hóflegt verð á notkun þeirra.
Jafnffamt er skilningur yfirvalda
og stjórnmálamanna á notkunar-
möguleikum nýrrar upplýsinga-
tækni veigamikið nesti.
Aður óþekktir möguleikar era
að opnast fyrir atvinnu utan höfuð-
borgarinnar, það á jafnt við um
umsvif einkaaðila og hins opin-
bera. Þrátt fyrir að hver byggð
þurfi að eflast á eigin forsendum
án ríkisafskipta er mjög mikilvægt
að svæðum sé ekld mismunað og
öll „ríkisumsvif* verði á höfúð-
borgarsvæðinu. A undanförnum
áram hefur störfum hjá hinu opin-
bera fjölgað, en nánast eingöngu á
stór-Reykjavíkursvæðinu.
Landsfundur Sjálfstæðisflokks-
ins í mars sl. fjallaði um þessi mál.
I ályktun um sveitarstjórnar- og
byggðamál segir svo:
„Sjálfstæðisflokkurinn telur
mikilvægt að ríkisvald og sveitarfé-
lög taki höndum saman um að
snúa byggðaþróun undangenginna
ára í átt til eflingar byggðar um allt
land. Nauðsynlegt er að auka hlut-
deild landsbyggðarinnar í opin-
berri þjónusm og stjórnsýslu. Ný
fjarskiptatækni gerir það mögulegt
að fyrirtæki og stofnanir sem þjóna
öllu landinu séu staðsett á lands-
byggðinni og nýti jafnframt starfs-
krafta óháð búsetu. Lögð verði
áhersla á að staðsetja nýjar stofn-
anir og fyrirtæki ríkisins utan höf-
uðborgarsvæðisins. Hvert ráðu-
neyti skilgreini og leggi firam til-
lögur um þau verkefni einstakra
stofnana sem undir þau heyra og
unnt er að sinna á landsbyggð-
inni.“
Það er mjög mikilvægt að öll
tækifæri verði nýtt í þessa vera. Eg
nefni eitt dæmi; framundan era
ráðgerðar breytingar á starfsað-
stöðu Utlendingaeftirlitsins, jafn-
framt er gert ráð fyrir að útgáfa
vegabréfa fyrir alla landsmenn fari
ffam á einum stað vegna sérhæfðs
vélakosts. Hér þurfum við að
staldra við og athuga hvort starf-
semi sem þessari megi ekki sinna
utan höfuðborgarsvæðisins.
Stjórnmálamenn, ráðuneyti og
stofnanir þess verða sífellt að huga
að þessum atriðum þegar ný störf
verða til hjá hinu opinbera. Fram-
bjóðendur
Sjálfstæðis-
flokksins á
Vesturlandi
hafa opin aug-
un fyrir nýj-
um atvinnu-
tækifærum
sem henta
okkar svæði.
Sigríður Finsen
Sigríáur Finsen,
formaður bœjarráðs í
Grundarfirði og skipar 5. sæti á
lista sjálfstœðismanna á Vesturlandi