Skessuhorn - 29.04.1999, Page 19
FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1999
19
ðniiisaunu^.
Ársfimdur lífeyrissjóðs
Vesturlands
Ársfimdur Lífeyrissjóðs Vestur-
lands var haldinn í Gistáheimili
Olafsvíkur þann 19. apríl sl.
A fundinum var ársreikningur
fyrir árið 1998 kynntur, einnig var
kynnt breytt fjárfestingastefna
sjóðsins og lífeyrisskuldbindingar
(tryggingafræðileg staða) sjóðsins
miðað við árslok 1998. Nokkrar
breytingar voru gerðar á samþykkt-
um sjóðsins. Breytingarnar fela
m.a. í sér að hjón geta frá og með 1.
maí nk. skipt á milli sín réttindum í
lífeyrissjóðnum eða skipt útborg-
uðum ellilífeyri.
Staða sjóðsins hefur styrkst mjög
á undanfömum ámm m.a. vegna
betri ávöxtunar og lægri rekstrar-
kostnaðar. Ávöxtun sjóðsins var
6,88% og hrein raunávöxtun sjóðs-
ins miðað við vísitölu neysluverðs
var 6,65%. Hrein ávöxtun síðustu
fimm ára er 9,0%. Rekstrarkostn-
aður sem hlutfall af meðaltali
hreinnar eignar var 0,22%.
I árslok 1998 var hrein eign til
greiðslu lífeyris 5,5 milljarðar en
það er hækkun um 11,4% á milli
ára. Greiddur lífeyrir var 181,8
milljónir, sem er hækkun um
10,3%. Innborguð iðgjöld vom
341,5 milljónir, en það er hækkun
um 14,8%.
Þann 1. júlí 1998 fékk Lífeyris-
sjóður Vesturlands leyfi hjá fjár-
málaráðuneytinu til að hefja starf-
semi séreignardeildar. Á árinu 1998
borguðu þrír rétthafar til séreignar-
deildarinnar, en það sem er af árinu
1999 hefur þeim fjölgað í tæplega
40. Sú fjárhæð sem greidd er í sér-
eignardeild, ásamt áunnum vöxt-
um, erfist við andlát og greiðist út
eftir sérreglum.
Samkvæmt útreikningi á lífeyris-
skuldbindingum (tryggingafræði-
legri úttekt) í árslok 1998 em eign-
ir sjóðsins umfram skuldbindingar
321 milljónir eða 2,9%. I samræmi
við þessa góðu stöðu sjóðsins var
samþykkt á ársfundinum að hækka
þá reiknistuðla, sem réttindi sjóðfé-
laga em reiknuð út frá, um 7%
miðað við 1. júlí 1999. Reiknistuðl-
ar fyrir elli- og örorkulífeyri hækka
úr 1,4 í 1,5 og stuðull vegna maka-
lífeyris hækkar úr 0,7 í 0,75.
Á ársfúndi 1996 var samþykkt að
allir sjóðfélagar, sem áttu réttindi
hjá lífeyrissjóðnum miðað við 1.
janúar 1996, fengu 7% hækkun á
réttindi sín vegna góðrar stöðu
sjóðsins. Með góðri ávöxtun og að-
haldi í rekstri hefur Lífeyrissjóður
Vesturlands getað, með þessum
tveimur hækkunum á stuttum tíma,
aukið réttindi sjóðfélaga sinna um-
talsvert.
I stjórn sjóðsins eru, Sigrún
Clausen formaður, Rakel Olsen,
Einar Karlsson, Gylfi Þórðarson,
Þórir Páll Guðjónsson og Kristján
Jóhannsson. Framkvæmdastjóri
sjóðsins er Jónas Dalberg. Skrif-
stofa sjóðsins að Kirkjubraut 40,
Akranesi, er opin virka daga frá 10-
16.
(Fréttatilkynning)
„Vesturlandsskógar“
Pennínn
Nú eru merk tímamót í skóg-
rækt. Fyrir nákvæmlega 100
árum voru fyrstu plönturnar
gróðursettar í furulundinn á
Þingvöllum. Þetta varð upphaf-
ið að íslenskri skógrækt. Þessa
afmælis verður minnst með
ýmsum hætti. Fyrir Vestlend-
inga er kannski mikilvægust af-
mælisgjöfin, sem landbúnaðar-
ráðherra færði okkur þann 15.
apríl. Þá setti hann á stofn
starfshóp til undirbúnings
„Vesturlandsskógum“.
Með Vesturlandsskógum er átt
við verkefni á borð við Suður-
landsskóga og Héraðsskóga með
þátttöku margra tuga bænda, er
stundi bæði skjólbeltarækt og
ræktun samfelldra skóga, gjarnan
með öðrum búskap. Vonast er til,
að á nokkrum árum þróist Vestur-
landsskógar upp í að skapa á Vest-
urlandi talsverðan fjölda ársverka.
Um er að ræða störf til sveita, en
það eru einmitt sveitirnar, sem
mest hafa liðið fyrir meira eða
minna dulið atvinnuleysi í fjölda
ára.
Ekki minna virði er önnur af-
mælisgjöf, sem er að líta dagsins
ljós á 100 ára afrnæli skógræktar á
Islandi. Er hún fólgin í nýju og
verðmætu hlutverki þessarar starf-
semi, þ.e. bindingu koltvísýrings.
Bændur og aðrir landeigendur
geta kinnroðalaust gert þá kröfu
til stjórnmálamanna, að hið nýja
hlutverk skógræktar verði nýtt til
að auka atvinnu til sveita og bæta
þannig fyrir minnkandi umsvif í
hefðbundn-
um búskap,
enda hafa ís-
lenskir bænd-
ur yfir að Sigvaldi Asgeirsson
ráða meira
jarðnæði til skógræktar en kolleg-
ar þeirra annars staðar í álfúnni og
Islendingar eiga því mun meiri
möguleika á að binda koltvísýring
í skógi en flest allar aðrar þjóðir.
I framtíðinni mun stálpaður
skógur jafnframt skapa miklu
fleiri atvinnutækifæri bæði í borg
og byggð vegna þess hráefnis, sem
úr honum kemur og nýta má á
margvíslegan hátt, auk ýmissa
annarra gæða, sem skógurinn fel-
ur í sér. Því er fjárfesting í skóg-
rækt í hæsta máta vænlegur kostur
frá þjóðhagslegu sjónarmiði.
Sigvaldi Asgeirsson
Mótun einstaklinga
Penninn
Margir þættir hafa áhrif á mót-
un einstaklinga þrátt fyrir að
fjölskyldan, skólinn og vinimir
sinni þar stærsta hlutverkinu.
Þar fyrir utan eru íþróttir og
skipulagt félagshf afar áhrifa-
mikhr þættir.
Fjölmargar kannanir sýna svo
ekki verður um villst að öflugt
tómstundastarf hefur sterk áhrif á
ungt fólk til fbambúðar. Félags-
málastarf býr einstaklinginn undir
að takast á við fjölþætt verkefni
síðar á lífsleiðinni og þar temja
menn sér sjálfsaga og skipulögð
vinnubrögð. Þá efast enginn um
það lykilhlutverk sem íþróttir
gegna í forvarnarstarfi gegn
neyslu ávana- og fíkniefna.
Omælt vinnuframlag liggur að
baki starfi í íþróttafélögum og fé-
lagasamtökum. Vmnuframlag,
sem innt er af hendi án greiðslu.
Ahugasamir foreldrar og einstak-
lingar sinna slíku af áhuga og eld-
móð því það þekkir og veit af
reynslunni hversu mikilvægt þetta
starf er ungu fólki.
Við Sjálfstæðismenn viljum
standa vel við bakið á þessu fólki.
Þegar fjölskyldur velja sér stað til
búsetu er af-
þreyingar-
þátturinn eitt
af því sem
mestu máli „ ,
... , Helga
skiptir. Þvier Halldórsdóttir
það afar mik-
ilvægt fyrir byggðir landsins að
stutt sé dyggilega við bakið á
íþrótta- og tómstundastarfi og
það metið að verðleikum. Öflugt
íþrótta- og tómstundastarf fyrir
alla aldurshópa er ávísun á betra
mannlíf.
Helga Halldórsdóttir,
Skipar 3. sæti á lista
sjálfstaðismanna á Vesturlandi.
KOSNIN GAVEFUR V ESTURLANDS:
http://www.vesturland.is/x99/
Gæsimar em komnar til baka
yfir hafið og byrjaðar að undirbúa
sitt sumarleyfi hér á landi. Ekki er
þó hægt að segja að í öllum tilfell-
um sé tekið vel á móti þeim þótt
þær séu alfriðaðar á þessum árs-
tíma. Að sögn Theodórs Þórðar-
sonar lögregluþjóns í Borgarnesi
hefur tvisvar verið tilkynnt um
ólöglega gæsaveiði á Vesturlandi
það sem af er þessu vori. I annað
skiptið sást til skotveiðimanna á
Mýrum og í hitt skiptið á Snæfells-
nesi. Lögreglan á Snæfellsnesi
hafði hendur í hári manns sem
grunaður er um að vera valdur að
gæsadrápinu í að minnsta kosti
öðm tilfellinu.
Theodór sagði viðurlög við
gæsadrápi utan hefðbundins veiði-
tíma vera skýr. Veiði og vopn em
gerð upptæk og við það bætast um-
talsverðar fjársektir.
„Fyrir utan að þetta er ólöglegt
athæfi þá þykir mér þetta heldur
heimskulegt að drepa gæsina á
þessum árstíma. Þetta er svipað og
að éta kartöfluútsæðið í stað þess að
setja það niður,“ sagði Theodór.
G.E.
rnmrnmmmmmmmmmmmmmmm
Vegna alf)ingiskosninga 8. maí 1999
verður kjörskrá lögð fram almenningi
til sýnis miðvikudaginn 28. apríl 1999.
Kjörskráin mun liggja frammi á
skrifstofu sveitarfélagssins,
Litla Hvammi, Reykholtsdal
milli kl. 10-16 fram að kjördegi.
Athugasemdir við framlagða
kjörskrá skulu berast undirrituðum
fyrir 8. maí 1999.
Borgarfirði 27. apríl 1999
Sveitarstjóri
f SHÆFELLSBÆR \
Snæfellsbær
Kjörskrá
Vegna alþingiskosninga 8. maí 1999
verður kjörskrá lögð fram almenningi
til sýnis miðvikudaginn 28. apríl 1999.
Kjörskráin mun liggja frammi á
bæjarskrifstofunni á Hellissandi,
Snæfellsási 2 og á^skrifstofu
Sýslumannsins á Ólafsvík,
opnunartími 9-12 og 13-15,30 fram að
kjördegi.
Athugasemdir við framlagða
kjörskrá skulu berast undirrituðum
fyrir 8. maí 1999.
Snæfellsbær 27. apríl
_____________________Bæjarritari,