Skessuhorn


Skessuhorn - 15.06.2000, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 15.06.2000, Blaðsíða 7
jaisjunu..- FIMMTUDAGUR 15. JUNI 2000 7 Þjóðlendunefiid og Borgarfjörður í þessari viku ætla ég að leiða lík- ur að hvar þjóðlendunefnd myndi draga kröfulínu sína hér í Borgar- firði, ef fylgt væri svipuðum reglum og beitt var við kröfugerðina í upp- sveitum Arnessýslu. Rétt er þó að taka fram að ekki er víst að sömu vinnureglur verði notaðar hér og gert var þar, sérstaklega ef O- byggðanefhd hefur áður fellt ein- hverja úrskurði sem líta mætti á sem fordæmi. Væntanlega taka kröfur Þjóðlendunefndar eitthvert mið af þeim niðurstöðum. En sem stendur er ekkert annað við að miða en fyrstu kröfugerð nefndarinnar, og mun ég því fylgja fordæmi henn- ar í Arnessýslu eftir föngum. Að þeirri lýsingu lokinni ætla ég að minnast lítillega á hvað mér sýnist helst mega til varna verða þeim eignarrétti okkar, sem til skamms tíma þótti óumdeilanlegur. Lega kröfulínunnar Líklegt er að farið verði eftír sýslumörkum Borgarfjarðar- og Kjósarsýslu úr Háusúlu f Hvalvatn og norður eftir því. (Gert er rdð jyr- ir því að sd hltiti Stórabotnslands, sem er sunnan Botnsdr verði meðhöndlaður með Kjósarsýslu þegar þar að kemur). Síðan vestur brúnir Botnsdalsins og Hvalfjarðar, allt fram á Þyril. Þaðan inn fyrir Litlasandsdal og í um það bil 500 metra hæð út fyrir Brekkukamb inn með honum að norðan, allt að hreppamörkum Hvalfjarðarstrandar- og Skorra- dalshrepps. Hugsanlegt er að hreppamörkum verði ekki fylgt en línan teygð vestur á efstu brúnir Glámu. (Ljóst er að allt svæðið frd sýslumörkitm Amess- og Borgarfjarð- arsýslu, milli Hvalvatns og Reyðar- vatns og vestur alla Botnsheiði eru lónd, sem talin hafit verið í einkaeign nœrliggjandi jarða. Slíkt hefur þó ekki hindrað Þjóðlendunefnd í að gera kröfit til svipaðra svæða þar sem þau eru notuð til sameigmlegrar beitar og/eða smöluð sameiginlega). Þaðan, sem hreppamörk skera efstu brúnir Grafardals að sunnan, virðist líklegt að línan verði dregin austur brún- irnar allt þar til dalinn þrýtur á móts við austurenda Skorradals- vatns, og síðan eftir suðurbrúnum Skorradals í um það bil 350 m. hæð inn að nyrsta hluta Veggjanna við Þrætutungu og þaðan í Reyðarvatn um vesturbrúnir Kamphamra. (A þessu svæði er um verulega óvissu að ræða og endanleg kröfúlína að líkind- um hdð því hve vönduð landamerkja- bréf viðkomandi jarða eru, einkum hvað varðar gagnkvæmar undirskrift- ir. Einnig er óvíst hvemig Skarðs- heiðin verður meðhöndluð, þar sem ekki hefur enn verið jjallað um svo hd jjöll innan byggðamarka. Sennilegt er þó að gerð verði krafa um að öll heiðin ofan gróðunnarka tilheyri þjóð- lendum, sem og hæsti hluti fjallana vestur af henni). Ur Kamphömrum má búast við að línan verði dregin norður Reyðarvatn, niður með Grímsá allt að Lambá og þaðan eft- ír afréttarmörkum Andkílinga og Lunddæla að Flóku og með henni upp undir Ok. (Hugsanlegt er að í stað Reyðarvatns verði línan dregin eftir vatnaskilwn á Þverfelli, en lík- legt er að hæstaréttardómur um eign- arrétt á Reyðarvatni dugi til að svo verði ekki. Einnig er hugsanlegt að austasti hluti Oddstaðalands verði ofan kröfulínunnar. Líka er möguleiki á að seilst verði með línuna nokkuð vestur og norður á Hælsheiðina. U?nþað ráða landamerkjabréf væntanlega nokkru, eins og minnst var á hér að ofan). Ur Flóku er gert ráð fyrir að kröfúlín- an liggi norður og austur með Oki í því sem næst 500 m. hæð, og skeri lönd jarða í innanverðri Hálsasveit. Fylgt verði sömu hæð norður fyrir Bæjarfellið og þaðan í 400 m. hæð- arlínuna við Teitsgil og í þeirri hæð allt austur í Lambá. Síðan niður með Lambá allt til Geitár og eftir henni að ármótum Geitár og Hvít- ár. Þá eftír sýslumörkum upp með Hvítá í upptök hennar norðan í Hafrafelli, þannig að Geitland allt verði flokkað sem þjóðlenda. Þaðan svo áfram upp á Langjökul. (Menn, sem til þekkja telja sumir að kröfulínan norðan og vestan Oks verði mun neðar og vestar en hér er gert rdð fyrir. Um það er torvelt að spd að svo komnu. Hittþykir mér ólíklegt að hún verði sett hærra en þetta). Staða, og gangur mála framundan Eins og fram hefur komið áður skapar þessi þjóðlendulínukrafa rík- inu engan rétt ein og sér. Þar þarf til að koma úrskurður Obyggða- nefhdar. Ekki dreg ég í efa að þeir ágætu menn, sem hana skipa, muni fella sinn úrskurð eftír því sem þeir vita sannast og réttast. En sé mið- að við hvernig dómar hafa fallið í málum sem þessum hin síðustu ár virðist mér að kröfugerð Þjóð- lendunefndar muni eiga sér þó nokkuð fylgi meðal lögfræðinga og dómara. Því sé nauðsynlegt að bregðast við sem fyrst með heim- ildaöflun og annan undirbúning. Heimildir um landnám geta verið þýðingarmiklar, og eru vel aðgengi- legar í hinum ýmsu Landnámu- gerðum. Oðru máli kann að gegna um skjöl varðandi seinni eigna- breytingar. Nauðsynlegt er að kanna allar slíkar heimildir og reyua að fá sem heillegasta eignar- haldssögu þeirra jarða og land- svæða, sem í hlut eiga. Ekki er síður ástæða til að kanna vel öll gögn um afrétti á svæðinu, hvernig þeir komust í eigu upprekstrar- eða sveitarfélaga. Þóreyj artungur I mínum huga er enginn vafi á að núverandi afréttir Andkílinga og Lunddæla voru áður hluti af heima- löndum Oddstaða, Gullberastaða, Lundar og jafnvel Hrísa, en hætt við að erfiðara muni verða að afla ó- yggjandi skjalfestra heimilda um það. Agætt dæmi um slíkt eru Þór- eyjartungurnar. Þær átti Reykholts- kirkja allt fram til ársins 1895, þeg- ar hún selur Lundarreykjadals- hreppi þær, með skriflegu leyfi kon- ungs og stiftsyfirvalda. Þjóðlendu- nefnd mun halda fram að þarna sé um afréttarland að ræða, kirkjan hafi aðeins átt beitarréttinn og landið sjálft sé háð granneignarrétti ríkisins. Öbyggðanefnd mun vænt- anlega vilja vita hvernig Reykholts- kirkja öðlaðist eignarrétt til lands- ins í upphafi. Þar virðist fátt um beinar heimildir. Sterkar líkur er hægt að leiða að því að landnám Björns Gullbera hafi náð norður til Flóku allt til upptaka og þar með hafi Þóreyjartungurnar verið hans eign. Þær hafi síðan fallið í hlut Lundar þegar Gullberastöðum er skipt. Vitað er að á 14. öld eru tungurnar taldar tilheyra Hrísum og að Bæjarkirkja og Reykholts- kirkja áttu þá jörð, hvor um sig að hálfu. Hægt er að giska á að við ein- hver eignaskipti, sem ekki hafa fundist heimildir um enn, hafi Þór- eyjartungurnar flutst til Reykholts- kirkju, en þær eru taldar hennar eign árið 1739 (séra Finnur Jónsson) Nokkru eldri heimildir benda tíl deilna milli Lundar- og Reykholts- kirkju um eignarréttinn á þeim og víst er að syðri Þóreyjartunga (milli syðri og nyrðri Sandfellskvísla) var jöfhum höndum kölluð Þrætutunga langt ffam á 20. öld. Nú liggur fyr- ir að leita vandlega í tiltækum gögnum að skjölum, sem þetta snerta, sem og kanna alla eignar- haldssögu svæðisins fram til þessa. Vonandi dugir það tíl. Hvað er til ráða ? Enn hafa Borgfirðingar nokkurn tíma til stefnu. Hann þarf að nota vel, kanna heimildir, skipuleggja samstarf þeirra aðila sem líklegt er að kröfugerð Þjóðlendunefndar beinist að og hugsanlega sameinast um lögfræðilegan málsvara. Rétt er að kanna öll landamerkjabréf fyrir viðkomandi jarðir og afrétti, eink- um með tilliti til þess hvort þeim beri saman og hvort um gagn- kvæmar undirskriftír sé að ræða. Þorsteinn Þorsteinsson Skálpastöðum Þar sem ósamræmi er milli landa- merkjabréfa samliggjandi jarða þarf að ná samkomulagi um rétt merki, undirrita það samkomulag og þing- lýsa því. Einnig að núverandi ná- grannar undirrití þau bréf sem að- eins eru vottuð með nafni eiganda þeirrar jarðar sem bréfið fjallar um. Betra er seint en aldrei. Hamra þarf á því að þinglýsingar fyrri tíma era annars eðlis en þær sem tíðkast í dag, og veita meiri rétt, þar sem þær voru lesnar í heyranda hljóði á manntalsþingum, sem öllum bænd- um var skylt að sækja. Þá skyldu all- ir þeir, sem véfengdu að rétt væri lýst, bera fram athugasemdir sínar. Sama er að segja um lögfestur landamerkja. Þær voru lesnar í heyranda hljóði og bar þeim að andmæla sem betur þóttust vita eða töldu annað réttara. Því sýna lög- festur og þinglýsingar landamerkja- bréfa að aðrir viðkomandi aðilar á þeim tíma töldu þær réttar. Það er mikil óskammfeilni að halda því frarn að slík gögn séu marklaus. Sýnum samstöðu og mætum vel undirbúnir tíl leiks þegar að því kemur að við þurfum að verja okk- ar forna rétt. Þorsteinn Þorsteinsson Fegurri sveitir 2000 “Fegurri sveitir 2000” er átaks- verkefini um hreinsun á landi og fegrun mannvirkja með áherslu á sveitir landsins. Tilgangur þess er að koma í veg fyrir mengun og slysahættu auk þess að bæta á- sýnd dreifbýlisins og ímynd þess. Þó að víða megi ferðast um fal- legar sveitir og horfa heim að vel hirtum bæjum er það of algengt að umgengni sé áfátt til sveita. Asýnd sveitabæja skiptir miklu máli fyrir markaðssetningu landbúnaðaraf- urða og hefur án efa áhrif á sjálfs- virðingu og líðan ábúenda. Brota- járn, jafiivel heilu bílakirkjugarð- arnir geta legið bak við húsahól. Al- gengt er að spilliefnum s.s. geimum hafi ekki verið komið fyrir á for- svaranlegan hátt. Oft er um að ræða “gamlar syndir”, bílhræ frá þeim tímum þegar erfiðara var að nálgast varahluti en nú er, og hugsanahátt- urinn var annar. Plastdrasl hangir víða á girðingum og fjörar þurfa hreinsun. Nokkuð er um útihús í niðurníðslu og eðlilegt viðhald hef- ur víða setið á hakanum vegna lé- legrar afkomu. A mörgum eyði- jörðum þarf að taka til hendinni og það sama gildir um eignir ýmissa opinberra aðila og félagasamtaka. Viðhorfin eru að breytast, skiln- ingur og vilji til að huga að um- hverfinu hefur aukist, bæði í þétt- býli og dreifbýli. Margir eru þó uggandi yfir þeim tíma og kostnaði sem fylgir hreinsun. Félagslegur og ijárhagslegur stuðningur er for- senda þess að hægt sé að taka á þessum uppsafnaða vanda. Eitt alsherjar átaksverkefni fyrir þá sem vilja taka þátt í því er tímabært. Það þarf samstíllt átak til hreinsunar í sveitum. Verkefnið sem hér um ræðir er á vegum landbúnaðarráðuneytisins í umboði ríkisstjórnarinnar. Verkefnið er fólgið í því að hvetja til, samstilla og jafnvel skipuleggja, alhliða tiltekt og fegrun. Sem dæmi má nefna að : •Mála hús og mannvirki ■Endurreisa / viðhalda gömlum mannvirkjum sem hafa verndargildi •Rífa ónýt og/eða hálffallin mannvirki sem engin menningar- verðmæti eru í •Fjarlægja ónýtar vélar og annað brotajárn, eða koma þeim fyrir á snyrtilegan hátt ■Fjarlægja ónýtar girðingar •Hreinsa fjörur, ár og vötn •Safha rúlluplasti, áburðarpokum ofl. þ.h. •Merkja kennileyti s.s. göngu- stíga, heimreiðar, eyðibýli ofl. Takmarkið er allsherjar áttak við bæi og í sveitum sem tekur mið af þörfum hvers svæðis. Verkefnið verður á jákvæðum nótum og í takt við nýjar áherslur í umhverfismál- um á nýrri öld. Víða er verið að vinna mjög gott starf og það ber að kynna, öðram til eftirbreytni. Landbúnaðarráðherra skipaði fimm manna framkvæmdanefnd s.l. haust. I nefndinni eiga sæti: •Fulltrúi landbúnaðarráðuneytis- ins og formaður nefndarinnar: Ní- els Arni Lund •Fulltrúi Bændasamtaka Islands: Sigríður Jónsdóttir bóndi •Fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga: Þórunn Gestsdóttir sveitarstjóri •Fulltrúi Kvenfélagasambands Is- lands: Guðrún Þóra Hjaltadóttir hússtjórnarkennari og næringar- ráðgjafi •Fulltrúi Umhverfisráðuneytis- ins: Sigríður Stefánsdóttir deildar- sérfræðingur Nefndin hefur fundað reglulega og undirbúið verkefnið. I febrúar s.l. var haldinn samráðsfundur með fulltrúum fjölda fyrirtækja, félaga- samtaka og stofnana. Fram kom ríkur vilji til góðra verka og allir voru tilbúnir að leggja sitt að mörk- um hvort sem var í sjálfboðaliða- starfi eða annarri þjónustu. I mars var verkefnið kynnt sveitarfélögun- um og 17 þeirra hafa þegar skráð þátttöku. Nefndin fékk í maí framlag á fjárlögum og hefur nú ráðið verkefnisstjóra til að halda utan um framkvæmdina. Verkefnis- stjóri mun annast daglega fram- kvæmdastjórn og innri og ytri kynningu áverkefninu. Aðsetur hans verður á heimaskrifstofu í Staðarsveit og í landbúnaðarráðu- neytinu. Honum er ætlað að heimsækja sveitarfélög og aðra þá aðila sem geta haft áhrif á þátttöku í verkefninu (t.d. félagasamtök og forsvarsmenn búnaðarfélaga). Verkefhisstjóri kemur með ábend- ingar um þær leiðir sem færar eru til að ná fram settum markmiðum og hvatningu til hlutaðeigandi að- ila. Góð samvinna margra aðila er lykilatriði til að vel takist til með þetta stóra verkefni og þá er gott að þræðirnir séu á einni hendi. Ljóst er að tíminn hefur liðið hratt og sveitarfélög, samtök og fyrirtæki hafa nú að miklu leyti skipulagt sitt sumarstarf. Ahugasöm sveitarfélög og aðrir aðilar sem þegar eru byrjaðir að vinna í sínum umhverfismálum verða markhóp- urinn í sumar. Enn er hægt að til- kynna þátttöku. Þeim mun fleiri sem verða með, þeim mun betra.Verkefnið verður gert upp í október og ákvörðun tekin um framhald þess. Gert er ráð fyrir því að þátttak- endur sendi ffá sér stuttar skýrslur í lok sumars. Veittar verða viður- kenningar fyrir vel unnin störf. Allar frekari upplýsingar veitir: Ragnhildur Sigurðardóttir Alftavatni Staðarsveit 355 Snæfellsbær Netfang: ragnhildur.umhverfi@simnet.is Sími 435 6695 NMT: 851 1646

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.