Skessuhorn


Skessuhorn - 15.06.2000, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 15.06.2000, Blaðsíða 19
 FIMMTUDAGUR 15. JUNT 2000 19 Markaðsstarf Golfldúbbsins Leynis skilar sér: Sprenging í félagafjölda “Það hefur vart liðið sá dagur að undanförnu að við höfum ekki skráð inn nýja félaga í klúbbinn og suma dagana eru þeir 6-7 sem skrá sig. Það athyglisverðasta er að margir þessara nýju félaga eru af höfuðborgarsvæðinu en við höfum sérstaklega verið að biðla til þeirra undanfarin misseri," segir Hannes Þorsteinsson, formaður Golf- klúbbsins Leynis. Hannes segir ástæðuna fyrir á- sókn úr Reykjavík vera einfalda. Golfíþróttin njóti nú ört vaxandi vinsælda og á höfuðborgarsvæðinu séu allir golfvellir yfirfullir á sama tíma og vellir í nágrannabyggðum borgarinnar geti auðveldlega tekið við fleiri kylfingum. “Við getum vel þegið fleiri félaga og höfum því biðlað til höfuðborgarbúa með hagstæðu árgjaldi. Þeir eru í vax- andi mæli að bíta á agnið og verða ekki sviknir af glæsilegum 18 holu velli okkar, sem verður formlega vígður eftir um mánuð,“ segir Hannes. - SSv Skrykkjótt byrjun Skagamanna á Islandsmótinu í knattspymu: Þrjú mörk í sex leikjum samt besta byrjun í þrjú ár! Markvörður Þróttar sendur í sturtu Kjaftshögg á vellinum HSH - Þróttur í Vogum: 5-0 Sá fáheyrði atburður gerðist í leik HSH og Þróttar í Vogum sem fram fór laugardaginn 10. júní sl. á knattspymuvellinum í Olafsvík að markverði Þróttar var vikið af velli fyrir kjafshögg. Markvörðurinn, Finnur Tómas- son, og Björgvin Finnsson, leik- maður HSH, lentu í samstuði þeg- ar Björgvin sótti að markinu. Markvöðurinn var fyrri til og náði boltanum með þeim afleiðingum að Björgvin féll við og rak fótinn í andlit Finns. Finnur brást hinn versti við og rétti Björgvini einn á lúðurinn. Ur þessu varð mikið stímabrak sem endaði með því að Finnur fékk að sjá rauða spjaldið og var vísað af velli í framhaldi af því. Leikurinn stöðvaðist um tíma eða þangað til nýr markvörður tók stöðu Finns í markinu. HSH hafði undirtökin í leiknum sem var afar gróft leikinn af hálfú Þróttara enda skoruðu heimamenn tvö af fimm mörkum sínum úr víta- spyrnu. Mörkin hjá HSH skor- uðu Helgi Reynir, sem var með tvö mörk, Björgvin Finnsson var með eitt, og tvö síðustu mörkin voru víti sem Sigurður Mejic og Jónas Gestsson skoruðu úr. EE Frá leik HSH og Þróttar. Markverði vikií af velli. Naumur sigur Skagamanna á Stjömunni Eitt mark enn Ekki er hægt að segja að Skaga- menn bruðli með mörkin á þessu keppnistímabili en hinsvegar hafa þeir uppskorið þrjú stig í hvert sinn sem þeir hafa skorað. Það leit þó út fyrir markalaust jafntefli á Stjörnu- vellinum síðastliðinn laugardag þar til á 86. mínútu er Hjörtur Hjartar- son, sem kom inn á sem varamaður, skoraði með góðum skalla effir fýr- irgjöf frá Haraldi Hinrikssyni. Skagamenn léku vel í fyrri hálf- leik og sköpuðu sér fleiri færi en í öðrum leikjum það sem af er mót- inu. Uni Arge sem kom inn á ný eftir meiðsli var tvisvar nærri því að skora og Sigurður Jónsson komst í gott færi. Stjörnumenn áttu hins- vegar meira í seinni hálfleiknum án þess að skapa sér nein hættuleg færi. Stjarnan - IA: 0-1 Liðið: Ólafur Þór Gunnarsson, Gunn- laugur Jónsson, Andri Karvelsson, Kári Steinn Reynisson, Sturlaugur Haraldsson (Grétar Rafn Steins- son), Jóhannes Harðarson (Pálmi Sigurganga Bruna í þriðju deild Islandsmótsins í knattspyrnu var stöðvuð síðastliðinn föstudag þegar þeir gerðu 1-1 jafntefli við Barða- strönd. Brunaliðið var betra í leikn- Haraldsson 72. mín.), Haraldur Hinriksson, Sigurður Jónsson, Hálfdán Gíslason, (Hjörtur Hjart- arson 62. mín.) Uni Arge, Alexand- er Högnason. um og í raun óheppni að þeir skyldu ekki ná þremur stigum. Mark Bruna skoraði Jón Þór Hauksson. SÓK GE Landssímadeild kvenna: Einbeittar Skagastulkur Margrét Ákadóttir og félagar gerðu jafntefli 1-1 við IBV á Akranesvelli þegar Skagastúlkur léku sinn fjórða leik í Landssíma- deild kvenna síðastliðinn þriðjudag. Stúlkurnar mættu ein- beittar til leiks eftír slæma útreið í síðustu umferð. Þjálfarinn Mar- grét Ákadóttir kom IA yfir um miðjan fyrri hálfleik með skalla efrir hornspyrnu, en Eyjastúlkur náðu að jafna leikinn á 45. mín með marki Hjördísar Halldórs- dóttur. ÍA-stúlkur voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik, fengu mörg góð færi sem þær nýttu ekki. Leik- menn IBV sóttu í sig veðrið í seinni hálfleik og voru betri aðil- inn, þó fengu Skagastúlkur þrjú til fjögur ágæt færi. Eyjastúlkur fengu dæmda vítaspyrnu sem Bryndís Jóhannesdóttir misnot- aði. Bryndísi var skömmu síðar vikið af leikvelli fyrir kjaftbrúk. PO Jafiit hjá Bruna Þrátt fyrir að Skagamenn hafi aðeins unnið helming leikja sinna í Landssímadeild karla í ár hljómar það ótrúlega að byrjun liðsins á Islandsmótinu í knattspymu er sú besta síð- ustu 3 ár! Stigin tíu, sem nú eru í húsi, em fjórum fleiri en á sama tíma í fyrra. Félagið átti þá sína verstu byrjun í efstu deild allt frá árinu 1990 er það féll í gömlu 2. deildina. En þrátt fyrir að stigin séu fleiri eru lítil batamerki í markaskorun frá því í fyrra. Þá hafði liðið að- eins skorað tvö mörk eftir fyrstu sex leikina. Eftir jafn marga leiki í ár hefur liðið skorað þrjú mörk, þar af eitt úr vítaspyrnu. Hafa ber þó í huga að fjarvera Una Arge, færeyska sóknarmannsins, hefur komið illa niður á Skaga- mönnum. Allt þar til Hjörtur Hjartarson skoraði á 85. mínútu gegn Stjörn- unni á laugardag hafði liðið leikið í hálfan níunda klukkutíma án þess að skora mark utan afvelli! Frá því Baldur Aðalsteinsson skoraði á 24. mínútu í fyrsta leiknum gegn Leiftri og fram að markinu í Garðabænum liðu því 511 mínút- ur á milli marka utan af velli. Efvið berum saman árangurinn í fimm fyrstu leikjunum í ár og þrjú síðustu ár þar á undan kemur eftirfarandi í ljós: L U J T Mörk Stig 2000 6 3 1 2 3:3 10 (ÍA - Leiftur 1:0, Breiðab/ik - ÍA 0:1, ÍA - KR 0:2, Giindavík - ÍA 1:0, ÍA - ÍBV 0:0, Stjaman - ÍA 0:1) 1999 6 1 3 2 2:4 6 (KR - ÍA 1:0, ÍA - Víkingur 1:1, Keflavík - ÍA 2:0, Fram - ÍA 0:0, ÍA - Lcifiur 0:0, ÍA - Grindavík 1:0) 1998 6 2 3 1 11:6 9 (ÍA - Keflavík 1:1, ÍBV- ÍA 3:1, ÍA - Valur 1:1, Fram - ÍA 1:1, ÍA - Giindavík 3:0, Leifiur - ÍA 0:4) 1997 6 4 1 1 10:5 13 (7BV- ÍA 3:1, ÍA - Leifhir 0:0, ÍA - Fram 3:2, Sýaman - ÍA 0:3, ÍA - Grindavík 3:1, SkalJagi: - ÍA 0:1)) Eins og glöggt má sjá af þessum tölum hér að ofan þarf að fara allt aftur til ársins 1997 til þess að finna betri árangur úr sex fyrstu leikjunum en Skagaliðið hafnaði í 2. sæti deildarinnar það ár. Byrj- unin 1998 gaf líka fyrirheit um framhaldið því liðið hafhaði þá í 3. sæti. Sömu sögu er að segja um upphafið í fyrra. Það gaf vísbend- ingu um það sem koma skyldi. Skagamenn höfnuðu þá sem kunn- ugt er í 4. sæti. Margir hafa ofurtrú á tölfræði og þeir eru álíka margir sem segja hana einskis virði. Ekki skal úr þeirri deilu skorið hér en ef töl- fræðin er áfram notuð er eðlilegt að spá Skagamönnum 3. sæti í deildinni í ár í Ijósi árangursins í upphafi móts. Auðvitað vona allir að sú spá rætist ekki og að þeir gulklæddu láti nú leggi standa nið- ur úr skálmum og geri alvöru at- lögu að Islandsmeistaratitlinum. -SSv. Akraneskaupstaður íþróttafulltrúi Laus eru til umsóknar starf við Iþróttamiðstöðina Jaðarsbökkum Um er að ræða 80% starfvið íþróttamiðstöðina Jaðarsbökkum. Starfið felst aðallega í þrifum, afgreiðslu og eftirliti í kvennaklefum. Umsækjendur þurfa að fara í hæfnispróf fyrir starfsfólk sundstaða. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf 28. ágúst n.k. Reyklaus vinnustaður. Laun samkvæmt kjarasamningi St.Ak. og Akraneskaupstaðar. Nánari uppl. veitir íþróttafulltrúi í síma 431-2643 eða 431-3560. Umsóknareyðublöð fást á bæjarskrifstofunni, Stillholti 16 - 18. Umsóknarfrestur er til föstudagsins 30. júní og á að skila umsóknum á bæjarskrifstofuna Stillholti 16 - 18. A íþr I Ak , róttafulltrúi raneskaupstaðar Hjirrtur Hjartarson

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.