Skessuhorn


Skessuhorn - 15.06.2000, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 15.06.2000, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 15. JUM 2000 ^kisssunu.. Endurráðning markaðs- og atvinnufiilltrúa gagnrýnd Allt saman verulega rotið segir Hilmar Björnsson veitingamaður á Akranesi Hilmar Bjömsson og Hanna Rún Jóhannsdóttir eigendur Barbró Hilmar Bjömsson veitíngamaður segist afar ósattur við endur- ráðningu Bjöms S. Lámssonar, markaðs- og atvinnufulltrúa á Akranesi, en eins og fram hefur komið dró Bjöm uppsögn sína tíl baka á dögunum. Hilmar og eiginkona hans reka í sameiningu Hótel Barbró á Akra- nesi, en þar er boðið upp á veiting- ar og gistingu. Hilmar segir ekki eðlilegt að ferðamálafulltrúi reki bæði hótel og kaffihús í svo litlum bæ sem Akranes er, en “Björn og kona hans eiga og reka Café 15 og hafa á leigu heimavist og samkomu- sal Fjölbrautaskóla Vesmrlands yfir sumarmánuðina þar sem þau reka Hótel Osk,” segir Hilmar. Hann sendi formlega fyrirspum til bæjar- ráðs um þetta mál, en er ósáttur við þau svör sem hann fékk og segir þau vera loðin. “Eg tel nauðsynlegt að sú persóna sem gegnir þessu embætti sé hlutlaus og hvernig get- ur Bjöm verið það þegar hann ráð- leggur ferðamönnum hvar þeir geti best gist og notið veitinga. Annað hvort ráðleggur hann fólki að gista hjá sér eða mér og auðvitað er eng- in spuming hvort hann velur,” seg- ir Hilmar og nefiúr máli sínu til stuðnings að fyrsta fyrirspum ffá Bimi um gistingu á Hótel Barbró hafi borist þeim á faxi fyrir nokkmm dögum, en Bjöm hefur gegnt þessu starfi í þrjú ár. Um hafi verið að ræða gistingu fyrir 5 aðila í fimm mánuði eða fram í desember, en Hótel Ósk lokar í endaðan ágúst. Hann bætir því einnig við að fólki gæti þótt athyglisvert að skoða tengsl Björns við það sem áður hét Norræna skólasetrið og nú Hótel Glymur, en bróðir Bjöms var einn þeirra sem festi kaup á því fyrir skömmu. Þegar Hilmar spurðist fyrir hjá Samkeppnisstofhun sögð- ust menn þar ekkert athugavert sjá við málið. Hvergi minnst á Barbró “I bæklingi sem Bjöm gaf út í fyrra kom fram að eini skyndibita- staðurinn á Akranesi væri Hrói höttur og hvergi var minnst á Bar- bró í því sambandi.” Þegar haldinn var fundur á vegum atvinnumála- nefhdar bæjarins um framtíðarsýn í atvinnumálum var eiginkona Björns fulltrúi verslunar og þjónustu, en Björn er framkvæmdastjóri nefnd- arinnar. “Þetta finnst manni alveg með ólíkindum. Hún hafði þá verið með rekstur hér í einhverja mánuði en við hjónin í 18 ár. Við fféttum bara af þessum fundi úti í bæ. Það er svo ekki að spyrja að því hver sá um veitingar á þessum fundi, en það var Café 15. Það var ekki boðið út.” Ein af spurningunum sem Hilmar sendi bæjarráði var hvort rétt væri að Björn hefði fengið launalaust leyfi í einn og hálfan mánuð í sumar og svarið reyndist jákvætt. “Eg tel það ekki nokkra spurningu að hann tekur sér þetta frí til að sinna eigin hótelrekstri. Bærinn borgar þessum manni mjög góð laun og gefur honum svo launalaust ffí í einn og hálfan mán- uð auk þess sem hann fer í sumarffí í annan eins tíma. Þetta þýðir að hann er í ffíi í alls þrjá mánuði yfir háannatímann. Svo kemur hann bara aftur til starfa í haust og held- ur áfram að bóka inn á hótelið sitt fyrir næsta sumar.” Niðurgreidd gistíng Hilmar telur sig þó ekki bara vera í óréttmætri samkeppni við Björn, heldur einnig Akranesbæ. “Akra- Bjöm S. Lárusson nesbær býður upp á gistingu í í- þróttamiðstöðinni fyrir 1000 krón- ur. Það væri aldrei hægt nema fyrir þær sakir að bærinn greiðir þetta niður. Hann borgar laun og tölu- vert fleira af þeim kostnaði sem þessu fylgir. Ég get ekki ætlast til þess að fólk borgi fimm sinnum hærra verð fyrir gistingu hér hjá mér. Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra kom hingað í mat til okk- ar fyrir skömmu og aðspurður um álit sitt á málinu sagði hann það ekki vera á gráu svæði heldur kolsvörtu.” Hilmar segir að sér finnist spaugilegt að sjá starfsmenn stórra fyrirtækja koma til Akraness og gista í íþróttamiðstöðinni að stórum hluta á kostnað bæjarins. “Maður myndi ætla að svona menn hefðu alveg til hnífs og skeiðar og vel það,” segir Hilmar og heldur á- fram “A stangaveiðimótinu sem haldið var í síðasta mánuði voru staddir hér um sextíu aðkomumenn og hótelið hjá mér stóð tómt,” en á Hótel Barbró eru 15 herbergi sem rúma 32 gesti. “Eg frétti síðar að þetta fólk gisti í íþróttamiðstöðinni, Bermúda og HB, en hvorki Bermúda né HB hafa gistdleyfi.” Hilmar segir þá upphæð sem fer í ýmis konar leyfi skipta hundruðum þúsunda á ári. “Eg fór bara til sýslu- mannsins og spurði hvort ég gæti ekki bara fengið þetta endurgreitt,” segir hann og glottir. "Þetta mál er allt saman verulega rotið. Auðvitað er maður ánægður með ýmislegt sem gert er hér á Akranesi og á- stæðulaust að gera lítið úr því. Þetta er fallegur bær og margt sem vel er gert, en þeirri hlið sem snýr að ferðamálum hér finnst mér vera verulega ábótavant.” Ekki samkeppni Akranesbær er ekki að ráðast inn á svið einkaaðila í hótelrekstri,” segir Stefán Már Guðmundsson í- þróttafulltrúi Akranesbæjar. “Það er Iþróttabandalag Akraness sem á I- þróttahúsið að Jaðarsbökkum en ekki Akranesbær. Það er að vísu um ákveðinn krossrekstur að ræða þar sem IA leggur íþróttafulltrúa bæjar- ins til húsnæði og skaffar líkams- ræktartæki sem bærinn leigir út. A móti sér bærinn um að þrífa tækja- sal og um minniháttar viðhald. Það er hinsvegar ekki um beina styrki að ræða í rekstur hússins,” segir Stef- án. Stefán segir að ekki sé um það að ræða að Iþróttamiðstöðin á Jaðars- bökkum sé í samkeppni við Hótel bæjarins. “Hingað koma helst í- þróttahópar sem færu ekki á hótel og þótt verðið sé þetta lágt þykir mörgum það of hátt og það er í at- hugun að leggja þessa þjónustu nið- ur,” segir Stefán. Alvarlegar dylgjur “Bæjarstjóri hefur þegar svarað flestu af því sem snýr að Akranes- kaupstað og kemur fram hjá Hilm- ari og vísa ég á svar hans í því sam- bandi. Hinsvegar koma fram mjög Stefdn Már Guðmundsson alvarlegar ásakanir og dylgjur um mig, eiginkonu mína og fjölskyldu sem ég verð að svara,” segir Björn S. Lárusson markaðsfulltrúi Akra- nesbæjar í samtali við Skessuhom. “I fyrsta lagi þá á ég ekki eða rek Hótel Osk eða Café 15 - það gerir eiginkona mín sem hefur starfað við hótel- og veitingarekstur í 20 ár, eða lengur en ég og Hilmar Bjöms- son. Meðal annars starfaði hún á Hótel Barbró og stóð sig með sóma - að því að ég best veit. Konum er treystandi til að standa fyrir rekstri hótels og veitingahúss og eigikon- um bæjarstarfsmanna er einnig heimilt að fara út á vinnumarkað. I öðru lagi þá koma fjárfestingar bróður míns og mágs í hótel- og veitingarekstri á Suðurlandi og Vesturlandi Samkeppnisstofnun, mér eða Hilmari Bjömssyni ekki við. Það að ég skuli vera atvinnu- fulltrúi á Akranesi gerir þá ekki vanhæfa til þess. I þriðja lagi; hafi Hilmar Bjömsson skýr dæmi um hlutdrægni þá á hann að koma fram með þau en dylgja ekki um svo al- varlega hluti. Fjöldi gesta hefur gist Hótel Barbró samkvæmt upplýs- ingum frá mér auk þess sem fundir og aðrar samkomur hafa verið haldnar þar að minni tilstuðlan en gestir bera það ekki utan á sér hvað- an þeir fá upplýsingar. Að lokum, þá fæ ég ekki séð hvað það kemur Hilmari Björnssyni við hvað ég geri í mínum frítíma en þess má geta að ég hef ákveðið að fara til sólarlanda í haust - ef ég má taka eiginkonuna með og Hilmar Björnsson leyfir,” segir Björn S. Lárasson að lokum. SÓK/GE Stærð safnaðarins er ekki aðalatriðið segir séra Flóki Kristinsson nýr sóknarprestur í Hvanneyrarprestakalli Ákveðið hefur verið að veita séra Flóka Kristinssyni embætti sóknar- prests Hvanneyrarprestakalls í Borgarfirði. Þessi ákvörðun var tek- in á fundi valnefndar prestakallsins, víglubiskups og prófasts í síðustu viku. Embættið er veitt frá 1. júlí næstkomandi. Séra Flóki Kristinsson hefur gengt embætti Evrópuprests frá 1. október 1996 er hann lét af embætti sóknarprests Langholtskirkju eftir deilur innan safnaðarins sem mikið var fjallað um í fjölmiðlum á sínum tíma. Aðrir umsækjendur um stöð- una vora Séra Carlos A Ferrer prestur á Kolfreyjustað, Séra Hannes Björnsson prestur á Pat- reksfirði, Séra Bjami Þór Bjamason prestur í Englandi og guðfræðing- arnir Elínborg Gísladóttir, Leifur Ragnar Jónsson og Magnús Magn- ússon. Hvanneyrarprestakall nær yfir Hvanneyrarsókn, Bæjarsókn, Fitja- sókn og Lundarsókn. Einnig er gert ráð fyrir að nýskipaður sóknar- prestur gegni einhverjum skyldum á Akranesi og í Borgamesi. Þá era uppi hugmyndir um að Hvanneyr- arprestakall verði lagt niður í nú- verandi mynd en Hvanneyrarprest- ur verði nokkurskonar héraðsprest- ur og þjóni Hvanneyrarsókn auk þess að aðstoða sóknarprestana á Akranesi og í Borgarnesi. Engin á- kvörðun hefur hinsvegar verið tek- in um þær hugmyndir. Byrjaður að pakka niður “Ég hefði aldrei sótt um þetta embætti ef ég hefði ekki áhuga á því,” sagði Sr. Flóki Kristinsson í samtali við Skessuhorn aðspurður um hvernig honum litist á nýja starfið. “Mikilvægi preststarfsins fer ekki eftir stærð safnaðarins og ég var sveitaprestur áður en ég tók við embætti í Langholtskirkju og mér líkar það hlutskipti betur.” Séra Flóki kveðst að sjálfsögðu ætla að að búa á prestssetrinu á Hvanneyri. “Að sjálfsögðu, enda ber prestum lögum samkvæmt að búa á prestssetri sé það til staðar. Ég er meira að segja byrjaður að pakka niður. Ég lít líka á það sem sjálfsagðan hlut að presturinn búi í nágrenni við sóknarbörnin og á Hvanneyri bíður okkar gott hús- næði. Það spillir heldur ekki að þar er möguleiki á að halda hross en við hjónin höfum gaman af að ferðast á hestum og höfum lagt lítílsháttar stund á tamningar,” segir Flóki. Mætí hlýhug Skipun séra Flóka hefur að von- um vakið athygli þar sem mörgum era í fersku minni deilur í Lang- holtssókn fyrir um fimm áram. Sr. Flóki segir hinsvegar að mun meira hafi verið gert úr því máli en efni stóðu tíl. “Það var þama um ákveð- inn ágreining að ræða milli mín og organista kirkjunnar en fjölmiðlar blésu þetta út og gerðu þetta að hálfgerðu stríði. Þau viðbrögð sem ég hef fengið við þessari embættis- veitingu era hinsvegar mjög góð og það hafa margir hringt í mig til að óska mér tíl hamingju. Það er mjög gaman að finna þann hlýhug sem ég hef mætt og ég hlakka til að flytja í Borgarfjörðinn og takast á við nýtt starf,” segir Sr. Flóki að lokum. GE

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.