Skessuhorn


Skessuhorn - 15.06.2000, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 15.06.2000, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 15. JUNI 2000 Stundvíst flöskuskeyti Þegar Fríða Sól Ásgeirsdóttir, 12 ára stúlka af Akranesi, var í siglingu ffá Þingeyri til Isafjarðar á sjó- mannadaginn í fyrra datt henni í hug að senda flöskuskeyti. Það er nú kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að flösku- skeytið fannst á eynni Sandshamn í Noregi á sjómannadaginn í ár, ná- kvæmlega ári síðar. Sandshamn er við Álesund á vesturströnd Noregs á smáeyju sem heitir Sandey og er rétt fyrir utan Molde og þaðan var hringt heim til Fríðu. “Eg var í þessari siglingu af því að afi minn var skipstjóri á togaranum sem heitir Sléttanesið. Eg sá að margir voru að senda skeyti og mig langaði að gera það líka,” sagði Fríða þegar hún var spurð hvemig þetta hefði komið tdl. Hún segist ekki vita til þess að skeyti hinna krakkanna hafi fundist. En hvað skrifaði hún í skeytið? “Eg skrifaði að ég héti Fríða og væri í siglingu milli Þing- eyrar og Isafjarðar, svo skrifaði ég Fríða Sól Asgeirsdóttir. heimilisfangið heima á Akranesi og símanúmerið mitt,” sagði Fríða að lokum, en hún var stödd í heim- sókn hjá ömmu sinni og afa á Þing- eyri þegar Skessuhorn hafði sam- band við hana. SÓK Grillveisla í Hvammi Laugardaginn fyrir Hvítasunnu- að grilla saman og njóta útiverunn- lögin í Grundarfirði og Stykkis- dag komu um 50 hestamenn frá ar í hinu sérstaka landslagi hólmi mæti í Hvamminn eftir út- Gmndarfirði og Stykkishólmi sam- Hvammsins. Hefð hefur verið fyrir reiðartúra um gamlar reiðgötur í an í Hvamminum við Kothraun til því undanfarin ár að hesteigendafé- Helgafellssveit. EE Skessuhornsmótið á golfvellinum Húsafelli Sunnudaginn 18. júní kl. 14. Opið golfmót með og án forgjafar Verðlaun: Listaverk eftir Pál Guðmundsson frá Húsafelli Vegleg verðlaun verða veitt fyrir flest stig úr öllum mótum sumarsins Skráning í síma 435 1550 og 435 1552 Ferðaþjónustan Húsafelli Skessuhorn _AkranessApótek_ BORGARNESS APÓTEK Sterkt Rautt Panax Ginseng Stykkishólms apótek Ólafsvíkur apótek

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.