Skessuhorn


Skessuhorn - 15.06.2000, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 15.06.2000, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 15. JUNI 2000 a^ssunu.. Skógrækt og sumarhús Eigendur Arnarholts í Stafholtstungum í viðamikilli skógrækt Gísli Karel Halldórsson og Lanfey B. Hannesdóttir í skógarlundinum í Amarholti sem að stofhi til erfrá því um 1908. Mynd: MM. Undanfarin ár hefur það færst í vöxt að þéttbýlisbúar festi kaup á jörðum hér á Vesturlandi. Bættar samgöngur við svæðið hafa vald- ið aukinni eftirspum eftir bú- jörðum en að jafnaði falla nokkr- ar þeirra úr ábúð ár hvert. Bæði er um að ræða einstaklinga og hópa fólks sem mynda um kaup- in félög með ólík markmið í huga, svo sem hestamennsku, skógrækt eða að einfaldlega er um að ræða fjárfesta sem telja jarðakaup vænlegan fjárfestinga- valkost. Arið 1994 keyptu 16 einstakling- ar jörðina Arnarholt í Staf- holtstungum. Blaðamaður Skessu- homs hitti nýlega að máli hjónin Gísla Karel Halldórsson og Lauf- eyju Bryndísi Hannesdóttur sem eiga sextánda part í landnámsjörð- inni Arnarholti. Gísli Karel er Gmndfirðingur að upprana og er hann m.a. í forsvari fyrir Eyrbyggja, hollvinasamtök Gmndfirðinga. Strax eftir kaupin var byrjað að vinna skipulag að jörðinni. “Við emm 16 eigendur að Arnarholti. Okkar markmið er að stunda hér skógrækt auk þess sem hver eigandi á reit fyrir sumarhús og era þessir reitir 3-5 hektarar hver fýrir sig. Samtals er jörðin 320 hektarar þannig að stærstur hluti hennar fellur undir sameign, rækmð tún, skógræktarsvæði auk holta og fallegra klettasvæða”, segir Gísli Karel og bætir við að nágrannar þeirra nýti fjárhús og slægjur. “Fyr- ir okkur er það mikilvægt að eiga góða nágranna. Brynjólfur bóndi í Hlöðutúni hefur t.d. reynst okkur afar vel og lítur hann til með jörð- inni þegar enginn er á svæðinu og nytjar tún og endurræktar þau eftir því sem þarf. Bræðurnir á Hamra- endum nýta síðan fjárhúsin”, segir Gísli. I Amarholti er reisulegt íbúð- arhús sem eigendur nýta sem ívera- stað einkum um helgar og á sumrin. Enn sem komið er era fá sumarhús risin á jörðinni en nokkur era vænt- anleg. Viðamikil skógrækt Búið er að kortleggja alla Amar- holtsjörðina m.t.t. hvaða trjáplönt- ur henta hverju og einu svæði. Þannig er búið að reita jörðina nið- ur í yfir 300 hólf þar sem skógfræð- ingur hefur merkt inn kjörplöntur fyrir hvern reit. “Hver og einn eig- andi skráir síðan samviskusamlega niður þær plöntur sem settar era niður ár hvert og þannig vitum við nokkuð nákvæmlega staðsemingu plantanna og magn á hverjum stað. Nú þegar eram við búin að planta 43 þúsund plönmm og geram ráð fyrir að í ár fari niður 20 þúsund til viðbótar”, segja þau hjón Gísli og Laufey. Þau bæta því við að hópur- inn í Arnarholti hafi fengið styrki til skógræktar sem virkað hafi sem hvatning við skógræktarstarfið. “Skeljungur og Skógarsjóðurinn hafa styrkt okkur auk þess sem við fengum stuðning frá Viðbótar- skógaverkefninu sem er planta á móti plönm frá eigendum”. Skógrækt er ekki ný af nálinni í landi Arnarholts því árið 1908 plantaði Sigurður Þórólfsson sýslu- maður nokkrum lerkitrjám af óljós- um upprana í Arnarholti. “Þessar plönmr féllu hinsvegar ffostavemr- inn mikla árið 1918 en af rótum þeirra komu upp ný tré sem enn era til í skógarlundi hér norðan við bæ- inn. Það stærsta var mælt á síðasta ári og er það um 12 metrar á hæð og 49 cm í þvermál”. Vetrarseta hugsanleg Að sögn þeirra Gísla og Laufeyj- ar hafa nokkrir eigenda Amarholts í huga að setjast að í væntanlegum bústöðum sínum. “Nokkrir eigend- anna era tæknifólk sem gemr að uppfylltum ákveðnum skilyrðum stundað vinnu sína hvar sem er. Forsenda fyrir því er að komast í ljósleiðarasamband þannig að fjar- vinnsla og flumingur upplýsinga lendi ekki í flöskuhálsum lélegra símalína. Við höfum á staðnum að- gang að raffnagni og heim vami en takmarkað neysluvam er hins vegar vandamál hér eins og víðast hvar í nágrenninu. Sveitarfélagið [Borgar- byggð] og íbúar á svæðinu þyrftu að taka höndum saman og leysa kalda- vatnsmál á varanlegan hátt. Ef þessi mál kæmust í lag er líklegt að fólk vildi búa hér allt árið”, sögðu þau Gísli Karel og Laufey að lokum. MM Málverk og myndveihaður Laugardaginn 17. júní nk. kl. 16.00 hefst í Listasetrinu Kirkju- hvoli, Akranesi sýning Salome Guðmundsdóttur og Steinunnar Guðmundsdótmr. Þar sýnir Salome myndvefhað og Steinunn myndir málaðar með akríl á ýsuroð. Er sýningin tengd “Sjávarlist” sem er samstarfsverk- efni Akraness við Reykjavík menn- ingarborg Evrópu árið 2000. Salome lærði vefnað á Vefstofu Guðrúnar Vigfúsdóttir á Isafirði og hefur hún einnig sótt vefnaðar- námskeið í Húsmæðraskóla Reykjavíkur auk margra annara námskeiða. Hún hefur haldið tvær einkasýn- inga og tekið þátt í mörgum sam- sýningum. Steinunn lauk prófi frá Kennara- háskóla Islands árið 1979 og hefur sótt ýmis listnámskeið. Hún hefur haldið tvær einkasýn- ingar og tekið þátt í nokkram sam- sýningum. Sýningunni lýkur 2. júlí. Listasetrið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 15-18. (Fréttatilkynning) Stoltir hleðslumenn. Skallagrúnsgarður lagfærður Framkvæmdum við Skallagríms- garð í Borgamesi er að ljúka. Hlað- inn hefur verið myndarlegur grjót- veggur með framhlið garðsins og bílastæði við hann endurgerð. Garðurinn verður tilbúinn fyrir 17. júní hátíðahöldin næstkomandi laugardag en þá er ráðgert að af- hjúpa söguskilti í garðinum. Af Vestur- förum Sunnudaginn 18. júní kl. 14 mun Böðvar Guðmundsson halda erindi á Hóteli Borgarnesi um borgfirska vesturfara og bréfaskipti þeirra. Einnig mun Þorvaldur Jónsson í Brekkukoti taka nokkur lög. Salurinn verður skreyttur með verkum úr eigu Listasafns Borgarness. Fyrirlest- urinn er haldinn á vegum Safna- húss Borgarfjarðar og er þáttur í dagskrá Borgfírðingahátíðar 16.-18. júní. (Fréttatilkynning) Þessar duglegu stúlkur héldu á dögunum tombólu til styrktar Borgnesingnum unga, Torfa Lárusi Karlssyni sem heyr harða baráttu við sjaldgœfan sjúkdóm. Stúlkumar þrjár söfhuðu tæpum tíu þtísund krónum sem þær lögðu inn á reikning Torfa Lárusar. Þær eru frá vinstri: Sigrún Sjöfii Amundadóttir, Guðrún Osk Amundadóttir og Nantia Guð- mundsdáttir. Mynd: EE Hin vinsæla bljómsveit Skítamórall hélt tónleika fyrir gesti og gangandi í Islandsbanka-FBA á Akranesi síðastliðinn föstudag við góðar undirtektir. Strákamir áttu að byrja að spila klukkan hálffjögur, en mættu of seint eins og sönnum tónlistarmötinum sæmir ogþurfti að leng/a opnunartíma bankans um tæpan hálftíma. Fullt var út úr dyrum og voru unglingsstúlkur í meirihluta þeirra sem krnnu til að berja Skítamóralinn augum. Um kvöldið varsvo ball með þeimfélögum á Breiðinni. Mynd: SOK

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.