Skessuhorn


Skessuhorn - 15.06.2000, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 15.06.2000, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 15. JUNI 2000 SiESSUHOKH I síðasta þætti var nokkuð fjallað um barnagælur og fyrstu vísur barna og skal nú fram haldið á sömu eða svipaðri braut því eftir því sem barnið þroskast verða af- rek þess og handaverk fjölbreyti- legri. Vísur um „Hann” og athafh- ir „Hans“ eru allmargar til og ör- ugglega mun fleiri en ég hef til- tækar en rétt er að byrja á þeirri einu sem ég veit höfund og tildrög að og er þó umdeilanlegt hvort hún eigi að teljast í þessum hópi. Olafur Jóhannsson í Háagerði kom út snemma morguns og sá að Stefán í Garðshorni hafði slegið vænan teig í morgunrekjunni. Hafði Stefán hár á herðar niður og skarband um og kvað þá Ólafur: Skárar meira hinum hann, hárið reyrir borðum, smárageirinn hvetja kann, knár ífleiru en orðum. Hér koma svo nokkrar vísur um „Hann“ og hvað „Hann“ var að aðhafast: Hann er að kríta á hurðimar, hann er að víta mengi, hann er að líta hér ogþar, hann er að skíta í buxumar. Hann er að skera haus afkú, hann er að bera inn slátur. Hann er að þéra heiðursfrú hann er að gera á keldu brú. Hann er að gala hátt umfrón, hann er að smala víða. Hann er að mala hafursgrjón hann er að ala beislaljón. Hann er að tengjast hringagná, hann er að flengja þjófa, hann er að hengja hund á rá hann er lengi að fást við þá. Hann er að greiða um hólinn sá, hann er í gleiðarmáti, hann er að reiða höggs til Ijá, hann er að sneiða sundur strá. Hann er að látast hrinda í lag, hann er að fáta og leita. Hann er að máta í heilan dag, hann er aðjáta og neita. Hann er að sníða og hrinda í lag, hann er á síðum frakka. Hann var hjá Frtðu í heilan dag, hann var að smíða krakka. Af líkri rót eru fleiri vísur þar sem allar línur byrja á sama orðinu líkt og þessi: Allt vill ganga andhælis, allt vill ranga veginn, allt vill spranga úrhendis, allt vill þangað megin. Eins má velta fyrir sér hvað hæf- ir hverju og Sveinn frá Elivogum veitti okkur nokkra aðstoð við það: Hæfir gróðinn heildsölum, hjálparsjóðir öreigum, réttu lóðin reislunum, rámu hljóðin körlunum. ilæfir ætið hröfnunmn, hreinleg kæti ungmennum, sárabætur sjúklingum, sælar nætur brúðhjónum. Dagbjartur Dagbjartsson Hæfir stélið höfðingjum, hrekkjavélar fláráðum, nagdýrsþelið níðingum, næturkelið elskendum. Narfi Sveinsson hét maður sem smndaði mikið sjóflutninga að og frá Reykjavík. Var hann gjaman slunkfullur í þeim ferðum og lét þá vaða á súðum og komu þá skipan- ir hans gjarnan á afturfótunum. I orðastað hans var þetta kveðið: Mér vill vendast mjög á snið, mér vill lendast út á hlið. Mér vill venda mastratík, mér vill lenda í Reykjavík. Þó aðdrætti þurfi til alls búskap- ar og raunar atvinnurekstrar yfir- leitt er þó misjafnt hvað fólk lætur sig sleppa með enda orti Ragn- hildur Guðmundsdóttir: Ef ég ætti skít í skel, skyldi égfara að búa, lifa stutt og lifa vel og láta það barafljúga. Þeir sem byrja með mjög lítið hafa stundum ffeistast til að verða hirðusamari en nágrönnunum þykir hæfilegt, nú eða þá verið að ósekju grunaðir um óþarflega hirðusemi ef þeim búnast betur en álitið er eðlilegt en um allt slíkt er best að fjalla af mikilli varfærni eins og bent er á í næstu vísu: Stöku minni ég stilli í hóf og stend mig við að gera það. Ekki kalla ég Þorleifþjóf þó hann kunni að vera það. Sigurður Jónsson í Hólakoti (Siggi Ha) var skepnuvinur mikill og talinn ágætur fjárhirðir. Hann orti töluvert og er sumt af því og raunar flest alleinkennilegt en nú fyrir stuttu rak á fjömr mínar vísu sem eignuð er honum og er þó rétt kveðin sem er meira en hægt er að segja um flest af því sem hann lét ffá sér fara en líklega hefúr skepna sú sem ort er um verið nokkuð úfin: Ein er gömul ærin mín, er hún blökk urn nárana, á henni stendur áttin stn út úr bverju háranna. Að endingu skulum við setja hér þessa gömlu vísu og láta staðar numið að sinni: Út á bæi ætla ég mér, er þar kot í mónum. Enginn dregur þó ætli sér annarsfisk úr sjónum.. Með þökkfyrir lesturinn. Hagbjartur Dagbjartsson Refsstöðum, 320 Reýkholt S 435 1367. Alyktun stjómar Verkalýðsfélags Snæfellsbæjar Fundur stjórnar Verkalýðsfélags Snæfellsbæjar, haldinn 13. júní 2000, lýsir yfir megnri andstyggð á dæmalausum vinnubrögðum meiri- hluta VMSI við að hrekja formann sambandsins frá störfum. Stjórnin telur, að þeim sem að þessum gjörningi stóðu geti varla verið sjálfrátt, slíkt sé dómgreindarleysið og skorturinn á venjulegri lýðræð- islegri hugsun. Þá vill stjórnin minna umræddan meirihluta fram- kvæmdastjórnar á, hafi það farið fram hjá honum, að Björn Grétar Sveinsson er réttkjörinn formaður Verkamannasambands Islands, fá- menn klíka hafi ekkert umboð til að breyta þeirri staðreynd. Það er ljóst að aðförin að for- manni VMSI hefúr skaðað verka- lýðshreyfinguna verulega og sett nauðsynlegar sættir innan sam- bandsins og fyrirhugaða samein- ingu landshlutasambanda í mikið uppnám sem ekki sér fyrir endann á. Snæfellsbæ, 13. júní 2000, Stjóm Verkalýðsfélags Snæfellsbæjar. Jóhannes Ragnarsson (sign) Sigurður Gunnarsson (sign) Kristján B Ríkharðsson (sign) Jens Sigurbjörnsson (sign) Sigurbjörg Hilmarsdóttir (sign) Arndís Þórðardóttir (sign) Guðbjörgjónsdóttir (sign) Mikil umferð var á Amarstapa um Hvítasunnuhelgina og tiutu ferðamenn verðurblíð- unnar og orkunnar frájöklinum. Mynd: EE Söguferðir Sæmundar Mannlíf, saga og náttúra í Snæfellsbæ Viljirðu upplifa eitthvað af þessu þá erm velkominn með í stuttar kvöldgöngur í vorblíðunni þar sem staðkunnugt fólk segir til á svæð- inu. A næstunni verður gengið í Keflavík og á Hellissandi. Þar segja til Hrefna Magnúsdóttir og Cýrus Daníelsson. I framhaldi af þeim göngum verður farið víðar um bæinn í fylgd staðkunnugra. Jónsmessugangan verður að þessu sinni gengin frá Irskubúðum og fram áÖndverðarnes. Skoðað- ur verður uppgröftur búðanna ffá síðasta sumri og svo fjölmargt merkilegt sem er á þessari leið. Lagt verður af stað kl. 23:00 þann 24. júní. Upplýsingar gefur Sæmundur í síma 436-6767 og 864-9767 (Fréttatilkynning) Fjölskylduhátíð Þroskahjálpar Hin árlega fjölskylduhátíð Land- samtakanna Þroskahjálpar verður haldin að Steinsstöðum í Skagafirði dagana 23. - 25. júní n.k. Þetta verður í sjötta skipti sem hátíðin er haldin að Steinsstöðum en þar er öll aðstaða mjög góð, gott aðgengi, mjög gott leiksvæði og sundlaug. Fjölskylduhátíðin er kjörinn vettvangur fyrir foreldra og systkini fatlaðra svo og fatlaða sjálfa að kynnast og skemmta sér. Svæðið opnar kl. 18.00 föstudaginn 23. júní. A laugardeginum verður m.a. farið í leiki, frítt verður á hestbak, grillveisla verður haldin, sungið og dansað við undirleik harmonikku. Varðeldur verður tendraður um miðnætti. Aðgangseyrir er 2.000 kr. fyrir fullorðna en 500 kr. fyrir börn og er innifalið í verðinu gisting í svefnpokaplássi eða tjaldstæði, grillveisla og afnot af hestum. Ef næg þátttaka er verður rútuferð frá Reykjavík á föstudag og heim aftur á sunnudag. Skráning þátttöku er hjá Þroskahjálp í síma 588 9390 fyrir 20. júní. (fréttatilkynning) f/eygar&shorní6 Næstkomandi föstudag er auglýst umfangsmikið uppboð við lögreglustöðina í Borgarnesi. Þar verða meðal annars boðin upp hundrað kíló af sykri sem gerð voru upptæk í bruggstöð í Borgar- firði. Samkvæmt heimildum hey- garðshornsins er þetta ný aðferð við rannsókn bruggmála sem mikil von er bundin við. Skráð verður niður nafn og heimilisfang hjá þeim sem hreppir sykurinn, beðið í nokkra daga, og þar með er lögreglan komin á sjrorið. Af dúÍHm og styttum í almenningsgarði einum stóðu tvær styttur, karl og kerling. Þess- ar tvær stytmr höfðu staðið fyrir framan hvor aðra í fjöldamörg ár. Arla morguns dag einn birtist engill fyrir faman þær og sagði: “Vegna þess hversu miklar fyr- irmyndarstyttur þið eruð og hafið glatt mörg hjörtun í gegnum tíð- ina, þá öðlist þið líf! Þið hafið 30 mínútur til að gera hvað sem það sem ykkur dettur í hug!’ Við þau orð engOsins lifúuðu styttukarlmn og styttukerlingin við. Þau hortðu brosandi hvort á annað, hlupu f næsta rjóður og beygðu bak við qinn runnann. Engillinn brosti með sjálfum sér þegar hann hlustaði á styttuparið í hamagangi á bak við runnann. Eftir fimmtán mínútur, komu styttumar ánægðar frá runnanum. Engiltirm horfði hissa á úrið sitt og sagði við þau: “Þið hafið ennþá 15 mínútur, viljið þið ekki halda áffarn?” Styttukarlinn horfði á styttu- konuna og spurði: “Vilm gera það aftur?” Þá svaraði hún hún bros- andi: “Já já, en í þetta skipti held- ur ÞU dúfúnni á meðan EG kúka á hausinn á henni!” Dauðvona Eigin konan kom með mannin- um sínum til læknis. Efir að hann hafið farið í rannsókn þá kallaði læknirinn konuna inn til sín. Og sagði við hana: „Maóurinn þinn þjáist af mjög slæmum sjúkdóm og skelfilegu stressi. Ef þú geri ekki eftirfarandi þá mun maðurinn þinn deyja.“ „A hverjum morgni, býrðu til hollan og góðan morgunmat fyrir hann. Vertu góð við hann og vertu viss um að hann sé í góðu skapi. I hádegismat útbúðu þá fyrir hann orkumikinn mat. I kvöldmat út- búðu þá fyrir hann fjúffenga mál- tíð. EkJd gera honum lífið leitt með að láta hami vinna heimils- verk eftir erfiðan dag. Ekki ræða þín vandamál við hann, það mun eingöngu auka við stressið hjá honum. En núkilvægast af öllu er að þú verður að njóta ásta með mánninum þínum oft í viku og að fullnægja ollum þörfum hans. Ef þú gerir þetta í næsm 10 - 12 mánuði þá er ég viss um að hann nái sér fullkomlega.“ Á leiðinni heim þá spurði mað- urinn konuna: „hvað sagði læknir- inn svo?“ „Þú ert dauðvona“ svaraði hún um hæl.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.