Skessuhorn


Skessuhorn - 15.06.2000, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 15.06.2000, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 15. JUNI 2000 Lúxushótel í Dölunum Stór dagur að Laugum í Sælingsdal Oll herbergin eru með _ _ __ íþriggja stjömu hótelum. Einar Mathiesen sveitarstjóri ásamt Kristni H. Gunnarssyni alþingismanni ogformanni Byggðastojhunnar Síðastliðinn fimmtudag opnaði Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra formlega nýtt hótel að Laugum í Dalabyggð. Um er að ræða endurbyggingu gamla heimavistarhúsnæðisins að Laug- um. Eigendur hótelsins eru Dalagisting ehf. sem sveitarfé- lagið Dalabyggð á um helmings hlut í ásamt Búnaðarsambandi Dalamanna, Byggðastofnun, Flugleiðahótelum hf. og fleiri aðilum. Flugleiðahótel hf. hafa tekið hótelið á leigu og mun sjá um rekstur þess undir merkjum Edduhótela. MM Formleg opnun. Frá vinstri. Einar Mathiesen sveitarstjóri, Sigurður Rúnar Friðjónsson oddviti og Sturla Böðvarsson samgönguráðherra. Myndir GE Fjölmmni var við opnun hótelsins að Laugum í Stelingsdal. Nánast allt nema bruggtæld Föstudaginn 16. júní n.k. verður haldið uppboð á lausafjármun- um hjá sýslumannsembættinu í Borgamesi. Uppboðið verður haldið við Iögreglustöðina og hefst kl. 17:00. Að sögn talsmanns lögreglunnar þá verða boðnar upp átta bifreiðar og allmörg reiðhjól í margs konar ástandi. Reiðhjólin eru flest tdl- komin þannig að þau eru tilsögð eða komið með þau á lögreglustöð- ina. I mörgum tilvikum hafa þau verið tekin traustataki og fólk hjólað á þeim áleiðis heim til sín efrir gleðskap niðri í bæ. Bifreið- arnar eru tilkomnar vegna vangold- inna gjalda svo sem þungaskatts og einnig verða þarna bifreiðar sem fluttar hafa verið til landsins en ekki hefur enn verið greiddur toll- ur af. Þá verða boðin upp um 100 kg. af sykri sem er ættaður úr bruggstöð sem var í gangi í Borgar- firði um tíma. Ekki stendur þó til að bjóða upp nein bruggtæki. Þá verður einnig boðið upp mik- ið magn af notuðum skrifstofuhús- gögnum og óskilamunum. GE Bætt aðgengi fatlaðra í gamla miðbænum Aðgengi fadaðra í miðbæ Akra- ness hefur verið bætt verulega á síðustu vikum þar sem unnið hefur verið markvisst að því að lækka gangstéttarbrúnir á götuhomum, þannig að fólk í hjólastólum eigi auðveldara með að komast um. Að sögn Skúla Lýðssonar, bygg- inga- og skipulagsfulltrúa Akranes- kaupstaðar, var ráðist í þetta verk- efni í tengslum við þing Sjálfsbjarg- ar. Heildarkostnaður við verkið nemur 665 þúsund krónum sam- kvæmt áætlun. Skúli segir stefnt að því að halda þessu verki áfram í gamla miðbænum. SSv Fyrrverandi og núverandi prestar kveðja sóknarböm að lokinni hátíðarmessu. Hátíðarmessa í Helgafellskirkju Hátíðarmessa var haldin í Helgafellskirkju á Hvítasunnudag og var messan fjölsótt. Hátíðarmessan var haldin í tilefni kristnitökunnar og um leið til að minnast 1000 ára afmælis kirkju- staðarins en talið er að kirkja hafi staðið að Helgafelli frá upphafi kristni hér á landi. Fyrrverandi sóknarprestar kirkjunnar, séra Hjalti Guðmundsson og séra Gísli H. Kolbeinsson, tóku þátt í messunni ásamt sitjandi sóknar- presti, séra Gunnari Eíríki Haukssyni. Einnig aðstoðuðu St. Franciskussystur við messuna ásamt söngfólki úr Stykkishólmi. Gengið var til altaris að lokinni hátíðarræðu sr. Gunnars og að lokinni messu var boðið til kaffi- samsætis í Félagsheimilinu að Skildi í boði Kvenfélagsins Bjarkar í Helgafellssveit og sóknarnefndar Helgafellskirkju. EE Gallerí Grusk Gallen Grúisk i Grundarfirði hóf sumarstarfsemi sina jyrir stuttu og hefur hand- verkið fengið inni að þessu sinni í Sjálfsteeðishúsinu við Grundargótu 24. í gallerí- inu gefitr að lítaýmsa eigulega muni, bæði prjónavörur og listmuni gerða úr þorsk- hausum. Einnig er hægt að kaupa heilsuoltur ogjurtakretn úr íslenskum jurtum. A myndinni er Shelagh Smith forstöðumaður Gallerís Grúsks innan um handverkið. Mynd: EE

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.