Skessuhorn


Skessuhorn - 15.06.2000, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 15.06.2000, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 15. JUNI 2000 §ggSSUHöEÍ3 Skipulagsyfirvöld hafha sex hæða stórhóteli í gamla miðbænum: Fótunum kippt undan rekstrinum - segir Hilmar Bjömsson, annar eigenda Hótels Barbró, sem ekki vill leggja árar í bát Ekkert verður af fyrirhugaðri 44 herbergja viðbyggingu Hótels Barbró í miðbæ Akraness. Skipu- lagsnefnd Akraneskaupstaðar hefur hafoað erindi eigenda hót- elsins vegna áformaðrar hæðar hússins svo og vegna fyrirsjáan- legs skorts á bflastæðum í gamla miðbænum í kjölfarið. A meðal röksemda skipulagsyfirvalda má nefha, að hefðu hugmyndimar hlotið samþykki hefði verið nauðsynlegt að taka allan svo- kallaðan Akratorgsreit til skipu- lagningar að nýju. “Alvöruhótel“ í salt Áform þeirra Hilmars Björnsson- ar og Hönnu Rúnu Jóhannsdóttur um sex hæða viðbyggingu verða því Styrkþegar ásamt sparisjóðsstjóra og varaformanni SPO. Talibfrá vhistri: Kristján Hreinssón sparisjóðsstjóri, Þórgrímur Ólafsson frá Fœreyingafélaginu, Bjami Olafsson Brimilsvallakirkju, Veronica Osterhammer söngkona, Svanhildur Egilsdóttir fyrir Fiska- safnió, Ari Bjamason fulltníi umsœkjenda um skógrækt og Bjöm Arnaldsson varaformaður SPO. s Uthlutun úr M$nningarsjóði Sparisjóðs Olafsvíkur Á aðalfundi Sparisjóðs Olafsvíkur á Hótel Höfða þann 9. maí. sl. var tilkynnt um úthlutun styrkja úr Menn- ingarsjóði Sparisjóðs Ólafsvíkur og hlutu efrirtaldir aðilar styrk fyrir árið 2000: 1. Brimisvallakirkja kr. 200.000 til viðhalds og endurbóta kirkjunnar. 2. Veronica Osterhammer söngkona kr. 50.000 til tónleikahalds. 3. Færeyskir dagar í Olafsvík kr. 60.000. 4. Héraðssamband Snæfellsness og Hnappadalssýslu kr. 40.000 vegna þátttöku í unglingalandsmóti UMFI á Tálknafirði í sumar. 5. Áhugahópur um fiskasafn í Olafsvík kr. 100.000. 6. Sameiginleg umsókn Rótarýklúbbs Olafsvíkur, Lionsklúbbs Olafsvíkur, Lionsklúbbsins Ránar, Kvenfélags Olafsvíkur, Kiwanisklúbbsins Korra og Skógræktarfélags Olafsvíkur, kr. 100.000 til trjáræktar í Olafsvík. EE BORGARBYGGÐ íbúar, fyrirtæki og stofnanir í Borgarbyggð athugi Gámastöðin á Sólbakka í Borgarnesi er tekin til starfa. Eigandi er Borgarbyggð en rekstraraðili er Gámastöð Vesturlands. Gámastöðin er móttöku- og flokkunarstöð fyrir sorp þar sem rp stofnunum en frí móttaka fyrir heimili innan ákveðinna marka Helstu endurvinnsluflokkar eru brotajárn, málmar, timbur, garðaúrgangur, pappír, gler og grjót, hjólbarðar og spilliefni. Loks er gámur fyrir óflokkanlegt sorp til urðunar. Gámastöðin er opin frá kl. 12:30 til 19:30 mánudaga til laugardaga. Lokað er á sunnudögum og á hátíðardögum. Athugið - gjaldtaka hefst ekki fyrr en í byriun júlí og eru aðilar hvattir til að nýta sér það tækifæri. BORGARBYGGÐ Hótel Barbró að bíða betri tíma. Um leið verða Skaga- menn að bíða þess að í bæn- um rísi “al- vöru“ heils- árshótel. Samkvæmt hugmyndum þeirra Bar- bró-hjóna var ætlunin að byggja aftan við vestari hluta hótels- ins, þar sem nú er m.a. eldhús, koníaksstofa og svokallað pakkhús. Ellefu tveggja manna herbergi voru samkvæmt frumteikningnum fyrirhuguð á hverri fjögurra fyrstu hæða við- byggingarinnar, en á þeirri efstu var skipulagður 300 fermetra sam- komusalur. Hilmar Björnsson, annar eigenda Hótels Barbró, er ekki fyllilega sátt- ur við höfnun skipulagsyfirvalda. “I svari þeirra segir m.a. að ekki sé hægt að fallast á hæð byggingarinn- ar, þar sem hún myndi verða hærri en hæstu byggingar í nágrenninu. Þar skeikar tveimur hæðum. Eg minnist þess hins vegar ekki að þetta atriði hafi vafist fyrir skipu- lagsyfirvöldum þegar stóra fjölbýl- ishúsið á Jaðarsbökkum var sam- þykkt. Það er sex hæða, en hæstu hús í nágrenninu ekki nema þrjár hæðir,“ segir Hilmar. Aukið gistirými Hvað bílastæðin áhrærir segir Hilmar að 15 stæði vanti upp á að fjöldi þeirra fullnægi áætlaðri þörf. “Það þarf ekki að fara langt til þess að finna möguleika á bílastæðum. Gamli skrúðgarðurinn við Suður- götu gæti leyst þetta vandamál og myndi eflaust vera meira augnayndi sem malbikað bílastæði með falleg- um gróðureyjum en hann er í dag. Hilmar er ekki á þeim buxunum að leggja árar í bát að svo komnu máli og hyggst freista þess að fá bæjaryf- irvöld til þess að veita Iiðsinni sitt við framkvæmdina. “Staðreyndin er sú að ef við ekki fáum að stækka er í raun verið að kippa fótunum undan rekstrinum hjá okkur. Við erum með of litla rekstrareiningu. Vaxtarmöguleikar okkar byggjast á auknu gistirými. Samkomusalurinn sem fyrirhugað- ur er á efstu hæðinni myndi færa okkur efrirsótta sérstöðu með ein- stöku útsýni,“ segir Hilmar. Skúli Lýðsson, bygginga- og skipulags- fulltrúi Akraneskaupstaðar, segir í samtali við Skessuhorn að meginá- stæðurnar fyrir höfnun bæjaryfir- valda sé sú staðreynd að tillögurnar um stækkunina séu ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag á svæðinu - þvert ofan í það sem segja má um fjölbýlishúsið að Jaðarsbökkum. “Til þess að tillagan hefði náð ffam að ganga hefði orðið að endurskoða allt deiliskipulag svæðisins. Endur- skoðun svæðisins hefði þá tekið til hæðar húsa, byggingamagns, stærð byggingarreita og fjölda bílastæða ásamt stærð grænna svæða,“ segir Skúli. -SSv. Nýfæddir Vesdendmgar ern boðnir velkomnir í heiminn um leið og nýbökuðum for- eldrum em feerðar hamingjuósldr. l.júní kl 01:48-Sveinbam-Þyngd:i3 30 - Lengd:48 cm. Foreldrar: Arna María Kjartansdóttir og Siguriur Tómassm, Akranesi. Ljósmóðir: Soffía G. Þórðar- dóttir. l.júní kl 09:15-Sveinbam- ÞyngdAlSS- Lerigd:S0 cm. Foreldrar: Asa Hólmarsdóttir og Sigurður Sigur- jónsson, Kópavogi. Ljósmóðir: Lóa Kristinsdóttir. l.júní kl 22:S2-Meybam-Þyngd:328S- Lengd.Sl cm. Foreldrar: Eygló Bára Jónsdóttir og Amar Guðlaugsson, Grundarftrði. Ljósmóðir: Elín Sigur- bjömsdóttir. (Ifangi Silju Rdnarstóru systur.)

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.