Skessuhorn


Skessuhorn - 15.06.2000, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 15.06.2000, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 15. JUNI 2000 15 ^Ktisiunu^ Smáauglýsingamar em ókeypis fyrir einstaklinga og félög sem ekki stunda rekstur í ábataskyni. Auglýsingamar birtast bæði hér í prentaðri útgáfu Skessuhoms og á Netinu á slóðinni www.skessuhom.is ATH! Lesendur geta sjálfir skráð sínar smáauglýsingar á Netinu. Atvinna óskast (3.6.2000) Maður með þungavinnuvélarétt- indi óskar eftir vinnu sem fyrst. Hringið í Hróðmar í símum 483 3141 og 867 3536. BÍLAR / VAGNAR / KERRUR Húsbíll til sölu (13.6.2000) Daihatshu Delta árg. '82. Skoðað- ur 01. Tilbúinn í fríið. Upplýsing- ar í síma 437 2191 og 898 9285. Suzuki Ts (13.6.2000) Til sölu Suzuki Ts árg '92. 50 cc. Þarfnast lagfæringar. Verð 50-60 þús. Upplýsingar í síma 869 2900. Til sölu eru: (13.6.2000) Wolkswagen Jetta „87 í góðu á- sigkomulagi, Wolkswagen Vento „93, Toyota Corolla „97. Upplýs- ingar í síma 893 8514. Lada fyrir laghenta (12.6.2000) Til sölu Lada Samara árg.1992 ekin 81 þ.km. Okufær en þarfnast lagfæringar fyrir skoðun. Með fylgir toppgrind, vetrar- og sum- ardekk. Verð tilboð. Upplýsingar í síma 588 9124/ 891 8228. DÝRAHALD Langar þig í hund? (10.6.2000) 1 árs tík Labrador/Golden retri- ever vantar gott heimili sem fyrst. Ahugasamir hringi í síma 431 4565 / 864 5509, Anna. Tamningar (8.6.2000) Tek hross í tamningu í sumar. Bý á Snæfellsnesi. Byrja 15. júní. Jó- hann sími 438 6814, gsm. 867 6225. Hryssa til sölu (6.6.2000) 6 vetra hryssa undan Ofeigi 818 frá Hvanneyri og MF. Kolfmnur frá Kjarnholtum. Lítið tamin en reiðfær og hrekklaus. Viljug / fimmgangshryssa sem sýnir allan gang og á mikið inni. Tilboð óskast. Upplýsingar fást í síma 868 3528, Maggi FYRIR BÖRN Emaljunga (11.6.2000) Emaljunga kerruvagn m/burðar- rúmi til sölu. Lítur vel út. Upplýs- ingar í síma 896 3095. HÚSBÚNAÐUR / HEIMILI ísskápur til sölu (6.6.2000) Vegna flutinga er til sölu 2ja ára gamall ísskápur með stóru frysti- hólfi. Einnig kemur til greina að skipta á minni ísskáp. Upplýsingar í síma 431 1443. LEIGUMARKAÐUR Óska eftir íbúð í Borgamesi (5.6.2000) Hjón með 3 börn óska eftir íbúð í Borgarnesi. Upplýsingar I símum 456 2648 og 863 0988. Óskast til leigu (3.6.2000) 5-6 herbergja íbúð eða hús óskast til leigu sem fyrst á Akranesi eða nágrenni. Má gjarnan vera í sveit. Hringið í síma 483 3141 eða 866 2639. Vantar á Akranesi (2.6.2000) 4-5 herb. hæð eða einbýli til leigu. Uppl. í síma 431 1534 e. kl. 18:00. ÓSKAST KEYPT Bændur og búvélaeigendur (7.6.2000) Hobbý-bóndi óskar eftir íjöltætlu. Má þarfnast viðgerðar. Ef þú þarft að komast fyrir kind þá á ég hest fyrir þig. Upplýsingar í síma 861- 6209. Lítið ljórhjól (6.6.2000) Lítið fjórhjól óskast. Sími 435 1165 og 854 3365. Þorvaldur. Play Station (5.6.2000) Óska eftir notaðri Play Station tölvu. Uppl. í síma 435 1316. TIL SÖLU Veiðimenn ath! (11.6.2000) Laxa- og silungsmaðkar til sölu. Upplýsingar í síma 431 2509 / 699 2509 eða 899 1508. Tvö hjól til sölu (7.6.2000) Til sölu eru tvö 15 gíra stelpuhjól með 24“ dekkjum. Hjólin henta vel stelpum á aldursbilinu 10-12 ára. Nánari upplýsingar fást í síma 437 1760. Til sölu - til Ieigu (5.6.2000) Einbýlishúsið að Grundargötu 37, Grundarfirði ásamt bílskúr er til leigu eða sölu, laust til afhending- ar þann 01-07-2000. Nánari upp- lýsingar er að fá í síma 421 7383. Búvélar (5.6.2000) Fella sláttuvél árg 96 og Khun múgavél árg 85 til sölu Uppl. í síma 435 1165 eða 854 3365. Farsúni NMT (3.6.2000) Til sölu NMT hand farsími með segulloftneti og hleðslubúnaði fyrir bíl. Upplýsingar í síma 692 4800. TÖLVUR / HLJÓMTÆKI Ekki henda þeirri gömlu! Ef þú ætlar að henda gömlu tölv- unnin þinni (386/486/Pentium), hafðu þá samband í síma 899 1552 eða 431 2952 e. kl. 17:30. Einnig vantar mig 2-3 netkort, - kapla og -tengi. ÝMISLEGT Tamningar (8.6.2000) Tek hross í tamningu í sumar. Bý á Snæfellsnesi. Byrja 15. júní. Jóhann sími 438 6814, gsm. 867 6225. I hjartans einlægni Sumarhátíð Sólstöðuhópsins í Heiðarskóla Um Jónsmessuhelg- ina heldur Sólstöðu- hópurinn svokallaði, sumarhátíð að Heið- arskóla í Leirársveit og ber hátíðin nafnið I hjartans einlægni. Um er að ræða viða- mikla fjölskyldudag- skrá án vímuefna sem í fyrsta skipti fer firam í Borgarfirði. Aður hefur hópurinn hald- ið hátíðir sínar fyrir austan fjall. Sólstöðuhópurinn á sér þann tilgang að koma af stað hreyfingu í átt að betra lífi og vill hvetja tdl að sem flestir lifi saman í sátt og sýni hvert öðru virðingu, traust og ábyrgð. I nú- tíma samfélagi veitir ekki af já- kvæðri hvatningu. Gildi eins og nánd, sameining, ást, virðing og ffiður verða í heiðri höfð á hátíð- inni. “Við viljum líka hækka gildis- mat gleðinnar, samstöðunnar, sam- heldninnar og annarra þeirra gilda, sem stuðla að fegurra mannlífi”, segir í tilkynningu frá Sólstöðu- hópnum. Sumarhátíðin I hjartans einlægni er hátíð þar sem kynslóð- irnar mætast, starfa og leika án vímuefna. Aðstaða í Heiðarskóla er hin besta. Kennslustofur verða nýttar fyrir námskeiðahald, sundlaug er á staðnum og fl. Tjaldsvæði er hið á- gætasta og þeir sem eiga kost á að vera með fellihýsi geta komið þeim fyrir. Hátíðin er byggð þannig upp að boðið verður upp á stutt námskeið sniðin að þörfum bæði fullorðinna og bama. Námskeiðin verða blanda af ffæðslu, sköpun og leik, þar sem hvatt er til virkni þátttakenda. Inn á milli er frjáls tími, þar sem fólk gemr vahð að fara í gönguferðir saman út í náttúrana farið í sund, fótbolta eða gert eitthvað annað. Sumarhátíðin er fyrir alla sem áhuga hafa á að bæta mannlífið, rækta hið góða, bæta tengslin við umhverfið, sína nánustu og sig sjálfa. Sumarhátíðin er fyrir einstaklinga og fjölskyld- ur, með eða án bama. Hún er fyrir unglinga jafnt sem eldri borgara. Stutt kvöldvaka verð- ur á föstudagskvöldið með söng og gleði. A laugardagskvöldið verð- ur svo aðal kvöldvakan, þar sem trumburnar verða slegnar, börnin sýna leikþætti auk þess sem sungið verður við varðeld. Þátttökugjald fyrir fullorðna er 5000 kr. Börn á aldrinum 4-12 ára greiða 500 krónur og börn yngri en 4 ára greiða ekkert. Unglingar á aldrinum 13-18 ára greiða 2000 krónur. Innifalið í þátttökugjaldi er tjaldsvæði, aðgangur að sundlaug, þátttaka í sameiginlegri dagskrá og að öllum námskeiðum hátíðarinnar. Nánari upplýsingar um sumarhá- tíðina I hjartans einlægni eru gefn- arísímum 552 3057 og435 1531. MM Snæfellsnes. Föstudag 16. júní: Norska húsið - listasýning í Stykldshólmi. Opnuð verður sýning Emu Guð- marsóttur á silkimyndum. Sýningin stendur til 4. júlí. Nánari upplýsingar í síma 438 1640. Borgarfjörður. Fös. - sun. 16. júní - 18. júní: Borgfirðingahátíð í Borgamesi. Borgfirsk hátíð í Borgamesi. Fjölbreytt dag- skrá s.s. tónleikar, sýningar, radeikur og harmonikudansleikur auk annarra skemmtiatriða. Oll dagskráratriði tengjast Borgarfirði á einhvem hátt. (Sjá auglýsingu í blaðinu í dag) Snæfellsnes. Laugardag 17. júní: Þjóðhátíðardagskrá í Stykldshólmi. (Sjá augl. á staðnum) Snæfellsnes. Laugardag 17. júní: Jazz tónleikar kl 17:00 í Stykkishólmskirkju. Sigurður Flosason saxofónleik- ari og Gunnar Gunnarsson orgel- og píanóleikari leika jazzútsetningar á ýmsum kirkjulegum verkum. Tónlist þeirra hefur vakið feikilega athygli og em þeir félagar að leika tónlist sína víða um landið. Akranes. Laugardag 17. júní: Hátíðarguðsþjónusta kl 13:00 í Akraneskirkju. Dalir. Laugardag 17. júní: Ball á 17 júní í Bjarkarlundi Reykhólasveit. Skemmmn verður á 17. júni við hótel Bjarkarlund. Bamaskemmtun verður að deginum. Ball verður um kvöldið með hljomsveitinni STORMI til kl. 3. Aðgangseyrir kr.1000. Borgarfjörður. Laugardag 17. júní: Diskótek kl 23 - 03 í félagsheimili Skugga. Frítt inn. Aldurstakmark 20 ár. Borgarfjörður. Laugardag 17. júní: 17. júm' hátíð í Skallagrímsgarði, Borgamesi. Fjöldi skemmtiatriða. Snæfellsnes. Laugardag 17. júní: Hátíðarguðsþjónusta í Gmndarfjarðarkirkju á þjóðhátíðardaginn 17. júm' kl. 11.00. Sigurður Flosason saxofónleikari, Gimnar Gunnarsson orgel- og pí- anóleikari og Friðrik Vignir Stefansson organisti Grundarfjarðarkirkju ásamt ldrkjukómum sjá um tónlist sem verður jazzi - blönduð. Allir velkomnir. Sóknarprestur, sóknamefiid. Snæfellsnes. Sunnudag 18. júní: Göngusumar í Grundarfirði kl 13. Tröllaháls - Mjósund - Hraunsfjörður. 3- 4 tíma ganga. Leiðsögumaður Hallur Pálsson frá Naustum. Snæfellsnes. Sunnudag 18. júní: Jazz-messa kl 11:00 í Stykkishólmskirkju. I messunni verður fluttur kirkjuleg- ur jazz m.a. af þeim Sigurði Flosasyni saxofónleikara og Gunnari Gunnars- syni orgel- og píanóleikari. Borgarfjörður. Simnudag 18. júní: Göngudagur Ferðafélags Islands kl. 10:30 á Þingvöllum. Leggjabrjótur - Bomsdalur. Nánari upplýsingar hjá F.I. í síma 568 2533. Borgarfjörður. Sunnudag 18. júní Skessuhoms-open í Húsafelli. Skessuhomsmótið í golfi verður haldið á golf- vellinum í Húsafelli. Nánari upplýsingar í síma 435 1550 og 435 1552. Borgarfjörður. Sunnudag 18. júní: Vesturlandsmótið í golfi kl frá kl 9.00 á Hamarsvelli, Borgamesi. Golfklúbb- ar (Leynir - Gkl. Borgamess - Vestarr - Mostri og Gkl. Olafsvíkur) á Vestur- landi heyja innbyrðis baráttu um Vestnrlandsmeistaratitilinn í golfi. Bæði sveitir (karla-kvenna-pilta og stúlkna) og sem einstaklingar. Keppt er með og án forgjafar. Ræst út firá kl. 9:00. Rástímar. S: 437 1663 & 862 1363. Borgarfjörður. Sunnudag 18. júní: Göngudagur Ferðafélags Islands kl 13:00 í Hvalfirði. Botnsdalur - Glymur. Nánari upplýsingar hjá F.I. í síma 568 2533. Borgarfjörður. Sunnudag 18. júní: Fyrirlestur um vesturfara kl 14 á Hóteli Borgamesi. Böðvar Guðmundsson talar um borgfirska vesturfara og bréfaskipti þeirra. Snæfellsnes. Mánudag 19. júní: Kvennahlaup kl 11:00 á Lýsuhóli. Lagt af stað ffá Lýsuhóli. Frítt í sund og seldar veitingar á staðnum. Nánari upplýsingar gefúr Jóhanna Bára Asgeirs- dóttir í síma 435 6830. E-mail: lysuholl@islandia.is Snæfellsnes. Mánudag 19. júní: Norska húsið - glerlistasýning í Stykkishólmi. Opnuð verður sýning Ebbu Júlíönu Lárusdóttur á glerverkum. Sýningin stendur til 31. ágúst. Nánari upplýsingar í síma 438 1640. Borgarfjörður. Fimmtudag 22. júní: Kvöldganga UMSB kl 20:00 í Reykholtsdal. Gengið um fagurt land með leiðsögn heimamanna. Fylgjumst með þegar nær dregur. Borgarfjörður. Fim. - sun. 22. júní - 25.júm Stærðffæðiráðstefna stærðffæðikennara á Norðurlöndum í Hótel Borgar- nesi. Akranes. Föstudag 23. júní: Jónsmessuganga kl 22:00 á Akranesi. Safhast saman við Vamsveituna eða Sel- brekku og gengið á Geirmundartind. Nánari upplýsingar í síma 431 3560. Snæfellsnes. Föstudag 23. júní: Göngusumar í Grundarfirði kl 22.30 í Grundarfirði. Jónsmessuferð á Klakk. Leitað að óskasteinum í ferðinrti. Leiðsögumaður Marteinn Njálsson í Suð- ur-Bár. Frá síðustu hátíð Sólstöðuhópsins.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.