Skessuhorn


Skessuhorn - 15.06.2000, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 15.06.2000, Blaðsíða 5
•' ryr\r ■ «1' SKSSSUH0M FIMMTUDAGUR 15. JUNI 2000 Skoðanafrelsi er almennt talið meðal verðmætustu mannréttinda í hinum vestræna heimi. Á tyllidögum er talað fjálglega um frelsi manna til að tjá öðrum skoðanir sínar og hve hryllilegt sé að búa í samfélagi þar sem menn eru hnepptir í varðhald ef þeir tali gegn skoðun yfirvalda. Ekki vil ég efast um hryllinginn í slíkum samfélögum en mér finnst fróðlegt að skoða hvers konar skoðanafrelsi það er sem menn dásama á Vesturlönd- um. Á íslandi er lífleg umræða í dag- blöðum, hljóðvarpi og sjónvarpi um hin ýmsu mál. Fólk lætur sér fátt vera óviðkomandi og fáir eru þeir út- varpsþættir þar sem hlustendum er ekki boðið upp á að láta í ljós skoðan- ir sínar. í öllum þölmiðlum birta gagnrýnendur skoðun sína á listvið- burðum af ýmsu tagi og í kjallara- greinum takast meðaljónarnir á við meirijóna og minnijóna um landsins gagn og nauðsynjar. íslenska samfélagið er ekki stærra en svo að næsta auðvelt er að fylgjast með gangi mála í öllum afkimum þjóðfélagsins. Fréttir, að ekki sé talað um æsifréttir, skjóta eldinum í sin- unni ref fyrir rass hvað varðar að fara leifturhratt um. Skraf í heitu pottun- um í sundlaugunum, við kaffiborðið á bensínstöðinni, í matvörubúðinni þegar innkaup ættu annars að vera efst á dagskrá, nágranna í milli yfir limgerðinu á björtum vor- og sumar- kvöldum - víða fara fréttir um og menn skiptast á skoðunum. Ein tegund frétta sem fer virkilega hratt um og ber nafn með réttu er kjaftasagan. Aum er sú árátta manna að hafa unun af því að flytja fréttir um náungann sem eru ekki alltaf af þægilegra taginu, oft krassandi, niðr- andi, fordæmandi, jafnvel stundum uppspuni frá rótum. Aumt er það skoðanafrelsi sem gefur slíkri áráttu byr undir báða vængi. Frelsi er einmitt dýrmætt fyr- irbæri ef lögð er rækt við það af á- byrgð, ella snýst það upp í andhverfu sína og menn verða þrælar þess. Þrælar frelsisins fara lengra en aðrir, bíta fastar, slá meira um sig og hegð- un þeirra verður í meira lagi andfé- lagsleg. í upplýsingasamfélaginu, þar sem við höfum enn frekari möguleika en áður til að láta skoðanir okkar koma fram og birtast öðrum, eigum við að hafa vit á því að fara vel með frelsið. Við eigum að nýta það í uppbyggileg- um tilgangi. Við eigum að kenna börnum okkar að fara vel með það. Við höfum vitsmuni til að bera og eigum að nýta þá þannig að sómi sé að. Ekkert er að því að takast hressi- lega á í skoðanaskiptum og beita fullri hörku í rökstuðningi og túlkun viðhorfa. Slíkt er uppbyggilegt þegar frjálsir menn eiga í hlut. Niðurrifs- stefna kjaftasagnanna er og verður til vitnis um ömurlega nýtingu manna á því að búa við góð kjör í góðu samfé- lagi; Öllum er 1 fersku minni þegar Ó- lafur forseti fór í reiðtúr austur í sveitum með, þáverandi vinkonu, núverandi heitkonu, sinni og ljós- myndara og féll af baki. Margt var misjafht skrifað og sagt um þá ferð. Mér fannst ónefndum sundlaugar- gesti mælast vel þegar hann sagði í góðlátlegum tóni um forsetann sinn: „Hann Ólafur hefur líklega verið eitt- hvað spenntur." Lars H. Andersen Betri líðan með aldagamalli aðferð Býð upp á einkatíma í Reiki-heilun Hafið samband eða leitið nánari upplýsinga á heimasíðunni minni Björk Jóhannesdóttir, reikimeistari Þórðargötu 12, Borgarnesi Sími 437 2087, netfang stebbiogbjorkó>isholf.is Heimasíða www.simnet.is/upp/Bjork.htm Komdu meb fílmu i franiköliun og tgktu um leið þatt i skemmtilegum leik sr>isus|s!©>|sue|s! 0032 0£F juuis ji|e !u>iaDtD6u!sA|ddn >isue|S| Qoqi!iQJ8A jsoj Uinj09 unjueid DQaetjDLi - DisuujAtuejd - Qje6D6u!sAi6nD - unuuoq - lojqtun - uujQH i iac| jddj>| qia oinje6 dcJ uinun|DuinjD6|n i hioam d jo hid jg 1 III ✓"N. A 1 1 |/*N III | "1 'M u +||u Auglýsing um nýtt deiliskipulag í Snœfellsbœ Auglýst er eftir athugasemdum við deiliskipulag og skipulagsskilmála fyrir orlofshúsabyggð a Stóra-Kambi, Snæfellsbæ. L fppdrættir ásamt skipulagsskilmálum eru til sýnis á almennum skrifstofutíma á skrifstofu Snæfellsbæjar Snæfellsási 2, frá 14. iúní til 5. júlí 2000. Athugasemdir verist skrifstofu Snæfellsbæjar fyrir 19. júlí 2000. Athugasemdir berist skrifstofu Snæfellsbæjar fyrir 19. júlí 2000. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan framangreinds frests telst | samþykkur henni. Bœjarverkfrœðingur Snœfellsbœjar Auglýst er eftir athugasemdum við deiliskipulag og skipulagsskilmála fyrir íbiiðabyggð á Holtum í Olafsvík. IJm er að ræða svæði fyrir neðan Túnbrekku og suiman Klifbrekku. A svæðinu er gert ráð fyrir 35 lóðum undir einbýlishús, 16 lóðuin midir raðhúsum og 20 lóðum undir parhús auk svæðis undir leiksvæði. _ Uppdrættir ásamt skipulagsskilmálum eru til sýnis á almennum skrifstofutíma á skrifstolii Snæfellsbæjar Snæfellsási 2, frá 14. júní til 5. júlí 2000. Athugasemdir berist skrifstofu j f Snæfellsbæjar fvrir 19. júlí 2000. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan framangreinds frests telst samþykkur henni. Bœjarverkfrœðingur Snœfellsbœjar I

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.