Skessuhorn - 15.06.2000, Blaðsíða 9
SgESSgffiKMBIia
FIMMTUDAGUR 15. JUNI 2000
9
S
Forstjóri Landmælinga Islands ánægður með veruna á Akranesi:
Stofiiunin blómstrar
sem aldrei fyrr
“Ég held að við getum ekki
annað en verið afar ánægð með
reynsluna af fyrsta ári stofnun-
arinnar hér á Akranesi. Bölsýn-
ismenn sögðu okkur ekki fá
hæft starfsfólk en reyndin varð
önnur. Um 100 manns sóttu um
laus störf hjá okkur þegar við
byrjuðum og allir sem við réð-
um hafa staðið undir því trausti
sem þeim var sýnt. I dag er
meira en helmingur um 30
starfsmanna búsettur á Akra-
nesi. Stofhuninni hefur verið
afar vel tekið, við finnum það
glöggt og erum þakklát fýrir,”
segir Magnús Guðmundsson,
forstjóri Landmælinga Islands, í
samtali við Skessuhorn.
Bjart framundan
Magnús segir bjart yfir starfsem-
inni og mikil verkefni framundan.
Ekki sé aðeins í deiglunni stóraukin
samvinna við aðrar ríkisstofnanir á
borð við Vegagerðina, Orkustofn-
un og Siglingastofnun heldur sé
mikil vinna framundan í tengslum
við stafrænan kortagrunn. Þá er ó-
nefnt nýtt og spennandi verkefni á
sviði fjarkönnunar, þar sem unnið
er úr myndgögnum úr flugvélum
og gervitunglum. Magnús segir
markmiðið að stórauka notkun
þessara gagna í samfélaginu. Þau
geti reynst afar heppileg við vöktun
umhverfisins, m.a. til að fylgjast
með náttúru landsins og stórum
hafsvæðum. “Kastljósið hefur
Magnús Guðmundsson
beinst að stofnuninni í kringum
flutningana og hún hefur blómstr-
að sem aldrei fýrr eftir þá,” segir
Magnús. -SSv
Sigurður Olafism, ýbrstjóri SHA, Agatha Þorleifsdóttir og Halldóra lngibjartsdóttir
sjúkraþjálfari.
Gaf göngugrindur til
minningar um dóttur sína
Sjúkrahúsi Akraness barst góð
gjöf á dögunum þegar Agatha
Þorleifsdóttir gaf tvær göngu-
grindur að verðmæti 49.000 krón-
ur. Gjöfin er til minningar um
dóttur Agöthu, Þuríði Erlu
Bjarnadóttur, sem lést úr krabba-
meini tæplega tveggja ára gömul
árið 1952 og hefði orðið 50 ára
Fyrir skömmu var bílasalan
Geisli í Borgarnesi formlega opn-
uð. Þetta er þriðja bílasalan í sveit-
arfélaginu en eigendur hennar telja
að samt sem áður sé þörfin fyllilega
fýrir hendi. “Ég sé ekki annað en
þrjár bílasölur geti alveg eins átt
rétt á sér á Vesturlandi og á Suður-
landi,” segir Dagbjarmr Ingi Arelí-
þann 4. júnf síðastliðinn. Göngu-
grindurnar verða í umsjá sjúkra-
þjálfaranna og segja þeir að grind-
umar komi til með að nýtast vel á
flestum deildum sjúkrahússins.
Ráðamenn sjúkrahússins vilja
koma á framfæri þakklæti til
Agöthu fýrir þessa veglegu gjöf.
SÓK
usson bílasali. “Við bjóðum upp á
allar tegundir bifreiða, vinnuvélar,
vörubifreiðar, búvélar og öll önnur
tæki sem menn hafa á annað borð
áhuga á að kaupa. Við erum nú
þegar að selja langt út fýrir okkar
heimavöll og okkar viðskiptavinir
koma víðsvegar að af landinu,” seg-
ir Dagbjarmr. GE
Inn-
brota-
faraldur
Brotist hefur verið inn í 15 sum-
arbústaði í umdæmi lögregl-
unnar í Borgamesi frá því 19.
maí s.l. Að sögn lögreglunnar
hafa ekki verið unnin mikil
skemmdarverk umfram það sem
þurft hefur til að komast inn.
Aðallega hefur verið stofið sjón-
vörpum, myndbandstækjum og
áfengi. Margir sumarbústaða-
eigendur hafa áhyggjur af þess-
um árvissa faraldri og ræða sín á
milh um hvað sé til ráða.
Til em margs konar þjófavam-
arkerfi og efirir að GSM samband
hefur bamað í Borgarfirði er
möguleiki á að slík kerfi hringi
beint til eigenda eða til öryggis-
þjónusmfýrirtækja er þau fara í
gang. Þá hafa komið upp hug-
myndir um að koma upp sérstök-
um öryggismyndavélum sem skrá-
setm alla umferð um tiltekin bú-
staðasvæði þannig að hægt væri að
skoða slíka umferð ef til innbrota-
faraldurs kæmi. Hafa slíkar hug-
myndir m.a. verið viðraðar í
Skorradalnum og víðar.
Að sögn lögreglunnar má ekki
gleyma gildi nágraimavörslunnar,
þar sem fólk fýlgist með óeðhlegri
umferð og háttarlagi í bústaða-
hverfum og lætur viðkomandi
aðila eða lögreglu vita.
GE
Umhverfis-
rölt
Bæjarráðsmenn í Borgarbyggð,
ásamt bæjarstjóra, lögðu land und-
ir fót í síðustu viku í bókstaflegri
merkingu og röltu á milli fýrir-
tækja og ræddu við forsvarsmenn
þeirra um umhverfisstefiiu bæjar-
ins. Að sögn Stefán Kalmanssonar
bæjarstjóra var heimsókninni vel
tekið og sagði hann góðan vilja til
að bæta úr því sem teljast mætti á-
bótavant í umhverfismálum fýrir-
tækjanna.
GE
Þriðja Masalan
í Borgamesi
Dagbjartur lngi Arelíusson ogArelíus Sigurðsson við Bensfilota bílasölunnar Geisla.
( ^
Auglýsing um starfsleyfi
Samkvæmt ákvæðum, 24. gr. og viðauka I,
reglugerðar nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir
atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun,
er hér með lýst eftir athugasemdum við tillögu að
breytingum á starfsleyíi fyrir svínabú Stjörnugríss
hf. að Melum, Leirár- og Melahreppi. Starfsemi
fyrirtækisins gengur út á þauleldi fyrir allt að 8000
fráfærugrísi.
Starfsleyfistillagan hggur frammi á skrifstofutíma
hjá oddvita Leirár- og Melahrepps að Neðra-Skarði,
skrifstofu Akraneskaupstaðar og skrifstofu
Borgarbyggðar, frá 15. júní 2000 til 11. ágúst 2000.
I Athugasemdum skal skila á skrifstofu
| Heilbrigðiseftirhts Vesturlands að Borgarbraut 13,
s 310 Borgarnes í seinasta lagi 11. ágúst 2000, og skulu
| þær vera skriflegar.
§ Heilbrigðisnefnd Vesturlands
V____________________________I______________________)
Tillaga að breytingu á
svæðisskipulagi norðan
Skarðsheiðar 1997-2017,
indriðastaðir Skorradalshreppi.
Óveruleg breyting
Sveitarstjórn Skorradalshrepps auglýsir
samkvæmt 2. mgr. 14 gr. skipulags- og
byggingarlaga nr. 73/1997 tiilögu að
breytingu á svæðisskipulagi 1997-2017.
Gerð er tillaga að frístundabyggð á landi
sem skilgreint er til landbúnaðarnota á
jörðinni Indriðastöðum Skorradalshreppi.
Sveitarstjórn bætir það tjón sem einstakir
aðilar kunna að verða fyrir við
breytinguna.
Tillagan hefur verið send sveitarstjórnum,
sem aðild eiga að svæðisskipulagi norðan
Skarðsheiðar, til kynningar. Tillagan verður
send Skipulagsstofnun, sem gerir tillögu
til umhverfisráðherra um lokaafgreiðslu.
2
Í Peir sem óska nánari upplýsinga um
l tillöguna geta snúið sér til oddvita
! Skorradalshrepps, Grund Skorradal.
Framkvœmdastjóri
óskast
til starfa hjá Markaðsráði Borgfirðinga frá og
meðl. september n.k. Um er rœða
framtíðarstarf, sem krefst hœfni í mannlegum
samskiptum, skipulagðra vinnubragða,
staðfestu og hugmyndaauðgi auk góðrar
tðlvukunnáttu. Menntun og /eða reynsla á
sviði markaðsmála auk almennrar þekkingar
á Borgarfirði er œskileg.
Núverandi starfshlutfall er 50 %, en stefnt er
að því að auka það. Frekari upplýsingar um
starfið gefur núverandi framkvœmdastjóri,
Guðrún Jónsdóttir.
Umsóknarfrestur er til l. júlí n.k.
Mcirkaðsráð Borgfirðinga
I Borgarbraut 59,310 Borgarnesi
i s.: 437 2025, netfang: borg@isholf.is
I 3
| Markaösráö Borgarfirðinga var stofnað 1992.
= Það er samstarfsvettvangur atvinnulífs og sveitarfélaga
1 í Borgarfjarðarhéraði, Meginverkefni þess er að efla
" samstarf fyrirtœkja og standa að sameiginlegri
markaðssetningu svœðisins. Sem dœmi um verkefni
má nefna verslunarátak í héraði, samstarf fyrirtœkja í
skyldum rekstri, markaðssetning sumarhúsasvœða,
bœklingaútgáfu og umsjón með Borgfirðingahátíð.