Skessuhorn


Skessuhorn - 15.06.2000, Qupperneq 2

Skessuhorn - 15.06.2000, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 15. JUNI 2000 ^sunu^ WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Akranesi: Borgarbraut 49 Suðurgötu 65, 2. hæð Sínti: (Borgarnes og Akranes) 430 2200 Fax: (Borgornes) 430 2201 SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. 430 2200 Framkv.stjóri: Magnús Magnússon 852 8598 Ritstjóri og óbm: Gísli Einorsson 852 4098 Internetþjónusta: Bjarki Mór Karlsson 899 2298 Blaðamenn: Sigrún Kristjónsd., Akranesi 862 1310 Egill Egilsson, Snæfellsnesi 894 5038 íþróttafréttaritori: Jónas Freysson (James Fryer) Auglýsingar: Hjörtur Hjortorson 864 3228 Fjórmól: Sigurbjörg B. Ólafsdóttir 431 4222 Prófarkalestur: Asthildur Magnúsdóttir og Mognús Magnússon Umbrot: Skessuhorn / TölVert Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 12:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 800 krónur með vsk. á mánuði. Verð í lausasölu er 200 kr. skessuhorn@skessuhorn.is ritstjori@skessuhorn.is vefsmidja@skessuhorn.is sigrun@skessuhorn.is egill@skessuhorn.is augl@skessuhorn.is bokhald@skessuhorn.is 430 2200 Teiti Gísli Einarsson, ritstjóri. Um síðustu helgi var mér boðið í teiti all- veglegt í heimahúsi af einhverju tilefhi sem ég man ekki lengur hvað var. Eg tel það heldur ekki skipta öllu máli þegar veislur eru annars vegar hvers vegna til þeirra er stofhað enda höfuðatriðið hvað er á borðum. Eg bjó mig að heiman vel og íklæddur mínum almesta sparibún- ingi skundaði ég á staðinn glaður í bragði. Ég skynjaði það um leið og ég knúði dyra að eitthvað var öðruvísi en það átti að vera. Það lá eitthvað í loftinu og þótt ég gæti á þeirri stundu ekki gert mér grein fyrir hvað það var. Grunur minn gerðist áleitnari um leið og ég steig fæti inn í fordyrið. A yfirborðinu virtist að vísu allt með felldu. Konur sátu í eldhúsi, líkt og kvenna er siður, og sötruðu kaffi...Opinberlega að minnsta kosti. Eðlisávísun mín sagði mér hinsvegar að líklega væri sherryflaskan opin á bakvið dall- inn með kartöflusalatinu. Það varð að vísu ekki greint á fari kvennanna að neitt misjafnt væri á seyði en mér þótti þær þó venju ffemur mæðulegar á svip og mér var ekki örgannt um að þær byggju yfir einhverju sem þær vildu ekki láta uppi. Þá var það að ég veitti því athygli að hvergi var nokkum karlmann að sjá, hvorki í sölum né á göngum. Ekki hafði ég heldur séð nokkurn mann við útiverk er ég renndi í hlað þótt veðurskilyrði væra hagstæð. Eg kunni ekki við að spyrja hverju þetta sætti og hélt mínum vanga- veltum innan dyra en vissulega var ég á þessu stigi farinn að hafa á- hyggjur af hvað væri á seyði enda má til skýringar geta þess að á við- komandi heimili er allt í föstum skorðum og reglusemi fram úr hófi. Eg lét því sem ekkert væri og fylgdist um stund með konunum gera að steikinni. Ekld leið á löngu þar til ég fór að heyra torkennileg hljóð sem ég taldi koma innan úr húsinu. Þetta voru hvell óp, ámátleg vein, hálfkæfðar stunur og kumr. Það læddist að mér sá grunur að hljóðin væru ekki af þessum heimi en ég veitti því hinsvegar athygli að kon- urnar sýndu engin svipbrigði, jafnvel þótt hávaðinn magnaðist. Nú varð forvitnin öllu öðru yfirsterkari og ég rann á hljóðið sem leiddi mig að kamesi einu innarlega í húsinu. Aðkoman var vægast sagt ógeðfelld. I sófa í miðju herberginu sat fjöldi karlmanna saman í einum haug og óku sér til og ffá líkt og þeir væru í basli með einhverja óværu. Einn nagaði sófabakið, annar reytti hár sitt og skegg, sá þriðji sló reglulega á lærið á þeim fjórða sem svar- aði að bragði með löðrungi og sá fimmti veittist með offorsi að ljósakrónunni. Þar sem ég hef afar litla þekkingu á læknisfræði átti ég í vandræð- um með að átta mig á því ástandi sem ríkti í þessu litla herbergi. Helst datt mér í hug að um væri að ræða skæðan flogaveikifaraldur, skatt- skráin væri komin út eða veðurspáin væri slæm. Þá loks rann upp fyrir mér ljós....Evrópumótdð í boltabaksi var nýhafið og einhverjir útlendingar vora að lúta í gras fyrir einhverjum öðrum útlendingum í sjónvarpinu. Eg komst aldrei að því hverjir unnu hverja í þessum leik enda sneri ég mér að sherrýinu í eldhúsinu á meðan ég var að jafna mig. Eg vissi þó að leikur sjónvarpsáhorfenda var óskaplega harður og mikið um allskyns hnjösk og meiðsl. Einn brenndist illa á hægra læri er hann hellti yfir sig sjóðheitu kaffinu, annar marðist á handarbaki þegar hann sló lúkunni í steinsteyptan millivegg effir misnotaða vítaspyrnu og sá þriði tognaði á mjöðm er hann fell úr sófanum eftir þriðja mark- ið. Ekki veit ég hinsvegar til þess að hina raunveralegu leikmenn hafi á nokkurn hátt sakað. Daginn eftir léku Frakkar við Dani. Þá sló ég garðinn, vökvaði blómin og sópaði gangstéttina. Gísli Einarsson garðyrkjufrœðingur Hér má sjá hvernig kveikt hefiir verið í bekkjunum og þeir skemmdir. Skemmdarverk uirniná útivistarsvæði Aðfaranótt laugardagsins 10. júní voru unnin skemmdarverk á bekkj- um og grjóthleðslu sem komið hafði verið fyrir við malarstíginn fyrir ofan Langasand á Akranesi. Aðkoman var ömurleg þegar blaða- maður lagði þangað leið sína því skemmdarvargarnir höfðu ekki að- eins rifið grjót úr hleðslunni kring- um bekkina, heldur hafði einnig verið lögð mikil vinna í að kveikja í bekkjunum sjálfum og stórskemma þá. Bekkirnir eru tiltölulega nýir, og að baki þeim liggur mikil vinna. Dapurt er til þess að hugsa að það sem vel er gert geti ekki fengið að standa í friði og eru þeir, sem telja sig vita hver þarna var að verki, hvattir til að hafa samband við lög- reglu. SOK Dræm laxveiði Kuldi, sól og vatnsleysi eru sam- verkandi þættir sem valdið hafa því að laxveiðin í borgfirsku ánum fer afar dræmt af stað að þessu sinni. Um hádegi sl. þriðjudag voru ein- ungis 14 laxar komnir á land úr Þverá og Kjarrá en 65 laxar úr Norðurá ffá mánaðamótum. Síð- asta holl í Norðurá náði 9 löxum á land. Veiðimaður sem var á ferð í Kjarrá s.l. laugardag sagði að í allt hefðu 4 laxar sést í allri ánni þann daginn og þar af hafði einn af þeim veiðst. I Kjarrá er í allt veitt á sjö stangir á bændadögum, en þeir hafa staðið yfir að undanförnu. Nú er breyting á veðurspá og spá menn því að þegar fari að rigna nú í vikulokin komi göngur í árnar á svæðinu og um leið fari að veiðast af kraftí. MM Skotfélagsmenn áhyggjulausir Bæjarráð hefur skýrt frá því álití sínu að banna ætti notkun blýhagla á landi í eigu Akranesbæjar. Að sögn Kára Haraldssonar, formanns Skotfélags Akraness, hafa menn þar á bæ svo að segja engar áhyggjur af því að það nái fram að ganga. “Búið er að tala við alla þá aðila sem hafa einhverja þýðingu í að taka svona ákvarðanir og þeir segja allir að það gangi ekki upp. Þetta er því í raun- inni bara álit bæjarráðs og það er bara gott mál að menn segi sína skoðun. Eina sem við erum ósáttir við í sambandi við þetta mál er að við skyldum vera bendlaðir við það til að byrja með. Bréfið sem kom þessu af stað var undirritað af hesta- og fjáreigendum á Akranesi og ekkert meira. Maður veit auð- vitað ekkert hver sendir svoleiðis bréf og við vorum ósáttir við að fá svarbréf við svona hálf óundirrit- uðu bréfí” segir Kári. SÓK Eldur í bústað Eldur kom upp í sumarbústað í Munaðamesi síðastliðinn sunnu- dag og að sögn Bjama Þorsteins- sonar slökkviliðsstjóra í Borgar- nesi mátti litlu muna að illa færi en lítlisháttar skemmdir urðu á verönd og þakskeggi á bústaðn- um. “Við vorum komnir á stað- inn tuttugu mínútum efrir að út- kall barst en þá haíði tekist að slökkva eldinn með handsiökkvi- tæki,” segir Bjarni. “Eldurinn hefur trúlega orsakast af leka úr kút á gasgrilli og hefur kviknað í feiti sem lekið hefur af grillinu. Það er aldrei of varlega farið og ástæða til að hvetja sumarhúsa- eigendur og aðra til að huga vel að eldvömum. Handslökkvitæki, eldvamarteppi og gasskynjari eru ódýr lífcrygging,” segir Bjami. GE Banaslys Banaslys varð á Kirkjubraut á Akranesi á ellefta tímanum á þriðjudagskvöld er bifihjól lenti í árekstri við biffeið. Okumaður bifhjólsins lést í árekstrinum. Læti í Hreðavatni Mjög fjölmennt var á dansleik í Hreðavatnsskála síðastliðið laug- ardagskvöld og talið að upp undir 1000 manns hefðu verið á svæð- inu þegar mest var. Töluverður órói var í fólkinu sem var utandyra og mikið um minniháttar pústra að sögn lögreglunnar. Einn piltur hand- arbrotnaði, einn hlaut stungusár og nokkrir fengu glóðaraugu, mar og skrámur Þá þurfti lögreglan að hirða nokkur ungmenni þók- staflega upp af götunni í nágrenni við skálann en þau höfðu verið á rangli um svæðið en sofnað síðan ölvunarsvefni. GE Fullt í Húsafelli Ferðafólk fór af alvöru á stjá nú um Hvítasunnuhelgina. Víða á Vésturlandi komu fyrstu gestir á tjaldstæði þrátt fyrír að veður væri meðkaldasta mótí miðað við ársttma. I Húsafelli var að sögn Bergþörs KristJeifssonar fullt á tjaldstæðunum og góður andi meðal gestanna. Þangað komu um 1000 tjaldgestir og fullt var í fléstum sumarhúsum á svæðinu. MM Ný félagsaðs- taða Næstkomandi föstudag er ráðgert að ný félagsaðstaða opni fyrir unglinga í Borgar- nesi. I hluta gömlu: kart- öflugeymslan- na við Ánahlíð er verið að leggja lokahönd á frágang fyrir opnun húsnæðísins, Að hluta vinna unglingamir sjálfir að endurbó- tunum. Auk félagsmiðstöðvarinnar hefur FjÖliðjan í Borgaraesi flutt starfsemi sína í norðurenda hússins, eins og greint er ffá á öðrum stað í blaðinu í dag. Síðast var: Slökkvilið Borgar- ness til húsa á þessum stað, en það hefur nú flutt í Sól- bakkahverfið með starfsemi sína. KIM Ekki sam- keppnisfærar Að þessu sinni var spurt á Skessuhomsvefhum í spumingu vikunnar hvort verslanir á Vestur- landi væru samkeppnisfærar við höfuðborgarsvæðið. Já svöruðu 65 eða 35% en Nei svöruðu 120 eða 65% þátttakenda.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.