Skessuhorn - 15.06.2000, Blaðsíða 16
16
FIMMTUDAGUR 15. JUNI 2000
akCSSUIIUK.
Menntasmiðja kvenna á Akranesi
Kynningarfundur á Menntasmiðju
kvenna var haldinn á Hótel Barbró,
þriðjudagskvöldið ó.júní. Mennta-
smiðjan á Akranesi er sú þriðja sinnar
tegundar á landinu, en hinar eru stað-
settar á Akureyri og í Skagafirði.
Menntasmiðjan stendur yfir í sextán
vikur, og kennt er frá 9-15 alla virka
daga. Ekki er kraíist heimavinnu en
mætingarskylda er 80%. Starfsemin á
Akranesi verður staðsett í gamla
stúkuhúsinu. Þátttökugjald er aðeins
10.000 krónur á önn og ástæðan fyrir
því er sú að smiðjunni hafa borist veg-
legir styrkir, sá hæsti hingað til er frá
Rauða krossinum og hljóðar upp á
700.000 krónur. Aðrir styrktaraðilar
eru Heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytið, Atvinnumálsjóður
kvenna og Félagsmálaráðuneytið.
Nám í Menntasmiðjunni verður
þrískipt, sjálfstyrking, hagnýtar grein-
ar og list- og handverk. Flámarksald-
ur þátttakenda er enginn, en lág-
marksaldur verður líklega 20 ár. Búist
er við að bara verði kennt á vorin og
hafa í staðinn fleiri nemendur í senn.
Astæðan fyrir því að Menntasmiðjan
er aðeins fyrir konur er sú að sem
hópur eiga konur styttri skólagöngu
að baki en karlar, atvinnuleysi er
meira meðal þeirra og þegar þrengist
um á vinnumarkaði er staðreyndin sú
að það eru konumar sem fyrstar
missa vinnuna. Menntasmiðju
kvenna er m.a. ædað að kenna konum
að mæta kröfum vinnumarkaðarins
um tölvulæsi, tungumálakunnáttu,
sveigjanleika og samskiptahæfni.
Hugmyndir era uppi um að síðar
verði stofnuð Menntasmiðja kvenna á
Vesturlandi. SÓK
Hiniinn og jörð
og athafiialausir englar
I Safnahúsinu í Borgamesi stendur
nú yfir sýning Bjarkar Jóhannsdóttur
sem nefhist Himinn og jörð. Björk er
myndlistarkennari að mennt og býr í
Borgamesi. A sýningunni era 40
vatnslitamyndir sem skipast í tvo
flokka. Annar nefhist Himinn og jörð
og honum lýsir höfundur svona: “-
Þessi myndröð hefur tvöfált gildi.
Annars vegar á hún að minna okkur á
að án himinsins og jarðarinnar vær-
um við ekki tril. An föður og móður er
ekkert bam. Hins vegar era á mynd-
unum textar til þakklætis þeim tveim
sem við eigum allt okkar undir; föður
og móður, himni og jörðu.” Hinn
flokkurinn á sýningunni nefnist At-
hafhalausir englar. Um hann segir
höfundur: “Þessi myndröð minnir
okkur á hlutverk englanna. Þeir era
sendiboðar Guðs og hafa það hlut-
verk að hlusta á óskir okkar og bænir.
Við höfum fjarlægst Guð svo mikið
að við gleymum oft tilvist englanna.
Því era þeir aðgerðalausir á meðal
okkar.”
Aðsókn hefur verið góð og eru
margar myndir þegar seldar. Sýning-
unni lýkur 30. júní.
(Fréttatilkynning)
Gjöf til
Snorrastofu
Snorrastofe fékk á dögunum að
gjöf frá erfingjum Þóris Steinþórs-
sonar, fyrrverandi skólastjóra í
Reykholti, veglegt bókasafii hans.
Um er að ræða allt að 1000 bindi,
sem verða glaesileg viðbót við hið
tmga bókasafii miðaldastofhunar-
innar.
Að auki var staðnum Reykholti af-
hent tii varðveislu brjóstmynd Mart-
eins Guðmundssonar af Þóri og
bókahilla fallega útskorin af Ríkharði
Jónssyni. Böm Jóns Þórissonar, fyrr-
verandi kennara í Reykholti, og Hall-
dóra Þorvaldsdóttur, lengi símstöðv-
arstjóri í Reykholti, afhentu síðan
staðnum að gjöf veggspjald með
myndum af fyrstu útskriftamemend-
um gamla Héraðsskólans í Reykholti
frá vorinu 1932. Þetta veggspjald
hafði skemmst verulega fyrir fyrir all-
löngu síðan og var mikil vinna lögð í
að endurgera það og færa til upphaf-
legs horf. Upprunalegar myndir tók
Jón Kaldal, en endurgerð annaðist
Halldór Einarsson ljósmyndari. Þess-
um munum, sem svo órofanlega
tengjast sögu skólans, verður komið
fyrir í þeim hátíðarsal og fundarher-
bergi, sem nýbúið er að innrétta í
sundlaugarálmu gamla skólans. Þar
verða þessir munir til sýnis ásamt
ýmsu öðmm er tengjast sögu skólans.
BÞ
Akraneskaupstdður
Brekkubæjarskóli
Auglýsing um
laus störf
Við sérdeild Brekkubæjarskóla vantar
starfsfólk í hlutastöður,
þ.e. 66,25% stöðu ffá kl. 8:00 til 13:00 + fundir
og 53,75% stöðu, írá kl. 8:00 til 12:00 + fundir.
Einnig vantar starfsmann við skóladagvistina
Brekkusel í 62,5% starf, þ.e. lfá ld. 12:00 til 17:00.
Upplýsingar gefur Ingvar Ingvarsson
aðstoðarskólastjóii í shnum; í skólanum 4311938
og heima 431 3090.
Umsóknarfrestur er til 26. júní 2000 og skulu
tunsóknimar sendar á bæjarskrifstofumar
Stillholti 16-18
n
:
Vá já1'::
Kvennakórinn Ymur söng dfundinum við góðar undirtektir.
Sköpuðu grundvöll
velsældar okkar
Á nýliðnum sjómannadegi var
opnuð í Olafsvík sýning á bátamód-
elum af þekktum vélbátum og
skonnortum sem rera til fiskjar fyrr
á öldinni frá Rifi og Hellissandi.
Bátasmiðurinn og fyrrverandi sjó-
maður, Grímur Karlsson frá Njarð-
vík, smíðaði öll skipin á sýningunni.
“Sýningin samanstendur af löngu
horfnum bátum frá því fyrir alda-
mót. Elsta skipið á sýningunni er
Hrísey EA 10, en Hríseyin var upp-
haflega smíðuð í Skotlandi á árun-
um 1860-70. Þarna eru margir
þekktir bátar, eins og t.d. báturinn
Ægir sem var frá Grindavík en var
seldur vestur á Rif og fékk nafnið
Ármann. Vinnustundir við smíði
svona báta geta farið upp í 1000 -
1500 fýrir stærri bátana en um 250
vinnustundir tekur að smíða þá
minni. Eg hef haft mikla á-
nægju af því að setja upp
sýninguna í Olafsvík, því
þar skilja menn hversu
veigamiklu hlutverki þessir
bátar gegndu. Þeir sköp-
uðu grundvöll velsældar
okkar, af þeim urðum við
rík og vel menntuð, bát-
arnir sköpuðu þann auð
sem við sóttum í til að geta
menntað okkur og kom-
andi kynslóðir,” sagði
Grímur Karlsson. Sýning-
in átti upphaflega að
standa yfir sjómanna-
dagshelgina en vegna
góðrar aðsóknar hefur hún
verið ffamlengd til mán-
aðamóta. EE
Borgfirðingahátíð -
með baðstofustemningu
Baðstofukvöld, gömludansaball,
gamlar dráttarvélar, Brákarsund
og þjóðdansar... Borgfirð-
ingar halda veglega og þjóðlega
hátíð 16-18 júní í ár sem nefnist
Borgfirðingahátíð. Hún er hald-
in í Borgamesi og nágrenni og er
helguð borgfirskri sögu og um-
hverfi að mestu leyti. Fjöldi
skemmtiatriða verður á hátíð-
inxú, fyrir unga sem aldna.
Skemmtiatriðin á hátíðinni
tengjast flest Borgarfirðinum á ein-
hvern hátt. Síðdegis föstudaginn
16. júní verður skrúðkeyrsla drátt-
arvéla frá Hyrnunni í Borgarnesi og
niður í gamla bæinn. Þar tekur við
lifandi markaðstorg á planinu hjá
Kaupfélagi Borgfirðinga.
Hátíðin hefst formlega með
svokölluðu baðstofukvöldi á föstu-
deginum 16. júní. Þar setur For-
seti íslands hátíðina og skemmti-
atriði verða á þjóðlegu nótunum.
Jóhannes Kristjánsson eftirherma
kemur í heimsókn og Anna Pálína
Árnadóttir flytur lög eftir Jónas
Árnason. Baðstofukvöld er eins og
nafnið gefur til kynna í kvöldvöku-
stíl, upplestur, tónlist og íslenskt
handverk verða í öndvegi. Síðar
um kvöldið verður gömludansaball
í félagsheimiiinu Valfelli rétt utan
við bæinn og sætaferðir þangað.
Sérstök dagskrá verður fyrir yngra
fólkið, m.a. kemur Páll Oskar
Hjálmtýsson í heimsókn.
A laugardeginum 17. júní verða
mikil hátíðahöld, hátíðarmessa og
vegleg dagskrá í Skallagrímsgarði
með leikatriðum, tónlistaratriðum
og þjóðdönsum, skrautsýning
hestamannafélagsins Skugga á
gamla malarvellinum og tónleikar
fyrir yngra fólkið.
Á dagskránni á sunnudeginum
18. júní er m.a. menningardagskrá
á vegum Safnahúss Borgarfjarðar.
Þar flytur Böðvar Guðmundsson
rithöfundur fyrirlestur um vestur-
farabréf og tónlistaratriði verða
flutt. Þá verður verðlaunaafhend-
ing í ljóðasamkeppni sem haldin
var í tengslum við hátíðina. Dag-
skrá Borgfirðingahátíðar lýkur svo
með sérstakri uppákomu í Sund-
lauginni í Borgarnesi, en þar verð-
ur Brákarsund þreytt til að minnast
Þorgerðar Brákar, sem bjargaði lífi
Egils Skallagrímssonar forðum
daga.
Alla hátíðina verða ýmsi atriði í
gangi, svo sem ratleikur á söguleg-
um nótum, ljósmyndamaraþon,
ljósmyndasýning, málverkasýning
og ýmislegt fleira.