Skessuhorn


Skessuhorn - 13.07.2000, Page 6

Skessuhorn - 13.07.2000, Page 6
6 FIMMTUDAGUR 13. JULI 2000 SementsgjaU yfir allan neðrí Skagann framkvæma mjög skilyrta leit að veiðileyfum við sitt hæfi. Með veflausnum Tölverts munu starfsmenn Landssambands veiði- félaga geta viðhaldið vefnum sjálfir á mjög einfaldan hátt í gegnum hvaða nettengdu tölvu sem er, bætt við vefsíðum, breytt og bætt við texta þeirra og myndum. Einnig munu þau veiðifélög sem þess óska geta smíðað sína eigin vefsíðu um sín veiðisvæði þar sem hægt verður að fylgjast með veiðitölum, fræðast um veiðistaði og margt fleira. Ætlunin er að vefurinn opni næsta haust en hann mun eftir opn- un hans verða vistaður hjá Islenskri upplýsingatækni í Borgarnesi. MM Þór Þorsteinsson eigandi Tölvert og Óðinn Sigþórsson formaður Landssambands veiði- félaga undirrita samninginn um gerð vefjarins angling.is Mynd MM angling.is: Vcfur Landssambands veiðifélaga gerður hjá Tölvert í Borgamesi Landssamband veiðifélaga og hugbúnaðarfyrirtækið Tölvert í Borgamesi rituðu nýlega undir samning um smíði nýs auglýs- inga- og upplýsingavefjar um lax- og silungsveiði á Islandi. Vefnum, sem verður til að byrja með á íslensku og ensku, er ætlað að birta almennar upplýsingar og fréttir af lax- og silungsveiði á Is- landi auk upplýsinga um öll veiði- svæði á landinu sem telja hátt á annað hundrað. Þau veiðifélög sem þess óska munu geta viðhaldið lista yfir laus veiðileyfi og verður gest- um vefsins þannig mögulegt að Styrkur úr Þróunarsjóði Þrír skólar á Vesturlandi hljóta styrki úr þróunarsjóði Grunnskóla skólaárið 2000- 2001. Skólarnir eru Grunda- skóli á Akranesi, Grunnskólinn í Grundarfirði og Andakílsskóli í Borgarfirði. Grundaskóli fær styrk að upphæð 300.000 í verk- efnið „Móðurmálsnám barna með málaerfiðleika. Andakíls- skóli fær 250 þúsund króna styrk fyrir „Sjálfbæra lífsleikni” og Grunnskólinn í Grundarfirði og foreldrahópurinn tilvera fá 350 þúsund króna styrki til að þróa kennslu í lífsleikni í sam- vinnu við foreldra. GE Á slóðir forfeðranna Nú í vikunni kom til Stykkis- hólms ungur Vestur-íslending- ur Adam Sommerfeld að nafni. Adam er einn þeirra ungmenna sem þátt taka í Snorraverkefn- inu sem er samstarfsverkefni Norræna félagsins og Þjóð- ræknisfélags Islendinga. Ung- mennin dvelja á landinu í þrjár vikur og er þeim útveguð vinna á meðan á dvölinni stendur. Adam Sommerfeld á ættir sínar að rekja til Stykkishólms og næstu þrjár vikurnar gefst honum tækifæri til að kynnast heímkynnum forfeðranna. GE íbúar á neðri Skaganum voru margir hverjir ósáttir þegar Sementsverksmiðjan hf skipaði upp 6000 tonnum af sements- gjalli í suð-austanátt og rigningu 26. - 28. júní. Astæðan er sú að þetta sama gjall fauk yfir stórt svæði á neðri Skaganum og sat eftir það sem fastast, m.a. á bíl- um fólks. Sá sem lenti hvað verst í því er eigandi Bílvers á Akranesi, Reynir Sigurbjörnsson. Reynir er með bæði bílasölu og verkstæði á Akurs- brautinni, en hann er með umboð fýrir Honda og Peugeot. Hann seg- ir það hafa verið sérlega bagalegt að fá gjallrykið yfir nýju bílana sem stóðu fyrir utan verkstæðið. „Þetta er alveg skelfilegt. Þeir keyra beint framhjá hérna hjá okkur og gjall- rykið fer yfir allt. Auðvitað var maður ekkert ánægður, af og frá, en starfsmenn Sementsverksmiðjunn- ar komu hérna á mánudeginum og þrifu nýju bílana svo ég ákvað að láta þetta bara kyrrt liggja,” Að sögn Þórs Tómassonar, efna- verkfræðings hjá Hollustuvernd ríkissins, er ekki algengt að gjall sem þetta sé flutt til Sementsverk- smiðjunnar. „Svona viðbótargjall er einungis keypt ef verksmiðjan ann- ar ekki eftirspurninni eftir sementi með eigin gjalli eins og nú er að gerast, þenslan í þjóðfélaginu er svo gríðarleg um þessar mundir.” Þór segir að þetta geti jafnvel orðið í síðasta sinn sem nauðsynlegt sé að kaupa viðbótargjall. „Nú er verið að byggja sementssíló í Helguvík sem verður þá væntanlega í sam- keppni við Sementsverksmiðjuna á Akranesi. Miðað við að þeir aðilar komi til starfa finnst mér ólíklegt að aftur þurfi að kaupa sementsgjall og flytja það upp á Akranes með þessum hætti.” Gunnar H. Sigurðsson, fram- leiðslu- og viðhaldsstjóri hjá Sem- entsverksmiðjunni hf, tekur undir það sem Þór segir, en bætir við að ef til þess kæmi að kaupa þyrfti við- bótargjall yrði tekinn minni farmur og reynt yrði að losa hann á sem- entsbryggjunni en ekki á aðal- bryggjunni eins og nú var gert. „Við reiknum ekki með að þurfa að flytja inn fleiri farma af sements- gjalli á þessu ári. Við tókum inn þennan stóra farm núna í von um að sleppa við það.” Hann segist þó ekki geta spáð fýrir um hvenær kaupa þurfi meira gjall og bendir á að það velti allt á því hversu lengi þenslan heldur áfram. “Þetta er mjög sjaldgæft og gerist einungis þegar við náum ekki að framleiða nóg gjall til sementsframleiðslu íyr- ir markaðinn. Við ætlum okkur jafnvel að reyna að stytta hjá okkur ofnstoppin sem leiðir þá af sér aukna gjallframleiðslu. Við byrjuð- um að skipa upp á mánudeginum í rjómablíðu, en á þriðjudeginum kom suð-austanátt, rok og rigning, sem er hið versta veður upp á þetta að gera. Þá var hins vegar ekkert um annað að ræða en að halda á- fram og ljúka uppskipun sem fyrst. Okkur þykir það auðvitað mjög leiðinlegt að þetta skuli hafa valdið fólki óþægindum og reynum að að- stoða þá sem til okkar leita eftír föngum.” SÓK Tankar Semetitsverksmiðjunnar á Akranesi. Höfrungur III og Helga María: Túrar upp á tugi milljóna króna Helga María landaði aflafyrir 60 milljónir í síðustu viku. Frystitogarinn Höfrungur III landaði á mánudagsmorgun um 500 tonnum af fullunnum afurðum eftir 34 daga veiðiferð. Heildarafla- verðmæti nam um 90 milljónum króna. Uppistaða í aflanum var karfi, grálúða og þorskur. Þá landaði frystitogarinn Helga María AK 16 snemma í síðustu viku afla að verðmæti 60 milljónir króna eftir tæplega mánaðar útivist. Aflinn var blandaður; úthafskarfi, þorskur og ufsi auk svokallaðs „heimakarfa”. -SSv. Þær létu dmuminn rætast! Þessar fjórar stelpur hafa nú um nokkurt skeið sótt söngtíma til Reykjavíkur hjá Siggu Beinteins og Maríu Björk. Þetta væri ekki svo athyglisvert nema af því að þær búa allar í Snæfellsbæ og hver á sínum staðnum innan bæjarfélagsins, þ.e. Breiðu- vík, Hellissandi, Olafsvík og Rifi. Þetta er ekki beint lið- ur í sameiningu á svæðinu en gefúr góðan tón um að sam- vinna á víða við. A inyndinni hér til vinstri eru: f.v. Sigríður Beinteins- dóttir, Renata Sigurbergs- dóttir, Árný Sif Reynisdóttir, Guðríður Þorkelsdóttir og Elfa Björk Kristjánsdóttir.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.