Skessuhorn - 03.08.2000, Page 5
§KESSUH©BKi
FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2000
5
Hestakallar
Stundum er varla hægt annað en dást að ósvífni
manna. Þvert gegn vilja sínum. Sú trega aðdáun
greip mig þegar ég renndi um daginn yfir viðtal í
DV við kunnasta hestamann landsins til margra
ára, Sigurbjörn Báðarson.
Sigurbjörn var að tala um erfiðleika hrossaút-
flytjenda. Og virtist ekki standa steinn yfir steini.
Einkum var það útflutningurinn til Þýskalands
sem olli Sigurbirni djúpri sorg en sá útflutningur
ku vera meira og minna hruninn, en hafði áður
verið drýgstur tekjustofn hestakalla, enda íslenski
hesturinn líklega vel við hæfi Þjóðveija - án þess ég
fari að ráði lengra út í þá sálma.
Þótt Sigurbjörn fullyrti að markaðir í öðrum
löndum væru skikkanlega á vegi staddir og mögu-
leikar á að flytja út fleiri hross til ýmissa landa virt-
ist hagur hrossaútflytjenda standa og falla með
Þýskalandsmarkaðnum og skal ég ekki efast um
það. Og nú fyrst sá markaður var nánast orðinn að
engu var útlit fyrir að hrossabændur þyrftu sumir
hveijir að draga saman seglin. Jafnvel - sem guð
forði! - fækka hrossum. Jafnvel - sem guð forði
ennþá frekar! - snúa sér að einhveiju öðru. Það var
skelfileg tilhugsun, enda geta hestakallar sem
kunnugt er ekki hugsað sér neitt annað en vera
hestakallar. Þó svo sem þeim þyki sumum hveij-
um ekkert vænt um hesta. Þó svo þeir hirði sumir
hveijir illa eða ekki um hestana sína. Svelti þá og
láti standa úti í hvaða veðrum sem er. Þá eru þeir
samt hestakallar og hestakallar skulu þeir vera. Og
öllum öðrum hestaköllum rennur blóðið til skyld-
unnar að hjálpa þeim að halda áfram að vera hesta-
kallar.
Svei mér þá ef hestaköllum þykir ekki ennþá
vænna um aðra hestakalla en sjálfa hestana. Að
minnsta kosti um fyrirbragðið hestakall, sem þeir
telja vera göfugast hlutskipti á landinu. Enda
virkilega göfug iðja - að ala upp lítil hross til að
flytja út handa þýskum rössum að sitja.
Og því var sannkölluð vá fyrir dyrum, sagði
Sigurbjörn, þegar hyllti undir að sumir hestakallar
yrðu jafnvel að hætta að vera hestakallar. Eitthvað
varð að gera!
En þegar neyðin er stærst er hjálpin stundum
næst. Sigurbjörn hafði sem sé komið auga á ráð til
úrbóta. Hann hafði séð björgunarhring sem varpa
mætti til hestakallanna svo þeir gætu haldið áfram
að vera hestakallar.
Mikið lof og prís ... Eini gallinn var sá að björg-
unarhringurinn var ekki í höndum Sigurbjörns
sjálfs, né annarra hestakalla. Nei, björgunarhring-
urinn var í höndum íslenska ríkisins.
Ríkissjóður! Sigurbjöm hafði sem sé komist að
þeirri niðurstöðu að það eina sem gæti bjargað
hestaköllunum sem höfðu treyst á Þýskalands-
markað fyrir litlu hrossin sín væri opinber aðstoð.
Opinber aðstoð! Ég ætla að endurtaka þetta: Opin-
ber aðstoð!
Sigurbjörn vildi að hestakallar fengju opinbera
aðstoð við að flytja út hrossin sín til Þýskalands. Nú
er það alkunna af hveiju Þýskalandsmarkaður er
hruninn. Það vita allir. Ástæðan er einfaldlega sú
að íslenskir hestakallar hafa stundað í áraraðir
mjög umfangsmikil fjársvik þar sem þeir hafa fals-
að skýrslur um verð hestanna sem þeir hafa selt til
Þýskalands til þess að sleppa við að borga af gróða
sínum eðlilega tolla til þýska ríkisins, og kannski
þess íslenska líka, þó ég viti það raunar ekki fyrir
víst.
Þetta virðist hafa verið plagsiður sem nánast
allir hestakallar stunduðu sem fluttu út hross og
þeir hafa ekki bitið úr nálinni með það ennþá.
En öll þessi svik komust upp þá fór svo -
einsog eðlilegt mátti heita - að Þjóðveijar reyndust
ekki hafa lyst á að kaupa hross af íslenskum hesta-
köllum um skeið. Og skal engan undra. Því harðn-
ar í búi hjá hestaköllum og skal heldur engan
undra.
En þá rís upp Sigurbjörn Báðarson og heimtar
opinbera aðstoð handa hestaköllum. Þeir hafa
klúðrað sínum eigin stærsta markaði með §ár-
plógsstarfsemi og tollsvikamyllu og heimta svo op-
inbera aðstoð! Ríkið - og það er að segja við - eigum
að fara að styrkja hestakalla sem spiluðu rassinn úr
buxunum með græðgi og lögbrotum. Það er þetta
sem ég á við með ósvífni. Og er þá vægt til orða tek-
ið.
Ég held þeir geti bara étið það sem úti frýs.
Vissulega getur vel verið að einhveijir heiðarlegir
hestakallar sitji nú í súpunni og verði fyrir tjóni
vegna fjársvika kollega sinna, sem þeir hafa sjálfir
ekki tekið þátt í. Þar á meðal kannski Sigurbjörn
Báðarson; ég veit satt að segja ekkert um hans mál
eða hvort hann flytur út hross til Þýskalands. En
samt sem áður - hestakallar geta ekki krafist opin-
berrar aðstoðar vegna glæpastarfsemi félaga sinna.
Því miður - það er bara svoleiðis. Og enginn skal
reyndar segja mér að allir hestakallar hafi ekki vit-
að - ef þeir vildu vita - um hvernig kaupin gerðust
á Þýskalandseyrinni. Að þau voru byggð meira og
minna á svikum og prettum og tollsvikum. En ekk-
ert gerðu þeir til að upplýsa málið. Það þurftu Þjóð-
veijar að gera, en íslendingar drógu lappirnar eins
og þeir mögulega gátu. Og hlupu vælandi til Guðna
Ágústssonar. „Guðni, þeir eru að hrekkja okkur!“
Og íslendingar reyndu eins og þeir gátu að koma í
veg fyrir rannsókn.
En þegar það tókst ekki og markaðurinn er
hruninn, þá er hlaupið í blöðin og heimtuð opinber
aðstoð.
Alveg stórmerkilegt hvað helstu karlmenni ís-
lands, eins og hestakallar telja sig iðulega vera, eru
gjarnan dæmalaust vælugjamir. Og ósvífnir. Þeir
hafa viljað vera fullkomlega í friði fram að þessu,
ekki viljað hafa nein opinber afskipti af þeirra
bissniss (og nú er komið í ljós hvers vegna), en
strax og bjátar á þá er farið að væla á opinbera að-
stoð!
Illugi Jökulsson
r
ATVINNA
Óskum eftir að ráða starfsfólk til
afgreiðslustarfa í verslun og
veitingastofu Hymunnar
Vinnutími er umsemjanlegur
Reyklaus vinnustaður
Símar 430 5550 - 430 5555 - 430 5566
i
'L.I.T.
1
INGI TRYGG VASON hdl.
lögg. fasteigna- og skipasali
Borgarbraut 61
310 Borgarnes
Sími: 437-1700
Fax: 437-1017
Nýtt á söluskrá
Kveldúlfsgata 26, Borgarnesi
íbúð á 2. hæð, 74,8 ferm. Stofa og hol teppalagt en
tvö svefnherbergi dúklögð, skápar í báðum. Eldhús
dúklagt, viðarinnrétting. Baðherb. dúklagt, ljós
i innrétting. Sérgeymsla og sameiginleg geymsla og
i þvottahús í kjallara. Til afhendingar strax.
* Verö: kr. 6.200.000
x
5
I Sólbaðsstofan Klettasól, Borgarnesi
Um er að ræða rekstur (viðskiptavild), og tvo
ljósalampa. Sólbaðsstofan er í fullum rekstri og til
afhendingar með skömmum fyrirvara.
Verð: Tilboð
Halldórs<
j Hvammi, Skorradal
; Svava
upp á
n ásamt
starfslokum
Þau taka á móti gestum í
{ skátaskálanum Skátafelli í landi
Stóru-Drageyrar í
Skorrdalshrepp laugardaginn
5.ágústfrá kl. 18.00
Hún Sigga mín
verður 30 ára
miðvikudaginn 9.
ágúst og verður
heima þann dag
■n\
(Hún ferhvort sem er
aldrei neitt)
Jónsi á Kópa
-ATVINNA-
RÆSTINGASTARF
Laust er til umsóknar starf við ræstingar á
sýsluskrifstofu og lögreglustöð í Borgarnesi.
Frestur til að skila umsóknum er til
14. ágúst nk. og viðkomandi þarf að geta
hafið störf strax.
Laun eru samkvæmt uppmælingu.
Upplýsingar veitir undirritaður
Borgarnesi 31. júlí 2000
Stefán Skarphéðinsson
ÞORGEIR &
ELLERT HF.
Þorgeir & Ellert hf. óskar eftir því
að ráða járniðnaðarmenn til
almennrar málmsmíði
Nánari upplýsingar gefur
V