Skessuhorn - 21.12.2000, Síða 5
FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000
5
UHll<9dttll/u.
Landsskrá fasteigna
Túnamótaverkefni á
sviði landmælinga og
landskránmgar
Fasteignamat ríkisins
Fasteignaskrá
Hagstofa Islands
Þjóðskrá
Landskrá fasteigna
w
Sýslumenn
Þinglýsingabækur
Stofnhluti
Þinglýsingahluti
Mannvirkiahluti
Matshluti
X
Landmælingar Islands
Stafræn grunnkort
Landskrá fasteigiia er stórt skref í samræmingu og samfattingu upplýsinga um landið.
Skýringamynd: Jean-Pietre Biard.
Landmælingar íslands og Fast-
eignamat ríkisins hafa gert með
sér samstarfssamning á sviði
landmælinga og landskráningar.
Þessum stofríunum hafa með
lögum og reglugerðum verið fal-
in skyld og samþætt verkefni á
sviði landmælinga og landskrán-
ingar sem kallar á náið samstarf.
Skrifað var undir samninginn í
byrjun nóvember.
Að sögn Magnúsar Guðmunds-
sonar forstjóra Landmælinga Is-
lands er hér um að ræða brýnt og
umfangsmikið verkefni sem sé stórt
skref í samræmingu og samþætt-
ingu upplýsinga um landið. Segir
hann þátttöku stofnunarinnar í
þessu verkefni grundvallaratriði
fyrir starfsemi Landmælinga Is-
lands. “Þetta tengir okkur við þessi
stóru grunnupplýsingakerfi lands-
ins og verður örugglega kjölfestan í
starfseminni þegar til lengri tíma er
litið,” sagði Magnús. “I mörgum
nágrannalöndum okkar er það ekki
aðskilið að kortleggja landið og
skrá hverjir eiga það og því er fast-
eignaskráning og kortagerð víða
undir sama hatti enda er talið hag-
kvæmt að vinna þetta saman.”
LMI verður falið að hafa umsjón
með menntun og faggildingu vott-
aðra landmælingamanna sem ráð-
gert er að hafi réttindi til að skil-
greina lönd og lóðir í Landsskrá
fasteigna. “Landeigendur geta síð-
an leitað til þessara löggiltu land-
mælingamanna sem skila niður-
stöðum mælinga í forskráningu
Landsskrár fasteigna sem Land-
mælingar íslands hafa eftirlit
með,”sagði Magnús.
Magnús segir að það sem vantað
hafi til þessa séu kort. “Það sem er
best skráð í dag eru lóðir í þéttbýli
en jarðir utan þétttbýlis eru illa
skráðar og til að mynda er affnörk-
un margra jarða byggðar á landa-
merkjabréfum ffá 19 öld. Það getur
leitt til þess að ónákvæm gögn fara
í þinglýsingu. Mikilvægi þessa
verkefni ætti að vera augljóst og
undirstaða þess að hægt sé að leysa
það eru stafræn kort sem Landmæl-
ingar eru að búa til, ” segir Magnús
Guðmundsson.
Staða á vinnumarkaði
Vinnumálastofríun hefur tekið
saman skýrslu um horfur og
stöðu á vinnumarkaði í desem-
ber 2000.1 skýrslunni er hið nýja
Norðvesturkjördæmi tekið sér-
staklega út, þ.e. Vesturland,
Vestfirðir og Norðurland vestra.
Samkvæmt skýrslunni eru horfur
á að eftirspurn eftir vinnuafli á
landinu öllu verði 0,8% meiri í apr-
ílmánuði á næsta ári en nú á haust-
mánuðum. Einkum verður mikil
efrirspum efrir vinnuafli á höfúð-
borgarsvæðinu. Þar sem búast má
við yfir 1,5% fjölgun starfa. Eftir-
spurn eftir vinnuafli á landsbyggð-
inni verður hins vegar minni en nú
er sem nemur nærri 1%. Samdrátt-
ar er einkum að vænta í hótel- og
veitingastarfsemi og samgöngum
og fjarskiptum, en aukningar í
verslun og viðgerðarþjónustu.
I Norðvesturkjördæminu var
gerð könnun meðal fyrirtækja,
sveitarstjórnarmanna og svæðis-
ráðsfulltrúa á horfum í atvinnumál-
um svæðisins. Horfur eru á að eftir-
spurn eftir vinnuafli á Vesturlandi,
Vestfjörðum og á Norðurlandi
vestra verður nokkru rninni á vor-
mánuðum en nú er, eða sem nemur
0,3%. Samdráttur verður einkum í
fiskveiðum og vinnslu, en einnig
má búast við minnkandi eftirspurn í
iðnaði, samgöngum og flutningum,
og landbúnaði. Aukinnar eftir-
spurnar má vænta í öðrum grein-
um, einkum fjármála-, fasteigna-
og viðskiptastarfsemi.
Minnkandi eftirspurn eftir
vinnuafli má einkum skýra með því
að fá stór fyrirtæki vilja fækka
starfsfólki umtalsvert. Þau fyrirtæki
sem vilja fjölga starfsfólki eru hins
vegar fleiri en þau sem vilja segja
starfsfólki upp. Talsverð hreyfing
mun þannig verða á vinnuafli og
munu uppsagnir og nýráðningar
einkum eiga sér stað meðal stærri
fýrirtækja en þeirra minni og í
stærri sveitarfélögum en í þeim
minni.
A norðvestanverðu landinu má
búast við skorti á vinnuafli í mörg-
um greinum, einkum faglærðu fólki
í byggingariðnaði og í heilbrigðis-
og félagsþjónustu. Þá má reikna
með svæðisbundnum skorti á
starfsfólki í fiskvinnslu þrátt fýrir að
vænta megi minni eftirspurnar eftir
vinnuafli í þeirri atvinnugrein þeg-
ar á heildina er litið. Einnig má
vænta einhvers skorts á kennurum,
sérfræðingum á sviði tölvu- og fjár-
málaþjónustu og starfsfólki í mat-
vælaiðnaði.
Þrátt fýrir að búast megi við sam-
drætti í eftirspurn eftir vinnuafli
þegar á heildina er litíð gera þó um
18% fýrirtækja ráð fýrir að starfs-
menn verði fleiri í apríl en nú er.
Um 11% gera ráð fýrir að þeir
verði færri og um 71% gera ekki
ráð fýrir breytingum á starfs-
mannafjölda.
Mestur skortur
á Vesturlandi
I fýrrnefrídri könnun voru full-
trúar í svæðisráðum, sveitarstjórn-
armenn og sérfræðingar í atvinnu-
málum beðnir um að meta hvort
vænta mætti skorts á vinnuafli í ein-
hverjum atvinnugreinum eða með-
al einhverra starfsstétta á næstu 6
mánuðum. Um tveir þriðju hlutar
þeirra sem spurðir voru telja að svo
muni verða í einhverjum mæli,
einkum svarendur á Vesturlandi
(80%), en síst svarendur á Norður-
landi vestra (55%).
Einkum er talinn verða skortur á
iðnaðarmönnum í byggingariðnaði,
nefnt af um fjórðungi svarenda og
einkum á Vesturlandi. Um fimmt-
ungur svarenda telur verða skort á
starfsfólki í fiskvinnslu, einkum á
Vestfjörðum. Svipað margir nefna
umönnunarstörf í heilbrigðis- og
félagsþjónustu, einkum faglært
fólk, og gildir það um allt svæðið.
Búferlaflutningar
I skýrslunni er hugað sérstaklega
að horfum í búferlaflutningum.
Fram kemur að íbúum Vestfjarða
og Norðurlands vestra hefur fækk-
að umtalsvert undanfarin ár. Held-
ur virðist þó hafa dregið úr brott-
flutningi fólks það sem af er þessu
ári. A Vesturlandi hefur verið held-
ur minni fólksfækkun og það sem af
er þessu ári (jan. til sept.) hefur
fólki þar fjölgað nokkuð.
Fjölgunin á Vesturlandi er eink-
um bundin við Akranes og Borgar-
byggð, þar sem fólki fjölgaði einnig
árið 1999, 1 flestum öðrum sveitar-
félögum á Vesturlandi hefur fólki
fækkað. A Vestfjörðum er fækkunin
mest í Vesturbyggð, en á Norður-
landi vestra virðist fólksfækkun ekki
bundin við ákveðin sveitarfélög
umfram önnur. GE
í tilefni af þriggja áratuga afmœli Brynjólfs málara
og sigri liverpool á Manchester United verður
haldinn sérstakur kynningarfundur í höfuðstöðvum
málarans að Lundi II.
Fundurinn hefst kl.20.00 föstudaginn 29. desember
n.k. og er sérstaklega œtlaður vinum og
vandamönnum og konum.
Auglýsing
um starfsleyfístillögur fyrir
Sementsverksmiðjuna hf.,
Akranesi.
í samræmi við 6. gr. í I. kafla laga nr. 7/1998, um
hollustuhætti og mengunarvarnir, liggja frammi til
kynningar starfsleyfistillögur fyrir Sementsverksmiðjuna
hf, Mánabraut, 300 Akranes, á afgreiðslutíma á skrifstofu
Akranesbæjar, Stillholti 16-18, 300 Akranes til kynningar
frá 22. desember 2000 til 23. febrúar 2001.
Skriflegar athugasemdir við starfsleyfistillögurnar skulu
hafa borist Hollustuvernd ríkisins í síðasta lagi 23. febrúar
2001.
Rétt til að gera athugasemdir við starfsleyfistillögurnar
hafa eftirtaldir aðilar:
1. Sá sem sótt hefur um starfsleyfi, svo og
forsvarsmenn og starfsmenn tengdrar eða nálægrar
starfsemi.
2. Ibúar þess svæðis sem ætla má að geti orðið fyrir
óþægindum vegna mengunar.
3. Opinberir aðilar, félög og aðrir þeir, sem málið
varðar.
Einnig er hægt að nálgast tillögurnar á heimasíðu
Hollustuverndar ríkisins
http://www.hollver.is/mengun/mengun.html
HoLliutuvernd ríkijino
Mengunarvarnir
Ármúla la,
Reykjavík