Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2000, Side 6

Skessuhorn - 21.12.2000, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000 Gautur Þorsteinsson starfsmaóur Tals forir Ama Helgasyni fyrverandi símstöðvarstjóra Talfrelsi. Mynd IH Tal í Stykldshólm í síðustu viku tók Tal í notkun sendi fyrir handsíma (GSM) í Stykkishólmi. Fulltrúar tals buðu af þessu tdleíni til fundar í sal Tónlistarskóla Stykkis- hólms. Þar skýrðu þeir starfsemi fyr- irtækisins og hvemig útbreiðsla dreifi- kerfisins væri stöðugt að stækka. Síð- an var gestum boðið að skoða sím- stöðinn sem staðsett er á effi hæð gamla grunnskólans. Þeir lýstu því hve ákjósaniegur þessi staður væri sökum þess hve hátt húsið stendur. Þá gáfu fulltrúar Tals öllum viðstöddum Talfrelsi með 2000 króna inneign. Fyrir undirritaðan var það sérstök uppfifún að sjá símstöð rekna úr sama skóla og ég var sjálfúr rekinn úr fyrir 30 árum. Efdr þessa kynningu var viðstöddum boðið tíl hádegisverðar á Ffótel Stykkishólmi. IH Bruin breikkuð Meðan á meðferð málsins stendur samþykkir bæjarstjóm að fresta frekari úthlutun lóða við Ægisbraut". Ægisbrautin í endurskoðun Bæjarstjórn Akraness hefur falið skipulagsnefnd að láta vinna tillögu að deiliskipulagi fyrir Æg- isbraut og nærliggjandi svæði. Að sögn Skúla Lýðssonar, byggingar og skipulagsfulltrúa Akraness er jafnt og þétt verið að vinna að endurbótum á skipulagi á afmörk- uðum svæðum þar sem það þykir ófullkomið. “Þá er skipulagið opnað eins og við segjum og allir byggingarreitir skoðaðir og unnar tillögur um nýtingu og stærð og gerð húsnæðis,” sagði Skúli Lýðs- son. Hann segir nokkra reiti enn- þá til staðar á Skaganum þar sem skipulagið á eftir að færast til nú- tímalegs horfs. Skipulagsnefnd er falið að kynna málið á vinnslustigi fyrir í- búum á því svæði sem deiliskipu- lagstillagan mun taka til og leita efdr tillögum þeirra. Oánægju- raddir hafa heyrst um iðnaðar- starfsemi á Ægisbraut sem íbúum þykir fara illa saman við íbúa- byggðina við götuna og næsta ná- grenni. K.K. Hafaar eru firamkveenidir við breikkun brúarinnar yfir Langá á Mýnim. Briim er varasöm og hin mesta slysagildra og þvi óh.ett að segja að þessar framkviemdir séu lóngu trmabarar. I síðustu viku varjónas Guðmtmdsson verktaki ásamt sínum mömmnt að Ijiíka jarðvegsfiramkvœmdum vegna breikkimarinnar. Mynd GE Sigurði sýslumanni dæmdar bætur Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt ríkið til að greiða Sigurði Gizurarsyni, fyrrver- andi sýslumanni á Akranesi, hálfa milljón króna í miska- bætur. Niðurstaða dómsins er að dómsmálaráðuneytið hafi brotið stjórnsýslulög þegar ákveðið var að flytja Sigurð úr embætti sýslu- manns á Akranesi yfir í embætti sýslumanns á Hólmavík. Auk miskabóta var ríkissjóður dæmd- ur til að borga Sigurði 300.000 krónur í málskostnað. Héraðsdómur féllst hins vegar ekki á seinni kröfu Sigurðar um 25,4 milljóna króna skaðabætur og átaidi hann fyrir þann hluta stefnunnar. Var hún mikil að vöxtum eða 31 síða, og í henni er m.a. að finna orðréttar tilvitnan- ir í fræðirit og dóma. Héraðsdómur Reykjavíkur vís- aði málinu frá dómi 1. febrúar 1999. Sá úrskurður var kærður til Hæstaréttar sem lagði fyrir hér- aðsdóm að taka málið til efnis- meðferðar. MM Eitt prósent Meðalfjöldi atvinnulausra á Vest- urlandi er nú um 71 eða um 1 % af áætluðum mannafla, en var 0,6% í október. Atvinnuleysi hefúr aukist atvinnuleysi um tæp 63% miðað við nóvember 1999. Atvinnuleysi karla mælist nú 0,6% en hjá konum er það 1,5%. MM Eiga Pokémonmyndir fyrir rúma milljón Á dögunum gerðu krakkar í fimmta bekk Grundaskóla könn- un á Pokémonmyndaeign nem- enda í 1.-7. bekk skólans með að- stoð frá kennara sínum. Sam- kvæmt þeim upplýsingum sem krakkamir söfnuðu eiga þessir nemendur 36.011 myndir. Hver mynd kostar að meðaltali 30 krónur og eru þetta því myndir fyrir 1.080.330 krónur. Samtals eru nemendumir í þessum bekkj- um skólans 305 talsins og er því um 118 myndir á mann að ræða. Að sögn Hrannar Ríkharðsdóttur, aðstoðarskólastjóra Grundaskóla, hefur verið reynt að draga úr því að krakkarnir komi með myndirnar í skólann. “I sumum bekkjum hefur alveg verið tekið fyrir þetta og því beint til foreldra barnanna að krakk- amir fái ekki að fara með þetta að heiman. Hver kennari lagði þetta fyrir sinn bekk, foreldra og nemend- ur, í haust en engin yfirlýsing var gefin út af hálfu skólans um að bannað væri að koma með myndim- ar. Þetta er erfitt viðfangs því það hafa ekki allir foreldrar efni á að kaupa svona myndir handa börnun- um sínum og það að sumir eigi margar og aðrir fáar veldur ergelsi og pirringi krakkanna á milli.” Hrönn segir þó að niðurstöður könnunarinnar séu hugsanlega ekki alveg marktækar því ekki sé hægt að reikna með að nemendur í fyrsta bekk viti nákvæmlega hversu margar myndir þeir eigi. “Hvað varðar þessa eldri ætti þetta þó að vera nokkuð nærri lagi. Eldri krakkarnir eiga meira af þessu og svo má kannski bæta því við að þeir nemendur sem era á unglingastigi í skólanum og tóku ekki þátt í þessari könnun eiga líka Pokémonmyndir.” Eflaust blöskrar mörgum hversu háar upp- hæðir er um að ræða og það er margt hægt að gera fyrir eina millj- ón króna. Krakkarnir í fimmta bekk gera sér fulla grein fyrir því enda settu þau upp sem niðurstöðu könn- unarinnar: Hvað gætum við gert fyrir þennan pening? SOK Jólasveinar þuifa að ktrma víða við í embattiserindum sinum fyrhr jólin. Þessi jólasveinu sá ásueðu til að lenda stundarkom á bjálkakofajem er ígarði við Háteig á Akranesi, vantanlega tilað koma af 'se'r gjöfitm. Mynd: K.K.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.