Skessuhorn - 21.12.2000, Side 22
22
FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000
^ivtaaunu.-
Valgeröur Sverrisdóttir iðuaðairdöheira opnaði hitaveituna formlega. Með henni á myndivni eru Einar Mathiesen sveitarstjóri Dalabyggðar ogjónas Guðmundsson stjómarformaður hitaveitímnar.
Myndir: GE
Bylting í búsetuskilyrðum
Hitaveita Dalamanna formlega opnuð
Það var glatt á hjalla enda stór stund runnin upp.
Það var stór stund íyrir Dalamenn
þegar Valgerður Sverrisdóttir iðnað-
arráðherra ræsti dælur Hitaveitu
Dalamanna síðastliðinn þriðjudag.
Þar með var hin nýja hitaveita frá
Reykjadal að Búðardal formlega tek-
in í notkun. Nú þegar heíur um
þriðjungur væntanlegra notenda ver-
ið tengdur við veituna en áætlað er
að þeir verði um 140 í Búðardal og
dreifbýlinu á leiðinni frá Reykjadal
að Búðardal.
“Þetta er vissulega stór smnd fyrir
Dalamenn,” segir Einar Mathiesen
sveitarstjóri Dalabyggðar og fram-
kvæmdastjóri hitaveitunnar. “EOta-
veita í Dalabyggð er stórt framfara-
skref til aukinna lífsgæða. Með henni
opnast ný vídd í uppbyggingu at-
vinnulífsins og ýmsir áður óþekktir
möguleikar hér á svæðinu. Það má
ætla að á næstu árum munum við sjá
hluti sem ekki voru mögulegir áður
ef tekið er mið af því sem gerst hefur
á öðrum stöðum á landinu eftir að
hitaveita hefur verið tekin í notkun.
Nú ríður á að við íylgjum þessu eftír
og nýtum okkur þá möguleika sem
opnast til fullnustu.
Það er ekkert laummgarmál að
byggðin hér í Dölum hefur átt í erf-
iðleikum og menn hafa horft upp á
fólksfækkun fyrst og ffernst vegna
samdráttar í landbúnaði en þetta
hérað er rótgróið landbúnaðarhérað.
Sveitarfélagið Dalabyggð hefur verið
að snúa vöm í sókn og uppbygging
hitaveitu í Dalabyggð er einn liður af
firnm sem sveitarstjórn setti fram í
sérstakri byggðaráætlun sveitarfé-
lagsins fyrir tveimur ámm í því skyni
að bæta hér búsetuskilyrði. Hinir lið-
imir era uppbygging smábátahafnar
í Búðardal, endurgerð og uppbygg-
ing hótels að Laugum, uppbygging
að Eiríksstöðum í Haukadal og bætt-
ar vegasamgöngur. Allt þetta höfum
við séð verða að veraleika á þessu ári
og það eina sem stendur útaf er að
lokið verði við gerð nýs vegar yfir
Bröttubrekku en það verkefhi hefiir
nýlega verið boðið út og áætluð
verklok eru haustið 2003. Ég er þess
fullviss að þessir þættir muni verka
saman í að tryggja þessu héraði bjarta
ffamtíð og við munum horfa ffam á
fólksfjölgun að nýju áður en mjög
langt um líður,” segir Einar.
Löng leið
Upphafið að hitaveitu í Dalabyggð
má rekja allt til ársins 1982 þegar
gerður var kaup- og leigusamningur
milli Laxárdalshrepps, Miðdala-
hrepps og Haukadalshrepps, annars
vegar, og landeigenda Grafar í Mið-
dölum hinsvegar. I samningnum sel-
ur landeigandi hitavamsréttindi í
landi Grafar og heimilar jafnffamt að
láta fara fram rannsóknir og tilrauna-
boranir eftir heim vami. Kaupandi
hefur einkarétt á öllu vami sem rann-
sóknir og boranir kunna að gefa af
sér. Á grundvelli samningsins var
ráðist í rannsóknir og boranir á
svæðinu árið 1992 en í framhaldi af
því var kosmaður við framkvæmdina
talinn of hár og var fallið frá frekari
áformum.
Það var ekki fyrr en 1998 sem far-
ið var að skoða rnálið að nýju og
ineðal annars leitað nýrra lausna.
Niðurstöðumar urðu þær að ákveðið
var að ráðast í lagningu hitaveim ffá
Gröf í Búðardal. Vorið 1999 var
stofhfiindur Hitaveitu Dalabyggðar
ehf haldinn og skömmu síðar hófust
þær framkvæmdir sem nú er að ljúka.
Aætlað er að húshimnarkosmaður
á svæðinu lækki um allt að 25 - 30%
hjá þeim sem tengjast hitaveitunni
og því er ljóst að fjárhagslegur ávinn-
ingur er uintalsverður þegar fram í
sækir.
GE
Bamakór gnmnskólans t Búðardal söng við opnunina