Skessuhorn - 21.12.2000, Side 36
36
FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000
^&essuhu^
Bóndinn, samvinnu- og bindindismaðurinn Guðráður í Nesi
Hvorld tennur né vín því
hvorugt fékkst í kaupfélaginu
Guðráður Davíösson heima í eldhúsinu í Nesi. Mynd MM
Guðráður Davíðsson, eða Guð-
ráður í Nesi eins og hann hefur
lengst af verið kallaður, er fyrir
löngu orðin þjóðsagnarpersóna
í lifanda lífi. Hann var öflugur
bóndi sem byggði upp nýbýli að
Nesi í Reykholtsdal ásamt konu
sinni auk þess sem hann var
virkur félagsmála- og bindindis-
maður hinn mesti. Þá er hann
ekki síst þekktur fyrir hnittin
tilsvör og skeleggan málflutn-
ing.
Guðráður er orðinn 96 ára gam-
all en býr þrátt fyrir háan aldur á-
samt konu sinni, Vigdísi Bjarna-
dóttur enn á heimili þeirra að Nesi
í Reykholtsdal. Vigdís varð níræð
síðastliðið vor en sér enn um
heimili þeirra hjóna af myndar-
skap. Tíðindamenn Skessuhorns
bönkaði uppá hjá þeim hjónum
fyrir skömmu í því augnamiði að fá
Guðráð til að líta yfir farinn veg.
Kunni 18 kapítula
Guðráður byrjaði að tapa sjón-
inni fýrir 18 árum og í dag er hann
nánast blindur. “Ég sé aðeins móta
fyrir hlutunum en maður bjargast
svona áfram. Þetta voru hinsvegar
mikil viðbrigði og þá sérstakiega
að geta ekki gruflað í kindum.”
Þrátt fyrir að sjónin sé nánast horf-
in feilar fátt í hugsun og minnugur
er Guðráður með eindæmum um
atburði líðandi stundar jafnt og
löngu liðna atburði frá æskuárum
hans í Helgafellssveitinni.
“Eg er fæddur þann 6. nóvember
1904 á bænum Hraunhálsi í
Helgafellsveit. Eg var skírður í
Bjarnarhafnarkirkju skömmu síðar
af sr. Sigurði Gunnarssyni og
fermdur í Helgafellskirkju vorið
1918 af séra Asrnuni biskupi syni
séra Guðmundar í Reykholti. Það
var svolítið sérstakt vegna þess að
það þurfti að sækja sérstaklega um
leyfí til að fá að ferma mig þar sem
ég var ekki nema 13 ára. Það slapp
til vegna þess að ég kunni utanað
18 kapítula í Helgafellskveri og á
þeim forsendum fékkst ég fermd-
ur.
Við vorum ekki nema þrjú systk-
inin. Eldri bróðir sem var fæddur
1901 en dó fyrir um fimmtíu árum
og svo stelpan sem býr í Stykkis-
hólmi. (Stelpan er ekki nema 92
ára gömul). Eg var alinn upp á
Hraunhálsi þangað til ég var 15
ára. Móðir mín var ráðskona hjá
Teiti á Hraunhálsi en pabbi var
alltaf á sjó og þau bjuggu reyndar
aldrei saman foreldrar mínir þótt
þau hafi átt þrjú börn í samein-
ingu.
Eftir snjóaveturinn mikla 1920
fór ég sem kaupamaður að Helga-
felli, þá 15 ára unglingsfjandi. Eg
var þar í sjö ár í góðu yfirlæti. Þar
var bæði gott og skemmtilegt fólk
og gott atlæti í alla staði.”
Byggði Landsspítalann
Barnaskólamenntun Guðráðs
var af skornum skammti, hálfur
mánuður þegar hann var tíu ára
gamall og tveir mánuðir eftir
fermingu. Hann hafði hinsvegar á-
huga á frekari menntun og því hélt
hann brott af Snæfellsnesi þegar
hann var 22ja ára gamall. “Eg fór
vorið 1926 suður til Reykjavíkur til
að byggja Landsspítalann. Þar var
ég hjólbörumeistari og vann mér
inn peninga til að komast í skóla.
Um haustið fór ég síðan í Hvítár-
vallaskóla eins og ég hafði lengi
ætlað mér. Þetta var góður skóli,
strangur en góður. Þennan vetur
var Bjarni á Skáney (síðar tengda-
faðir minn), söngkennari við skól-
ann. Hann vantaði vinnumann um
vorið og því hagaði þannig til að
ég ræðst til hans í kaupamennsku.
Hann átti dóttur og því hagaði líka
þannig til að við trúlofuðum okkur
vorið 1928 og síðan pússaði séra
Einar okkur saman 6. nóvember
1930.”
Þau Guðráður og Vigdís áttu því
70 ára brúðkaupsafmæli í haust en
það er ekki algengt að hjón nái
þeim áfanga að eiga járnbrúð-
kaupsafmæli. Það verður hinsvegar
ekki hjá því komist að spyrja hvort
þau séu ekki orðin leið á hvort
öðru eftir svo langa sambúð? “Nei,
ekki get ég nú sagt það,” segir
Guðráður, “ég er fyrir löngu orð-
inn sjónlaus og heyrnarskertur og
hún er farin að tapa bæði sjón og
heyrn þannig að þetta gengur bara
fjandi vel hjá okkur!” Dísa kona
hans hlær við, enda líklega orðin
löngu vön húmornum í karli.
Þurfti að sjá
á þeim nefið
Þegar Guðráður var búinn að
festa ráð sitt varð ekki aftur snúið
úr Borgarfirði. Fyrstu árin bjuggu
þau hjón með foreldrum hennar,
þeim Bjarna Bjarnasyni og Helgu
Hannesdóttur, á Skáney en árið
1934 ráðast þau í að stofna nýbýlið
Nes út úr Skáneyjarjörðinni. “Ný-
býlalögin voru sett þetta ár og þá
opnuðust lánamöguleikar sem
gerðu mönnum léttara að ráðast í
framkvæmdir. Við fengum landið
fyir neðan veg og byrjuðum að
byggja hérna upp. Við fluttum í
húsið hérna 1937 og keyptum okk-
ur sex kýr og hest af Asgeiri á
Haugum. Eg keypti allan fjandann
þarna í upphafí alveg eins og vit-
leysingur.
Síðan átti ég um 70 kindur sem
fóru reyndar allar til andskotans í
mæðiveikinni 1934. Pestin sallaði
niður fé hér í stórum stíl og ég átti
ekki nema 15 eftir þegar hún var
búin að ljúka sér af. Þetta gekk
samt ágætlega og maður hefur
allavega tórt þetta síðan. Við sem
höfðum Þórð Pálmason fyrir
kaupfélagsstjóra á þessum tímum
fengum í okkar búskaparbrölti oft
fyrirgreiðslu hjá honum Þórði
mínum blessuðum og þannig var
inögulegt að byggja upp, kaupa
bústofn og fleira. Honum Þórði á
ég margt að þakka.
Eg setti hérna upp kúabú og
hafði sextán kýr mjólkandi sem
þótti nokkuð stórt á þeim tíma. Eg
hafði hinsvegar meira gaman af
rollunum og átti kindur þangað til
ég var orðinn blindur og þekkti
þær ekki lengur. Ég þurfti að sjá á
þeim nefið til að hafa tilfinningu
fyrir fóðruninni á þeim. Þess vegna
gat ég ekkert átt við þetta lengur
eftir að ég hætti að sjá.”
Kaupfélagssinnaður
Guðráður er framsóknarmaður
og er stoltur af sínum flokki í póli-
tíkinni, hefur fylgt honum alla tíð
og segir hann miklu stærri en ein-
hverjar skoðanakannanir sýni. Að
sama skapi er hann samvinnumað-
ur fram í fingurgóma og sennilega
vandfundinn meiri fylgismaður
þeirrar stefnu hér á landi. Til er
fræg saga af Guðráði sem tengir
þessa hugsjón honum sjálfum í
gegnum tannleysi hans sjálfs og
bindindisheitið sem hann gaf við
inngöngu í Ungmennafélagið
forðum daga. Hann á að hafa gefið
þá skýringu á því að hann hefði
aldrei drukkið vín og aldrei fengið
sér falskar tennur að hvorugt
fékkst í kaupfélaginu. “Þetta er sko
engin lygasaga. Ef hlutirnir fást
ekki í kaupfélaginu, þá þarf maður
ekki á þeim að halda, svo einfalt er
það! Ég sagði þetta víst á einhverj-
um kaupfélagsfundi fyrir áratugum
síðan þegar verið var að ræða um
að hætta að greiða starfsfólki laun
inn á reikning í Kaupfélaginu. Eg
var á móti því vegna þess að ég
taldi hættu á að þá færi fólkið að
hlaupa útundan sér og versla ann-
ars staðar. Mér þótti fólkinu ekki
of gott að versla við kaupfélagið
sem skaffaði því vinnu. Þegar ég
var á ferð austur á Hornafirði fyrir
svona á að giska 20 árum síðan
heyrði ég þessa sögu hafða eftir
mér og gat ekki neitað því sem eft-
ir mér var haft, enda sennilega
nokkuð rétt með farið.”
Tók í nefið
með hundinum
Guðráður kveðst ekkert vita um
hvort hann eigi langlífi og þokka-
lega heilsu að þakka því að hann
hefur aldrei bragðað vín. “Ég hef
nú aldrei verið að hugsa um það
sérstaklega eða haft það að mark-
miði að tóra í einhvern ákveðinn
árafjölda. Astæðan fyrir því að ég
hef ekki bragðað vín er að ég gekk
snemma í Ungmennafélagið og
strengdi þar bindindisheit og hef
haldið það. Eg fór hinsvegar að
taka í nefið. Það kenndi mér Páll á
Steindórsstöðum, sómamaðurinn
sá. Hann kenndi bæði mér og
hundinum á Vílmundarstöðum að
taka í nefið. Hundurinn kom dag-
lega og fékk í nefið og labbaði síð-
an heim aftur, honum þótti þetta
svona gott. Ég hef hinsvegar lifað
það af en hundurinn er löngu
dauður.”
Fylgist með
þjóðmálunum
Guðráður var bóndi í 50 ár og
hefur því upplifað miklar breyting-
ar á búskaparháttum. Hann hefur
miklar áhyggjur af þróun mála í
hefðbundnum búgreinum, hefur á
þeim ákveðnar skoðanir og er ekk-
ert að luma á þeim. Guðráður er í