Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2000, Side 47

Skessuhorn - 21.12.2000, Side 47
FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000 47 i»t3suiiu^ Hellissandur um 1952 skrifað er lán upp á 5 til 10 krónur til fólks úti í bæ. Fólk þurfti auð- vitað að nota einhverja peninga og ef þeir voru ekki til varð bara að fá þá lánaða. Kaupmenn lánuðu á- byggilega talsvert sem illa eða ekki innheimtist, enda kannski ekki alltaf við því búist”. Benedikt var einnig talsvert við- riðinn útgerð og fiskverkun á Hellissandi fram að því að Hrað- frystihús Hellissands var stoftiað. Verslun sína rak Benedikt til júlíloka 1960. Hann var einn af stoftiendum Sparisjóðs Hellissands 1947 og var formaður stjórnar hans lengst af. Benedikt sá um rekstur sjóðsins lengi eftir að hann hætti kaupmennsku. Slysavamadeildin Björg Fyrir áeggjan Benedikts var stofnuð á Hellissandi deild f Slysa- varnafélagi Islands strax á fyrsta starfsári félagsins 1928 og er sú deild 2. deildin sem stofnuð var í þessu merka félagi. Benedikt og Jón Bergsveinsson erindreki Slysa- varnafélagsins voru æskufélagar frá Patreksfirði og urðu vitni af því er vélbáturinn Industri frá Patreks- firði fórst 4. apríl 1910. Þann 23. apríl sama ár fórst vélbáturinn Gyða frá Bíldudal. Báðir þessir bátar fórust með allri áhöfn. Það er því ekki skrítið að þessum mönn- um hafi runnið blóðið til skyld- unnar að koma hinu nýstofnaða fé- lagi á legg. Benedikt sat í 40 ár í stjórn Slysavarnadeildarinnar Bjargar á Hellissandi og á 20 ára afmæli félagsins var hann sæmdur björgunarorðu Slysavarnafélags Is- lands og þann 24. apríl 1958 var hann kjörinn heiðursfélagi félags- ins. Kertahátíð “Jólin á þessum tíma voru ekkert í samanburði við það sem er í dag. Fólk hafði svo sem ekkert mikið til að gera sér dagamun með. Helsti dagamunurinn var að óspart var farið með kerti og síðan komu á- vextirnir. Margir setja eplalykt enn þann dag í dag í samband við jólin. I dag er allt uppljómað af jólaljós- um og mér þykir það mjög gott og fólk á ekkert að vera að spara það eða draga við sig. Þetta er vissulega kærkomið í skammdeginu. A versl- unarárum afa míns varð allt að vera til þó að vöruúrval væri lítið og að- staðan fábrotin man ég eftir því að hafa verið að skera gler eftir máli með glerskera. Síðan þurfti að sópa svo hægt væri að sníða niður léreft á sama borði. Eg barðist nú við þetta kaupmannsblóð sem mér virðist renna í æðum, sem sumir segja reyndar að sé frá fransmönn- um komið”. RafVirki á Suðumesjum Ottar fór ungur til náms og lærði rafvirkjun og ætlaði sér alls ekki að verða kaupmaður. Hann settist að í Keflavík og lauk þar námi sínu. “Eg kunni ekkert sér- staklega vel við mig, enda var Jök- ullinn vitlausu megin við mig og hugurinn fyrir vestan“. Eftir all- mörg ár við iðn sína fór þetta verslunarblóð að ná yfirhöndinni og þannig byrjaði hann að versla með raftæki meðfram rafvirkjunni. Fyrst í bílskúrnum og síðar keypti hann gamla íbúðarhús afa síns; Blómsturvelli. Og þetta óx og 1984 var byggt verslunarhús og 1990 var rafvirkjunin lögð til hlið- ar. Ættarblóðið hafði sigrað. En er Óttar líkur afa sínum? “Afi minn var harður karl og duglegur en gat verið frekar drumbslegur stundum, en hann varð skemmtilegt gamalmenni. Eg er líklega talsvert líkur honum með margt. Konan segir að ég hafi lagast mikið síðustu árin svo ég gæti jafnvel endað með því að verða skemmtilegur”. Blómsturvellir Verslunin Blómsturvellir er mik- il verslun og heíúr vakið talsverða athygli fyrir að geta boðið verð sem eru fyllilega sambærileg við verð í Reykjavík og jafnvel betri. “- Þessi rekstur hefur gengið vel. Við byjuðum á því að byggja 200 fer- metra en erum nú með 500 fer- metra undir Jtetta og ætlum að stækka í vor. Eg væri ekkert að því nema vegna þess að fjölskyldan er meira og minna öll við þetta, börn, tengdabörn og barnabörn. Dóttir mín hún Júníana hefur verið við þetta alla tíð og um tíma sagði fólk sem var að versla að hún væri sennilega yngsta afgreiðsludama sem það hafði skipt við. Það er al- veg ótrúlegt en fólk allsstaðar af landinu kemur hingað og ótrúlegt hve mikið ferðafólk verslar. Síðan hefur það færst í vöxt að fólk hringir eftir vöru og fær hana senda hvert á land sem er. Þetta fólk hefur komið hingað og séð vöru sem það hefur síðan áttað sig á að er ódýrari hjá mér en annars staðar”. Vemdarar upp á vegg Upp á vegg í skrifstofukaffiher- berginu hanga gamlar myndir og í öndvegi er auðvitað myndin af Benedikt afa Óttars og þar fyrir neð- an er málverk af einum frænda, verndara verslunarinnar; Gísla á Uppsölum. En hvernig fer Óttar að því að bjóða vöru á svo góðu verði? Er það vegna þess að hann er vond- ur við heildsalana? “Nei, nei, ég er ekkert .vondur við þá, jú það getur svo sem verið að ég sé fantalegur við þá stundum. En það er enginn heild- sali sem vill ekki selja mér. Eg næ oft góðum kjörum við þá og læt þá við- skiptavinina njóta þess. Þannig nýt ég þeirrar góðu auglýsingar sem á- nægður viðskiptavinur er”. Rollubóndinn Öttar fæst líka við rollubúskap og metur það stúss mikils. “Það að snúast í búskapnum er auður sem losar allt stress úr sálinni og gefúr lífinu gildi. Og þar er ég ríkur á sama hátt og Gísli frændi minn á Uppsölum. Það og góð, samheldin fjölskylda er eina ríkidæmið sem skiptir einhverju máli”. Komið að kveðjustund, kaffið búið og viðtalið orðið nægjanlegt. I lokin fæ ég lánaðar nokkrar myndir til að sýna ykkur en verndarinn Gísli á Uppsölum fæst ekki lánaður úr húsi. IH Verslun Benedikts S Benediktssonar d Hellissandi.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.