Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2000, Síða 49

Skessuhorn - 21.12.2000, Síða 49
FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000 49 Guð sé með oss! Sú mynd sem við höfum af heiminum í dag, er mynd af hernaði, náttúruhamförum, illvirkjum, hungursneið og trúarofsóknum. Kristindómurinn gerir manninn alls ekki blindan á myrkrið, heldur er honum vel Ijóst hve heimsmyndin er ógnvekjandi og oft skelfileg. Sk}mdilega og óvænt koma boð fagnaðar- erindisins eins og sólstafur úr skýjaþykkni; „Verið óhræddir, því að yður er í dag frels- ari fæddur“. Mitt í baráttu og myrkri næt- urvöku hirðanna á Betlehemsvöllum, ljómar birta drottins kringum þá og engill drottins flytur þeim þá fregn, að nú sé frelsarinn fæddur, fregnina urn von og ljós. Við fæð- ingu jólabarnsins breyttist allt. Þá gerðist það að hið skærasta ljós skein í döprum og dimmum mannheimi. Við jötuna vaknaði von um annan heim, bjartan og hlýjan. Jól- in voru flutt frá himni til jarðar og Guð kom til mannanna í persónu hans, sem kallaður hefur verið „ Immanúel“ - Guð með oss. Á helgum jólum, þegar við fögnum komu Krists, má glöggt finna að hátíðin í minn- ingu fæðingar hans leiðir í ljós, það sem í myrkrinu er hulið, hið góða og fagra ráð kristins hjarta. Já, Guð almáttugur kom, í þessu barni. Hann kom alla leið ofan á okkar lágu skör, gerðist mennskur til þess að verða þinn. Birta þér sjálfan sig, og taka þig að sér og allt sem er aflaga hjá þér, allt sem er dimmt og erfitt. Orð Guðs til þín kæri vinur er þetta, ég elska þig, ég er frelsari þinn. Þetta birtir barnið heilaga, Jesús Kristur. I Hans nafni bíðum við nú komu Drott- ins. Guð er þó nærri, hann er hér. I hvert sinn sem jólin nálgast, þá er líkt og óvild og öfund dragi sig í hlé, og jafnvel vinarþel gægist fram, þar sem óvild annars ríkir. Nánast allir, finna til þess að á jólunum beri þeim að sýna sem flestum velvildarhug. Svo sannarlega er Guð nærri, hann stendur meðal okkar. Hann mun strjúka unga vanga.og renna mjúkrum fingrum um hrukkur ellinnar. Hann mun blása burtu tárurn einmannaleikans og strjúka gullin hár og grásprengd. Hann er sá sem fyllir okk- ur þránni eftir kærleika, ásamt einlægum vilja til þess að sýna öðrum kærleika, og gleðja hvert annað. Við skulum minnast þeirra sem búa við skertan hlut, því þrátt fyrir það að þetta sé tími eftirvæntingar og gleði, tími gjafa, kærleika og vináttu, þá er það því miður svo, að eftirvæntingin á í bar- áttu við kvíðann í brjóstum margra, og þeir eru ófáir sem líða á þessum árstíma. Við skulum því biðja þess að, eftirvæntingin og vonin, megi sigrast á kvíða og áhyggjum, minnug þess að öll getum við gefið hvert öðru dýrinætar gjafir. Við getum gefið hlýtt handtak, fallegt bros, orð sem verma og vináttu gjörða úr hjartablóði. Við biðjum þess einnig að þeir sem kvíða jólunum megi sjá ljós, en eftirvæntingin eft- ir því deyr aldrei og augnabliki jólanna verður heldur aldrei eytt, þ.e.því augnabliki aðfangadagskvöldsins þegar klukkur lands- ins hringja og kalla okkur öll til þess að nema staðar í erlinum og fmna að það er heilagt. Eitt ólýsan- legt augnablik, er líkt og allur heimurinn standi á öndinni og bíði í þeyjandi eftir- væntingu. Hjartað fer að slá örar, ljós kvikna og lifna og jafnvel logar kerta- ljósanna virðast kyrrir. Allt er svo kyrrt og angdofa, fullorðnir byrja að breytast í börn og byrja að elska upp á nýtt. Leyfum okkur að finna til vaxandi tilhlökkunnar og eftir- væntingar í brjóstum okkar, og njóta þess á helgum jólum að verða börn á ný, sem eru reiðubúin til þess að taka á móti og veita litla jesúbarninu í jötunni lotningu og sýna því einlæga aðdáun. Jesúbarnið í jötunni er lifandi tákn um gæsku Guðs. Drottinn horfir á heiminn sem á í þrotlausri baráttu við fallvelti og for- Ingjaldshólskirkja gengileika. Hann sér þjáninguna, sorgina og vonbrigðin, en yfir allri þeirra áþján sem einkennir heimsmynd okkar, lýsir sama ljós- ið, sama þráin og vonin. Það er Ijós vonar- innar sem okkur er gefið á jólum. Ljósið sem kom með fagnaðarboðskap engils drottins á Betlehemsvöllum, sem lifir og ylj- ar, og varpar mildu ljósi sínu yfir ósigra og vonbrigði. Það er þetta ljós vonarinnar, sem ávallt tendrast í sálinni yfir hverju myrkri. og hverrri þeir þrautarleið sem við kunnum að ganga. Slíkur er áhrifamáttur orða engils drottins; Verið óhræddir, sjá ég boða yður mikinn fögnuð sem veitast skal öllum lýðnum , yður er í dag frelsari fædd- ur, sem er Drottinn Kristur. Nú sendir hann okkur senn enn ein jólin til þess að við fögnum þeirri ráðstöfun Guðs að hann skyldi senda son sinn, til þess að við sem trúum á hann mættum eignast eillíft líf. Jesúbarnið ber vitni um framtíð án enda. Það er gott að eiga hlutdeild í slíkti eilífðar- þrá með öllum þeim kynslóðum kristinna manna, sem gegnar eru, og þeim sem enn eru óbornar. Mín bæn er sú að öll megum við njóta helgi jólanna og endurnærast af orði Guðs og halda síðan fagnandi til fundar við Drottinn í þjónustunni við hann og náunga okkar. Guð gefi þér og þínum gleðilegjól. Með blessunnaróskum! sr. Lilja Kristín Þorsteinsdóttir Gætum varúðar um jól og áramót! Nú stendur yfir sá tími ársins þegar rafmagns- og eld- notkun landsmanna er hvað mest á heimilum sem á vinnu- stöðum. Aldrei er meiri ástæða en einmitt nú að allir taki höndum saman og gæti varúðar í umgengni sinni við log- andi skreytingar jafnt sem rafknúnar og nægir að minna á hvern eldsvoðann á fætur öðrum þó svo að rekja megi nokkra þeirra til íkveikju af mannavöldum. I desembermánuði hafa oft orðið eldsvoðar sem rekja hefur mátt til óvarkárni fólks. Kemur þar margt til; of- hlaðnar og bilaðar raflagnir, lélegt rafknúið jólaskraut að ógleymdum kertaskreytingum en rekja hefur mátt fjöl- marga eldsvoða til þess að logandi skreytingar voru ekki undir eftirliti og hreinlega gleymdust. Logandi kerti og skreytingar eiga aldrei að brenna eftirlitslaust og tryggja skal að börn og óvitar fari hvorki sjálfum sér eða öðrum að voða vegna kerta. Þessi varnaðarorð eiga ekki síður við um áramót en þá hafa því miður orðið mörg hörmuleg slys sem rakin hafa verið til óvarkárni í umgengni við flug- elda og blys og brýnt er fyrir fólki að það lesi leiðbeining- ar sem fylgja með flugeldum og blysum, noti hlífðargler- augu og hafi ullar- eða skinnhanska á höndum þegar flug- eldar eru tendraðir. Hér á eftir koma nokkur heilræði sem vert er að gefa gaum nú fyrir jól og áramót, sem og í annan tírna: Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri. 1. Reyskynjarar eru ódýr líftrygging! Skipta skal um rafhlöðu einu sinni á ári, t.d. fýrir jól. 2. Att þú slökkvitæiá? Er það í lagi? Hvenær var það síðast yfirfarið? 3. Ofhlöðum ekki raflagnir með lélegum fjöltengjum og skreytingum. 4. Notum viðurkennd fjöltengi með slökkvara og gaumljósi. 5. Eldvararteppi skal vera í hverju eldhúsi, einnig gasskynjari þar sem gashellur eru til staðar. 6. Dreifum raffnagnsnotkun við elda- mennsku bæði á aðfangadag og gamlárs- dag. Það kemur í veg fyrir óþægindi vegna álags á dreifikerfi raforku. 7. Gerum flóttaáætlanir með öllum heimil- ismeðlimum ef til hættu kæmu vegna elds. Ekki færri en tvær flóttaleiðir út úr hverju húsi. 8. Gætum varúðar í meðferð kertaljóss og eldfimra skreytinga, kertd ekki nærri gardínum. 9. Ullar- eða skinnvettlingar og öryggis- gleraugu við meðferð flugelda. 10. Munum 112 Neyðarlínuna. Jólin undirhúin

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.