Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2000, Qupperneq 54

Skessuhorn - 21.12.2000, Qupperneq 54
54 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000 ontsaunoi^ v^VísnflhorniC EyMunni má ég illa við Kemur ánhver kvenmaður kát að voru sloti. Get ég það sé Guðríður gamla í Múlakoti. Ekki veit ég um höfund þessarar vísu með vissu þó margt gæti bent á Ingi- mund í Fossatúni en ekki var ég gamall þegar ég man að ég sat á gólf- inu hjá ömmu minni og hlustaði á hana raula þessa vísu fyrir munni sér og einhvemveginn skildist mér fljót- lega að Guðríður í Múlakoti hefði verið töluvert merkileg kona. Guð- ríður Jónsdóttir fæddist 24. apríl 1810 á Ulfsstöðum í Hálsasveit, dáin 5. maí 1886 og vom foreldrar henn- ar Jón Guðmundsson ættaður úr Reykjavík og kona hans Halldóra Auðtmsdóttir ffá Blöndudalshólum, systir Bjöms Blöndal sýslumanns, þess er lét ffamkvæma síðustu aftöku á íslandi. 1814 flytur Jón að Höll í Þverárhlíð og býr þar til 1827. Jón missir konu sína 1826 en er síðar við búskap í Stórubrekku, Eskiholti og síðast í Hjörsey. Jón Guðmundsson átti að ganga menntaveginn eins og sumir bræðra hans en hafði ekki á- huga á því á yngri ámm. Var þó vel að sér um marga hluti, lagtækur og hugvitssamur og söngmaður mikill. Nokkrar líkur era á að þetta sé sá Jón sem um er kveðin þessi þekkta vísa: Jónfrá Höll með hróp og sköll hæst af mörnnum syng/tr upp umfjöU m eð óp og köll atist hann og sptingur. Guðríður er sex ára að aldri tekin í fóstur að Reykholti til séra Eggerts föðurbróður síns og er fermd þaðan 1822. Guðríður á allavega ekki við fatækt og fásinni að búa meðan hún er í Reykholti þar sem var efnað og margmennt heimili og heimasætur sem þóttu bera af öðmm konum í vefnaði og hannyrðum og vafalaust hefur eitthvað af þeim ffóðleik sem þar síaðist inn komið sér vel fyrir fá- tæka barnakonu síðar á æfinni. Einnig mætti leiða líkum að því að kynni hennar af höfðingjum héraðs- ins eigi sinn þátt í því hve höfðingja- djörf hún var og flest hennar bitm skeyti heindust að stórbændum og fyrirmönnum héraðsins. Til gamans má geta þess að Guðrún systir henn- ar var m. a. amma þeirra Guðmund- ar Kamban og Sigvalda Kaldalóns. Guðríður giftíst 5. júní 1831 Jóni Sigurðssyni fæddum 2. ágúst 1803 í Arnþórsholti í Lundarreykjadal og byrja þau samvist sína í húsmennsku í Geirshlíð í Flókadal en flytja síðan að Steðja og búa þar 1833 til 1837 er þau flytja að Múlakoti í Lundar- reykjadal þar sem þau búa til 1862 og jafnan við þann bæ kennd. Guð- ríði mun fljótlega hafa lent saman við séra Bjarna á Lundi en hann mtm hafa verið talinn fremur lítill presmr og viðurgemingur á staðnum ekki ffam yfir meðallag, kaupgjald jafnvel skorið við nögl. Að þessu víkur Guð- ríður í bréfi til bróður síns: Að Lundar stóra staðnum enn sterkirfjórir vinnumenn ætla aðfara sviptir sút já þeir bara kaupið út Klerksins prýða kenningar konur sníðafltkumar sveitarstjórinn bítur brauð bændur klára saman auð. Jón í Múlakoti mun smndum hafa haft við orð þegar hann var kenndur að kjafturinn á sér væri á við snemm- bæra kú og þegar séra Bjama barst á- væningur af ljóðabréfi Guðríðar orti hann: Þó væli húsgangsv 'ömm ósvinn, þá verða þykir stöðnunjjár, kúgildis mun kjafturinn kaup á Lundi ei bæta í ár. Um kaupamann séra Bjama kvað Guðríður: Fer með kaupið fullröskur jjarri raupi varla, sést á hlaupum siðugur signor staupi Guðmundur. Séra Bjarni mun hafa sagt fyrir æfi- lok sín og orti er hann kom síðasta sinn að Hóli í Lundarreykjadal: Aðurfyrti eg var hér oft áferðaróli, jaldnarþað sem eftir er eg mun koma að Hóli. I Háafelli í Skorradal vom traðir miklar gerðar af Guðmundi Þor- valdssyni en láðst hafði að gera í þær rennur. Um traðir þessar kvað Guð- ríður í Múlakotí: Undrum skellir ófærðar upp á síðurfákum, margra hrella hugarfar í Háafelli traðimar. Um dætur sínar gerði Guðríður þessa vísu: Margrét blíð og Birgitta bráðum, næst er Halldóra, ei Þjóðbjörgu eftir skil, yngst er hún litla Marsibil. Þau hjón vora sárfatæk en margir munnamir að metta og lxtdð afgangs til kaupa á varningi. Einhverju sinni var Jón maður Guðríðar svo fatalítill að til vandræða horfði og hugkvæmdist Guðríði þá að gera honum ferðabuxur úr pilsi sem hún þóttist geta verið án. Þetta tiltæki Guðríðar spurðist um héraðið og þóttust sumir hafa efni á því að brosa að örþrifaráði allslausrar bamakonu. Eyjólfúr Jóhannesson í Hvammi í Hvítársíðu sá ástæðu til að nudda henni upp úr fátæktinni sem vafa- laust hefur sviðið nógu sárt: Bæði sníður breitt og sítt bús af efnumfínum húsfreyjan sem pilsið prýtt passar bónda sínum. Guðríður í Múlakoti var ekki þekkt að því að láta eiga hjá sér og hlífði heldur ekki snöggum blettum and- stæðingsins: Þannig getur fréttir flutt falskur bragðarefur, mannorðið sem mjótt og stutt mörgum sniðið hefir. Jónatan Þorsteinsson á Hæli var ungur maður bráðgreindur og prýðilega hagmælmr og um hann kvað Guðríður: Bragargyðju þatf ei þvinga þreytir glaður óðs við stjan besta skáldið Borgfirðinga bráðgáfaður Jónatan. Svo undarlegt sem það kann að virð- ast fyrtist Jónatan af vísunni og taldi Guðríði vera að hæðast að sér enda er mér ekki granlaust um að vísan hafi verið flutt til hans með miður góðgjömum athugasemdum en svar hans var á þessa leið: Hljóttu bæði háð og smán hrundin gammafjaðra lukkugæða og auðnu án ill helvítis naðra. Guðríði sámaði svarið og máske að vonum og greip nú til vopna og hlífðist ekki við ffekar en fyrri dag- inn: A þér hrtni illmæli orða njóttu þinna skammahýði og skítmenni skertur ptýði flestallri. Það er mín von ogþað er mtn spá þungri vafmn pressu gæfusporin gangirfá, greyið uppfrá þessu. Var ekki laust við að menn teldu nokkurn kraft hafa fylgt orðum beggja. Eggert Gíslason bjó á Eyri í Flóka- dal og fékkst nokkuð við lækningar bæði á mönnum og skepnum, nú bar svo við eitt sinn að fressköttur einn kom að Eyri í einkaerindum en við litlar vinsældir Eggerts sem greip til þess ráðs að gelda kisa. Eggert hafði hinsvegar lent í því að eignast böm ffam hjá konu sinni og fannst Guð- ríði að hann hefði átt að skilja betur sálarástand kattarins enda munu þau einhverra hluta vegna hafa verið ffekar litlir vinir þó bræðrabörn væra. Um þessa för kattarins að Eyri og þær viðtökur sem hann fékk þar orti Guðríður brag sem mér hefur tekist að grafa upp þrjú erindi úr og brot úr því fjórða og heiti nú á les- endur mína að duga mér nú drengi- lega ef þeir muna eitthvað úr þessum brag, þó ekki væri nema tvær þrjár hendingar því lengi má raða saman smábrotum, ég tala nú ekki um ef hann fyndist einhversstaðar skrifað- ur í gömlu vísnadóti: Kvikindissneypan kom að Eyri kynni að hitta læðu þar, uppá heiminn sem aðrirfleiri ekkertþað samt í meinum vat; því kvikindisgreyið gáðu þess að greyið atama það varfress. Veriðþið nú vaskir bræður velykkar hreysti reyna kann ef að köttur áykkur ræður ekki mun spaug aðfást við hann. Þeirfóru að halda en hann brá við og hugðist skera á pungtettið. — —fékk ei nema eistað eitt í verkalaun því hönd varþreytt. A Múlastöðum mátti stiiða mæddur af sánmt kötturinn. Húsfreyjujók það heldur kvtða húnfór að biðja manninn sinn köttinn aðfiera í kvalabann kvenþjóðin honum lítið ann. Bóndi nokkur nágranni Guðríðar en hinumegin Grímsár, líklega í Máva- hlíð, var að slátra hrossi og sagði við vinnustrák sinn að ef hann kæmist hjálparlaust yfir ána sem þá var í vexti mætti hann gefa Guðríði skrokkinn. Strákur hvarf og er bóndi fór að svipast eftír honum sá hann samanbundin reipi sem lágu út í ána og fest á hinum bakkanum. Strákur kom aftur um kvöldið og fékk Guðríður áheitið. Galt hún það með gullfallegu kvæði sem nú mun glatað enda fáir sem nenna að halda á loftí fallegum kveðskap meðan nóg er til af ljótum. Töluverð hagmælska er í afkom- endum Guðríðar og Margrét dóttir hennar fór ung suður fyrir Skarðs- heiði og giftíst þar Grími Gíslasyni og settust þau að í þurrabúð í Odda- koti í Svínadal. Aðalbjargræðisvegur þeirra hjóna mun hafa verið vinna hjá bændum í nágrenninu við hey- skap og eitt og annað sem tíl féll. Einu sinni sem oftar var Margrét í heyvinnu í Saurbæ ásamt dóttur prestsins sem hafði takmarkaðan á- huga á heyvinnunni en sat á Ijáarhár- inu og lét sig dreyma meðan gamla konan rakaði í kring um hana og kvað þá Margrét: Héma Lára heyrðu mér hlaðin klárum blótna, er ei hámgt undirþér eikin bándjóma. Öðra sinni vora þær saman í verki er fólk var að koma tíl kirkju og þóttí Margréti þá prestsdóttir hafe meiri áhuga á að hafa uppi háðsglósur um kirkjugesti en sinna starfi sínu: Engan sóma íþvífami allan daginn slóra og láta hljóma heims um rann háð og dóma um náungann. Gömul hjón sem lengi vora næstu nágrannar Margrétar reistu sér á effi áram kofa í túnfæti og bjuggu þar útaf fyrir sig. Konan þótti óvenju umtalsill um náungann og eitt sinn er Margrét gekk þar hjá varð henni þessi vísa á munni: Þessi búð er bölvuð mér brestur skníða dyggða vana lastatúða opin er engin níðafæst t hana. Þjóðbjörg hét önnur dóttir Guðríð- ar og bjó ásamt manni sínum Bimi Bjömssyni, í Barði í Reykholtsdal. Hún var kaffimanneskja mikil og mun hafa geymt kaffibaunir í flösku eða gleríláti. Einhvemtíma horfði hún á kaffiflöskuna og kvað: Eyðslunni má ég illa við það angrar sumra hj 'örtu jjarski er orðið jramorðið áflöskunni minni svörtu. Efrir að Þjóðbjörg var orðin gamal- menni var hún tíma og tíma á bæjum og eitt sinn er sonur hennar hafði lofað að færa henni kaffi en í staðinn komið með skrokk af á sem hafði misfarist varð Þjóðbjörgu að orði: Þau útlátin minnst ég met mun þó við þeim taka, sonttr minn lét kafitað ket en kafftð er til baka. Guðríður átti í harðri baráttu við sára fátækt og kaldranalegan tíðar- anda og barðist með þeim vopnum sem henni vora tiltæk og svo djúp vora sum þau sár sem hún veitti að þau era illa gróin enn eftir nærri eina og hálfa öld enda sannar saga henn- ar það að gáfúr og vinsældir eiga ekki alltaf samleið. Rétt er að enda þessa samantekt um Guðríði í Múla- koti á einni þekktustu vísu hennar sem er kveðin meðan hún bíður eff- ir manni sínum úr kaupstaðarferð: Heyrðu drottinn sárt ég syng særð af hungri löngu. Sendu bjötg á Bleikáling bömunum mínum svöngu. Helstu heimildir: Þættir um Guðríði í Múlakoti og Margréti í Oddakoti í sunnudagsblaði Tímans 1964 og 5 eftir Halldóra B. Bjömsson. Borgfirskar æfiskrár og munnlegar heimildir úr ýmsum áttum. Með þökk fyrir lesturinn. Dagbjartur Dagbjattsson Refsstöðum 320 Reykholt S 435 1361 Jfieyflflrðshornið Afturljósin Þessi saga gerðist fyrir nokkrum áram snemma á jóla- dagsmorgun í breskum smábæ. Lögregluþjónn var á venju- bundnu eftirliti á hesti og stöðvar við umferðarljós. Við hlið hans stöðvar einnig ungur drengur á splunkunýju reið- hjóli. Lögregluþjónninn segir við pilt: “Þetta er nú aldeilis glæsilegt hjól sem þú hefur fengið, gaf jólasveinninn þér það?” Drengurinn svarar því stoltur játandi. Þá sér lögreglu- þjónninn að allan ljósabúnað vantar á reiðhjólið og vindur sér í að skrifa kæru uppá 500 krónur og segir jafnframt við drenginn: “Segðu jólasveinin- um að um næstu jól verði hann að muna eftir að láta Ijósabúnað fylgja með reiðhjólunum sem hann gefur”. Drengurinn tekur við sektarmiðanum. Rétt áður en hann heldur áfram spyr hann lögguna: “Heyrðu annars, þetta er aldeilis fallegur hestur sem þú ert á, gaf jólasveinninn þér hann?” Fyrir siðasakir svar- ar lögregluþjónninn því játandi. Þá segir sá stutti: “ Segðu jóla- sveininum að næst þegar hann gefur einhverjum hest þá verði hann að passa að gefa ekki hest með svona ógeðslega stórri og Ijótri vörtu á bakinu!” Snertímörk Gömlu hjónin voru búin að hátta. En eftir að hafa legið í rúminu í 5 mínútur, þá prump- ar kallinn skyndilega og segir hvellt; “7 stig!” Konan hans snýr sér við og segir; “hvað var þetta eiginlega?”. “Snertimark, ég er 7 stigum yfir!” Nokkrum mínútum síðar svarar konan fyrir sig og segir, “Snertimark, jafnt!” Eftir utn það bil 10 mín- útur prampar gamli kallinn aft- ur og segir hvellt; “Snertimark! Eg er aftiir 7 stigum yfir”. Nú var sú gamla farin að hafa gaman af þessu, rekur snögg- lega við og segjir; “Snertimark, jafnt á nýjan leik!” Hann getur ekki prumpað meira. En keppnisskapið er svo mikið í þeim gamla, Iætur sko aldrei í minni pokan fyrir kon- unni, reynir hann einu sinni enn af öllurn lífs og sálarkröft- um. Gamli kallinn kúkar í rúm- ið! Konan spyr, og glottir við tönn; “hvað í fjandanum var þetta?” Gamli kallinn svarar; “Hálf- leikur... vallarskipti!” Flengj'ann Dag einn er móðir var að þrífa herbergi sonar sín fann hún S&M klámblað undir rúm- inu hans. Þar sem að hún var ekki viss um hvernig hún ætti að orða þetta við hann heið hún með blaðið þangað til að pabb- inn kom heim. Hún sýndi hon- um hvað hún hafði fundið þeg- ar að hún var að þrífa. Hann leit aðeins í blaðið og rétti henni það svo aftur án þess að segja orð. Hún spyr þá, „jæja, hvað eig- um við að gera í þessu?“ Hann ieit á hana hikandi og sagði, ,Ja, mér finnst alla vega að þú ættir ekki að flengja hann!“

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.