Skessuhorn - 21.12.2000, Side 59
aik£Ssimu>Jj
FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000
59
Aðalfundur kn attspy rnu fé 1 ags IA
var haldinn í vikunni sem leið.
Farið var yfir ársskýrslu félagsins
auk þess sem Andrés Ólafsson
gerði grein fyrir fjárhagsstöð-
unni í meginatriðum en eins og
komið hefur firam í fféttum und-
anfarið er hún ekki eins og best
verður á kosið.
Skipuð var þriggja manna nefnd
til þess að skoða hvaða möguleika
félagið hefur en í henni sitja þeir
Gísli Gíslason, Ffaraldur Sturlaugs-
son og Gylfi Þórðarson. “Við erum
félagsmenn í þessu knattspyrnufé-
lagi og höfum jafnmikinn áhuga á
því og aðrir að þetta gangi sæmi-
lega” sagði Gísli í samtali við
Skessuhorn. “Við eigum eftir að fá í
hendurnar það sem snýr að félaginu
og ég veit ekki nákvæmlega hverjar
tölurnar eru. Það er náttúrulega
ljóst að félagið skuldar tugi millj-
óna, það er vitað. Það er rekið með
halla og það þarf að taka mjög rösk-
lega á nokkrum þáttum til að snúa
þeirri þróun við ef það er hægt.
Okkar hlutverk er að reyna að ná
fram helstu upplýsingum um stöð-
una, hvernig þetta liggur og hvaða
framtíð er í þessum rekstri.” Að-
spurður segir Gísli að enn séu ekki
komnar fram neinar hugmyndir um
hvernig megi leysa þann vanda sem
knattspyrnufélagið er í. “Við erum
ekkert byrjaðir að skoða þetta en
hittumst ábyggilega í vikunni. Eg
vil þó helst ekki fara að seja neitt
um framhaldið fyrr en við erum
búnir að hittast og sjá hvernig land-
ið liggur.”
SÓK
Skallagrímsmenn bestir
I bréfi sem sent var frá Körfúknattleikssambandi aftur hrós skilið fyrir frábæra frammistöðu” Pilfarnir
Islands til allra félaga í úrvalsdeildinni varðandi töl- fjórir sem sjá um þessi mál fyrir Skallagrím, þeir
ffæði á leikjum úrvalsdeildarliðanna kom ffarn að tol- Guðni E. Guðmundsson, Konráð Brynjarsson, Þor-
ffæðivinnan væri x algerum ójestri hjá mörgum liðum kell Magnússon ög Ragnar Gunnarsson, voru
og fengu toppliðin þrjú falleinkunn, Einnig segir orð- lteiðraðir fyrir leik Skallagríms óg Hamars í síðústu
rétt í þessu hréfi: “Skallagrímsmenn eiga þó hrós og viku. Frábært hjá þeim piltum.
Páll Brisveill þjálfari Halifaxa
Guðján Þórðarson þjálfari Stokkverja
Stórleikur aldarinnar í Englandi
Halífax
mætir Stoke
Ánægjuhrollur hríslaðist um
knattspymu hei m i n n þegar dreg-
ið var í annarri umferð Fram-
rúðubikarsins í Englandi í síð-
ustu viku. Tvö af ástsælustu og
geðþekkustu knattspymuliðum
landsins drógust þá saman, Hali-
faxhreppur (Halifax Town) og
Stokkseyrarbakki (Stoke City).
Bæði þessi lið eiga að baki sér öfl-
uga smðningshópa hér á landi þó
víst séu einlægir aðdáendur hinna
fyrmefndu mun fjölmennari.
Ekki var laust við að þessi dráttur
hafi vakið ugg og ótta í brjóstum
manna og kvenna í Stokkeyrar-
bakkahreppi og í kjölfarið bámst
fréttir af því að Guðjón Þórðarson
verkstjóri Stokkverja hefði ráðið til
sín íþróttasálfræðing.
Geðlæknir þessi er sagður æda að
reyna að freista þess að auka leik-
mönnum kjark og áræði, er margir
hverjir bmstu í grát þegar ljóst var í
hvað stefndi.
Öllu karlmannlegri andi svífur
yfir vömum í Halifaxhreppi þar
sem kappar vorir tóku þessum fr étt-
um með jafnaðargeði, hvergi
smeykir og yfirvegaðir að vanda. Að
drætti loknum glotti þjálfarinn
mjögsvogeðþekki, Páll Brisveill
(Paul Bracewell), við tönn og kvað
við raust:
Afram frískir Faxmenn
fótmenn erum vér
Stiíðum Stokkeyringwn
sterki æskuher.
Hvetjið vini vora
oss veitir ekki af
að skjótastfram og skora
já skjóta Stók í kaf
Hásmamar slítum
og syngjum þetta stef:
A jaxlinn bræður bítum
en bara ekki nef.
GE/BMK
Þijú efstu pörin í Opna Borgarjjarðarmótitm í tvímenningi. Mynd MM
Opna Borgarfjarðarmótinu lokið:
Hjónin sigruðu
Síðastliðið miðvikudagskvöld
lauk sjötta og síðasta spilakvöldi í
Opna Borgarfjarðarmótinu í tví-
menningsbridge. Mótið var haldið
í samstarfi bridgefélaganna í Borg-
arnesi og Borgarfirði með þátttöku
spilara úr Reykjavík, Akranesi og
Hrútafirði. Keppendur voru 48
talsins og var mál manna að vel
hefði tekist til með framkvæmd
mótsins og þetta aukna samstarf fé-
laganna.
Hjónin Alda Guðnadóttir og
Kristján B Snorrason í Borgarnesi
unnu mótið enda höfðu þau forystu
frá fyrsta kvöldi. Keppnin um næstu
fjögur næstu sætin var æsispennandi
og urðu nýliðarnir í hópnum, þeir
Birgir Jónsson og Ólafur Flosason,
að gefa eftir annað sætið, sem þeir
höfðu kirfilega varið fram að loka-
umferðunum. Þeir Jón Einarsson
og Guðmundur Arason áttu gríðar-
legan lokasprett og náðu að vinna
sig upp úr botninum effir fyrsta
kvöld í fjórða sæti keppninnar.
Lokastaða 10 efstu para varð annars
þessi: MM
1. Mda Guðnadóttir og Kristján Björn Snorrason 257 stig
2. Guðjón Karlsson og Jón Ag. Guðmundsson 194
3. Guðmundur Ólafsson og Hallgrímur Rögnvaldsson 181
4. Jón Einars'son ög Guðmundur Arason 171
5. Birgir Jónsson og Ólafur Flosason 154
6. Sveinbjörn Eyjólfsson og Lárus Pétursson 86
7. Anna Einarsdóttir ogjón Einarsson 62
8. Stefán Kalmansson og Jacek Tosik 60
9. Höskuldur Gunnarsson og Gunnar Valgeirsson 52
10. Örn Einarsson og Kristján Axelsson 29
I jólafirí með sigri
Hajþór átti stórleik gegn Hömrunum
Hann er enn ofarlega í huga
margra Borgnesinga lokaleikur-
inn gegn Hvergerðingum í deild-
inni í fyrra þegar Hamarsmenn
tryggðu sér sæti í úrslitakeppn-
inni á eftirminnilegan hátt.
Skallagrímsmenn voru staðráðnir
í að hefha ófaranna þegar hðin
mættust í loka umferð Epson-
deildarinnar fyrir jól s.l. fimmtu-
dag.
Hamarsmenn byrjuðu af firna-
krafti og fóru mikinn í upphafi leiks
og fór Bandaríkjamaðurinn Chris
Dade fyrir liðinu og hitti feykivel. A
meðan virtist allt vera í molum hjá
Skallagrímsmönnum bæði vörn og
sókn, þeir töpuðu tuðrunni hvað eft-
ir annað á klaufalegan hátt og lán-
leysið virtist algjört á meðan gestirn-
ir héldu áfarm að hitta og hitta. Þeg-
ar klukkan gall í lok fyrsta leikhluta
var munurinn orðin 15 stig Höntr-
unum í vil 11-26.
Ljóst var að Skallagrímsmenn
þyrftu að bíta í skjaldarrendur og
spíta í lófana ef að ekki ætti illa að
fara. Ekki virtist það vera raunin því
Hamarsmönnum hélst á forskotinu
og voru 12 stiguin yfir í hálfleik.
Hamramir virtust hafa mætt skeftis-
lausir til leiks í síðari hálfleik því
Skallagrímsmenn tóku strax öll völd
og eftir 2 mínútur höfðu þeir minnk-
að muninn í 3 stig með 2 þriggja
stiga körfúm frá Hafþóri og einni frá
Ara. Hafþór fór hreinlega á kostum í
upphafi þriðja leikhluta og var búinn
að skora 9 stig eftir þriggja mínútna
leik í leikhlutanum og skyndilega var
munurinn kominn niður í 1 stig og
leikurinn í járnum. Gestirnir
áttu ekkert svar við frábærri
hittni heimamanna og fóru að
taka ótímabær skot og hittu illa.
Þegar fjórði leikhluti hófst var
munurinn 2 stig Hömmnum í
hag. Þá kom að þætti “garnla
mannsins” Alexanders Ermol-
inskij, en hann kom Skallagrími
yfir með tveim þriggja stiga
körfum í upphafi lokaleikhlutans
Lokamínúturnar vora
æsispennandi þar sem heima-
menn höfðu 1-4 stiga forystu og
innbyrgðu sigur þar sem Hafþór
skoraði 8 síðustu stig Skalla-
gríms og setti niður 3 víti á ögur-
stundu og kórónaði með því
stórleik sinn. Sigurinn var gríð-
arlega mikilvægur í botnbarátt-
mmi og era Skallarnir komnir
með 8 stig þegar þeir halda í
jólafrí og hafa komið nokkuð á
óvart í vetur og hittni þeirra í
síðustu leikjum hefur verið með ó-
líkindum og hafa þeir nú skorað 43
þriggja stiga lcörfur í síðustu þrem
deildarleikjum. Eins og áður segir
átti Hafþór stórleik í síðari hálfleik
og skoraði þá 17 af 19 stigum sínurn
og jafnaði persónulegt met sitt í
stigaskorun og þriggja stiga körf-
um í einum leik. Einnig jafnaði Al-
exander persónulegt met sitt í
þriggja stiga körfum, en hann setti
alls 4 úr 6 skotum sein er ffábær nýt-
ing. Warren Peebles var góður ef
undan er skilinn fyrsti leikhluti þar
sem hann tapaði 6 bolturn.
. Hjá Hamarsmönnum var Chris
Dade allt í öllu og skoraðí nær
helming stiga þeirra, en hann fór á
algjört þriggja stiga fyllerí undir lok-
in og tók mörg léleg skot. Skarphéð-
inn Ingason átti ágætis leik og barð-
ist eins og sært ljón allan leikinn, þá
átti þjálfarinn Pétur Ingvarsson á-
gætis leik, en þarf að spila betur ætii
Hamarsménn sér lengra.
Þrátt fyrir að mæting áhorfenda
væri ekki sú allra. besfa létu þeirvel í
sér heyra og eiga hrós skilið og leik-
menn klöppuðu þeim lof í lófa eftir
leikinn. Skallagrímsmenn geta farið
ánægðir í jólafrí, enda var þeim spáð
bomsætinu fyrir tímabilið og voru
nánast afskrifaðir af spekingum.
RG