Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 13.12.2001, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 13.12.2001, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001 „.tMiimiL i WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Borgarbraut 23 Sínti: 431 5040 Fax: 431 5041 Akranesi: Kirkjubraut 3 Sími: 431 4222 SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Tíðindamenn ehf 431 5040 skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjóri og óbm: Gísli Einarsson 892 4098 ritstjori@skessuhorn.is Blaðamenn: Sigrún Kristjónsd., Akranesi 862 1310 sigrun@skessuhorn.is Sigurður Mór, Snæfellsn. 865 9589 smh@skessuhorn.is Auglýsingar: Hjörtur J. Hjartarson 864 3228 hjortur@skessuhorn.is Prófarkalestur: Sigrún Ósk Kristjónsdóttir Umbrot: Guðrún Björk Friðriksdóttir augl@skessuhorn.is Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglvsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda oa í lausasölu. Askriftarverð er 850 krónur meö vsk. á mánuði en krónur/SO sé greitt með greiðslukorti. Vetð í lausasölu er 250 kr. 431 5040 Sveita- sælan Gísli Einarsson, ritstjóri. Ein af elstu og vinsælustu íþróttagreinum íslendinga, og í raun óopinber þjóðaríþrótt, er svokallaður eyrnadráttur sem felst í því að draga menn á asnaeyrum, hafa þá að fífli eða gabba þá sem best þeir geta. Þótt íþróttagrein þessi hafi aldrei verið samþykkt opinberlega sem keppnisgrein þá hefur hún náð um- talsverðri útbreiðslu og einstök afrek á þessu sviði hafa verið skrásett þótt engin opinber mót eða leiktíðir hafi farið fram. Samt sem áður er Ijóst að íþróttakappinn Æru-Tobbi sé ó- krýndur konungur í þessari grein og væri það skráð ætti hann án efa Islandsmetið í göbbun. Hafði hann meðal annars sér- stakt yndi af því að afvega sleiða ferðamenn og teyma þá í ógöngur. Náði hann ótrúlegum árangri á þessu sviði þótt vissu- lega hafi hann iðulega gengið of langt í sínum metnaði sem í- þróttamaður eins og oft vill verða. Hvernig sem á því stendur hefur eyrnadráttur öðlast einstak- ar visældir meðal embættismanna og stjórnmálamanna sem segja má að séu einu atvinnumennirnir í greininni. Nota þeir hvert tækifæri sem gefst til æfinga og heyja á stundum einvígi sín á milli um hverjum takist best upp í að fífla saklausa skatt- greiðendur. Samt ráðast þeir ekki alltaf á garðinn þar sem hann er lægstur og einhver mesta áskorununin sem þeir takast á við er að draga á asnaeyrum aðra embættismenn eða valdsmenn hverskonar. Dæmi um góðan árangur á því sviði er lög um for- kaupsrétt sveitarfélaga á bújörðum. Eitt sinn var þessi for- kaupsréttur reyndar góður og gildur og notuðu hreppsnefndir hann óspart, og misnotuðu kannski lfka, og gátu þannig haff nokkra stjórn á því hverjir keyptu jarðir og í hvaða tilgangi. I seinni tíð þjónar þetta lagaákvæði hinsvegar þeim tilgangi ein- um að draga sveitarstjórnamenn á umræddum asnaeyrum því þótt ítrekað sé reynt að nýta það er niðurstaðan sú að hvorki yf- irvöld landbúnaðarmála né dómsvaldið tekur nokkuð mark á því. Ekki ætla ég að halda því fram að sveitarstjórnir eigi að hafa það hlutverk að standa vörð á hreppamörkum til að halda að- komumönnum í burtu. Það sem er hinsvegar nauðsynlegt er að tryggja að sveitir landsins séu í byggð og þjónusta sé þar til staðar á forsendum byggðarinnar. Mörg dæmi eru til um höfuðborgarbúa sem vilja fá sinn skerf af sveitasælunni og eru tilbúnir til að borga fyrir það. Gott og vel. Hinsvegar eru þeir ýmsir sem eru þó ekki tilbúnir til að að- laga sig að nýju umhverfi heldur vilja laga umhverfið að sínum þörfum, þar með talda þá sem þar búa fyrir. Einkavegir, læst hlið og viðlíka hernaðarmannvirki eru t.d. ekki uppfinning sveitamannsins heldur aðflutt áhrif. Þá koma gjarnan upp vandamál varðandi fjallskil og eitt og annað sem af eðlilegum ástæðum gengur öðruvísi fyrir sig í sveit en í borg. Kannski er þetta bara allt í lagi og eðlilegt en skal þá ekki jafnt yfir alla ganga. Getur bóndi sem ákveður að flytja á mölinni aðlagað borgina að sínum lífsháttum? A hann þess kost að beita kúm sínum á Miklatún og brynna ánum við tjörnina? Gísli Einarsson, ávallt dreginn á asnaeyrum Draumasveitarfélag Vísbendingar Góð útkoma Akraness og Stykkishólms Akranes —i—— Stykkishólmur. í 9. tölublaði Vísbendingar þann 28. nóvember sl. er að finna úttekt á rekstrarlegri afkomu sveitarfélag- anna á íslandi. Hefur greinin yfir- skriftina Veganesti sveitarfélaga, en sú yfirskrift vísar til þess rekstra- lega veganestis sem sveitarfélögin munu hafa með sér inn í væntan- legt samdráttarskeið. Er skemmst frá því að segja að bæði Akranes og Stykkishólmur koma býsna vel út úr samanburðinum við önnur sveitarfélög fyrir árið 2000. Eru þau einu vestlensku sveitarfélögin á topp tíu lista Vísbendingar, Akra- neskaupstaður með einkunnina 4,7 í 7. sæti og Stykkishólmsbær með einkunniha 4,2 í 9. sæti. A toppi listans trónir Seltjarnarneskaup- staður með einkunnina 6,6 og heldur sæti sínu þó hann hafi lækk- að í einkunn um 1,1. Undanfarin ár hefur Vísbending vegið og metið nokkra þætti í rekstri sveitarfélaganna til þess að finna svokallað draumasveitarfé- lag. Byggjast forsendurnar fyrir mati Vísbendingar á eftirtöldum atriðum: Skattheimtan þarf að vera sem lægst, fjárfestingar þurfa að vera hæfilegar og þjónusta þarf að vera hagkvæm. Þá þurfa skuldir að vera sem lægstar, veltuhlutfall þarf að vera í kringum 1 og breytingar á fjölda íbúa þurfa að vera hóflegar. I útreikningum Vísbendingar hafa skattheimtan, skuldastaðan og breytingar á mannfjölda tvöfalt meira vægi en hinir þrír liðirnir, vegna þess hve þeir eru háðari skammtímasveiflum í rekstri. Af gefnu tilefhi bendir Vísbending á að þar sem um einkunnargjöf er að ræða þá fá sveitarfélög núll fyrir þá þætti sem komnir eru út fyrir gefna kjörstöðu, og því geti það verið varhugavert að bera saman inn- byrðis stöðu sveitarfélaga á neðri hluta listans þar sem ekki er hægt að fá verri einkunn en núll. Bæði Akraneskaupsstaður og Stykkishólmsbær hækka sig á list- anum frá síðasta ári, Akranes fer upp um 18 sæti en Stykkishólmur um 10. Borgarbyggð situr áfram í 20. sæti listans en Snæfellsbær fer niður úr 9. sæti í það 23. smh Skjár einn á Vesturland Nú lítur út fyrir að flestir Vest- lendingar muni geta horft á sjón- varpsstöðina SkjáEinn innan fárra vikna. Síminn og Islenska sjón- varpsfélagið, sem rekur m.a. Skjá- Einn, hafa undirritað samning um dreifingu á sjónvarpsmerki Skjás Eins um allt land eftir ljósleiðara. Mun samningurinn felast í því að dreifikerfið verði byggt í þremur áföngum. I fyrsta áfanganum, sem á að ljúka í næstu viku, eru Vest- mannaeyjar, Höfn, Egilsstaðir, Húsavík og Borgarnes. A næstu vikum geta svo íbúar Stykkis- hólms, Olafsvíkur, Búðardals, Sauðárkróks, Seyðisfjarðar, Olafs- fjarðar, Eskifjarðar, Neskaupsstað- ar, Djúpavogs, Víkur og Hvolsvallar barið SkjáEinn aug- um. Með samningnum ætlar Islenska sjónvarpsfélagið að tryggja aðgang landsbyggðarinnar að SkjáEinum á næstu árum og er reiknað með að stærstu þéttbýlisstaðirnir nái útsendingum fyrir jól. Mun dreif- ingin fara með nýrri og öflugri tækni en áður hefur þekkst. Ut- heimtir sú tækni minni bandvídd en áður hefur tíðkast og mun vera sambærileg þeirri tækni sem notuð verður fyrir staffænt sjónvarp, auk þess sem tæknin felur í sér aukin myndgæði og stöðugra merki. smh Breiða- fjarðaráædun kynnt Næstkomandi þriðjudag er umhverfisráðherra, Sif Friðleifs- dóttir, væntanleg til Stykkis- hólms þar sem hún mun funda með Breiðafjarðarnefnd. Að fundinum loknum verður verndaráætlun Breiðafjarðar kynnt fyrir þingmönnum og sveitar og bæjarstjórum. GE Bílvelta í vonsku- veðri Vöruflumingabifreið fór útaf veginum og valt rétt norðan við Sæluhúsið á Holtavörðuheiði á föstudagskvöld. Aftakaveður var á heiðinni og fauk bifreiðin út af veginum. Lögreglan á Hólma- vík var kölluð á staðinn og tækjabíll frá Borgarnesi og Björgunarsveitarmenn frá Hvammstanga og Borgarnesi fóru á staðinn. Okumaður og farþegi foru föst í bílnum en reyndust ekki mikið slösuð. Lögreglan í Borgamesi lokaði veginum yfir Holtavörðuheiði á meðan versta veðrið gekk yfir. Að sögn lögreglunnar í Borgar- nesi urðu snjómðningstæki að halda kyrra fyrir vegna veðurs en vindurinn var um 40 m. á sekúndu um tíma. GE Vegagerðin Svarað á Isafirði Mörgum sem átt hafa erindi við Vegagerðina í Borgamesi að undanförnu hefur bmgðið í brún þegar þeir hafa hringt í skiptiborðið en þá bregður svo við að þar svarar hljómþýð rödd sem tilheyrir barka sem staðsett- ur er á Isafirði. Samkvæmt upp- lýsingum frá Vegagerðinni er samkvæmt nýafstöðnum breyt- ingum komið eitt skiptiborð fyr- ir vegagerðina alls staðar á land- inu og er það á Isafirði. I samtali við Skessuhorn sagði símadama Vegagerðarinnar að þetta fyrir- komulag virtist ætla að virka á- gætlega þótt óneitanlega væri í mörg horn að líta og mörg nöfh að iæra. GE Akranes Bíóhöllin fær ekki styrk á 60 ára afmælisári Á fundi bæjarráðs Akraness þann 6. desember sl. var fram iagt bréf formanns menningar- mála- og safnanefndar, ffam- kvæmdastjóra Bíóhallar og menningar- og skólafulltrúa, dagsett 30. nóvember sl., þar sem sótt er um styrk til Bíóhall- arinnar vegna 60 ára afmælis hennar á næsta ári. I fundargerð kemur fram að bæjarráð geti ekki orðið við erindinu. smh

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.