Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 13.12.2001, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 13.12.2001, Blaðsíða 31
SSúESSD’HÖBKI FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001 31* Eðvar Traustason: „Mérfinnst hann bara nokkuS góSur, fínn." m Jóhanna Sveina Hálfdánar- dóttir: „Mjög vel. Snjórinn gerirþaS aS verkum aS allt verSur hlýlegra, bjartara ogjólalegra." Guðrún Tryggvadóttir: „Snjórinn er bara yndislegur." (Spurt á Oðali í Borgarnesi) Bjami Freyr Björgvinsson: „Mérfinnst hann leiSinlegur þegarþaS er of mikiS af honum. Tryggvi Konráðsson: „ÞaS er nú ekki spuming. ÞaS er j þaS besta sem getur gerst íþessum j heimi. Því meiri því betri." Brynjar Guðmundsson: „Mérfinnst snjórinn hvítur. Hvemig líkarþér við snjóinn? (Spurt á Arnarstapa) ÍPRÓTTIR - ÍPRÓTTIR - ÍPRÓTTIR - ÍPRÓTTIR - ÍPRÓTTIR - ÍPRÓTTIR - ÍPRÓTTIR - Skallagrímsmenn aö komast á siglingu Larry Florence hetja Borgnesinga Lögðu efsta liðið í spennuþrungnum leik Hann var heldur betur magnað- ur leikurinn sem boðið var upp á í Borgarnesi þegar Keflvíkingar komu í heimsókn í 10. umferð úr- valsdeildarinnar. Fyrir leikinn voru gestirnir á toppnum með 14 stig en Skallar í 10. sæti með 6 stig. Skallagrímur hefur reyndar haft gott tak á Keflavíkurhraðlest- inni í gegnum tíðina og m.a unnið 3 af síðustu 4 leikjum liðanna í í Borgarnesi Slök byrjun Það byrjaði ekki gæfulega hjá Borgnesingum því gestirnir komust í 0-6 á 1. mínútunni. Kefl- víkingarnir beittu sterkri vörn og sigldu framúr. Eftir 7 mínútna leik voru þeir komnir með 17 stiga for- skot og ekkert virtist ganga upp hjá Sköllunum. Þá tók Alexander leikhlé og skipti þeim Ara Gunn- arssyni og Hafþóri Inga inn á. Það virtist virka vel, Ari setti niður tvær 3. stiga körfur á skömmum tíma og Hafþór eina og undir lok leik- hlutans var munurinn kominn nið- ur í 7 stig. Leikurinn jafnaðist meira í öðrum leikhluta, þar til í stöðunni 29-33. Þá hrukku Skallagrímsmenn í gang svo um munaði. Þeir skoruðu úr hverju skotinu á fætur öðru og spiluðu stífa vörn sem setti gestina útaf laginu. Larry Florence fór á kostum á þessum tíma og sýndi frábær tilþrif. Á 2 mínútna kafla höfðu Borgnesingar skorað 15 stig án þess að Keflvíkingar næðu að svara. Fór svo að heimamenn höfðu yfir í hálfleik 44-38. Altt á suðupunkti Skallagrímsmenn héldu áfram sömu baráttunni í síðari hálfleik og virtist sem mótlætið færi í skapið á gestunum og brutu þeir oft klaufa- lega og illa af sér. Forystan jókst og varð hún mest 10 stig. Þegar4. leikhluti hófst sýndi stigataflan 66- 58. Keflvíkingar voru orðnir ansi pirraðir í upphafi 4. leikhluta og svo virtist sem Damon Johnson væri sá eini sem gæti hugsanlega svarað Borgnesingum í þessum ham. Fór það jú svo að þeir minnk- uðu muninn jafnt og þétt. í stöðunni 76-75 fékk Hlynur Bæringsson sína 5. villu. Við þetta æstist leikurinn til muna og var farið að sjóða á mönnum útum víð- an völl. Keflvíkingar beittu öllum brögðum og komust yfir 82-84 þegar innan við 1 mínúta var eftir. Þegar þriðjungur úr mínútu lifði leiks fékk Florence tvö vítaskot og staðan því jöfn. Keflvíkingar gátu tekið síðasta skot leiksins og var það hlutverk falið Damon Johnson, hann hélt knettinum þar til 10 sek voru eftir. Þegar hann hugðist gera atlögu að körfunni, kom til skjalanna Larry nokkur Florence. Hann hnuplaði tuðrunni glæsilega af Damon og geystist upp allan völl. Áður en hann náði að hefja sig til lofts og troða knettinum í körf- una braut Damon á honum. Larry fékk því 2 víti og þótt hann hitti einungis úr fyrra vítinu dugði það því tíminn var of skammur fýrir gestina til að svara fyrir sig. Borg- nesingar fögnuðu ákaft að leik loknum og ríkti mikil gleði meðal heimamanna í íþróttahúsinu. Gestirnir gengu hinsvegar hnípnir á svip til búningsherbergja sinna eftir að hafa staðið með pálmann í höndum undir lok leiksins. Hlynur Bæringsson hirti 10 fráköst í leiknum og skoraði 23 stig. Larry og Hlynur með stórleik "Við sýndum mikinn karakter eftir slaka byrjun. Við vorum ekki að höndla svæðisvörnina þeirra, en Larry bjargaði okkur í lokin" Molar - Molar - Molar Meistaraflokkur ÍA leikur í kvöld fyrri leik sinn í fjögurra liða móti í Reykjaneshöllinni. ÍA mætir Grind- víkingum en í hinum leiknum mætast Fram og Keflavík. Sigurvegararnir úr þessum tveimur viðureignum mæt- ast síðan á laugardaginn í úrslitaleik en tapliðin leika um þriðja sætið. Litið er að gerast í málum framherj- ans Veigars Páls Gunnarssonar um hugsanleg félagsskipti hans til ÍA. Veigar ku vera í viðræðum við þrjú önnur lið og á meðan svo er mun ÍA ekki halda sínum viðræðum við Veig- ar gangandi. Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, Sundfé- lagi ÍA, hefur í dag þátttöku í Evrópu- meistaramótinu í 25 metra laug í Antwerpen. Fyrsta grein Kolbrúnar er 100m baksund en alls tekur hún þátt í fjórum greinum. Hægt er að fylgjast með framvindu mála á vef ÍA á ia.is. íþróttanefnd Akraness ákvað á fundi sínum 3.desember sl. að af- henda íslandsmeisturum barna og unglinga hjá ÍA viðurkenningu við há- tíðlega athöfn í sal íþróttamiðstöðv- arinnar. Unnið er að undirbúningi há- tíðarinnar, sem fram ferþann 27.des- ember. Eins og fram kemur annars staðar f blaðinu var Skessuhorn með sendi- nefnd á leik Halifax og Stoke um síð- ustu helgi. Heimsóknin vakti það mikla athygli út fyrir Halifaxhrepp að breska ríkissjónvarpið, BBC, sá á- stæðu til að senda fulltrúa á staðinn til að fjalla um þennan merka viðburð sem heimsóknin var. Fréttamaður BBC, ung stúlka að nafni Carla (sjá mynd), missti meðlimi sendinefndar- innar aldrei úr augsýn allan þann tíma sem þeir dvöldu á leikvangnum eða í samtals um fimm tíma. Tók hún og viðtal við alla fulltrúa fyrir og á meðan leik stóð. Þátturinn var sýnd- ur í Englandi á mánudagskvöld. Unnar Valgeirsson, leikmaður ÍA, hefur ákveðið að taka sér árshvíld frá knattspyrnuiðkun. Annir í vinnu eru meginástæðan fyrir ákvörðun Unn- ars. Unnar, sem er 24 ára, hefur leik- ið 36 leiki fyrir ÍA í efstu deild, þar af 12 á síðasta tímabili. Unnar er þriðji leikmaður ÍA sem leggur skóna á hill- una eftir síðasta tímabil en auk hans hafa þeir Haraldur Hinriksson og Sturlaugur Haraldsson gefið það út að þeir séu hættir. HJH Unnar Valgeirsson sagði Hlynur Bæringsson kampa- kátur að leik loknum. Skallagrímur spilaði sterka vörn og spiluðu leikmenn sem ein heild. Larry og Hlynur áttu báðir afbragðs leik. Sigmar stjórnaði leiknum af festu og Steinar átti fína spretti. Þá var verulega gaman að sjá til Ara Gunnarssonar sem gerði 6 stig á þeim 9 mínútum er hann spilaði. En hann hefur sáralítið komið við sögu það sem af er. Enda átt við meiðsli að stríða. Hjá gestunum var Damon Johnson allt í öllu sérstaklega í síðari hálf- leik. Davíð Þór Jónsson, Gunnar Einarsson og Magnús Gunnars- son áttu allir ágætis spretti. Stig Skallagríms: Florence 28 (10 fráköst), Hlynur 23 (10 frá- köst), Hafþór Ingi 11 Steinar Ara- son 9, Sigmar 8 (6 stoðsendingar), ■ Ari Gunnarsson 6. Stig Keflavíkur: Damon 30, * Gunnar Einarss 14, Magnús i— Gunnarsson 10, Davíð Þ Jónsson 9, Jón Nordal 6, Gunnar Stefáns- son 5, Sverrir Sverrisson 2, Hall- dór Halldórsson 2. R.G Staðan í úrvalsdeild- inni í körfuknattleik Félag Leik 1. UMFN 10 2. KR 10 3. Keflavík 10 4. ÞórAk. 10 5. Hamar 10 6. TindastólHO 7. UMFG 10 8. ÍR 10 9. Skallagr. 10 10. Haukar 10 11. Breiðabl.10 12. Stjarnan 10 U T Stig 8 2 876:788 16 8 2 871:827 16 7 3 931:830 14 6 4 925:915 12 6 4 927:925 12 5 5 775:804 10 5 5 833:852 10 4 6 849:850 8 4 6 770:785 8 4 6 735:772 8 3 7 795:818 6 0 10 718:839 0 Staðan í 1. deild karla í körfuknattleik Félag Leik U T Stig 1. Snæfell 8 7 1 652:589 14 2. Þór Þorl. 8 6 2 580:568 12 3. Valur 8 6 2 721:554 12 4. KFÍ 9 5 4 753:737 10 5. IG 9 4 5 629:718 8 6. ÍS 8 4 4 642:569 8 7. Reynir S. 8 3 5 660:706 6 8. Árm./Þrótt. 8 3 5 610:635 6 9. ÍA 8 2 6 591:670 4 10. Selfoss 8 1 7 661:753 2 390, Eitt veró fyrir alla jólapakka!

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.