Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 13.12.2001, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 13.12.2001, Blaðsíða 21
S£éSS1ÍÍÍ©BKI FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2001 21 Samstarfssamningur Verslunarmannafélaganna í Reykjavík og á Akranesi VR annast rekstur VA Félögin styrkja foreldrafélagið Vímulausa æsku Þann 9. desember sl. undirrituðu fulltrúar Verslunarmannafélags Akraness og Verzlunarmannafélags Reykjavíkur samstarfssamning til tveggja ára. Samningurinn var und- irritaður á sameiginlegum stjómar- fnndi þar sem mættíjr vom stjómar- merm beggja félagánna ásamt íull- trúum ff á foreldrafélaginu Vímulaus æska. Samningurinn tekur gildi um ára- mót og felst hann í því að VR mun sjá um allan rekstur VA. Starfsemin á Akranesi verður þó með sama hætti og hingað til. I tílefni af undirskriftinni afhentu félögin foreldrahúsinu Vímulaus æska styrk að upphæð 200 þúsund. Foreldrahúsið heldur námskeið og sinnir ráðgjöf fyrir foreldra þeirra bama sem erfitt eiga uppdráttar og leiðast út í vímuefnaneyslu. Einnig heldur félagsskapurinn forvarnar- námskeið fyrir böm. Skilyrðið fyrir styrkveitingunni er að félagið veiti þessa þjónusm á Akranesi. Skrifstofa Foreldrahússins er að Vonarstræti 4b og er opin á skrifstofutíma ffá 9 - 16. Foreldrasíminn er opinn allan sólarhringinn, s. 581 1799. GE Forvamir gegn nkniefhum Fræðslufimdur á vegum Foreldrafé- lags Fjölbrautaskóla Vesturlands Þann 26. nóvember gekkst For- eldrafélag Fjölbrautaskóla Vestur- lands fyrir fræðslufundi um vímu- vamir. A fundinum vom flutt tvö erindi auk þess sem fram fóm líf- legar umræður. Steinunn Eva Þórðardóttir, forvarnarfulltrúi í FVA kynnti steffiu skólans í vímu- vömum og starfssvið forvarnarfull- trúa. Starf forvarnarfulltrúa er nýtt hjá FVA og er enn í mótun. Stein- unn lagði áherslu á að starfið væri sýnilegt fyrir nemendur skólans, en jafnframt að fullur trúnaður væri milli hennar og nemenda sem koma í viðtöl. Forvarnarfulltrúi er til viðtals fyrir jafnt nemendur, for- eldra og starfsmenn skólans og heldur utan um fræðslustarf fyrir sömu aðila. Markmið með starfinu er að vekja nemendur til umhugs- unar um það böl sem vímuefni em. Einnig að seinka upphafi neyslu, minnka ölvun og hafa úrræði á tak- teinum þegar þeirra er þörf. Seinna erindið á fundinum hélt Jónas Ottósson lögregluþjónn á Akranesi. Hann gerði grein fyrir á- standi mála varðandi vímuefna- neyslu meðal ungmenna í bænum. Kom fram í máli hans að hærra hlutfall ungmenna á Akranesi fer í meðferð en almennt gerist á land- inu, einnig er hátt hlutfall hand- lagðra fíkniefna á Akranesi miðað við aðra staði. Einnig að mjög hátt hlutfall nemenda, yfir 20%, í efsta bekk grannskóla hefur neytt kanna- bisefna, samkvæmt ársgamalli könnun. Mikið hefúr áunnist síð- usm ár við að trafla neyslu í heima- húsum. Neyslan er hins vegar mik- il utandyra. Nokkuð er orðið um að ungmenni sem koma í afvötnun hafa aldrei átt við áfengisvandamál að stríða og jafnvel neyta lítils á- fengis. Þau fara beint í kannabisefni eða jafnvel amfetamín og e-töflu- neyslu. Þetta er breyting sem hefur orðið á síðusm áram. Ahætmhóp- urinn er ungmenni og hann hvatti til samstarfs foreldra, skóla og lög- reglunnar til að vinna gegn þessari vá. Fjöragar umræður urðu á eftir framsöguerindum. Kom þar fram að þó vissulega sé ógn af neyslu vímuefna er unga fólkið sem sækir FVA að stóram meirihluta ekki í viðjum vímuefna og stundar nám og félagslíf á heilbrigðum forsend- um. Foreldrafélag Fjölbrautaskólans Myndir úr Maríusögu í Reykholtskirkju Sýningin - Myndir úr Maríu- sögu - eftir Elsu E. Guðjónsson er mtrngu og ein útsaumuð smá- mynd ásamt ffumsömdum erind- um sem skírskota til sögu hinnar helgu meyjar að mesm eins og hún er sögð í Maríusögu, íslenskri helgisögu frá 13. öld. Þá er einnig á sýningunni veggteppi með sömu myndum. I skrá sem fylgir sýning- unni era birtir viðeigandi textar úr Maríu sögu, Islenskri hómelíubók og Nýja Testamentinu til frekari glöggvunar. Myndirnar vísa til frá- sagnar um uppvöxt Maríu og trú- lofun, um boðun hennar, vitjunina, fæðingu Frelsarans, hirðingjana á Betlehemsvöllum, tilbeiðslu vitr- inganna, flóttann til Egyptalands, brúðkaupið í Kana, krossfestingu Krists og upprisu, uppstigningu og komu Heilags anda, burtsofnun Maríu og krýningu hennar á himn- um. Hófst vinna við hönnun myndanna 1995 og var henni að mestu lokið snemma árs 2000. Myndirnar eru allar unnar í stramma eftir reitamunstrum, í- saumsbandið er íslenskt kambgarn og saum- gerðin gamli krossaum- urinn sem tíðkaðist hér á landi undir lok mið- alda og fram á 19. öld. Elsa E. Guðjónsson lauk BA- prófi í textíl- og búningafræðum, list og listasögu frá Washington- háskóla í Seattle í Bandaríkjunum og MA-prófi í sömu aðalgreinum, ásamt miðaldasögu, frá sama há- skóla 1961. Elsa starfaði sem sér- fræðingur og síðar deildarstjóri Textíl-og búningadeildar Þjóð- minjasafns Islands í rúm þrjátíu ár þar til hún fór á eftirlaun 1994. I safninu vann hún að mestu við rannsóknir á hvers kyns textílum, einkum íslenskum útsaumi, vefnaði og prjóni sem og á íslenskum þjóð- búningum. Elsa var sæmd riddara- krossi hinnar íslensku fálkaorðu og heiðursdoktorsnafnbót í heimspeki við Háskóla Islands árið 2000 fyrir störf í þágu íslenskrar menningar- sögu á sviði textíl- og búninga- fræði. (Tréttatilkynning) é V--—T^ettfuttfi Okur á aðventu Okurverð á lýsingu leiða í kirkjugarðinum á Akranesi er mörgum félitlum þungur kross að bera á aðventu. Svo þungur að það er mörgum ofviða að lýsa lengur upp leiða látinna ástvina sinna. A síðasta ári hækkuðu for- ráðamenn kirkjugarðsins endur- gjald fyrir ljóskrossa á leiði ó- hugnanlega mikið, eða í kr. 5500, og héldu flestir að ekki yrði geng- ið lengra á vettvangi látinna sókn- arbarna við gjaldtöku. En þar var nú aldeilis ekki stað- ar numið, því íbúar garðsins era afskiptalitlir. Nú í ár kostar sama þjónusta kr. 6500, sem geypiverð. Já kr. Sex þúsund og fimm hundrað, sem er 18,20% hækkun á milli ára, þó Orkuveitan hafi lækkað verð á raforku til lifandi notenda sinna um 11%, sam- kvæmt gjaldskrá. I Mosfellsbæ er mér sagt að sama þjónusta kosti kr. 2500. Sóknarnefndin okkar skuldar okkur skýringu á því fyrir hvað á þarna ð borga, og í hvers vasa fara þessir peningar? Ef fer sem horfir mun fljótlega takast að útrýma að mesm ljóskrossum á leiðum lát- inna Akurnesinga, og er þá illa að farið og mikið óhappaverk. Kirkjugarðurinn okkar hefur því mikið sett ofan hvað útlit varðar um jólahátíðina, ffá því sem áður var, meðan mikill fjöldi marglitra ljóskrossa prýddi hann un jólin, og gaf honum einstaklega fallegt yfirbragð. Núverandi leiðiskrossar era að margra mati lítið fyrir augað, og ekki tilkomumiklir þó rándýrir séu. Fólk er því almennt að koma sér upp eigin ljósaskreytingum á Ieiðum látinna ástvina sinna. Margir hafa komið að máli við mig og beðið mig að koma þeirri skoðun á framfæri að veðlagning á lýsingu leiða í kirkjugarðinum að Görðum sé skelfileg, og komin óralangt út fyrir skynsemismörk.Verð eg hér með við þeirra beiðni, og tek undir það, að bágt sé til þess að vita, því- lík óðaverðbólga geysar innan marka kirkjugarðsins okkar. Gleðilega jólahátíð! Stefán Lárus Pálsson. Kirkjugarðurinn á Akranesi Þessi unga fyrirsieta heitir Ingibjörg S. Sigurbjömsdóttir og er fimm ára Skagamær. Hún stillti sér svona fimlega upp fyrir Ijósmyndara Skessuhoms á Jólahingóinu sem haldið var á dögunum. »

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.