Skessuhorn - 29.06.2005, Page 4
4
MIÐVIKUDAGUR 29. JUNI 2005
^aCssunuiKii
Veðurathuganir
í Norska húsinu
STYKKISHÓLMUR: Laug-
ardaginn 2. júlí klukkan 14
opnar sýning í Norska húsinu í
Stykkishólmi tileinkuð sam-
felldum veðurathugunum á Is-
landi í 160 ár. Magnús Jónsson,
veðurstofustjóri opnar sýning-
una og þá verða einníg vígðir
19. aldar útihitamælir og úr-
komumælir sem Veðurstofa Is-
lands hefur sett upp við Norska
húsið. Sýningin er opin daglega
frá kl. 11.00 til 17.00 og stend-
ur til 1. ágúst. -mm
Klafamenn
samþykktu
AKRANES: Síðastliðinn
fimmtudag fór fram kynning og
atkvæðagreiðsla um nýjan
kjarasamnings starfsfólks sem
vinnur hjá Klafa á Grundar-
tanga. Fundurinn var haldinn í
matsal Islenska járnblendifé-
lagsins. I atkvæðagreiðslu um
samninginn voru 26 starfsmenn
á kjörskrá og kusul9 þeirra eða
73%. Já sögðu 16, eða 84.2%
en nei sögðu 3 starfsmenn, eða
15,8%. -mm
Algjör Sirkus
REYKJAVÍK: í síðustu viku
var gefið út fyrsta eintakið af
nýju vikublaði sem ber nafnið
Sirkus Reykjavík. Samkvæmt
aðstandendum blaðsins, 365
prentmiðlum, er markhópurinn
yngri kynslóðin, en þó ekki að-
eins höfuðborgarbúar eins og
nafnið gefur til kynna heldur
landsmenn allir. Dreifa átti
blaðinu um allt land þar sem
það átti að vera selt í lausasölu.
A föstudag þegar fyrsta blaðið
kom út var þó erfitt að nálgast
blaðið á Vesturlandi og var það
ekki til sölu í Ólafsvík, Borgar-
nesi né Akranesí. Talsmenn
blaðsins höfðu ekki svör á reið-
um höndum við spurningum
varðandi dreifingu blaðsins
önnur en þau að blaðinu er
dreift með Islandspósti og ætti
að fást hvar sem er á landinu.
-gg
Sjöfh Þór verð-
ur prestur
REYKIIÓLAR: Átta manns
sóttu um stöðu prests við Reyk-
hólaprestakall, en umsóknar-
ffestur rann út 16. júní síðast-
liðinn. Þeir sem sóttu um voru
eftírtaldir: Aðalsteinn Þor-
valdsson, Birgir Thomsen,
Bryndís Valbjarnardóttir,
Hannes Björnsson, Hólmgrím-
ur Elís Bragason, Ingólfur
Hartvigsson, Sjöfh Þór og Sól-
veig Jónsdóttir. Á fundi val-
nefndar, sem ffam fór sl. mánu-
dag var ákveðið að veita brauð-
ið Sr. Sjöfh Þór, guðffæðingi.
Hún mun taka við 1. ágúst nk.
af núverandi presti, séra Braga
Benediktssyni. Sr. Sjöfn Þór er
af prestskyni, barnabarn Sr.
Þóraríns Þór sem þjónaði sama
prestakalli lengi á síðustu öld.
-mm
Búið er aí girða bœði gaðinga- og kynbótavöll afmeð hvítu plastefhi.
Fjórðungsmótíð að hefjast
Allt er nú klárt fyrir Fjórðungs-
mót Vesturlands sem fram fer á
Kaldármelum, en mótið hefst á
morgun fimmtudag og stendur
fram á sunnudag. Mótssvæðið er
komið í sparibúning og starfsmenn
hafa undanfarna daga unnið hörð-
um höndum að lokaffágangi. Eins
og greint var ffá í síðasta blaði var
metþátttaka í skráningum fyrir
mótið, vel á 4. hundrað hrossa
skráð til leiks og von á miklum
fjölda gesta um helgina. Á vefnum
847.is er listi yfir ráslista mótsins.
Knapafundur er í kvöld klukkan 21
í veitingatjaldinu á staðnum.
I næstu viku birtum við myndir
ffá mótinu og helstu úrslit. Skessu-
horn óskar vestlenskum hesta-
mönnum og gestum þeirra góðra
daga og skemmtunar á Kaldármel-
um. MM
Verið var að slá áhorfendabrekkuna sl.
fimmtudag þegar Ijósmyndari leit við á
Kaldármelum.
Fækkun ferðamanna?
Aðilar í ferðaþjónustu á Snæfells-
nesi verða sumir varir við færri
ferðamenn það sem af er sumri
miðað við sama tíma í fyrra. Ragn-
ar Mar Sigrúnarson, umsjónarmað-
ur Pakkhússins í Olafsvík, segir
fjölda heimsókna erlendra ferða-
manna á dag vera næstum þriðjungi
færri þar en í fyrra. Bent hefur ver-
ið á hátt gengi krónunnar í þessu
samhengi og segir Ragnar það vera
líklega skýringu á slakari aðsókn
það sem af er árinu. Ferðir til
landsins verða dýrari og getur það
fælt margan ferðamanninn frá. Þó
er lítdl ástæða til svartsýni þar sem
fjöldi ferðamanna er þó meiri en
fyrir tveimur árum og er þeim því
að fjölga þrátt fyrir þetta bakslag. I
Ragnar Mar Sigrúnarson umsjónarmaður Pakkhússins
við eitt borðanna ájarðhitð hússins þar sem
tylla sér ogfá sér kaffisopa og meðlœti.
Pakkhúsinu, sem er gamalt verslun-
arhús, er Byggðasafh Snæfellsbæjar
og er þar hægt að virða fyrir sér
„Krambúðarloftíð“ sem
er föst sýning á effi hæð
hússins auk tímabund-
inna listsýninga sem eru
á jarðhæð. Þar er einnig
upplýsingamiðstöð fýrir
ferðamenn þar sem
hægt er að kaupa minja-
gripi og spyrja ráða
varðandi ferðir um Snæ-
fellsnesið. Á Færeyskum
dögum helgina 1. til 3.
júlí verður opnuð sýn-
ing í Pakkhúsinu um
Þórð Halldórsson, refa-
skyttu og sjómann á-
samt fleiru, ffá Dagverðará en hún
verður í gangi í allt sumar.
GG
er að
1000 dagar án vimmslyss með fjarveru
Starfsmenn íslenska jámblendifé-
lagsins á Grundartanga fögnuðu því
sl. fimmtudag að 1000 dagar eru
liðnir ffá því að síðast varð vinnuslys
sem leiddi til fjarveru starfsmanns
félagsins.
Margþætt starf hefur stuðlað að
þessum árangri. Aukin áhersla hefur
verið lögð á bætta umgengi, þrif og
ýmsar merkingar á vinnustaðnum.
Merkingarnar snúast um notkun
rétts öryggisbúnaðar, vamaðarorð af
ýmsu tagi, hvar geyma eigi hin ýmsu
tæki og tól, merking gangbrauta o.fl.
I þessu sambandi má einnig nefna að
í síðusm kjarasamningum vom sam-
þykkt bónusákvæði sem tengjast
snyrtímennsku á vinnusvæðum,
notkun öryggisbúnaðar og skrán-
ingu á hættulegum aðstæðum. Þá er
mikil áhersla lögð á að skrá öll
óhappatilvik og hættulegar aðstæð-
ur. Þau tilvik em graimskoðuð og
leitað úrbóta. Árangur þessa er að
minni háttar óhöppum hefur einnig
fækkað umtalsvert. Að lokum má
nefiia að hjá Jámblendifélaginu er
unnið að því að innleiða aðferða-
fræði sem móðurfyrirtæki þess nefh-
ir „Elkem Business System“. Að-
ferðafræðin á rætur sínar að rekja tíl
Toyota. Áhersla er m.a. lögð á að
staðla vinnubrögð og umgengni.
Staðlar em unnir með viðkomandi
starfsmönnum og gjarnan settír
ff am á myndrænan hátt á starfsstöð-
inni. Framkvæmdastjórn Járn-
blendifélagsins óskar starfsmönnum
sínum til hamingju með árangurinn
og hvetur þá til að halda áfram á
sömu braut. MM
Sjómenn í skóla
SNÆFELLSNES: Skólaskipið
Sæbjörg, fyrram Akraborgin,
hefur að undanförnu verið í
Olafsvík og hafa sjómenn af
Snæfellsnesi verið þar á nám-
skeiðum varðandi öryggismál.
Sæbjörgu eignaðist Slysavarna-
félagið Landsbjörg árið 1998 og
hefur skipið síðan verið notað til
kennslu. -mm
Brúðarbandið
í víking
DANMÖRK: Hin vestlensk -
ættaða, að hluta til, rokkhljóm-
sveit Brúðarbandið heldur svo
sannarlega uppi merkjum lands-
hlutans á hinni ffægu tónlistar-
hátíð í Hróarskeldu í Danmörku
sem fram fer næstu daga. Band-
ið leikur á miðvikudagskvöld á
hátíðinni og mun auk þess veita
fjölda viðtala og m.a. koma ffam
í danska ríkisútvarpinu. f band-
inu era alls 7 stúlkur, 2 eru ffá
Akranesi og 2 úr Borgamesi.
Auk þeirra spilar á hljómborð
Guðbjörg Guðmundsdóttir,
sem starfar í sumar sem blaða-
maður á Skessuhorni. Orri
Harðar hljóðblandaði hljómdisk
Brúðarbandsins „Meira!“og
Birgir Baldursson, einnig
Skagamaður, tók diskinn upp.
-mm
Leifshátíð á
sama tíma
DALIR: Hin árlega héraðshátíð
Dalamanna, Leifshátíð fer ffam
að venju helgina 8.-10. júlí nk.
Dagskrá hátíðarinnar hefur ver-
ið send inn á öll heimili í ná-
grannahéraðum og era Vest-
lendingar hvattir til að kynna sér
skemmtilega og memaðarfulla
dagskrá þar sem kennir margra
grasa á borð við víkingabúðir,
söngleik, færeyska dansa, ghmu,
steintök, atriði úr Ávaxtakörf-
unni, grill, Halla Reynis, trölla-
sögur, dansleiki og m.m.fleira. Á
svæðinu verður Eiríkur rauði
alla helgina ásamt fjölskyldu
sinni og ffænda; Þorgeiri Ást-
váldssyni, sem verður kynnir há-
tíðarinnar. Allir í Dalina! -mm
Húsnæðis- og
borgarmál
BIFRÖST/RVK: Fjölþjóðleg
ráðstefna um húsnæðis- og
borgarmál verður haldin Öskju,
náttúraffæðihúsi Háskóla fs-
lands dagana 29. júní - 2. júh. Að
ráðstefhunní standa Borgar-
ffæðasemr Háskóla íslands og
Rannsóknarsemr í húsnæðis-
málum við Viðskiptaháskólann
Bifföst í samvinnu við íbúða-
lánasjóð og félagsmálaráðuneyt-
ið. Yfirskriff ráðstefiiunnar er
„Housing in Europe: New
Challenges and Innovations in
Tomorrow’s Cities" og er með
henni leitast við að draga ffam
hvemig stefhumótun í húsnæð-
ismálum er að verða æ þýðingar-
meiri fyiir heildarþrótm borga
hvarvema heiminum á 21. öld-
WWW.SKESSUHORN.IS
Bjarnarbraut 8 - Borqarnesi Sími: 433 5500
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi Fax: 433 5501
Skessuhorn kemur út alla mi&vikudaga. Skilafrestur auglýsinga
er kl. 1-4:00 á þriöjudogum. Auglýsendum er bent á að panta
auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til
12:00 á þriöjudögum.
Blaðiö er gefið út f 3.000 éintökum og selt til áskrifenda og í
lausasölu.
Áskriftarverö er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur 750
sé greítt með greiðslukorti. Verð í lausasölu er 300 kr.
SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-14 ALLA VIRKA DACA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. - 433 5500 skessuhom@skessuhorn.is
Ritstj. og ábm. Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Blaðamenn: Gísli Einarsson 899 4098 gisli@skessuhom.is
Guðbjörg Cuðmundsdóttir 895 0811 gugga@skessuhorn.is
Augl. og dreifing: íris Arthúrsd. 696 7139 iris@skessuhorn.is
Umbrot: Guðrún Björk Friðriksd. 437 1677 gudrun@skessuhorn.is
Prentun: ísafoldarprentsmiðja
...