Skessuhorn - 29.06.2005, Síða 15
Jk£3»un</^
MIÐVIKUDAGUR 29. JXÍNÍ 2005
15
Ný tegund af ferða- og menningarmiðstöð
Eyrbyggja - Sögumiðstöð er
upplýsinga- og ferðamiðstöð í
Grundarfirði. Þann 17. júní var
þar opnuð sýning sem nefnist
„Lífsbjörg þjóðar". Ingi Hans
Jónsson er forstöðumaður Sögu-
miðstöðvarinnar: „Hér á svæðinu
eru myndarleg byggðasöfn þannig
að við vildum vera öðruvísi og vera
góð viðbót við það sem fyrir er.
Við erum að reyna að búa til nýtt
módel af ferða- og menningarmið-
stöð þar sem við drögum upp sögu
síðustu aldar með óhefðbundnum
hætti á staffænan máta og getum
þannig höfðað til nýrrar kynslóðar.
Við höfum unnið að þróun nýs
sýningarbúnaðar ásamt EJS og
Kudos Digital Group í London
sem eru einna færastir í heiminum
á þessu sviði. Þessi nýi búnaður er
þannig hannaðtu- að allir ættu að
geta nýtt sér hann og starfsmenn
safna geta með honum unnið sjálf-
ir að uppsetningu sýninga. Þetta er
„puttavænn" gagnagrunnur, eins
og ég útskýri hann stundum,“ seg-
ir Ingi Hans.
Það sem er einnig athyglisvert
við þennan nýja búnað er að allt
viðmót hans er ekki hannað af
tölvusérfræðingi heldur af einstak-
lingum með almenna tölvuþekk-
ingu og því er ekki sú hætta fyrir
hendi að hann verði of flókinn.
„Gesturinn velur, með því að
snerta tölvuskjá með einum fingri,
hvaða tungumál hann vill heyra,
hvað hann vill sjá, hvaða myndir
koma upp á vegg og svo ffamleið-
is. Ef verið er að sýna gömul verk-
færi er hægt að velja eitt þeirra á
skjá og með einni snertingu fengið
frekari upplýsingar um það verk-
færi, það getur verið kvikmynd eða
ljósmyndir til dæmis. Þessi sýning-
arbúnaður þarfnast ekki neinnar
tölvukunnáttu. Þetta heitir á ensku
„digital showroom" og við höfum
notað vinnuheitið „two-touch-
away“ sem vísar til þess að þú þarft
aðeins að snerta skjáinn tvisvar og
þá ertu kominn með allar upplýs-
ingar.“ Þrátt fyrir góða undirbún-
ingsvinnu hefur verið erfitt að fjár-
magna stafrænar sýningar: „Svo
virðist sem þeir sem stjórna sjóð-
unum sem veita fjármagni í þessi
mál sjái ekki sérstöðuna í þessu.
Það er líka ákveðin varúð gagnvart
hugbúnaðargerð sem er kannski
eðlilegt því það eru margir sem
fóru illa út úr þeim bransa um árið,
þó að margt gott hafi líka komið
fram.“ Auk sýningarinnar geta
gestir Sögumiðstöðvarinnar leitað
upplýsinga auk þess að fá sér kaffi
eða virða fyrir sér gamlar ljós-
myndir í Bæringsstofu.
GG
Nú bráðvantar fólk til
ýmissa starfa í Dölum
Mikill skortur er á vinnuafli í
Dalabyggð og fjöldi starfa hafa ný-
lega verið auglýst laus til umsókn-
ar í sveitarfélaginu. Haraldur L
Haraldsson, sveitarstjóri sagði í
samtali við Skessuhom að nú þeg-
ar vantaði 10-15 manns í ýmis störf
bæði á vegum sveitarfélagins og
axmarra aðila. „Meðal þeirra starfa
sem nú vantar að manna má nefna
bókara og fólk til afleysinga á
sveitarfélagsskrifstofuna, þá vantar
í störf hjá leikskólanum, í störf á
Laugum í Sæhngsdal, í Mjólkur-
stöðinni, trésmiði og ekki síst vant-
ar fólk til sláturhússstarfa í haust.
Það vantar jafht iðnaðarmenn sem
faglært og ófaglært fólk,“ segir
Haraldtn-. Hann telur skýringuna
fyrir vaxandi eftírspurn eftir vinnu-
afli nú felast m.a. í að byggð hafi
verið upp atvinnutækifæri í sveitar-
félaginu og árangur þeirrar vinnu
sé nú að skila sér með jákvæðum
hætti.
Aðspurður um íbúðarhúsnæði
fyrir væntanlegt starfsfólk segist
Haraldur binda vonir við að aðili
sem fengið hefur úthlutað lóðum
fyrir byggingu 6 leiguíbúða fari af
stað með ffamkvæmdir í sumar
þannig að þær verði tilbúnar í
haust. ,Annars er ekki mikið af
lausu húsnæði eins og sakir standa,
þó alltaf hafi það bjargast ffam að
þessu að koma fólki fyrir,“ segir
Haraldur.
Hann segir að til viðbótar þeim
störfum sem nú eru laus muni
haustíð 2006 verða til 10-15 ný
störfvið hjúkrunarheimilið á Fells-
enda vegna þeirrar stækkunar sem
nú er hafin á heimilinu. Það er því
sannarlega bjart framundan í at-
vinnumálum í Dölum.
MM
Safiiaðfyrir
útskriftarferð
Þessar glæsilegu stúlkur úr í Borgarnesi að selja vörur en ágóða
Varmalandsskóla í Borgarfirði ætla sölunnar á að verja tíl útskriftar-
greinilega að hafa tímann fyrir sér, ferðar þeirra eftír 2 ár.
því hér eru þær í anddyri Samkaupa Ljósm. HSS
Ingi Hans við einn tölvuskjáinn þar sem hægt er að fá ýmsar upplýsingar um ferðaþjónustu á svæðinu með „puttavœnum “ hætti.
BORGARBYGGÐ
UMHVERFISVERÐLAUN
- TILNEFNINGAR -
Bæjarstjórn Borgarbyggbar og Lionsklúbburinn Agla hafa ákvebib
ab veita í sameiningu viburkenningar fyrir fallegan garð, snyrtilega
götu og sveitabýli í Borgarbyggð 2005.
Hér með er auglýst eftir tilnefningum íbúa á þeim qörðum,
götum og býlum sem þeir telja að ástæða sé til að hljóti
viðurkenningu.
Tilnefningarnar skal senda til Lionsklúbbsins Öglu, b.t. Elfu
j Hauksdóttur Höfbaholti 10, Borgarnesi eba á netfangib
i borgarbyggd@borgarbyggd.is fyrir 8. ágúst 2005.
Bœjarstjórn Borgarbyggbar
Lionsklúbburinn Agla
Fimmtudaginn 30. júní
Raqnheiður Gröndal
ásamt landslioi íslenskra jazzhljóðfæraleikara
Föstudaginn 1. júlí
Guðrún Gunnarsdóttir og Friðrik Ómar Hjörleifsson
flytja sígildar dægurperlur
Veitingahúsið Tíminn og vatnið býður upp á glæsilegan matseðil og
sanngjörn verð skoðið á: www.stelnsnar.is
Tilboð: Fimmtudag - Laugardag
Grillað gómsætt bjórlamb
(Kryddlegið lambalæri í Egil's Gull bjór, hunangi,
útlenskum og borgfirskum kryddjurtum)
með ofnsteiktum kartöflubátum og steiktu grænmeti
+ 1 kaldur úr krananum = 1900 kr.
Barnaskammtur + Stór Pepsi = 1000 kr.
Fyrstur kemur fyrstur fær.
Pantanir í síma: 433 5803 FOí