Skessuhorn


Skessuhorn - 26.10.2005, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 26.10.2005, Blaðsíða 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI 42. tbl. 8. árg. 26. október 2005 - Kr. 300 í lausasölu Hvenær verður gatagata? I samantekt í máli og myndum á blaðsíðu 8 í blaðinu í dag er raldnn sá mikli munur sem er á áherslum nokkurra sveitarfélaga á landinu varðandi frágang nýrra íbúðar- gatna. I þeim samanbtu-ði kemur ffarn að sveitarfélögin Akranes og Borgarbyggð hafa á nýhðnum árum lagt mirtni áherslu á að ljúka ffágangi nýrra gatna fljótt í saman- burði t.d. við Egilsstaði og nágrannaþétt- býlið Fellabæ. Þannig er bundið slitlag lagt mtm síðar á götur í Borgarnesi og á Akra- nesi en fyrir austan og stundum löngu eftir að göturnar eru fullbyggðar. Hlunnindafélag Borgaríjarðar- sýslu stofiiað Síðastliðinn sunnudag var framhalds- stofhfundur Hlunnindafélags Borgarfjarð- arsýslu haldinn íveiðihúsinu við Flóku. Til- gangur félagsins er m.a. sá að ná betur utan- um skotveiðihlunnindi á afréttum og jörð- um en verið hefúr. Auk þess er hugsanlegt í framtíðinni að félagið muni fjalla um önnur þau landshlunnindi sem ekki eru bundin í lögum svo sem lögum um lax og silungs- veiði. Meðal annars er hlutverk félagsins að halda til haga upplýsingum um hvar skot- veiði er leyfð og þá hvers konar, fjölcla veiðimanna, æskilegt veiðiálag og fleira í þeim dúr. Þorsteinn Þorsteinsson bóndi á Skálpastöðum stóð ásamt fleirum að stofn- un félagsins fyrir frumkvæði Búnaðarsam- taka Vesturlands. Þorsteinn sagði í samtali við Skessuhorn að mönnum væri að sjálf- sögðu áffam frjálst að ráðstafa sínu landi, sumir vilja sjálfir nýta sín hlunnindi meðan aðrir vilja láta þau í hendur félags, Segir hann ekki markmið með stofnun félagsins að rýra á neinn hátt umráðarétt manna yfir hlunnindum sínum og aðild að hinu nýja fé- lagi er ffjáls. „Hver og einn ræður meðferð síns svæðis en æskilegt er að umráðamenn lands láti vita um ráðstöfun veiðiréttar á sínum landareignum,“ segir Þorsteinn. Á fundinum voru þeir Rúnar Hálfdánarson á Þverfelli, Þorsteinn Þorsteinsson á Skálpa- stöðum og Snorri Jóhannesson á Augastöð- um kosnir í stjórn sem síðar skipar með sér verkum. MM ATLANTSOLIA Dísel *Faxabraut 9. Það er vafalaust einsdæmi að fjórtán ungmenni úr litlum sveitaskóla nái þeim árangri að keppa meðal þeirra fremstu í dansi. Sú er engu að síður raunin með nemendur Evu Karenar Þórðardóttur sem þjálfar dans í Kleppjámsreykjaskóla í Borgarfirði, en alls stundaryfir helmingur nemenda skólans skólans markvissar dansœfingar. Ljósm: KK. Sjá nánarfrétt á bls. 4. Gríðarlegur munur á kostnaði við grunnskólanám Gríðalegur munur er á þeim kostnaði sem einstök sveitarfélög þurfa að inna af hendi við nám hvers nemanda eftir einstökum skólum. Þetta kemur ffam í töl- um frá Sambandi íslenskra sveit- arfélaga um kostnað við rekstur grunnskóla á árinu 2003. Á Vest- urlandi má nefna að tíu ára grunnskólanám kostar minnst í Grunnskóla Grundarfjarðar eða tæpar 6,7 milljónir króna en mest í Lýsuhólsskóla eða rúmar 15 milljónir króna. Samstarf og hugsanlegar sam- einingar sveitarfélaga hafa verið mjög í umræðunni á undanförn- um árum. I þeirri umræðu er oft nefnt að stærri sveitarfélög séu betur í stakk búin til þess að bjóða og standa undir lögboðinni þjónusm við íbúa. Mörg atriði vegna hugsanlegs samstarfs sveit- arfélaga eru viðkvæm og skipulag grunnskólastarfs er eitt af þeim viðkvæmusm. Við sameiningu byggðarlaga í eitt sveitarfélag kemur oft upp spurningin hversu marga gmnnskóla skal reka í nýju sveitarfélagi. Ekki fer á milli mála að stærð þeirra skiptir veralegu máli hvað kosmað á hvern nem- anda varðar. Það er þó ekki algilt eins og sannast á Grannskóla Grandarfjarðar. Þar vora á árinu 2003, 198 nemendur og reksmr skólans kostaði rúmar 132,2 milljónir króna og er því kostn- aður á hvern nemanda 668 þús- und króna eins og áður sagði. Litlu hærri er kosmaður á hvern nemanda í Brekkubæjarskóla á Akranesi eða 675 þúsund krónur og í Grundaskóla á Akranesi er kosmaðurinn 681 þúsund krónur á hvern nemanda. I Brekkubæjar- skóla vora nemendumir 437 tals- ins og í Grundaskóla 460. Af öðrum skólum á Vesmrlandi má nefna að kostnaður á hvem nema í Borgarnesi var 679 þús- und krónur, í Stykkishólmi 767 þúsund krónur, á Hellissandi rúm ein milljón og í Olafsvík 782 þús- und krónur. Athyglisvert er að skoða kosm- að við hvert grannskólabarn á Akranesi annars vegar og í Heið- arskóla hins vegar sem sveitarfé- lög í nágrenni Akraness reka. Fyrir 10 ára grunnskólanám þurfa sveitarfélögin sem reka Heiðarskóla að greiða tæplega 13,3 milljónir króna en á Akra- nesi er kosmaðurinn um 6,8 milljónir króna. Kosmaður við rekstur Heiðarskóla á árinu 2003 var 142 milljónir króna. Hefði kostnaðurinn verið þar sá sami á hvert barn og á Akranesi og í Borgarnesi hefði sveitarfélagið einungis þurft að greiða tæpar 73 milljónir króna. Sparnaðurinn hefði því orðið um 69 milljónir króna á einu ári. Meðalkostnaður á hvern grunnskólanemanda á Vestur- landi á árinu 2003 var 766 þús- und krónur en meðaltalið á land- inu öllu var 654 þúsund krónur á hvern nemanda. Rétt er að taka ffarn að í þess- um samanburði er eingöngu ver- ið að bera saman tölur. Ekkert mat er lagt á gæði þess starfs sem unnið er í hverjum grunnskóla fyrir sig. Tölurnar yfir kostnað- inn tala hinsvegar sínu máli. HJf Akureyri • Blönduós • Bolungarvík • Borgarnes • Dalvík • Egilsstaðir • Hafnarfjörður • Húsavík • ísafjörður • Neskaupsstaður • Njarðvík • Ólafsfjörður • Selfoss • Siglufjörður • Skagaströnd Verð birt með fyrirvara um prentvillur • Tilboðin gilda 27. - 30. okt. eða á meðan birgðir endast.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.