Skessuhorn


Skessuhorn - 26.10.2005, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 26.10.2005, Blaðsíða 11
„•tcsaunu... MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2005 11 Ólafur í hópi lögreglumanna af Nesinu þegar hann var kvaddur á Krákunni sl. þriSjudag. Oli stormur sestur í helgan stein Ólafur Ólafsson lögreglumaður í Stykkishólmi hefur látið af störfum eftir áratuga þjónustu við Snæfell- inga. Ólafur, sem er betur þekktur undir nafhinu Óli stormur, hóf fyrst störf í lögreglunni árið 1972 en lauk námi í Lögregluskólanum árið 1974. Um síðustu mánaðamót lét hann af störfum vegna aldurs og af því tilefni var honum haldið hóf í veitingahús- inu Krákunni í Grundarfirði. Ólafur segir feril sinn í lögregl- trnni hafa í raun hafist árið 1960 þegar Lúther Salómonsson kallaði hann sér til aðstoðar vegna fjöldaslagsmála. Voru þar skildir að tugir manna sem voru í blóðugum slagsmálxun. I þá daga var Ólafur sjómaður og í framhaldinu aðstoð- aði hann lögregluna um árabil í landlegum. Hann segir verbúðalíf hafa verið um árabil mjög skrautlegt á Snæfellsnesi og þar hafi oft komið til ryskinga þegar menn gerðu sér glaðan dag. Löngum hafi lögreglu- menn á Snæfellsnesi verið einir að störfúm og því hafi hlutskipti þeirra verið erfitt því ekH hafi verið gott að standa einn andspænis mgum eða hundruðum manna sem voru að skemmta sér. Því hafi oft reynt á langlundargeð og samningalipurð lögreglumanna. Lítill neisti hafi get- að kveikt miHð óffiðarbál sem oft hafi verið erfitt að slökkva. Batnandi bæjarbragur Ólsarar og Sandarar áttu sjaldnast skap saman þegar Bakkus var með- reiðarsveinn þeirra. EkH veit Ólafúr hvers vegna svo var en staðfestir að sjaldnast hafi íbúar þessara staða getað skemmt sér undir sama þaH án þess að fjöldaslagsmál fylgdu í kjölfarið. Aðspurður hvort hann hafi aldrei slasast við störf sín segir Ólaf- ur svo ekH vera. Þar hafi líkamlegt atgerfi hans trúlega hjálpað til og út- sjónarsemi. Það gat líka verið tíma- ffekt að stilla til ffiðar. Ólafur rifjar upp að einu sinni hafi hann við ann- an mann þurft að fjarlægja á annað 8 Pálar saman komnir A þessari skemmtilegu mynd er hvurki fleiri néfierri en 8 Pálar en þeir voru viöstaddir skím Almars Páls Lárussonar. Frá vinstri: Páll Jóhann, Lárus Páll með Almar Pál, Páll Hreinn, Sumarliði Páll og Sumarliði Páll með Pál Kristþór og Agúst Páll. Pósturinn Páll. hundrað manns úr verbúð í Ólafs- vík. Það hafi teHð rúma tvo tíma en það hafi gengið slysalaust fyrir sig í það sHptið. Nokkrum dögum síðar hafi sú verbúð hinvegar verið lögð í búninginn um tíma á hilluna og gerðist sHpstjóri að nýju um stund. Fæstir þekkja Ólaf undir sHmar- nafiii sínu því sjaldan er hann nefnd- ur öðmvísi en sem Óli stormur. Þetta viðurnefni hefúr fylgt honum frá unga aldri og tengist sjósókn hans. Hann segir nafnið hafa komið í kjölfar róðurs sem hann fór á báti sínum Kristleifi, sem var 9 tonn að stærð. Eitt sinn í miHlli brælu hafi hann haldið í róður og skömmu síð- ar hafi allur flotinn fylgt á eftir. Hann hafi náð að draga sín net en flestir aðrir sHpstjórar hafi lent í miHum vandræðum. Síðan hafi hann ávallt verið kenndur við storm- inn og sér hafi alla tíð líkað það vel. Samningaleiðin best Ólafúr hefúr nú látið af störfum og segist hafa áhuga á að leggja land vmdir fót og skoða sig um í heimin- um á næstu ámm. Hann eigi víða inni heimboð sem hann vilji nú sinna. Hvort að hann haldi til hafs á ný vill hann engu um spá og útilok- ar ekH að til þess kunni að koma. Aðspurður segir hann engan einn atburð standa uppúr sínum langa ferli sem lögreglumaður. Hann hafi oft komist í hann Happann þegar sHlja hafi þurft stóra hópa fólks. Þar hafi henn hins vegar notið kennslu Lúthers sem áður var nefndur sem kenndi honum þolinmæði og því hafi hann aldrei mætt mönnum öðmvísi en með berar hendur. Aldrei hafi komið til greina af sinni hálfu að nota kylfur eða önnur hjálpartæH. Það hafi einungis verið ávísun á harðari deilur og slagsmál. Samningaleiðin hafi að sjálfsögðu verið tímaffekari en þegar upp hafi verið staðið hafi hún ávallt verið öll- um fyrir bestu. HJ/Lj&^SK Óli „stormur“ ífullmn skrúða. rúst en þá hafi lögreglan ekH verið til staðar. Ólafur segir bæjarbrag hafa breyst mjög til batnaðar hin seinni ár á Snæfellsnesi og nú heyri fjöldaslags- mál og sukksamt verbúðarlíf sög- unni til. Hann segir enga eftirsjá í því. EkH sé ástæða til þess að sjá eft- ir mgh og vitleysu í mannlegum samsHptum og fráleitt að fólk fari að sjá blóðug slagsmál án nokkurs til- efúis í rósrauðum bjarma endtn- minninga. Storms viðurnefnið Eins og áður sagði var Olafur á yngri ámm sjómaður og síðan hann hóf störf í lögreglunni fyrir rúmum þrjátíu árum hefur sjórinn togað hann til sín. Hann lagði lögreglu- LATTU OKKUR FA ÞAÐ ÓÞVEGIÐ :/Íh 0 r j IV 6 |u tlí'.'.uj Efnalaugin Múlakot ehf. Borgarbraut 55 s 310 Borgarnesi J Si'mi 4371930 r Akraneskaupstaður F j árhagsáætlun Akraneskaupstaðar og stofnana 2006 Undirbúningur fjárhagsáætlunar Akraneskaupstaðar og stofnana hans fyrir árið 2006 stendur nú yfir. Einstaklingar og félagasamtök sem vilja koma ábendingum og óskum um fjárveitingar á árinu 2006 á framfæri við bæjarstjórn, eru vinsamlega beðin að senda skrifleg erindi þar um fyrir 7. nóvember 2005. Félagasamtökum er sérstaklega bent á að beiðnum um { fjárveitingu þarf að fylgja ársreikningur viðkomandi ; félags síðastliðins árs. í Akranesi, 13. október 2005 Bæjarritari Atvinna í boði Vantar þig vinnu eöa viltu breyta til? Stórt og öflugt réttinga- og málningarverkstæöi í Reykjavík óskar eftir góðum starfsmönnum. Áhugasamir hringið í síma: 891 7424 - Gulli 862 0024 - Helga STORI

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.