Skessuhorn


Skessuhorn - 26.10.2005, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 26.10.2005, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2005 Lítil hetja af Skaganum Rætt við föður Þuríðar Ornu Oskarsdóttir um veikindi hennar í gærkvöldi, þriðjudaginn 25. október voru haldnir styrktartón- leikar í safnaðarheimilinu Vina- minni til styrktar Þuríði Örnu Ósk- arsdóttur og fjölskyldu hennar. Þuríður Arna er þriggja og hálfs árs stúlka sem fyrir ári síðan greindist með æxli við heila. Hún býr ásamt fjölskyldu sinn í Reykjavík, þeim Óskari Erni Guðbrandssyni, As- laugu Ósk Hinriksdóttur ásamt Htlu systur Oddný Erlu. Þau eiga auk þess von á þriðja barninu í janúar. Síðasthðið ár hefur verið Þuríði og fjölsky'ldu hennar erfitt vegna mik- illa veikinda hennar. Blaðamaður Skessuhorns hafði samband við íjölskyldu Þuríðar og ræddi við Óskar Örn, föður hennar og inn- fæddan Akurnesing, um veikindin, íjölskyldulífið og framtíðina. Greindist fyrir réttu ári Það var fyrir nákvæmu ári síðan, 25. október 2004, að Þuríður Arna Óskarsdóttir fær fyrstu einkenni veikinda sinna. Foreldrarnir áttuðu sig fljótt á að ekki væri allt með feldu og fóru rakleitt með hana upp á Barnaspítala Hringsins þar sem Þuríður gekkst undir hinar ýmsu rannsóknir. „Læknar áttuðu sig strax og greindu hana með floga- veiki. Læknar vita líka að yfirleitt er ástæða fyrir flogaveiki ókunn og á- lyktuðu þeir fyrst að ástæðan væri blæðing inná heilann. Þuríður var strax send í myndatökur og aðeins á innan við viku var komið í ljós að um æxli væri að ræða, innarlega í heilanum vinstra megin,“ segir Óskar faðir Þuríðar og bætir við: „Æxlið er talið ffekar stórt, um 6 cm, en er ekki sagt illkynja. Það virðist vera að æxlið sé ekki að ýta á neitt en það er talið ljóst að það er að valda þessum köstum hjá Þuríði. En það veit enginn hvernig þetta æxli á efdr að þróast. Okkur var haldið á tánum með utanferð til frekari rannsókna, þá til Boston en ekkert varð af því síðasta haust.“ Fram til jóla dvaldi Þuríður og fjölskylda hennar langdvölum á Barnaspítala Hringsins. Hún var á þeim tíma að fá krampa uppá hvern einasta dag, mörgum sinnum á dag. „Læknum gekk illa að halda köst- unum niðri og erfitt var að finna handa henni réttu lyfin. Það þurfti oft að dæla í hana stórum skömmt- um til að komast yfir þröskulda og hún var oft á svo svakalega miklum lyfjum að það var óhuggulegt,“segir Óskar. Svo þegar leið nærri jólum leit út fyrir að læknar væru búnir að ná góðum tökum á krampaköstun- um og lífið féll nokkurnveginn aft- ur í sinn vanagang, allavega í bili. Það var svo um miðjan mars að Þuríður fór að fá krampa aftur og síðan þá hafa þeir verið reglulegir og nánast uppá hvern einasta dag. „Þuríður er að taka fjögur mismun- andi lyf daglega og þrjár aðrar gerðir verið prófaðar en hafa ekki virkað. Reglan er sú meðal lækna að þegar búið er að prófa þrjár til fjór- ar tegundir þá er hugsað um að gera eitthvað meira. Það var svo í ágúst síðastliðnum að við fórum að pressa á ffekari aðgerðir af hendi lækn- anna. Eins og staðan er í dag þá er læknir Þuríðar í stöðugu sambandi við sjúkrahús í Boston og erum við í raun bara að bíða eftir dagsetn- ingu hvenær við megum koma,“ segir Óskar. Fjölskyldan býr sig því undir stórt og jafnvel langt ferðalag framundan og mikinn óvissutíma en jákvæð horfa þau ffam á við. Kát og lífsglöð stúlka Óskar lýsir Þuríði syngjandi glaðri og kátlyndri stúlku þegar hún er eins og hún á að sér en oft á tíð- um eru lyfin erfið byrði og þá líður henni illa. Oddný Erla litla systir og Þuríður eru bestu vinkonur og eru alveg „ekta“ systur. „Oddný og Þuríður eru alveg ofsalega góðar systur, eiga það reyndar stundum til að vera ekki sammála með tilheyr- andi ósætti en það hefur alltaf verið talið eðlilegt meðal systra í minni fjölskyldu,“ segir Óskar í gríni og hlær. Hann segir það einnig merki- legt að þó Oddný Erla gera sínar kröfur á foreldrana um athygli og þess háttar, líkt og börn gera, þá er eins og hún einhvernveginn viti að Þuríður sé veik og dregur sig til hlés á tímum sem mest á reynir hjá fjölskyldunni og er þá afskaplega skilningsrík, góð og þæg. Oddný hefur nú fengið leikskólapláss á sama leikskóla og Þuríður, leikskól- anum Hofi í Laugardal og eru þau hjón afar ánægð með þann ráðahag. „Við höfum verið rosalega heppin með leikskóla. Þuríður hefur fengið þar frjálsa mætingu sökum veikinda sinna. Við sækjum hana um hádeg- isbil og leyfum henni að leggja sig heima því um það leiti er hún alveg uppgefin. Þetta er aðallega félags- legt og reyndar afar mikilvægt að hún geti verið á leikskóla einhvern smá hluta úr degi. Köstin Vegna tíðra og langra sjúkrahús- ferða er Þuríður orðin þónokkuð spítalavön. Óskar segir upplifun hennar af sjúkrahúsi góða, sem er mjög dýrmætt því þá þykir henni bara gaman að fara þangað. „Hún dýrkar lækninn sinn hreinlega og þekkir starfsfólkið vel. Hún er það ung að hún gerir sér ekki grein fyr- ir veikindum sínum, þetta er bara hennar líf. Hún er ótrúlega jákvætt barn og sterkt," segir Óskar stoltur af litlu stúlkunni sinni. I dag er Þur- íður að fá u.þ.b. 3 krampa á dag, geta farið uppí 10, mismunandi að lengd. Óskar segir lengd krampakastanna upphaflega hafa verið um 10-30 sekúndur en nú standi þeir yfir í um hálfa til heila mínútu. Hann útskýrir krampana sem Þuríður fær þannig að hún missi máttinn í fótunum og meðvit- undin minnkar, skjálíti kemur í út- limi hægra megin (vegna þess að vinstri hluti heilans stjórnar hægri helmingi líkamans), annað augað lokast og hitt verður starandi. „Stundum er eins og hún vitd að hún sé að fá kast, átti það til að skríða þá uppí fangið á okkur. Hún er alveg eins og slegin af þreytu ef köstin verða fleiri en tvö og hrein- lega getur ekki meira,“ útskýrir Óskar. Lítil hetja Það eru margir sem velta því fyr- ir sér hvert fólk sækir styrk þegar svona veikindi ber að garði og hvað sé til ráða. Óskar segir áfallið hafa verið mikið við greiningu Þuríðar en um leið hafi þau hjónin fundið ótrúlega mikinn stuðning frá fólki víðsvegar ffá og er sá stuðningur ó- metanlegur. „Hún Þuríður okkar er algjör hetja, hún fleytir okkur áffam og þær báðar stelpurnar. Oddný hjálpar til með að vera góð þegar þess mest er þörf. Við erum öllum þeim sem hafa stutt okkur á einn eða annan hátt svo óendanlega þakklát. Síðastliðin jól settu ætt- ingjar upp söfhunarreikning því við stefndum á utanferð, það hefur hjálpað gríðarlega mikið, sérstak- lega núna þegar við erum bæði frá vinnu og á leiðinni út tdl Boston. Allur þessi stuðningur, peningar eða andleg hvatning, er okkur ó- metanlegt og erum við afar þakklát fyrir. Við erum í Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna og þar höfum við kynnst fólki í sömu spor- um, þar lendum við meðal jafii- ingja,“ segir Óskar. Það má með sanni segja að já- kvæðni þeirra hjóna hafi reynst þeim vel. Þau útskýra að þó svo að þau vissulega hafi lent í mikilli bið þá hefur þeim aldrei fundist þau lenda á vegg í kerfinu. „Þó svo að kerfið sé seint í svifum þá er það að virka og hefur reynst okkur vel. Starfsfólk spítalans er yndislegt og ég trúi ekki öðru en að þeir sem vinna að málefnum veikra barna séu að gera sitt besta og meira en það. BG Þuríður Ama Óskarsdóttir. Þter eru bestu vinkonur systumar Þuríður Ama (til vinstri) og Oddný Erla. Mæðrastyrksndhd Akraness óskar eftir húsnæði Bæjarráð Akraness hefur falið sviðsstjóra fjölskyldusviðs að ræða við Mæðrastyrksnefnd Akraness vegna beiðni nefhdarinnar um að- stoð við að útvega húsnæði undir starfsemi nefndarinnar. I bréfi nefndarinnar til bæjarráðs kemur fram að á milli 80 og 100 fjöl- skyldur hafi leitað stuðnings nefhdarinnar um jól og áramót síðustu ár. Nefndin hefur starfað óslitið ffá árinu 2001 og telja þeir sem í nefndinni starfa fulla þörf á starfsemi hennar. Öllum þeim sem óskað hafa aðstoðar hafi ver- ið hægt að liðsinna og þar hafi nefndin notið frábærs stuðnings fyrirtækja á Akranesi. I bréfinu kemur einnig fram að hingað til hafi starfsemin farið fram á heim- ilum nefhdarmanna og við þá að- stöðu verði ekki unað lengur. Er því óskað aðstoðar bæjarfélagsins með útvegun húsnæðis í um tvo mánuði og styrk til reksturs að hluta. HJ Steftia umhverfisráðherra óbreytt Sigríður Anna Þórðardóttir, um- hverfisráðherra segir að viðhorf sín og stefna í málefhum Landmælinga íslands sé óbreytt og að frumvarp til breytinga á lögum stofhunarinn- ar verði lagt fram á Alþingi fljót- lega. Eins og fram hefur komið í fféttum Skessuhorns sendu Loft- myndir efh. umhverfisráðherra bréf fyrir skömmu þar sem fyrirtækið býðst til þess að taka yfir rekstur og skuldbindingar Landmælinga Is- lands. Með því telur fyrirtækið sig geta sparað ríkinu um 100 milljón- ir króna á ári. Sigríður Anna vildi ekki tjá sig um tilboð Loftmynda ehf. eða með hvaða hætti því yrði svarað. I grein sem hún skrifaði í Kvarðann, ffétta- bréf Landmælinga íslands, í júní segir hún ffá störfum nefhdar sem sett var á laggirnar til þess að end- urskoða lög um stofhunina. I grein- inni segir m.a.: „Niðurstaða nefnd- arinnar er sú að æskilegt sé að opin- berir aðilar tryggi tilvist og aðgengi að ákveðnum grunngögnum sem eru nauðsynleg almannahagsmun- um og tryggi samræmi og lág- marksgæði landupplýsinga. Land- mælingar Islands munu áffam sinna þessu mikilvæga verkefni fyrir hið opinbera.“ Aðspurð hvort skoðanir hennar og stefna hafi breyst frá því í júní segir hún svo ekki vera. Hún segir að ffumvarpið sem nefndin samdi verði lagt ffam fljótlega. I því verði markaðar skýrar línur á milli Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfis- ráðherra. hlutverks ríkisins og einkaaðila við vinnslu landff æðilegra upplýsinga á fslandi. HJ

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.