Skessuhorn


Skessuhorn - 26.10.2005, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 26.10.2005, Blaðsíða 13
-.MHH... MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2005 13 þeim raðað á sviðið og þar sváfu þeir við dillandi tónlistina þegar skemmtiatriðum lauk. Foreldramir höguðu sér mikið betur þegar böm- in vora með.“ Þannig lýsir hún þorrablótum Lunddælinga áður fyrr og ekki laust við að læðist að manni sá grunur að kynslóðabilið sé ennþá minna í Lundarreykjadal, en víða annarsstaðar þekkist í sveitum. Reyndi að tæla þær undir vegg Dísa heldur áfram frásögn sinni af mannamótum: „Þegar tækiferi gafst og færðin var góð skutumst við oft á samkomtu í næstu sveitir yfir vetrar- mánuðina. Mér dettur í hug t.d. grímudansleikirnir sem haldnir vom í Brún í Bæjarsveit. Eg man einu sinni að ég útbjó mig sem veiði- mann, með byssu um öxl, refaskott hangandi við beltið, grímu fyrir andliti og hanska á höndum. Enginn þekkti mig. Ég bauð upp í dans öll- tun fallegu komuium. Þannig dans- aði ég allt ballið villt og brjálað. Reyndi jafhvel við þær og bauð út undir vegg. En borgfirskar konur era siðavandar, elska sína eiginmenn og falla ekki svo glatt fyrir veiði- manni. Engin þeirra reyndist til- kippileg. Þegar kom að úrskurði dómnefndar sýndist nefridinni að veiðimaðurinn væri líklegastur til að hljóta verðlaun en nefndarmenn héldu að hér væri á ferð sami aðili og hafði fengið aðalverðlaun árið áður. Það þótti ekki við hæfi að sami aðili fengi aðalverðlaun tvö ár í röð og missti ég því af þeim í það skiptið.“ Ég fór og Bjöm fékk sleðann Dísa segir að þau Björn hafi ekki aðeins verið hjón og foreldrar, held- ur einnig góðir vinir. „Eg var sjálf- stæð og hélt alla tíð því frelsi til at- hafna sem ég kaus sjálf. Ég hef því aldrei haff áhyggjur af stöðu minni sem kona og finnst stundum að ég hugsi eins og karlmaður," Dísa hlær við og nefnir sem dæmi: „Það var einhverju sinni að ég sá auglýsta bændaferð til útlanda og sýndist mér hún afar eftirsóknarverður kostur. Björn hafði ekki áhuga en sagði sig vanta snjósleða. Niðurstaðan varð sú að ég fór í ferðina og Björn lét gaml- an draum rætast og eignaðist góðan snjósleða. Bæði hæstánægð." Björn eiginmaður Dísu lést úr hjartabilun heima á Þverfelh árið 1998. „Þá höfðu þau Inga Helga dóttir okkar og Rúnar Hálfdánarson maður hennar, löngu tekið við bú- skapnum. Nú nota ég talsverðan tíma til að ferðast bæði hér heima og erlendis. Annars er mér eftirminni- legust ferð sem við Björn fórum saman 1942. Það var fyrsta ferðalag- ið okkar. Þá fórum við með Ung- mennafélaginu Dagrenningu hér í dalnum í ferðalag til Mývatns." Herdís Guðmundsdóttir á Þver- felli staldrar hér við og fær sér kaffi- tár með viðmælanda. Hún segist bráðhress og ber það með sér, ferð- ast um allt, enda komin með nýtt í mjaðmimar og keyrir rauða bílinn sinn þegar þarf að skjótast af bæ. Hún sér prýðilega á nóturnar á org- elinu og höndin titrar ekki ögn þeg- ar fengist er við hannyrðir. Flesta daga fer hún út í garð, í litlu sund- laugina við húsvegginn og vafalaust hugsar hún um ljóðlínu þegar hún svamlar í heita vatninu frá Englandi, næst-næsta bæ, þegar hún horfir upp í himininn og hríslurnar bærast, til hhðar við laugina. - En ljóðlínan er leyndarmálið hennar Dísu á Þver- Suiidrung samstöðunnar Miðvikudagskvöldið 19. október komu nokkrir stuðningsmenn L- listans í Dalabyggð saman og var þar lögð fram harðorð ádeila á for- ystu listans. Við undirritaðar erum sveita- stjórnarmenn L-listans og viljum aðeins tjá okkur um málið. Við get- um samþykkt þessa gagnrýni að miklu leyti, en tökum hana mjög takmarkað til okkar, þar sem hinn nýi meirihluti hefur haft tögl og hagldir síðustu 2 1/2 ár. Það er dálítið hlálegt að nafn þessa lista skuli vera kennt við sam- stöðu, en það lýsir reyndar þeirri hugsjón sem menn lögðu upp með vorið 2002. Þá náðist samstaða með þeim sem höfðu verið ósáttir við stjórnun sveitarfélagsins undanfar- andi kjörtímabil. En því miður reyndust vera skemmd epli í körf- unni og sigurvegarar kosninganna báru ekki gæfu til að nýta sér hin já- kvæðu úrslit. Rót vandans var að fráfarandi meirihluti sætti sig alls ekki við tap- ið - eins og fólk verður samt að kunna, ef það vill vera í pólitík og nýi meirhlutinn (eða vissir aðilar innan hans) réði ekki við sitt breytta hlutverk. Það var einfaldara að halla sér að „stóra bróður“ og leyfa honum að ráða ferðinni á- fram. En fleira hangir á spýtunni. Efstu menn L-listans munu í raun aldrei hafa sætt sig við að 4. maður var oddvitaefnið í kosningunum. Það herbragð var talið nauðsynlegt til að sigur ynnist og var það áreiðan- lega rétt ályktað. En þetta er að öll- um líkindum það sem kraumað hef- ur undir ffá upphafi og S-listamenn notfærðu sér þessa óánægju efstu manna okkar til að ná þeim á sitt band og hefja skæruhernað gegn rétt kjörnum sveitarstjórnarmanni. En vopnin snerust í höndunum á þeim og þeir höfðu lítinn sóma af, hvort sem þeir læra af því eða ekki. Sveitarstjórn sem kyndir undir ó- ffiðarbáli í svona fámennri byggð fyrirgerir algjörlega rétti sínum til setu. Hlutverk sveitarstjórna er í hnotskurn að byggja betra samfélag og efla samhug íbúanna til góðra verka. Þar hefur núverandi sveitar- stjórn Dalabyggðar algjörlega bragðist. Því eru skiljanleg þessi miklu sárindi og vonbrigði margra stuðningsmanna L-listans. I upphafi stóð L-listinn fyrir mjög metnaðarfullri stefnumótun og tóku í fyrsm báðir listar þátt í gerð hennar. Einkunnarorðin voru: Virðing, Traust, Gæði og leiðar- ljósið var Ræktun. En svo dró S- listinn sitt fólk út úr samstarfinu og fékkst engin skýring þar á; a.m.k. var ekki skömm af verkefninu. Stefnumótunin var þó samþykkt en lítið hefur farið fyrir henni. En nú er hiin til og vonandi verður framsýnt hugsjónafólk í næstu sveitarstjórn sem tekur hana upp á arma sína. Nú höfum við eftir fund með stuðningsmönnum og nokkrum að- standendum L-lista samstöðu í Dalabyggð, sem hlaut meirihluta í síðustu sveitarstjórnarkosningum, ákveðið að segja skilið við listann á- samt 3 öðrum mönntun af listanum og 2 umboðsmönnum hans. Oll eigum við það sameiginlegt að for- dæma málefnatilbúnað og svik for- ystu listans. Við höfum öflugan stuðningshóp að baki, sem við munum starfa með ffarn að næstu kosningum og horf- um til ffamtíðar með bjartsýni. Snæbjörg R. Bjartmarsdóttir Guðrún J. Gunnarsdóttir Sveitarsljómarmenn í Dalabyggð. FREE Allar vörur i verslumnm með Tax Free afslætti Sértilboð á völdum vörum enn meiri afsláttur! •VERZLUNIN SIMI 431 2007 I j jTy STILLHOLTI 114 AKRANESI Munið Tax Free afsláttinn af vörum Kjörið að nýta tækifærið í jólagjafakaup Kötlu Stillhoitl 14 sími 431 3320 Þórhanna Guðmundsdóttir Skrifstofumaður hjá SÍBS „Húðin á mér er tq getþví einsogsUWi. # meðPolaro\i)e. Niðurstöður kliniskra rannsókna sem j prófessor Amold Berstad við Haukeland háskólasjúkrahúsið ( j Noregi framkvæmdi sýna að olfan hefuráhrifá: - Ónæmiskerfið - Gigt - auma og stífa líði - Sár og exem - Maga- og þarmastarfsemi - Hárvöxt og neglur - Kóléstról og blóðþrýsting og Fæst í öllum apótekum heilsubúðum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.