Skessuhorn


Skessuhorn - 26.10.2005, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 26.10.2005, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2005 uiUsuiiuk: Tax Free dagar að hefjast AKRANES: A morgun, fimmtu- daginn 27. október og firam til laugardags mun Markaðsráð Akra- ness standa fyrir Tax Free dögum. Er þetta fimmta árið í röð sem Tax Free dagar eru haldnir þar í bæ en að þessu sinni eru 17 verslunar- og þjónustuaðilar sem taka þátt. Ef mið er tekið af reynslu undanfar- inna ára tekur fólk almennt vel í þessa tilboðs- og afsláttardaga sem hjá mörgum eru fyrstu merki jóla- verslunarinnar. Misjafnt er milli verslana og þjónustuaðila hvorttil- boð eða afelættir verða í boði á Tax Free dögum. -bg Aðalfundur SSV HVALFJÖRÐUR: Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesmr- landi verður nk. föstudag á Hótel Glymi í Hvalfirði. Auk venjubund- inna aðalfundarstarfa verður á fundinum kynnt drög að nýjum vaxtarsamningi fyrir Vesturland og mun Valgerður Sverrisdóttir, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra mæta á fundinn. Auk þess er fyrirhugað að á fundinum verði kynnt drög að menningarsamningi fyrir Vestur- land. Þá mun fundarmönnum verða boðið í óvissuferð á vegum Hvalfjarðarstrandarhrepps en fundinum lýkur síðan með kvöld- verði á Hótel Glymi. Sagt verður frá fundinum í Skessuhomi í næstu viku. -mm Framkvæmda- leyfi fyrir ljósleiðara BORGARBYGGÐ: Hönnun hf. hefur sótt um ffamkvæmdaleyfi m.a. til bæjarráðs Borgarbyggðar fyrir lagningu ljósleiðara ffá Hval- fjarðargöngum að Bifföst, með viðkomu í Borgamesi og á Hvann- eyri. Bæjarráð samþykkti erindið á síðasta fundi sínum. Eins og greint hefur verið frá hér í blaðinu var nýverið skrifað undir viljayfirlýs- ingu um samstarf og þróun þekk- ingarsamfélags í Borgarfirði og eiga sveitarfélögin á svæðinu og háskólarnir hlut að því ásamt Orkuveitu Reykjavíkur. Lagning ljósleiðara á þéttbýlisstaðina á þessari leið sem um ræðir er eitt meginverkefhið sem fara þarf í til að koma á háhraða fjarskiptaþjón- ustu á þessum stöðum og gera þá þannig samkeppnishæfa um íbúa og fyrirtæki. -mm Fyrirspum um styrki til kúabænda ALÞINGI: Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins í Norðvesturkjördæmi hefur lagt ffam á Alþingi fyrirspum til land- búnaðarráðherra um styrki til kúa- bænda. Vill þingmaðurinn svar við því hversu mikla beina styrki ffá ríkissjóði hver af fimm stærstu kúabændum landsins fær til mjólk- urframleiðslu árlega. -hj Kaupir RARIK vatnsveitu Dalabyggðar? Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur samþykkt samhljóða að óska eftir viðræðum við Raffnagnsveitur rík- isins um hugsanleg kaup Rarik á Vamsveitu Dalabyggðar. Forsaga málins er sú að Haraldur L. Har- aldsson sveitarstjóri átti fund með stjórnendum Rarik um fyrirhugaða sumarhúsabyggð á Laugum og í Sælingstungu. Var á fundinum ræddur sá möguleiki að Rarik keypti hitaveimréttindi á Laugum og ræki hitaveitu þar fyrir væntan- lega sumarhúsabyggð og mann- virkin á Laugum. A fundinum var einnig rædd sú hugmynd að fyrir- tækið keypti einnig vamsveimna. Svo virðist sem sá möguleiki hafi fallið Dalamönnum vel í geð því á fundi byggðaráðs Dalabyggðar fyr- ir skömmu samþykkti ráðið að leggja til við sveitarstjórn að óska eftir fundi við Rarik um hugsanlega sölu vatnsveitunnar til fyrirtækisins.Vill ráðið að fyrir 15. nóvember liggi fyrir hvort Rarik hafi áhuga á frekari viðræðum. Þessi tillaga ráðsins var samþykkt samhljóða á fundi sveitarstjórnar í vikunni. Að sögn Haraldar L. Haralds- sonar sveitarstjóra liggur ekki fyrir hvort af sölunni verður og því hafa engar hugmyndir séð dagsins ljós um hugsanlegt söluverð. HJ Danshópur úr Borgarfirði á leið til írlands K-hópurinn úr Borgarfirði sL laugardag eftir vel heppnaó dansmót í HafnarfirtSi. Eins og mörgum er kunnugt hef- ur krökkum sem æfa dans í Borgar- fjarðarsveit gengið afar vel í danskeppnum á landsvísu síðusm 3 ár. I vetur em um 60 börn á aldrin- um 7-15 ára að æfa dans á Klepp- járnsreykjum undir styrkri stjórn Evu Karenar Þórðardótmr. Nú hafa 7 pör náð þeim áfanga að vera kom- in í keppnisflokk (K-hóp) og em þessi pör að fara í keppnisferðalag tdl Irlands í febrúar. Þessir dansandi krakkar hyggjast safna fyrir ferðinni með því að sýna dans við hátíðleg tilefhi. Reyndar em þau þegar búin að dansa á nokkrum samkomum við mikla ánægju áhorfenda. Þá sem vantar gott skemmitatriði á fund, árshátíð, jólahlaðborð eða einhverja aðra skemmtun er bent á að hægt er að hafa samband í síma 661-2629 eða 849-4819 og panta hópinn, það verður enginn svikinn. MM/Ljósm: KK Fimm kílóa gulrófa Hjónin Jón Atli og Steinunn sem búa við Fumgmnd á Akranesi ráku upp stór augu fyrir skömmu þegar gulrófa sem þau rækmðu í kartöflu- garði sínum var tekin upp. Rófan reyndist engin smásmíði, eða 4815 grömm að þyngd. Tilurð rófunnar er nokkuð athyglisverð. Hún varð til af ffæi lítillar rófu sem hent var í safnkassa í garði þeirra hjóna haust- ið 2002. Sú rófa er síðan í safhkass- anum yfir vemrinn og myndar þar fræ sumarið 2003 og heldur ffæið áfram að vera í kassanum næsta ár. Þegar mold úr safnkassanum er sett yfir kartöflugarðinn sl. sumar skýt- ur þar fræið rót- um og vex upp af því rófa sem er í góðu yfirlæti innanum heimil- iskartöflurnar þar til þær vora teknar upp í september. Róf- an fékk þó að vera í garðinum aðeins lengur, eða þar til hún er tekin upp í síðustu viku, vegin og mæld áður en slátrinu um liðna helgi. hún var soðin sem meðlæti með MM Vilja samráð um gjaldfrjálsan leikskóla Sveitarstjórn Hvalfjarðarstrand- arhrepps telur ekki rétt staðið að þeirri ákvörðun sveitarstjórnar Skilmannahrepps að gefa íbúum hreppsins kost á gjaldffjálsum leik- skóla. Þá velta menn í Hvalfjarðar- strandarhreppi því fyrir sér hvort löglega hafi verið staðið að áður- nefndri ákvörðun hvað Búsetusjóð varðar. Eins og ffam kom í Skessu- horni í liðinni viku ákvað hrepps- nefnd Skilmannahrepps fyrir nokkm aðgerðir til þess að hvetja fólk til að setjast að í hreppnum. Aðgerðirnar vom gerðar í nafni Búsetusjóðs sveitarfélagsins. Var á- kveðið að bjóða fjölskyldum í hreppnum gjaldfrjálsan leikskóla, ókeypis aðgang að Intemetinu og 200 gjafamiða í Hvalfjarðargöngin. Þessi ákvörðun stendur til 1. júní á næsta ári er Skilmannahreppur sameinast þremur öðmm sveitarfé- lögum sunnan Skarðsheiðar. A fundi hreppsnefndar Hval- fjarðarstrandarhrepps í síðustu viku var fjallað um þessa ákvörðun Skil- menninga en hreppurinn er einn áðurnefhdra hreppa sem sameinast á næsta ári. Hrepparnir tveir standa meðal annars að rekstri leikskólans Skýjaborgar. I bókun Hvalfirðinga kemur fram að þeir telji ekki rétt að ákvörðun Skilmenninga standi en era þó ekki á móti henni sem slíkri. Hallfreður Vilhjálmsson, oddviti þeirra Hvalfirðinga ítrekar að þeir séu ekki efnislega á móti ákvörðun um gjaldffjálsan leikskóla en þar sem leikskólinn sé rekinn af fleiri sveitarfélögum hefði verið eðlilegra að samráð hefði verið haft um á- kvörðtm sem þessa meðal annars til þess að sameigendur hefðu hugsan- lega getað tekið sameiginlega á- kvörðun um gjaldffjálsan leikskóla. I bókun hreppsnefndar Hval- fjarðarstrandarhrepps koma einnig fram ákveðnar efasemdir um laga- lega hlið ákvörðunar Skilmanna- hrepps sem tekin var á kosmað Búsetusjóðs. Sigurður Sverrir Jónsson, oddviti Skilmannahrepps segir engan vafa leika á lögmæti á- kvörðunar hreppsnefndar. Hann segir sjóðinn hafa starfað um ára- tuga skeið en hann var settur á fót skömmu effir að Járnblendiverk- smiðjan á Grundartanga var stofn- uð. Stofnun þeirrar verksmiðju jók fjárhagslegan styrk sveitarfélags- ins. Sigurður Sverrir segir að ffá stofnun sjóðsins hafi vextir af höf- uðstól hans greitt ýmis framfara- skref sem stigin hafa verið íbúum hreppsins til hagsbóta. Hann segir að í viðræðum um sameiningu sveitarfélaga hafi skýrt komið fram að sjóðurinn yrði notaður til hags- bóta fyrir íbúa hreppsins fram að sameiningu. HJ Smyrill skiptir um eigendur REYKHÓLAR: Á dögunum keypti KM-þjónustan í Búðardal Flutningaþjónustuna Smyril ehf. í Garpsdal. Frá þessu segir á vef Reykhólahrepps. Fram kernur að ferðir og tímasetningar fyrirtæk- isins haldast óbreyttar. Það var fjölskyldan í Garpsdal, Hafliði, Ingibjörg og Erla Björk, sem átm og ráku fyrirtækið. I tilkynningu ffá þeim þakka þau viðskiptin á hðnum áram og óska nýjum eig- endum hamingju og velfarnaðar í ffamtíðinni. -hj Auglýst eftir leikskólastjóra BORGARBYGGÐ: Á síðasta fúndi bæjarráðs Borgarbyggðar vom lagðar ffam fundargerðir vinnuhóps sem fjallað hefur mn leikskólamál í sveitarfélaginu. I ffamhaldi þess var samþykkt á fundinmn að fela forstöðumanni ffæðslu- og menningarsviðs að auglýsa eftir leikskólastjóra fyrir nýjan leikskóla í Borgamesi. -mm Rekstur Veg- bitans til sölu B ORGARFJ ÖRÐUR: Síðan árið 2000 hafa hjónin Ingunn Sveinsdóttír og Kristínn Hannes- son rekið verslunina Vegbitann í Reykholti. Nú hafa þau hjón á- kveðið að hætta rekstri verslunar- innar og hefúr hann verið aug- lýstur til sölu. Um er að ræða rekstur undir merkjum og í hús- næði Olíufélagsins ehf. Áðspurð um ástæðu breytínganna segir Ingunn þær vera ýmsar. Hún seg- ir að þetta hafi samt verið reynsluríkur tími og gott að búa í Reykholtsdalnum. „Nú er stefii- an tekin á eitthvað nýtt og spenn- andi. Kristinn sér nú þegar um restur Módel Venusar í Hafitar- skógi en ég mun sjá tíl hvað ég mun taka mér fyrir hendur,“ seg- ir Ingunn í samtali við Skessu- horn. -bg Islenska kennd í Loftorku BORGARNES: í síðustu viku stóðu yfir íslenskunámskeið á vegum Loftorku í Borgamesi. Námskeiðin em í boði fyrir alla starfemenn Lofforku sem em af erlendum uppruna en þeir telja nokkra mgi. Vora námskeiðin hugsuð fyrir byrjendur í íslensku- námi en framhaldsnámskeið verða í boði síðar. Umsjón með kennslunni hafði Guðrún Vala Elísdótrir kennari í Borgamesi. -nvm Skipulagsvinnu flýtt HVANNEYRI: Hreppsnefnd Borgarfjarðarsveitar hefúr sam- þykkt að flýta deiliskipulagsvinnu sem staðið hefur yfir á Hvann- eyri. Er það gert vegna þess að mun meiri effirspum er effir lóð- um á staðnum en reiknað var með. -hj WWW.SKESSUHORN.IS Bjarnarbraut 8 - Borgarnesi Sími: 433 5500 Kirkjubraut 54-56 - Ákranesi Fax: 433 5501 Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þri&judögum. Auglýsendum er bent á aö panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12:00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 1000 krónur með vsk. á mánuði en krónur 900 sé greitt með greiðslukorti. Verð í lausasölu er 300 kr. SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-14 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhom ehf. - 433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is Ritstj. og ábm. Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Blabamenn: Halldór Jónsson 892 2132 hj@skessuhorn.is Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Fréttaritarar: Gísli Einarsson 899 4098 gisli@skessuhorn.is Ófeigur Gestsson 892 4383 sf@simnet.is Augl. og dreifing: Iris Arthúrsd. iris@skessuhorn.is Umbrot: Gubrún Björk Fribriksd. 437 1677 gudrun@skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.