Skessuhorn


Skessuhorn - 26.10.2005, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 26.10.2005, Blaðsíða 17
a«US3SUilri‘©í2R[ ?nnr '^'J.MlHVIKUÐSOtíRr2&!Tö^rÓBER2005 V7 LögreglustöSin í Borgamesi. Lykilembætti lögreglu verður í Borgamesi í tíllögum framkvæmdanefndar um nýskipan lögreglumála er lagt til að lögreglustjóraembættið í Borgarnesi verði svokallað lykilembætti á Vesturlandi. Lög- gæslan í Búðardal og Hólmavík verði sameinuð lögreglunni í Borg- amesi og færi það lið jafnframt með löggæslu í Reykhólahreppi. Onnur embætti á svæðinu sem fæm með lögreglustjórn væm Akranes og Stykkishólmur. I nefhdinni sátu Stefán Eiríksson, skrifstofustjóri í dóms- og kirkju- málaráðuneyti, sem var formaður, Kjartan Þorkelsson, sýslumaður á Hvolsvelli og Oskar Bjartmarz, yf- irlögregluþjónn á Seyðisfirði. I til- lögum nefindarinnar er gert ráð fýr- ir að lögregluumdæmi í landinu verði fimmtán talsins en í dag em þau 26 að tölu. Þá er lagt til að sjö embættanna verði skilgreind sem lykilembætti, en hlutverk þeirra verði að starfrækja rannsóknar- deildir og fara með rannsókn og saksókn stærri og flóknari mála samkvæmt nánari skilgreiningu rík- issaksóknara. I tillögum nefndarinnar um Vest- urland segir að fjárveitingar til lög- gæslu hjá embættunum í Búðardal og Hólmavík falli til embættisins í Borgamesi. Gert er ráð fyrir því að löggæsla í Reykhólahreppi tilheyri Vesturlandi og því þurfi að huga að viðeigandi tilfærslu fjármuna til að standa undir því. Hvað varðar starf- rækslu rannsóknardeildar er gert ráð fyrir því að hún verði hjá lykilembættinu í Borgarnesi og félli því fjárveiting vegna rannsóknar- lögreglumanns á Akranesi til emb- ættisins í Borgarnesi. HJ (skagi agmn ATVINNA Skaginn hf. óskar eftir að ráða lagermann. Æskileg er þekking á járniðnaði og tölvukunnátta. | Upplýsingar gefur Jón Sigurðsson í síma 430 2031 eða 899 4235 </..../ HÓTEL IUYKIAVIK Fjögurra rétta lambakjötsmáltíð _ með rauðvínsflösku & gisting fyrir tvo ásamt morgunverði Aðeins 17.900 - fyrir parið Pantaðu núna í síma 514 8000 — /etáifoAétfust Þetta er upplagt tækifæri til að koma elskunni sinni á óvart og njóta þess að láta dekra við sig í mat, drykk og góðri þjónustu Tilboðið gildir alla föstudaga, laugardaga og sunnudaga frá 21. okt. til 20. nóv. Grand Hótel Reykjavík | Sigtúni 38 | 105Reykjavík | www.grand.is | Simi 514 8000 Vilja fækka kvótasett- um fisktegundum Þingmenn Frjálslynda flokksins þeir Sigurjón Þórðarson og Guð- jón A Kristinsson ásamt varaþing- manni flokksins, Grétari Mar Jóns- syni hafa lagt fram þingsályktunar- tillögu um fækkun kvótabundinna fisktegunda: „Alþingi ályktar að fela sjávarútvegsráðherra að vinna að því að fækka kvótabundnum fisktegundum þegar á næsta fisk- veiðiári. Einkum verði horft til fisktegunda sem em oftast meðafli við aðrar veiðar (aukategundir) eða fisktegunda sem aflamark hefur ekki náðst í.“ I greinargerð segir að á undanförnum ámm hafi verið rík tilhneiging til þess að fjölga fisk- tegundum í kvótakerfinu sem vald- ið hefur ýmsum erfiðleikum við ffamkvæmd veiða, svo sem auknu brottkasti og óhagræði við fiskveið- ar skipa með mismunandi veiðar- færi. Fyrst ber að athuga hvort af- nema eigi kvótasetningu á keilu, löngu, skötusel, sólkola og steinbít. Jafnffamt verði skoðað hvort fella eigi niður kvótasetningu ýsu og ufsa, þar sem ufsinn er flökkuteg- und í íslenskri lögsögu og afla- heimildir á ýsu em það rúmar að kvótasetning ætti að vera óþörf. MM Vill ekki semja sig niður Sagt var ffá því í Skessuhorni í liðinni viku að bæjarstjórn Borgar- byggðar hefði ákveðið að ráðast í byggingu tengibyggingarinnar milli Búðarkletts og Gamla pakk- hússins í Borgamesi fyrir starfsemi Landnámsseturs. Tvö tilboð bámst í verkið, annars vegar frá Sólfelli um 40 milljónir króna og hinsvegar ffá SO húsbyggingum að upphæð um 31 milljón króna og var þeim upphaflega báðum hafhað af Borg- arbyggð. Hinsvegar standa nú yfir viðræður við Sólfell um smíðina. Sagt var í fréttinni að Stefán Ólafs- son, hjá SO húsbyggingum sem átti lægra tilboðið af tveimur í verkið hafi tregið það til baka. Stefán vill leiðrétta þetta, segist ekki hafa dregið tilboð sitt til baka, en sagð- ist ekki vera tilbúinn til að semja sig niður um greiðslu fýrir verkið þar sem kostnaðarútreikningar þeir sem hann lagði til grundvallar við tilboðsgerðina gæfu ekki tilefni til þess. „Tilboð mitt var unnið af virtri verkfræðistofu og ég hafði því engar forsendur til að lækka þær tölur sem þar vom lagðar til gmnd- vallar." MM Orkuveita Reykjavíkur er sjálfstætt þjónustufyrlrtæki sem aflar og dreifir vistvænni orku á sem hagkvæmastan hátt og í sátt við umhverfið. Á þjónustusvæði fyrirtækisins býr meira en helmingur íslensku þjóðarinnar. Stefna Orkuveitunnar er að veita viðskiptavinum sínum bestu mögulegu þjónustu og sjá þeim fyrir ódýrri vistvænni orku sem framleidd er úr endurnýjanlegum íslenskum orkulindum. Þannig stuðlar fyrirtækið að aukinni notkun hreinnar innlendrar orku og leggur um ieið sitt af mörkum til nýsköpunar og framfara í landinu. Starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur tekur mið af skynsamlegri nýtingu orkulinda og fýrirtækið er til fyrirmyndar í umgengni á eigin umráðasvæðum og vinnur þar að uppgræðslu lands og friðun dýralífs. Orkuveita Reykjavíkur vill ráða starfsmann í afgreiðslu og þjónustuver á Akranesi. Starfið felst í afgreiðslu og símsvörun, ásamt almennum skrifstofustörfum. Starfsmaðurinn mun einnig annast mælaálestra. Menntunar- og hæfniskröfur • Þjónustulund • Þekking á almennum skrifstofustörfum • Góð tölvukunnátta • Færni í mannlegum samskiptum • Stúdentspróf eða sambærileg menntun æskileg Upplýsingar og umsjón með úrvinnslu umsókna hafa Helga Jónsdóttir (helga@img.is) og Hildur Sif Arnardóttir (hildursif@img.is) hjá Mannafli-Liðsauka. Umsóknarfrestur er til og með 7. nóvember n.k. Umsækjendur eru vinsamlega beðnir að sækja um störfin á heimasíðu Mannafls-Liðsauka: www.mannafl.is og sendið jafnframt ferilskrá. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Það er stefna Orkuveitu Reykja- víkur að auka hlut kvenna í stjórnunar- og ábyrgðarstöðum innan fyrirtækisins. Orkuveita Reykjavíkur

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.