Skessuhorn


Skessuhorn - 26.10.2005, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 26.10.2005, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2005 Erlend bókaveisla - síðustu dagar Nýjar bækur Nýtt Trivial nýja Spark spilido.fi. 15% afsláttur af öllu nema tilboðum. ceeœf* Kirkjubraut 54 - Akranesi - sími 431 1855 INGI TRYGG VASON hdl. lögg. fasteigna- og skipasali FASTEIGNIR í BORGARNESI BERUGATA 10, Borgarnesi. Einbýlishús, íbúð 149,8 og bílskúr 62,2 ferm. íbúðin er á tveimur hæðum. A neðri hæð er parketlögð stofa. Dúklagt eldhús, viðarinnrétting. Auka inngangur og þvottahús með máluðu gólfi, þar er loft viðarklætt. Snyrting með máluðu gólfi. Á efri hæð er hol með viðarklæddu gólfi og 3 herbergi, tvö parketlögð en eitt dúklagt. Baðherbergi með flísum á gólfi en veggir viðarklæddir. Fataherbergi inn af baðherbergi. Ibakhúsi er innréttað rými í risi með máluðu gólfi en loft viðarklætt. Góð staðsetning. Verð: 22.000.000 BORGARBRAUT 2, Borgarnesi. íbúð á efri hæð í fjölbýlishúsi 55,2 ferm. Forstofa flísalögð. Hol og stofa parketlagt. Tvö herbergi parketlögð, (annað tekið út úr stofu). Eldhús parketlagt, viðarinnrétting. Stofa og eldhús samliggjandi. Baðherbergi flísalagt, tengi fyrir þvottavél. íbúðin er nýlega innréttuð. Verð: 10.200.000 Töluverður ferðamannastraumur í Bjamarhöfii í vetrarbyrjun Ferðamenn koma ennþá í stríð- um straumum í Bjarnarhöfn í Helgafellssveit þrátt fyrir og vetur sé nú hafinn samkvæmt almanak- inu. Á undanfömum ámm hefur mikil uppbygging átt sér stað í Bjarnarhöfn og er þar ein blómleg- asta ferðaþjónusta á landinu. Það er einkum þrennt sem ferðamenn sækja þangað. I fyrsta lagi er það kirkjan á staðnum. I katólskum sið var heilögum Nikulási helguð kirkja þar en núverandi kirkja var vígð árið 1857. Kirkjan er lítil timbur- kirkja og er afar vel við haldið. I dag þjónar hún sem heimiliskirkja og er stolt íbúa þar. I öðra lagi koma ferðamenn til þess að skoða safnið sem Hildi- brandur bóndi hefur nýverið byggt yfir. Þar er margan athyglisverðan muninn að finna ffá gamalli tíð. Að sögn Hildibrandar bónda er þar að mestu um að ræða muni sem notað- ir hafa verið af heimilsfólki í Bjarn- arhöfn í gegnum tíðina. I þriðja lagi flykkjast ferðamenn í Bjarnarhöfn til þess að fylgjast með hákarlaverkun Hildibrandar bónda. Sú ffamleiðsla hefur fyrir löngu vakið áhuga vegna vandvirkni enda em bragðgæði hákarlsins engu lík. Einnig er verkaður harðfiskur í Bjarnarhöfn sem ekki er síðri ffam- leiðsla en hákarlinn. Menn þurfa að lengja ferðatímann Hildibrandur er ánægður með ferðamannastrauminn á þessu ári. Hann segir staðinn vel kynntan og því sé straumur ferðamanna orðinn nokkuð stöðugan þrátt fyrir að á- vallt megi gera betur. Hann segir staðinn hafa feng- ið afar góða um- fjöllun í erlendum fjölmiðlum og það hafi óneitan- lega skilað sér í auknum ferða- mannastraumi. Dæmi em um að erlendir ferða- menn komi mjög langt að eingöngu til þess að skoða Bjarnarhöfn. Þrátt fyrir að vet- ur sé á næsta leiti segir Hildibrand- ur ferðamanna- strauminn ennþá töluverðan. Hann segir það hins Hildibrandur með vegar há sér hversu snemma að hausti aðrir ferðamannastaðir á Snæfellsnesi loka dymm sínum. Því sé ekki um marga staði að ræða til þess að skoða þegar komið er fram í októ- ber. Telur hann nauðsynlegt að aðr- ir staðarhaldarar skoði sín mál þarmig að fleira standi ferðamönn- um til boða á svæðinu á þessum tíma. Aðspurður segir hann bættar samgöngur efla ferðaþjónustuna en þar verði skipulag að haldast í hendur. Hann nefnir sem dæmi að ekki sé nægilegt að leggja góða vegi um aðalleiðir þegar vegir að helstu ferðamannastöðum séu ekki bættir og nefnir í því sambandi veginn að vcenan hákarlsbita. Bjarnarhöfn. Hann segir veginn ekki í nokkra samræmi við þann fjölda ferðamanna sem velja að skoða sig um í Bjamarhöfn. Ur því verði að bæta. Nú fer í hönd mesti annatíminn í Bjarnarhöfn hvað ffamleiðslu varð- ar. Það styttist í Þorláksmessuna með sinni skötu og þar á eftir kem- ur þorrinn með hefðbundnu há- karlsáti. Hildibrandur segir smekk æsku landsins vera að breytast. Nú séu mun fleiri tilbúnir að bragða á þessari þjóðlegu ffamleiðslu og láta með því bragðlaukana ráða för en ekki skoðanir annarra. Því sé ekki ástæða til að örvænta með verkun hákarls og skötu. Hjf Safnið í Bjarnarhöfn erfullt af munumfrá búskapartíð Bjarnarhafiarbænda. ÞÓRÓLFSGATA 10A, Borgarnesi. íbúð á 1. hæð í þríbýlishúsi, 154,4 ferm. Hæðin er 118 ferm. og þar er flísalögð forstofa. Forstofuherbergi dúklagt. Hol, stofa og borðstofa teppalagt. Eldhús með dúkflísum, eldri innrétting. Tvö dúklögð herbergi. Baðherbergi með flísum á gólfi, ljós innrétting. Á neðstu hæð er þvottahús og geymslur. Góð staðsetning og gott útsýni. Verð: 12.900.000 Allar nánari upplýsingar á skrifstofu Ingi Tryggvason hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali Borgarbraut 61,310 Borgarnes, s. 4371700, 860 2181 -fax 4371017, netfang: lit@simnet.is - veffang: lit.is \_________________________________________________J Rökkurdagar hafinir Rökkurdagar, menningarhátíð Grandfirðinga, var formlega sett í síðustu viku í Eyrbyggju - Sögu- miðstöð með opnum myndlistar- sýningar Svövu K. Egilson. Þar sýnir hún textílverk. Þetta er í ann- að sinn sem hátíðin er haldin. Það er fræðslu- og menningarnefnd Grandarfjarðarbæjar sem stendur að hátíðinni en skipulagning var nú að mestu í höndum Rósu Guð- mundsdótmr. Hátíðin stendur frá 19. október til 14. nóvember eða í 27 daga samfellt. Dagskráin er afar fjölbreytt og nægir þar að nefna að bæði Gísli Súrsson ogjames Bond koma þar við sögu. Dagskrá hátíð- arinnar má finna á heimasíðu Grandarfjarðarbæjar. HJ/ Ljósm: SK Björg Agústsdóttir, sveitarstjóri setti hátíðina á þriðjudag {liðinni viku. Hér er hún á- samt Svövu K Egilsson sem opnaði myndlistarsýningu við sama tilefiii í Sögumiðstöðinni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.