Skessuhorn


Skessuhorn - 26.10.2005, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 26.10.2005, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2005 Banaslys í Borgarfirði Banaslys varð í Stafholtstung- um á fimmtudagsmorgun þegar bóndi lenti í drifskafti dráttar- vélar og lést samstundis. Hann var einn að störfum þegar slysið varð og urðu engin vitni að því. Vegfarendur sem áttu leið frarn- hjá slysstaðnum um stundar- fjórðungu eftir að það átti sér stað tilkynntu það lögreglu. Maðurinn sem lést hét Örn Einarsson, bóndi í Miðgarði í Stafholtstungum, fæddur 31. desember 1947. Hann læmr eft- ir sig eiginkonu og fjögur upp- komin börn. Barnabörnin þeirra era fjögur. Foreldrar Arnar era báðir á lífi. Örn var fjárbóndi en starfaði síðari árin sem girðing- arverktaki. Hann sat um tíma í bæjarstjórn Borgarbyggðar og hefur auk þess tekið virkan þátt í ýmsum félagsmálum, var meðal annars mikill drifkrafmr í Brids- félagi Borgarfjarðar. MM Til minnis Vib minnum á a& menningar- hátíðin Rökkurdagar stendur nú yfir í Grundarfirbi. Hátíbin var sett í síbustu viku og stendur fram í nóvember. Dagskrá Rökkurdaga er mjög fjölbreytt, svo sem listsýning- ar, dansleikir, sagnakvöld og m.m. fleira. Dagskrá Rökkur- daga má sjá á vef Grundar- fjarbarbæjar. CuLxJ Vedtyrhorfivr Þab verbur vaxandi norblæg átt á fimmtudag, hvassvibri á föstudag, en dregur úr vindi á laugardag. Slydda eba rigning verbur á föstudag og laugar- dag, en annars þurrt ab mestu. Afram norblæg átt á sunnudag og mánudag og fremur svalt í vebri. Spivrniwj viKnnnar Vib spurbum á Skessuhorn- svefnum í síbustu viku: „Ertu ánægb/ur meb nýja forystu- menn Sjálfstæbisflokksins?" Meirihluti þeirra sem afstöbu tóku voru ánægðir, en svörin skiptast þannig: Já, mjög svo sögðu 32,1%, Já, frekar svör- ubu 9,6%, hlutlausir voru 26,9%, nei, frekar óánægð/ur voru 10,4% og nei, mjög óá- nægð/ur sögbust 20,9% vera. Næst spyrjum vib: „Er karlrembu hugsunarháttur ríkjandi á þínum vinnustaö?" Svaraðu án undanbragða á www.skessuhorn.is VestlendiníjWr vih^nnetr Ab þessu sinni eru Vestlending- ar vikunnar allar KONUR og ætti þab ekki að koma neinum á óvart. Bátahöllin á Hellissandi stækkar Gáskabáta Brynja SH 237 kom fyrir skömmu til heimahafhar í Ólafsvík. Það er útgerðarfélagið Bjartsýnn ehf sem hefur fest kaup á bátnum sem er af gerðinni Gáski 1200 og hét áður Sænes SU. Hefur bámrinn þegar hafið veiðar á línu og að sögn Heiðars Magnússonar útgerðar- manns og skipstjóra er hann mög á- nægður með bátinn í alla staði. Báturinn var endurbyggður hjá Bátahölinni á Hellissandi. Meðal breytinga sem gerðar voru má nefha að báturinn var lengdur um 3 metra og er dekkið nú 8,3 metrar á lengd, bámrinn var breikkaður um 30 cm og brú var hækkuð um 30 sm. Rafmagn var endurnýjað og ýmsar breytingar gerðar á ívera- stöðum. Ný 450 hestafla Cumm- ings vél var sett í bátinn og er gang- hraði bátsins 23 mílur. Bámrinn tekur nú 14 stk 450 h'tra kör í lest. Að sögn Viðars Hafsteinssonar, eiganda Bátahallarinar hefur hann keypt 2 aðra Gáskabáta og hyggst breyta þeim á sama hátt og Brynju. Við breytinguna stækka þessir bátar úr 6 tonnum í 15 tonn að stærð. MM Framkvæmdir á Skagaverstúni kynntar Fyrsti morgunverðarfundur Markaðsráðs Akraness á þessum vetri var haldinn sl. fimmmdag á veitingastaðnum Galito og var fundurinn vel sótmr. Fram- kvæmdastjóri Smáratorgs ehf., Guðmundur H. Jónsson, flutti framsögu og sat fýrir svörum. Fjall- aði Guðmundur fyrst almennt um fasteignafélög, starfsemi þeirra, kosti og galla. Síðan fór hann yfir skipulag Norviksamsteypunar (BYKO) bæði hérlendis og erlend- is. Kom fram að um gríðarstóra samsteypu er að ræða með mjög fjölbreyttan rekstur. Að síðusm fjallaði hann um ffamtíðaráform samsteypunnar á Akranesi, en Smáratorg hefur sem kunnugt er umsjón með uppbyggingunni á Skagaverstúninu svokallaða á Akra- nesi. Greinilegt var að þetta var það sem fundarmenn höfðu mestan á- huga á og svaraði Guðmundur fjölda spurninga ffá fundarmönn- um í lok ffamsögu. Fram kom með- al annars að Kaupás, sem er hluti af samsteypunni, ædar að opna nýja matvöraverslun næsta haust í versl- unarhúsinu á Skagaverstúninu og er Smáragarður að hefja bygginu á því. Verslunin verður allt að 2000 fm að grannfleti en heildarstærð hússins verður um 5600 ffn. Ekki var upplýst hvaða verslun sam- steypunnar yrði fýrir valinu en hún á m.a. Krónubúðirnar og Nóatún. Viðræður era í gangi við fjölmarga aðila um að koma inn í húsið með verslanir og aðra þjónustu þó svo Guðmundur vildi ekki á þessum fundi upplýsa nánar við hverja stað- ið væri í viðræðum við. Hvatti Guðmundur alla þá sem hefðu á- huga á að komast inn í húsið með sinn rekstur að hafa samband við sig og sagði að við lokahönnun á húsinu væri hægt að aðlaga það misjöfnum þörfum hvers og eins m.t.t. stærðar og staðsetningar í húsinu. I fundarlok var tilkynnt að annar morgunverðarfundur yrði í nóvem- ber um annað áhugavert eftii og yrði auglýst um það nánar síðar. BE/MM Sameiginleg sorphirða norðan og sunnan Skarðsheiðar Bæjarráð Akraness hefur sam- þykkt fýrir sitt leyti að heimila út- boð á sorphirðu með samnings- tíma til 1. júlí 2009. Útboðið er af- rakstur samvinnuverkefnis Akra- neskaupstaðar, Borgarbyggðar, Borgarfjarðarsveitar og hreppanna sunnan Skarðsheiðar og er þetta víðtækara útboð sorphirðu á svæð- inu en áður hefur þekkst. Útboð- ið nær til allrar sorphirðu sveitar- félaganna; gámaleigu, losunar gáma ásamt flutningi á sorpi í Fífl- holt. Gert er ráð fýrir að útboðs- og samningsskilmálar verði aug- lýstir nú á næstu dögum, en Hönnun hf. annaðist gerð útboðs- gagnanna. A fundi bæjarráðs Borgarbyggð- ar í liðinni viku vora lögð fram sömu drög að útboðsgögnum og var afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar. MM Kanna möguleika á nýjum leikskóla í Búðardal Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti sam- hljóða á dögun- um tillögu Þor- steins Jónssonar og Bryndísar Karlsdóttur að fela sveitarstjóra að kanna mögu- leika á auknu framlagi úr Jöfh- unarsjóði sveitar- félaga til bygg- ingar nýs leik- skóla í sveitarfé- laginu. Einnig var sveitarstjóra falið að kanna möguleika á frek- ari fjármögnun vegna nýbyggingar- innar þannig að ekki þurfi að koma til lántöku vegna byggingarinnar. Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur rekið leikskóla í Búðardal í húsi grunnskólans. Nokkrar umræður hafa farið fram um málið í sveitar- félaginu undanfarið. Hafa verið ræddar hugmyndir um breytingar á núverandi húsnæði, viðbyggingu við grannskólann eða byggingu nýs leikskóla. Sveitarstjórn hefur held- ur hallast að því að breyta núver- andi húsnæði og er samþykktin á dögunum því nokkur stefnubreyt- ing. Þrúður Kristjánsdóttir, formaður kvenfélagsins Þorgerðar Egilsdótt- ur kom til fundar við byggðaráð sveitarfélagsins fyrir skömmu og tilkynnti hún að kvenfélagið væri tilbúið að styðja byggingu leikskóla með peningaframlagi eða öðram hætti. Þrúður gat þess einnig að málið hafi verið kynnt öðram fé- lagasamtökum, sem lýst hafi vilja til að koma að málinu. Gat hún þess að hún kæmi til fundarins til að kanna vilja sveitarstjórnarmanna til að endurskoða fýrri ákvörðun um breytingar á núverandi húsnæði leikskólans. I því sambandi benti hún á þá hugmynd að húsnæðið yrði byggt úr timbri og þannig gert að hægt væri að taka það niður og selja í burtu ef ekki reyndist þörf fýrir það í framtíðinni. HJ S Askrift hækkar lítíllega Frá og með næsta áskriftartíma- bih (nóv.-des.) hækkar áskrift að Skesshomi lítillega vegna al- mennra kostnaðarhækkana, einkum vegna hækkunar á dreif- ingarkostnaði og launa. Jafn- framt verður seðilgjald, krónur 150,- sem fram til þessa hefur verið innheimt sérstaklega á greiðsluseðlum fellt inn í á- skriftarverðið til hagræðis. Hér eftir kostar mánaðaráskrift 1000 kr sé greitt með greiðsluseðli, 900 kr sé áskrift færð á greiðslu- kort en elli- og örorkuh'feyris- þegar greiða áfram sama gjald og verið hefur, þ.e. 725 kr á mánuði. Verð í lausasölu breyt- ist ekki og verður áffam krónur 300. -MM Riðiðá göngustíg BORGARíJÖRÐUR: Göngu- stígur sem nýlega var lagður á Kleppsjárnsreykjum í Borgar- firði hefur að undanförnu verið nýttur sem reiðvegur, að því er ffam kom á fundi hreppsnefndar Borgarfjarðarsveitar á dögun- um. Slík notkun vegarins er bönnuð og þolir stígurinn ekki slíkt álag og mun skemmast að því er fram kemur í bókun nefndarinnar. Hafa því komið fram hugmyndir um að malbika stíginn og var stjórnendum sveitarfélagsins falið að vinna að lausn málsins. -hj Aflaverðmætí minnkar VESTURLAND: í júlí var landað 1.687 tonnum af sjávar- fangi í höffmm á Vesturlandi að verðmæti rúmar 95 milljónir króna. Er það ríflega 90% sam- dráttur í magni talið miðað við sama mánuð á síðasta ári og um 76% samdráttur í verðmætum talið. Samdráttur varð mikill í öllum helstu fisktegundum á milli ára. Fyrstu sjö mánuði árs- ins var landað 51.709 tonnum af sjávarfangi á Vesturlandi að verðmæti rúmar 1.657 milljónir króna. A sama tíma í fyrra var landað 105.053 tonnum að verðmæti rúmar 3.207 milljónir króna. Samdrátturinn í magrd er því ríflega 50% og í verðmætum ríflega 48% á milli ára. -hj VLFA kærir fyrirtækið 2B AKRANES: Félag iðn- og tæknigreina og Verkalýðsfélag Akraness sendu á mánudag kæra til Sýslumannsins í Borgarnesi vegna leigu fyrirtækisins 2B á 10 pólskum starfsmönnum sem starfa hjá Istak við stækkun Norðuráls á Grundartanga. Umrætt fýrirtæki hefur mildð verið í umfjöllun fjölmiðla tmd- anfarna daga vegna meintra brota þess á réttindum og kjör- um starfsmanna á þeirra vegum. I frétt ffá stéttarfélögimum seg- ir að þau hafi fengið það staðfest hjá Vinnumálastofnun að fýrir- tækið 2B sé ekki með atvinnu- leyfi fyrir erlent vinnuatl og hef- ur ekki heimild til að flytja inn erlent vinnuafl á grandvelli þjónustusamninga, þar sem um sé að ræða íslenskt fýrirtæki en ekki erlent eins og lög nr. 54/2001 kveða á um. -mm

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.