Skessuhorn


Skessuhorn - 26.10.2005, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 26.10.2005, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2005 ^kUsunuKt Kvennafrídagurinn 2005 - fjölmenn baráttudagskrá um allt land Síðastliðinn mánudagur var stór dagur í jafnréttisbaráttu kvenna þeg- ar konur um allt land héldu upp á Kvennafrídaginn. Þrjátíu ár voru þá liðin frá Kvennafrídeginum mikla þann 24. október 1975, þegar konur í mgþúsundavís lögðu niður störf. Tilgangurinn þá var að sýna ffarn á mikilvægt ffamlag kvenna í atvinnu- h'finu og samfélaginu í heild. Konur vildu á þeim tíma undirstrika að þær væru ekki varavinnuafl. Nú var kast- ljósinu einkum beint að launamis- rétti í samfélaginu og lögðu konur að þessu sinni niður vinnu nákvæm- lega klukkan 14:08, eða á sömu stundu og þær voru búnar að vinna fyrir dagslaununum, væru þær karl- ar. Langstærsti baráttufundurinn fór ffam í Reykjavík og telur lögregla þar að um 45 til 50 þúsund manns hafi verið í miðborginni þegar mest var í tengslum við hátíðarhöldin. Þrátt fyrir mannfjöldann gekk allt á- fallalaust fyrir sig og og þótt umferð hafi gengið hægt komust allir leiðar sinnar að lokum. Konur af sunnanverðu Vestur- landi; Akranesi og Borgarnesi fjöl- menntu og tóku þátt í hátíðarhöld- unum í Reykjavík meðan konur ann- arsstaðar úr landshlutanum gerðu slíkt á heimavelli. Þannig voru stað- bundnar dagskrár haldnar í tilefhi dagsins a.m.k. á Hvanneyri, í Ólafs- vík, Grundarfirði, Stykkishólmi og e.t.v. víðar. Dagskrá í Grundarfirði I Grundarfirði komu konur saman og fóru gangandi til kaffisamsætis og dagskrár í tilefni dagsins í samkomu- húsinu kl. 14:30 þar sem formleg dagskrá hófst stundarfjórðungi síðar. Góð þátttaka var í dagskránni og mátti þar sjá mæður, tengdamæður, sysmr, dæmr og frænkur saman komnar ásamt nokkrum körlum. Með Sæmundi í bæinn I Borgamesi fjölmennm konur í rútur ffá Sæmundi sem óku þeim til Reykjavíkur þar sem þær tóku þátt í dagskránni með kynsystrum þeirra. Með Sæmundi fór ffíður flokkur kvenna í a.m.k. tveimur rútum áleið suður á útifundinn góða. Mjög margir vinnuveitendur í Borgarnesi gáfu frí í tilefni dagsins og átti það raunar við á öllum stöðum. Undir jökli I Ólafsvík fjölmennm konur á Hótel Ólafsvík um kl. 14:10 og tóku þar þátt í hátíðarhöldunum. A dag- skránni var upplestur pistla og bar- átmávörp flutt, lesin ljóð, farið með gamanmál og söngur. MM Pottaglamur á Hvanneyri Á Hvanneyri eins og annars stað- ar á landinu var Kvennafrídagurinn haldirm hátíðlegur og mættu rúm- lega 100 konur og börn í gönguna á- samt nokkrum körlum. Þar sem í- búafjöldi á Hvanneyri, að nemend- um Landbúnaðarháskóla Islands meðtöldum, er einungis um 280 þá vom þama mættir hátt í 40% þorps- búa. Gengið var um þorpið með kröfuspjöld, potta og sleifar. Mikill stemning var í göngunni sem lauk með ávörpum valinna kvenna og baráttusöng fyrir utan heimavist Landbúnaðarháskólans. Ræðumenn vora Jóhanna María Elena Mattías- dóttir, nemandi LBHI, Margrét Guðrún Ásbjarnardóttir, mastersnemi við LBHI, og Björg Gunnarsdóttir, Hvanneyringur. Að ræðum loknum stjórnaði Dagný Sigurðardóttir, gjaldkeri LBH3 bar- átmsöng og svo fengu konurnar sér kaffi í mötuneyti Landbúnaðarhá- skólans að lokum. GB S I jakkafötum á Grundartanga Konur sem starfa á skrifstofu Is- lenska jámblendifélagsins, Fangs og Iðntækni á Grundartanga fögnuðu kvennafrídeginum í gær með því að mæta í jakkafötum og með bindi. Með því vildu þær leggja áherslu á launamun kynjanna með vísan í aug- lýsingu VR. Konur vom í miklum baráttuhug. PO Sprengdu utan af sér húsnæðið Konur í Stykkishólmi lém ekki sitt eftir liggja á Kvennafrídeginum. Uppúr klukkan 14 fóm þær að tínast í Hólmgarð og gengu þaðan niður í bæ með trommuleikara og lúðra- blásara í broddi fylkingar að veit- ingahúsinu Fimm fiskum. Var þar á- formað að halda fund. En í ljós kom að sökum mannfjöldans var húsið sprungið utan af fundinum og fór í staðinn ffam útifundur þar sem um 150 konur vom saman komnar. Á fundinum sem stjórnað var af Sól- borgu Olgu Bjarnadótmr, hjúkrun- arfræðingi tóku til máls fjöldi kvenna og rifjuðu upp daginn fyrir 30 ámm og horfðu til ffamtíðar. Ein 15 ára stúlka flutti ræðu og lýsti sinni sýn á jafhréttisbaráttunni. Að fundi loknum var drukkið kaffi á Fimm Fiskum. Allir fundarmenn skrifuðu nöfn sín í stílabók sem er 30 ára gömul og er með nöfhum þeirra sem tóku þátt í dagskrá Kvennaffídagsins 1975. DH Skagakonur skunduðu til fundar Konur á Akranesi lögðu niður vinnu kl. 14:08 á mánudaginn eins og sysmr þeirra víðsvegar um landið. Þær tóku sig saman og héldu til Reykjavíkur til að taka þátt í kröfu- göngu og barátmfundi þar í tilefhi barátmdags kvenna. Flestar fóru saman í rútum sem fóra frá nokkram stöðum í bænum. Baráttu- hugur var í konunum en lundin engu að síður létt og eftirvæntingin mikil að geta slegist í för með mg- þúsundum annarra kvenna í Reykja- vík. ‘ HJ Hér eru nokkrar konur úr Borgamesi á Laugaveginum. Athygli vekur að á myndinni eru 3 Evur. Borgnesingar aðferðbúast með Scemundi. Konur á Grundartanga klæddust jakkafótum í tilefni dagsins. Ljósm: PO Undirbúningsnefndin á Hvanneyri: Sunna Askelsd., Anna G. Þórhallsdóttir og Björk Harðardóttir. Mynd GB Það var vetrarlegt um að litast í Hólminum á Kvennafrídeginum. Konur létu það samt ekkert á sigfá. Ljósm: DH A Akranesi var fjölmennt í rútur frá Reyni Jóhannssyni og ekið til Reykjavtkur. Hér er hópur að legg/a af staðfrá Grundaskóla. Ljósm: HJ I Olafsvík komu konur saman á Hótelinu og var þröngt setinn bekkur- inn. Ljósm: af vef 'snb.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.