Skessuhorn - 26.10.2005, Blaðsíða 16
16
-^nc T - - MÍDVIKUDAGUR 26. OKTÓBER 2005
ucuunu^
Jámsíða sýslu-
mannsembætta
Sýslumannsembættín í landinu í
samvinnu við Starfsmennt hafa
undanfarin misseri unnið að gerð
heildstæðrar þjálíunaráætlunar fyr-
ir starfsfólk sitt. Áætlunin ber nafn-
ið Járnsíða eins og fyrsta lögbók Is-
lendinga, eftir lok þjóðveldistíma-
bilsins. Fyrstu námskeiðin hófust
mánudaginn 10. október og var eitt
þeirra haldið í Félagbæ í Borgar-
nesi og hét það „Saga og hlutverk
sýslumannsembættanna." Megin-
viðfangsefhi námskeiðsins var yfir-
lit yfir sögu embætta sýslumanna
og verkefni þeirra í dag. Kennari
var Olafur K. Olafsson sýslumaður
Snæfellinga. Þótti námskeiðið
takast framúrskarandi vel. Með-
fylgjandi mynd er af þátttakendum
á námskeiðinu ásamt kennara. Geta
má þess að sama dag voru haldin
námskeið um „Lögbókandagerðir“
á Egilstöðum, „Almenna siðffæði
og siðfræði starfsins“ í Kópavogi
og „Ofluga liðsheild og skapandi
samskiptí“ á Isafirði. ES
SkaUagrímur vann
kærumál gegn KR
Dómstóll Körfuknattleikssam-
bands Islands hefur dæmt liði
Skallagríms í 8. flokki kvenna 20-0
sigur gegn liði KR í leik sem fram
fór 1. október þar sem síðarnefhda
félagið notaði í leiknum eldri leik-
menn en leyfilegt er. I dómnum
kemur ffam að samkvæmt leik-
skýrslu hafi þrjár 14 ára stúlkur
leikið með liði KR en samkvæmt
reglum mega ekki eldri stúlkur en
13 ára leika með 8. flokki. Lið KR
var ekki sektað þar sem dómurinn
taldi forsvarsmenn liðsins ekki hafa
reynt að leyna brotínu.
HJ
Að hafa stjómstöðina í lagi
Nýlega fór af stað forvamar-
verkefhinu „Eg ætla að bíða“ og
landsmenn hafa að undanfömu
séð auglýsingar sem em liður í
hvatningarherferð sem er á veg-
um verkefhisins Vímuvamarvik-
an 2005 - vw.is. Einn dagskrár-
liður vikunnar var ffæðslufundur
á vegum Náiun áttum hópsins
sem bar yfirskrifringa „Er áfengi
hollt fyrir ungt fólk?“ I erindum
fræðimanna á fundinum komu
fram skaðlegar afleiðingar áfeng-
is og vímuefhaneyslu bæði lík-
amlegar - andlegar og félagsleg-
Heilinn ekki
fullþroskaður
Heili unglinga er mun viðkvæm-
ari fyrir áfengisskaða en heili full-
orðinna. Mestur verður skaðinn yf-
irleitt í ffamheila sem stýrir firam-
kvæmdum okkar og hegðun.
Einnig hefur áfengi mikil áhrif á
minnisstöðvarnar og taugaboðefhi
heilans og getur því skert náms-
hæfni unglinga.
Sigurlína Davíðsdóttir, dósent í
Félagsvísindadeild H3 lýsti þeim fé-
lagslegu þáttum sem áfengis og
vímuefnaneysla hefur á fjölskyld-
una og sagði að því meira sem um-
burðarlyndið væri gagnvart neysl-
unni því meiri líkur væru á ung-
lingadrykkju. Sigurlína lagði á-
herslu á að því lengur sem hægt
væri að ffesta byrjunaraldrinum því
minni lýkur væru á að unglingar
lenm í vandræðum og að vandræð-
in yrðu alvarlegri því fyrr sem
drykkjan byrjaði.
Foreldrar geta haft mikil áhrif á
það hvort og hvenær unglingurinn
byrjar neyslu og með samtakamætti
hafa foreldrar sameinast um ýmis
uppeldisleg gildi eins og útívistar-
tíma og eftirlitslaus partý. Mikil-
vægt er að fjölga samverustundum
foreldra með unglingum og til að
unglingurinn geti staðið gegn hóp-
þrýstingi um að hefja neyslu þarf
hann þéttan stuðning foreldra
sinna.
Foreldrar höfum þetta í huga!
Helga Margrét Guðmundsdóttir
Verkefnastjóri hjá Heimili og skóla
- landssamtökum foreldra og talsmað-
ur Vímuvamarviku 2005.
ar.
Hér er yfirlýsing 19 félagasamtaka sem starfa að
málefnum bama og unglinga:
WV 2005 - Yfirlýsing félagasamtaka
Komum í veg fyrir áfengis- og vímuefnaneyslu barna og ungmenna!
Neysla áfengis og annarra vímuefna raskar uppvextí og ógnar velferð
margra barna. Sum bíða ævarandi tjón. Það er bitur reynsla foreldra og
annarra aðstandenda að sjá barn sitt lenda í fjötrum vímuefnaneyslu og
villast á brautir glæpa og ofbeldis. Það er átakanleg fórn sem snertír
okkur öll.
I æsku er lagður grunnur að framtíð hvers einstaklings. Þá mótast
mikilvægar forsendur lífssýnar, þroska og heilbrigðis síðar á ævinni.
Börn og ungmenni eru berskjölduð fyrir áróðri og hvamingu tíl neyslu
áfengis og annarra vímuefha. Rannsóknir sýna að því seinna sem ungt
fólk byrjar neyslu áfengis og tóbaks því minni líkur eru á að það leiðist
í neyslu vímuefna, hætti í skóla eða lendi í öðrum erfiðleikum. Höfum
það í huga.
Tökum höndum saman um að skapa börnum þroskavænleg skilyrði.
Styðjum börn og ungmenni í að hafha neyslu áfengis og annarra vímu-
efha. Látum velferð þeirra ráða við mörkun stefhu í áfengis- og vímu-
efnamálum.
Hagsmunir bama og ungmenna eiga að hafa forgang!
l/tUMthe’inld
Ifjóra tíma þögðu þær - ogþá varfundi slitið
Fyrir skömmu
var víða um land
kosið um sam-
einingu sveitar-
félaga og sýndist
sitt hverjum í
þeim málum.
Víða virðist þó
tilhneyging til að
halda í gamla fýrirkomulagið og breyta ekki
eingöngu breytinganna vegna. Fyrir
nokkrum árum þegar Borgarneshreppur
öðlaðist tignarheitið Borgarnesbær orti
Friðjón heitinn Sveinbjömsson:
Fornri hefb er grýtt á glœ,
gamlar venjur týnast,
nú er hreppnum breytt í bœ
bara til ab sýnast.
Vafalaust vottar enn einhversstaðar fyrir
ríg á milli nágrannabyggðarlaga og menn
með smáhnútukast hver í annan. Teiti Hart-
mann þótti ekki ástæða til að lýsa Eskifjarð-
arbúum of fagurlega á sinni tíð:
Ekki blindar andans Ijós
Eskifjarbarbúa.
Ef ég segbi um þá hrós
yrbi ég ab Ijúga.
Egill Jónasson fór eitt sinn um Austurland
ásamt fleira fólki og kom meðal annars til
Seyðisfjarðar og skoðaði kirkjuna þar. Efrir
að hafa virt fyrir sér dyraumbúnað hússins
varð honum að orði:
Ljót og rybgub lœsing er.
Lamir þarf ab styrkja.
Sjaldan opnub sýnist mér
Seybisfjarbarkirkja.
Trúmálin hafa löngum verið mönnum
hugleikin og valdið hatrömmum deilum um
hvort Guð sé karlkyns eða kvenkyns og heiti
þetta eða hitt eða hvort leyfilegt sé að vinna
á laugardögum eða borða slátur og svína-
kjöt. Mönnum gleymist hinsvegar gjarnan sú
einfalda gmnnhugsun að vera bara góðir
hver við annan sem er þó lykilatriðið. Eftir
ágæta prédikun orti Egill Jónasson:
Þab Drottinn gefur og gefa kann
Er gert til ab aukist hans dýrb og vegur.
Vib eigum ab tigna og tilbibja hann,
- töluvert er hann nú hégómlegur.
Eitt sinn sem oftar messaði Einar Gísla-
son, predikari Hvítasunnumanna í útvarpið
og sparaði ekki raust sína fremur venju. Varð
það vestfirðingnum Guðmundi Sigurðssyni
tílefhi efrirfarandi hugleiðingar:
Ekki minnkar áhuginn,
enn þess finn ég vottinn,
ab þú heldur Einar minn
ab illa heyri drottinn.
Nú er friðunartímabili rjúpunnar lokið og
hefur það vafalaust vakið óskerta ánægju
þeirra sem ekki hafa getíð haldið jól fyrir
rjúpnaleysi. Einhvemveginn held ég samt að
jólin hafi nú komið fyrir því. Vigfus Péturs-
son sendi rjúpnaskyttu nokkurri þessa kveðju
fyrir nokkmm ámm:
Heyrist mikill hagladynur.
Höfbinginn er þannig gerbur.
Sídritandi dýravinur
drepur allt sem fyrir verbur.
Stundum hefur verið rætt um að leyfa
veiðar á fleiri fuglategundum svo sem
hrossagauk sem sýnist þó ekki sérlega matar-
mikil skepna. Einhverntíma þegar Sigmar B.
Hauksson var að reka áróður fyrir hrossa-
gaukaveiðum ortí Guðmundur Albertsson:
Sé ég í anda
Sigmar B. standa
meb saxib og laukinn.
Hann finnur matarlyst mikla
í maganum sprikla
er hann mibar á hrossagaukinn.
Fœr þab mig undrab
þó fengi hann hundrab
og fœru allir í belginn.
Meb feiti og grjónum
og fibrinu og klónum
þeir fylltu ekki svelginn.
Af svipuðu tilefhi kvað Hlymrekur Hand-
an:
Margt er ab mannanna kyni,
margan fugl sárskortir vini.
Og skrattinn má skeina
þá sem skotfimi reyna
á mófugli í matreibsluskyni.
Þó bæði rjúpur og hrossagaukar séu vafa-
laust herramannsmatur þá er nú fleira sem
getur glatt menn og stundum skjótfengnara.
Jónas Björnsson skipstjóri ávarpaði eitt sinn
kunningja sinn á þessa leið:
Þab er flestra manna mál
ab margt þér vel sé gefib.
C öfug er og gób þín sál,
- gefurbu korn í nefib?
Lengi vel var mikill siður að syngja í bíl og
ekki síst í rútum. Ekki veit ég hvaða ferðalag
var á Páli Jónssyni þegar hann kvað:
Vélin glœbir átök öll
efst í hœbardragi.
Bíllinn œbir upp á fjöll
undir kvæðalagi.
Að afloknum kvennafrídeginum sem er
reyndar ekki kominn þegar þetta er skrifað
er ekki úr vegi að rifja upp þessar vísur Halls
Magnússonar í Seattle:
Þab var indæl aftanstund
eitt sinn hérna um daginn.
Kvenfélagib fór á fund
fyrir vestan bæinn.
Frúrnar allar, fjær og nær
fluttu í töskum vitib.
í fjóra tíma þögbu þær
og þá var fundi slitib.
Ekki hef ég þó mikla trú á að allir fundir
kvennafrídagsins hafi farið ffam með algjörri
þögn enda væri það ólíkt blessuðum konun-
um. Eg ætla líka að vona að þær séu stefnu-
fastari en sá sem fékk eftirfarandi umsögn
hjá Einari Friðrikssyni ffá Haffanesi:
Mjög er skobun sumra seig,
síst ber þab ab dylja.
Elta má hana eins og deig
eftir hvers manns vilja.
Margar fallegar ástarvísur hafa verið ortar
og ekki gott að segja hver er fegurst en rétt í
þessu var ég að reka augun í vísu eftír Eirík
Sigurðsson sem allavega mér finnst falleg:
Þegar fimur fótur þinn
fetar ab verkum sínum,
ávallt ég á eftir finn
yl í sporum þínum.
Effir sama höfund er og þessi vísa sem við
skulum láta verða lokaorðin að sinni enda
hollt að enda á slíkum nótum:
Ég ráfabi í rökkurmóbu
reikull um lífsins brú.
Mér sendur var sólargeisli,
- sólargeislinn varst þú!
Meb þökk fyrir lesturinn.
Dagbjartur Dagbjartsson
Refsstöbum, 320 Reykholt
S435 1367 og 849 2715
dd@hvippinn.is