Skessuhorn


Skessuhorn - 26.10.2005, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 26.10.2005, Blaðsíða 8
;nnc «-J!f MlEfy^KfJSAÖGK'M'ÖÍ?PÓBER 2005 „.fc'wiiwr... Hvenær verður gata gata? - Af gatnagerð í nokkrum sveitarfélögum: Ótrúlega breytileg stefiia um firágang gatna í íbúðahverftun Vaxandi þrýstíngur er víða um að fá byggingarlóðir fyrir íbúðar- húsnæði. Hér á Vesturlandi hefur eftirspurn verið mest á Akranesi í allmörg ár en undanfarin misseri hefur eftirspurn verið að aukast eftir byggingarlóðum á nánast öll- um þéttbýlisstöðum í landshlutan- um. Kunn er sprengingin í eftir- spurn eftir húsnæði á háskólastöð- unum Bifröst og Hvanneyri en marga fleiri staði mætti nefna svo sem þéttbýlisstaðina á Snæfells- nesi, Borgarnes og Reykholt. Það vakti athygli blaðamanns á liðnum vetri, hversu margar götur á Akra- nesi voru ófrágengnar í nýju hverfi, svonefndu Flatahverfi. Þrátt fyrir að göturnar væru nokkrar fullbyggðar, vantaði bæði slitlag og gangstéttar en slíkt veld- ur íbúum húsa við þessar nýju göt- ur ómældum pirringi svo sem vegna jarðvegs og óhreininda sem veðst inn í hús. Þetta varð til þess að ákveðið var að skoða nánar hvernig sveitarfélög standa að gatnagerð í nýjum íbúðahverfum. Borin voru saman nokkur svæði og verður að segjast að niðurstaðan er þéttbýlisstöðunum á sunnanverðu Vesturlandi ekki í hag. Sveitarstjómir ráða stefnunni Stefna sveitarstjórna varðandi gatnagerð og frágang gatna er ó- trúlega ólík frá einum landshluta til annars. Margar sveitarstjórnir leggja kapp á að ávallt séu til laus- ar lóðir við ffágengnar götur. Ann- arsstaðar er áherslan á gatnagerð víkjandi. I sveitarfélaginu Arborg voru í- búar 1. desember 2003, 6.326 sam- kvæmt bráðabirgðatölum Hag- stofu Islands, á Akranesi voru þeir 5.582, í Mosfellsbæ 6.573 og í sveitarfélaginu Skagafirði 4.178. Þó svo bæði Skagafjörður og Ar- borg séu víðfeðm sveitarfélög, þ.e. ekki aðeins þéttbýliskjarnar eins og heita má um Mosfellsbæ og Akra- nes, er stefna sveitarstjórnanna keimlík. Það er þó ljóst að á Akra- nesi virðist meiri tilhneiging til að draga frágang gatna en í hinum nefndu sveitarfélögunum. Það vildi þó svo skemmtilega til að þegar verið var að vinna þessa sam- antekt hófust malbikunarfram- kvæmdir í Flatahverfi á Akranesi af miklum móð og eru ljósmyndir þaðan teknar 24. október sl. Smærri sveitarfélög I Austurhérði voru íbúar 2141, í Borgarbyggð 2.589, í Fjarðabyggð 3.110 og í Grindavík 2.421. í sam- anburði þessara álíka stóru sveitar- félaga er áberandi meiri munur á metnaði við frágang gama við í- búðagömr og er ljóst að sveitar- stjórn Borgarbyggðar er sú sem lengst gengur í að láta gatnagerð- ina mæta afgangi. Meðfylgjandi þessari grein eru ljósmyndir frá nýjum gömm í Fellabæ og á Egils- stöðum til samanburðar og voru þessar myndir teknar um liðna helgi. A þeim sést að byggingar- ffamkvæmdir standa yfir við göt- urnar á þessum stöðum, hús eru á mismunandi byggingarstigum en búið er að malbika gömrnar, en gangstéttar vantar. Meðfylgjandi eru einnig ljósmyndir frá tveimur gömm í Borgarnesi. Við aðra göt- una, Kvíaholt, voru byggingafram- kvæmdir hafnar á árinu 2001 og em við gömna 3 fullbyggð hús og verið er að undirbúa byggingu nokkurra til viðbótar. Hin gatan, Stöðulsholt, átti að vera bygging- arhæf 16. ágúst sl. en þar er enn fátt sem minnir á götu í þéttbýli. Raunasaga frumbyggjans I samtali við Guðmund Finns- son, íbúa við Kvíaholt í Borgarnesi kom ffam að hann byggði einbýlis- hús sitt þar árið 2001 en þá var honum tjáð að gatan yrði malbikuð innan tveggja ára, væntanlega þá fyrir árslok 2003, en síðan era lið- in 2 ár, árið 2005 er að renna sitt skeið. Guðmundur ætlaði að hefja framvæmdir um vorið 2001 en vegna þess hve framkvæmdir sveit- arfélagsins við gömna drógust, gat hann ekki hafið uppsetningu húss- ins fyrr en í nóvember 2001. I dag er búið að úthluta nær öllum lóð- um við þessa götu og enn bólar ekkert á bundnu slitlagi á Kvíaholt. Helga Halldórsdóttir, forseta bæjarstjórnar Borgarbyggðar stað- festi í smtm spjalli við blaðamann hvernig framgangur mála hafi ver- ið. Það kom fram hjá Helgu að önnur verkefni hafi verið látin framar í framkvæmdaröðina og nefndi hún annað brýnt verkefni; framkvæmdir við leikskólann í því sambandi. Ennfremur kom fram hjá henni að lengi vel hafi lítil sókn verið í lóðir við þessa göm og jafn- vel hafi lóðum verið skilað. Einnig gat hún þess að dýrt væri að ganga frá götunni. Helga tók fram að á- kveðið hafi verið að bæta lóðum við götuna Arnarklett til að koma til móts við þörf fyrir íbúðarhús- næði og hafi það létt undir. Gatan Stöðulsholt í Borgarnesi átti að vera byggingarhæf gata 16. ágúst síðastliðinn. I síðustu viku hófust framkvæmdir við fyrsta húsgrunn við þá götu þrátt fyrir að þá hafi engar lagnir verið komnar í A EgilsstöSum standa nú yfir framkvæmdir viS byggingu íbúdarhúsnæðis á götu sem búið var að malbika áður en byggingameistarar byrjuðu að athafna sigþar. Svo skemmtilega vildi til ai þegar verið var að Ijúka vinnslu þessarar fréttar sl. mánudag var verið að malbika götur í Flatahverfi. I- búarþar anda nú léttar en þeir voru orðnir langþreyttir á ástandinu enda nokkur ár síðan hverfið bytjaði að byggjast. götuna og jarðvegsskiptum enn fram að ákvörðun um að hefja dráttur framkvæmda við báðar ekki lokið, eins og sjá má á með- framkvæmdir við Stöðulsholt hafi þessar götur nú væra vegna van- fylgjandi mynd. Helga Halldórs- verið tekin í vor, eða eftir að fjár- efnda verktakans. dóttir, forseta bæjarstjórnar tók hagsáætlun hafi verið lokið, og OG Frumbyggjum Kvíaholts var lofað bundnu slitlagi ísíðasta lagi 2003, nú er árið 200S senn liðið og enn er gatan svona. Að aidingu er svo mynd frá Stöðulsholti í Borgamesi. Þar er búið að úthluta öllum lóðum og eru framkvæmdir hafnar viðfyrstu húsgrunna við götuna enda átti hún að vera byggingarhæf 16. ágúst sl.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.